Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 B 3 nú að breytast en til skamms tíma var litið á þýðendur sem einhvers- konar annarsflokks rithöfunda, en það eru þeir alls ekki. Helgi Hálf- danarson er þannig einn af okkar stóru bókmenntamönnum á þessari öld, Magnús Ásgeirsson er annar, í dag er Sverrir Hólmarsson á ágætri leið með að taka hans hlut- verk að sér og einnig má minnast á þýðingar Ingibjargar Haralds- dóttur, Þorgeirs Þorgeirssonar, Thors Vilhjálmssonar og Guðbergs Bergssonar. Þá er það líka mjög mikill kostur að rithöfundar eru famir að þýða meira en áður, fólk sem hefur stíl á valdi sínu.“ Alls hefur Sigurður þýtt um fímmtán bækur. „Áður en ég hrekk upp af ætla ég að reyna að klára að þýða Söng um sjálfan mig eftir Walt Whitman. Mér fínnst fyrir neðan allar hellur að hann sé ekki til á íslensku, og þó það sé ekki nema bara sá söngur, en þetta kvæði er mjög stór hluti af bók hans Leaves of Grass, og er oft gefíð út sér. Þegar ég hef lokið við seinni hluta Odysseifs og þetta kvæði, ætla ég að láta af þýðingum í bili.“ laust mál og grísku! Þá sást varla ferðamaður í landinu, en á síðustu þremur áratugum hefur orðið bylt- ing hvað varðar heimsóknir útlend- inga til Grikklánds og hafa fom- minjar þar mikið aðdráttarafl. Sig- urður segir að í dag séu Grikkir mjög opnir, allir tala einhveija ensku og gestrisnin er ákaflega mikil. „Ef maður er gestur þeirra þá er ekkert nógu gott fyrir mann. Þetta er nákvæmlega eins og þegar maður kom út í sveit á íslandi fýr- ir tuttugu, þijátíu ámm. Svo er það loftslagið, það er sól allt sumarið, hitinn er þurr og alltaf hafgola. Maður er alltaf í námunda við haf, landið er svo vogskorið og klettótt.“ — Strax árið 1953 skrifaðir þú bók um Grikkland og þú hefur þýtt grískar bókmenntir, er það köllun þín að kynna Grikkland? „Já, það má kannski segja það,“ svarar Sigurður og brosir. „Þegar ég var búinn að dveljast í landinu og kynnast því hvaða sess Grikk- land skipar í menningarsögu okkar, þá þótti mér það makalaust hvað við áttum lítið af bókum um landið og sögu þess. Ég hafði því þessa köllun, eða hvað sem má kalla það, er fyrir utan alla meginstrauma, er ekki gefinn út í Grikklandi fýrr en eftir dauða sinn og lítt þekktur þar áður. En auðvitað sækja þessi skáld öll eitthvað af yrkisefnum, vísunum og myndum aftur til fortíð- arinnar, en á misáberandi hátt. En það er merkilegast með stærsta prósaskáldið, Kazantzakis, að hann er mjög lítið lesinn í Grikk- landi. Hann gerði nú það sama og Laxness, fór um sveitir landsins og skrifaði upp orð og orðfæri fólks- ins. Laxness síaði úr þessu það sem féll að texta hans, og svo er aldroi eins mikill munur á mállýskum hér og í Grikklandi. En Kazantzakis fór um allt og skrifaði niður í belg og biðu öll skrýtin orð, orðatiltæki og svoleiðis, úr öllum mögulegum mál- lýskum, og setti þetta svo bara allt inn í bækurnar. Þannig er alveg ógnvænlegt að lesa þær. Þetta ér bara hræra úr öllum áttum, og ég get vel skilið að Grikkir kjósi frekar að lesa hann á ensku! En hann er engu að síður hreint makalaus höf- undur.“ Grikkir líkastir íslendingum Grískt samfélag hefur tekið mikl- um breytingum, í dag býr um helm- ingur þessarar níu milljóna þjóðar á Stór-Aþenusvæðinu, og að mörgu leyti virðist ýmislegt vera líkt með Grikkjum og íslendingum. „Ég segi að Grikkir séu líkastir okkur Islendingum af öllum þjóð- um, og landið er líka líkast Íslandi af Evrópulöndunum, það er hijóstr- ugt og vogskorið - en að vísu er allnokkur munur á loftslaginu. Ég er ekkert viss um að skyldleiki okk- ar liggi í genunum, en annars skrif- aði frægur maður, sem heitir Rob- ert Graves, bók sem heitir The White Goddess. Hann kemur þar fram með þá kenningu að Pelops- skagi og írland hafi verið í mjög nánum menningarlegum tengslum Systursonur James Joyce, Ken Monag- han, við styttu af Joyce í aðalverslun- Ijósmynd/Sigurður A. Magnússon Ljósmynd/Bragi Þ. Jósepsson Sigurður með hóp ferðamanna í Mýkenu ó Grikklandi. Köllun að kynna Grikkland — Þú ert einnig að ganga frá bók um Grikkland. „Já, fyrir um sjö árum byijaði ég að skipuleggja svokallaðar Menningarferðir um Grikkland. Þær hafa verið mjög vinsælar og í september í fyrra, þegar ég var að fara af stað með einn hópinn, þá kom Þorsteinn Thorarensen hjá Fjölva-útgáfunni að máli við mig, hann vildi senda ljósmyndara með í ferðina og fá mig til að skrifa bók. Það varð úr að Bragi Þ. Jóseps- son ljósmyndari slóst með í förina og tók ógrynni af einstaklega fal- legum myndum. Það varð kveikjan að þessari bók. Ég skrifaði bók um Grikkland fyrir fjörutíu árum, en sá í hendi mér að með þessum myndum væri hægt að gera allt öðruvísi bók, þarna er komið á alla helstu sögustaði landsins." — Er þetta þá einhverskonar ferðahandbók. „Nei, ég hef engar upplýsingar um hótel eða slíkt. Ekkert prak- tískt. Ég hugsa bókina fyrir hinn almenna lesanda, flestir hafa ekki komið til Grikklands og fara kannski aldrei, hún er ekki síður hugsuð iyrir það fólk. Að það geti á sinn hátt notið sögufrægra staða heima í sófa. Þetta er náttúrlega fyrst og fremst fræðandi bók um landið, en um leið um rætur okkar. í Grikklandi liggja rætur vestrænn- ar menningar, og mér fínnst það synd hvað Islendingar vita lítið um þær rætur, um uppruna menningar- innar. Þarna liggja allar rætur menningar okkar, jafnvel kristin trú. Menn segja hana komna frá gyðingalandi en Nýjatestamentið er skrifað á grískú, höfundar þess eru allir grískmenntaðir, nota grísk hugtök og grískar líkingar, það er algjörlega mótað af grískri hugs- un.“ Þegar Sigurður var að koma fyrst til Grikklands skildu Grikkir ekkert í sérvisku þessa manns, að vera að leggja á sig að læra jafn gagns- til að gera eitthvað í málinu. En það má ekki gleyma menn- ingu Grikkja í dag, grísk Ijóðlist er þannig með því merkilegasta í Ijóð- list Evrópu á þessari öld. Aragon, Gide og fleiri töluðu um að grísk ljóðlist væri toppurinn. Því þótti mér full ástæða til að kynna það með ljóðaþýðingum." — Má í verkum grískra rithöf- unda og ljóðskálda í dag sjá bein tengsl við hina klassísku menningu? „Það er auðvitað misjafnt. Það sést mikið hjá ljóðskáldinu og Nób- elsverðlaunahafanum Seferís, hann er þrúgaður af öllu þessu gijóti, er alltaf að yrkju um þessa steina sög- unnar. Hann er mjög mótaður af þessu. Eins er sjálfsagt með Elýtis en á annan hátt, hann er súrreal- isti og lýsir umhverfínu, náttúr- unni, ljósinu. Kavafis bjó í Alex- andríu og hann er algjörlega mótað- ur af grísku menningunni í Mikla- garði. Hann hefur kannski verið stærsta skáld Grikkja á öldinni en á forsögulegum tíma í írlandi. Ef sú kenning er rétt, þá höfum við náttúrlega tengingu yfir írland, til Islands. Ég hejd við séum nefnilega miklu meiri írar en flestir vilja meina. Rétt eins og við eru Grikkir með fortíð sem er að drepa þá, báðar þessar þjóðir eiga gullöld sem er erfítt að axla, sem menn eru alltaf að bera sig saman við og eru alltaf léttvægir fundnir. Rétt eins og við gengu þeir í gegnum kúgun, urðu viðskila við allt sem var að gerast í Evrópu, öll þróun fór fram hjá þeim. Loks fengu þeir sjálf- stæði á síðustu öld, eru að feta sig áfram og að drepast úr minnimátt- arkennd sem brýst út í ógurlegu stærilæti og monti; að þeir séu gáfaðasta þjóð í heimi og allt það. Þeir hugsa aldrei um morgundag- inn, bara líðandi stund; eyðslu og spennu, gera það sem hægt er hér og nú. Er ekki alveg eins og ég sé að lýsa íslendingum?“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson SIGNY SÆMUNDSDOTTIR OG JONASINGIMUND- ARSON Á LJÓÐATÓNLEIKUM í GERÐUBERGI Uppáhalds- lögín klæða hana vel Á FIMMTU og síðustu ljóðatónleikum Gerðubergs á þessu starfs- ári koma fram þau Signý Sæmundsdóttir sópran og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Á tónleikunum, sem verða í dag klukk- an 17 og nk. mánudagskvöld kl. 20.30, flytja þau fjölbreytta dagskrá með lögum úr ýmsum áttum. Tónleikarnir verða síðan endurteknir á Akranesi, nánar tiltekið í safnaðarheimili kirkj- unnar, næstkomandi miðvikudagskvöld. „Þetta verða heitir og tilfinningaríkir tónleikar," segja þau Signý og Jónas. Signý Sæmundsdóttir: „Þetta verða heitir og tilfinningaríkir tónleikar." •ranz Liszt hefur lengi ist þeim,“ segir hann. Ln verið í uppáhaldi hjá „Duparc var merkilegt tónskáld » mér og ég var stað- fýrir margra hluta sakir og hann ráðin í að syngja hefur haft gífurleg áhrif á franska nokkur lög eftir hann tónlistarmenn," segir Signý. á þessum tónleikum," segir Signý. „Hann varð fjörgamall en veiktist Jónas segist hafa fagnað því mjög ungur og svo virðist sem mjög, því nánast ekkert hafí hann hafí eyðilagt stóran hluta heyrst hér á landi af tónsmíðum af tónverkum sínum. Eftir hann þessa „föður píanóleikara nútím- liggja þó 17 sönglög og eitt stutt ans“, eins og hann kýs að lýsa hljómsveitarverk. Það er í raun- Liszt. „Lögin hans klæða Signýju inni merkilegt hversu stór og góð svo vel,“ segir hann. Spjallið fer öll lögin hans eru. Hvert og eitt fram í huggulegri setustofu þeirra er sérstakt.“ Þijú lög eftir Gerðubergs og talið berst að tón- Duparc verða flutt á þessum tón- leikaröðinni sem nú er að ljúka. leikum. i Gerðubergi hafa undanfarin Signý stundaði nám við tónlist- fjögur ár verið haldnar tónleikar- arháskólann í Vín í sex ár, en aðir þar sem fram hafa komið áður hafði hún verið í söngnámi fremstu söngvarar landsins og í Tónlistarskóla Kópavogs og flutt fjölbreytta dagskrá. Jónas Söngskólanum í Reykjavík. Hún hefur leikið á píanóið á öllum hefur tekið þátt í uppfærslum ís- þessum tónleikum og lætur vel lensku óperunnar og síðast í af. „Þetta er gott hús og hér er „Töfraflautu“ Mozarts. Hún hefur gott að halda tónleika,“ segir ennfremur haldið fjölda tónleika hann en stenst ekki freistinguna bæði hér á landi og erlendis, og og bætir við: „En auðvitað vantar komið fram með kammerhópum okkur gott alvöru tónlistarhús." af ýmsum toga og með Sinfóníu- Tónleikarnir verða hljóðritaðir hljómsveit íslands. Um þessar eins og reyndar aðrir ljóðatónleik- mundir er hún að ljúka öðru ári ar sem haldnir hafa verið í hús- sínu sem kennari við Nýja tónlist- inu. Nýlega var einmitt gefinn út arskólann. „Söngvarar hér á landi geisladiskur með völdum köflum þurfa að vera ansi fjölhæfir,“ seg- nokkurra tónleika og er það annar ir hún. „Flestir þurfa að fram- geisladiskurinn af þessu tagi. fleyta sér með kennslu og geta Ætlunin er, að sögn Jónasar, að sungið við alls kyns ólík tæki- gefa út einn slíkan „úrvalsdisk" færi. Ljóðasöngur heillar mig mik- á ári í framtíðinni. ið, og reyndar gerir óperan það Auk laga Liszt munu Signý ög líka. Hið klassíska form ljóðsins Jónas flytja lög eftir Maurice gerir miklar kröfur til flytjenda, Ravel, Henri Duparc, Alberto Gin- ramminn er þrengri en í óperunni astera og Eric Satie. Sá síðast- og maður hefur engan búning, nefndi segja þau að sé „upphafið sviðsmynd, mótleikara eða leik- kaffíhúsatónskáld“. Lög Liszts ræna tjáningu til að skýla sér eru gerð við ljóð ýmissa ljóð- bakvið. skálda, Goethes, Corneliusar og Mér fínnst skipta máli að geta Heines svo einhveijir séu nefndir. skapað góða stemmningu á ljóða- Tvö lög Ravels eru gerð við jid- tónleikum, ná sambandi við áhorf- dískan og kaddískan texta og er endur. Ljóðaflutningur er þess annað þeirra bæn fyrir dauðann eðlis að hann verður að fara fram og hitt um spurninguna eilífu sem í litlu rými og aðstæður hér eru mannkynið spyr endalaust og fær Vel til þess fallnar. Mér finnst alltaf sama svarið við. Það var dagskráin góð og fjölbreytt. þetta Jónas sem átti hugmyndina að verða heitir og tilfínningaríkir því lög Ravels yrðu flutt, „af þeirri tónleikar, og ef áhorfendur fara einföldu ástæðu að fáir þekkja lög ánægðir heim er ég ánægð.“ hans og tímabært að fleiri kynn- Viðtal: Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.