Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 B 7 IINGUNN EYDAL SÝN- IR MÁLVERK, GRAFÍK OG TEIKNINGAR í HAFNARBORG Morgunblaðið/Árni Sæberg uppi á veggjum í sama mæli og hér. Aðsóknin að myndlistarsýning- um á íslandi — yfir hundrað þúsund manns sækja Kjarvalsstaði árlega — ber líka vott um mikinn áhuga al- mennings. Ég held að íslenskir lista- menn megi því vel við una. Á móti kemur reyndar að hið opinbera kaup- ir lítið af verkum, íslensk listasöfn hafa ekki bolmagn til að sinna mynd- list líðandi stundar.“ I lokin hefur Ingunn skilaboð til íslenskra sjónvarpsmanna. „Mér fínnst sjónvarpið vera mjög slakt í myndlistarumfjöllun. Þetta er alveg tilvalinn miðill til að kynna mynd- list, en er svotil aldrei notaður til þess. Það er alveg furðulegt hversu afskipt myndlistin er í sjónvarpinu, útvarpið hefur staðið sig margfalt betur við að koma myndlist á fram- færi. Það er einkennilegt að sjón- varpið skuli hafa svona fáa á sínum vegum sem hafa áhuga, hvað þá vit, á myndlist. Mér fyndist það vera skylda þeirra að gera hér bragarbót á. Það þyrfti ekki langa þætti, kannski ekki nema fimm mínútur á viku. Ég get ekki ímyndað mér að það sé dýrt.“ I rómantískari kantínum — og þó VIÐTAL: RÚNAR HELGI VIGNIRSSON. „Schubert er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Morgunbiaðið/Sverrir - SEGIR STEINUNN BIRNA RAGNARSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI SEM HELDUR SÍÐUSTU EPTA- TÓNLEIKA VETRARINS SJÖTTU og síðustu píanó- tónleikarnir sem Evrópu- samband píanókennara, EPTA, gengst fyrir á þess- um vetri verða haldnir í Islensku Óperunni nk. mánudagskvöld og hefjast kl. 20.30. Þar leikur Stein- unn Birna Ragnarsdóttir við hvurn sinn fingur, en hún er nýflutt heim eftir að hafa dvalið á áttunda ár við nám og störf í Bandaríkjunum og á Spáni þar sem hún vann m.a. til virtra verðlauna. Steinunn Birna hefur glímt við nótnaborðið nánast frá því hún man eftir sér. Hún byrj- aði í einkatímum hjá Jakob- ínu Axelsdóttur, þreytti síðan inn- tökupróf í Tónlistarskólann í Reykjavík þegar hún var 11 ára og var þar undir leiðsögn Selmu Gunnarsdóttur og Hermínu Krist- jánsson og síðar Árna Kristjáns- sonar þangað til hún útskrifaðist, fyrst sem píanókennari og síðan sem einleikari. Hún stundaði að því búnu nám við New England Conservatory of Music í Boston og Iauk burtfararprófi þaðan 1987. Steinunn segist hafa verið mjög heppin með kennara í Boston. „Ég var hjá manni sem heitir Leonard Shure, en hann var 4ður nemandi og aðstoðarkennari hins þekkta Schnabels í Þýskalandi. Það vildi svo vel til að kennslan hjá honum var í samhengi við það sem ég hafði lært hjá Árna Kristjánssyni, það var engin uppstokkun á túlkun eða aðferðum. Mér líður best þegar aðaláherslurnar eru svolítið aðrar en almennt gerist í Bandaríkjun- um, það er að segja ekki á tækn- ina sem slíka, heldur sé hún í þágu túlkunarinnar. Fallegur tónn skipt- ir máli og tæknin ein og sér er til lítils. Hitt er annað mál að án tækninnar getur maður ekki túlk- að. í Ameríku er þessu tvennu hins vegar yfirleitt haldið aðskildu, ef einhver hefur góða tækni getur hann náð mjög langt þótt hann hafi ekki mikið að segja sem lista- maður. Annars er afstaðan til tækni og túlkunar mismunandi eftir löndum og kröfur áheyrenda mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í veröldinni. Það fann ég þegar ég bjó á Spáni og spilaði fyrir Spánveija, sem vita meira um tónlist almennt og eru sem þjóð næmari en Bandaríkja- menn. Spánverjar vita hvað þeir eru að hlusta á, það þýðir ekkert að bjóða þeim fingraleikfími sem er sneidd allri tjáningu, þá fær maður bara tómata framan í sig. Þannig skiptir áheyrendahópurinn líka miklu máli um það hvernig kröfur eru gerðar og kröfurnar hafa svo áhrif á listafólkið því þeir sem reyna að komast áfram taka mið af því sem áheyrendur vilja heyra. Ef þeir vilja einhvern ólympíuspilara sem leikur fjögur þúsund nótur á sekúndu þá er það grein út af fyrir sig, en meira í ætt við íþróttir en list.“ Árið 1986 vann Steinunn til virtra verðlauna í keppni ungra hljóðfæraleikara í Barcelona, Gran Podium verðlaunanna, en í þeim felst að umboðsmaður tekur að sér að koma sigurvegaranum á fram- færi. „Það var mikill fengur að því og þarna fékk ég góða eldskím í tónleikahaldi. Ég var í Barcelona í hálft annað ár og vann aðallega við að halda tónleika, bæði ein- leikstónleika og kammertónleika. Svo flutti ég aftur til Boston til að fá meiri starfsþjálfun áður en ég ákveddi endanlega hvað ég vildi gera, var þá aðstoðarkennari hjá Shure við gamla skólann minn. Þegar hann hætti störfum vegna aldurs fór svolítið af þessu glans- inn fyrir mig. Þá setti ég á mig sjömílnaskóna, tók stökkið til ís- lands og sé ekki eftir því. En það var býsna stór ákvörðun eftir þetta langan tíma að heiman, sérstak- lega af því ég hafði verið heppin með verkefni og gengið vel. Það var svolítið freistandi að láta reyna á það frekar, en það sem réði úr- slitum var að eiga ekki nógu margt sameiginlegt með fólkinu sem ég umgekkst í Bandaríkjunum. Ef umhverfið krefst þess ekki að maður vaxi sem listamaður er stöðnunin vís. Að því leyti er miklu betra að vera tónlistarmaður á ís- landi, sömuleiðis á Spáni; áheyr- endur hér gera kröfur sem ögra flytjendunum og hvetja þá til dáða. Fólk hefur ákveðið innsæi hérna og tilfinningu fyrir því sem vel er vandað, lætur sér ekki umbúðimar einar nægja heldur gerir kröfu um innihald. Þetta er mjög gefandi á sinn hátt, það er erfíðara, en mað- ur vill heldur ekki fara auðveldustu leiðina.“ Eftir að Steinunn flutti heim í fýrra hefur hún starfað við Tónlist- arskólann í Reykjavík og kann því vel. „Þarna vinn ég aðallega við að spila með hljóðfæranemendum og halda tónleika með þeim sem em að útskrifast. Þetta gerir mér kleift að spila og vinna fyrir mér á þann hátt sem mér fínnst skemmtilegast. Það er í rauninni mjög merkilegt að geta unnið fyr- ir sér sem spilandi píanóleikari í svona Iitlu landi, sérstaklega með tilliti til þess að píanóleikarar hafa ekki aðgang að hljómsveitum eins og strengjaleikarar. Ég hef mestan áhuga á því að spila og þó að manni sé meinilla við allt sem heit- ir sviðsljós og þá aðstöðu sem maður kemur sjálfum sér í á ein- leikstónleikum hefur maður ein- hveija þörf fyrir að koma því frá sér sem maður er að undirbúa." Og það sem Steinunn Birna hefur verið að undirbúa eru verk eftir Scarlatti, Schubert, Schum- ann og Chopin. „Þetta er falleg músík og kannski svolítið í róman- tískari kantinum. Og þó.“ framúrstefnan 1915-1932“, til 10. maí. Stádelsches Kunstinstitut; Ans- elm Kiefer: „Úber Ráume und Völker,“ til vors ’93. Hamborg. Deichtorhallen: Til 10. maí, On Kawara, Michelang- elo, Pistoletto, Imi Knoebel. — Gerhard Merz, „Archipittura", 4. júnítil 26.júlí. Hamburger Kunsthelle: Til 17. maí, Enzo Cucchi, „Rorna". Humlebæk/Danmörk. Louisi- ana Museum: Til 26. apríl, Edward Hopper. Apríl, Robert Mappel- thorpe. Maí-ágúst, Jeff Wall. Kassel. Kunstverein: Donald Judd, „Mublur,“ 11. júnítil 20. september. Museúm Fridericianum: Dokum- enta IX., 13. júní til 20. september. Köln. Káthe Kollwitz Museum: Til 1. maí, Henry Moore — Móðir og bam, módel og vinnuteikningar. Kölnischer Kunstverein: Josef Albers, ljósmyndir, 24. maí til 19. júlí. Kunststation St. Peter: Til 17. maí, Arnulf Rainer. Frá 21. maí til 5. júlí, Hermann Nitch o.fl. Museum Ludwig: „List úr einka- söfnum Kölnarbúa", 23. maí til 9. ágúst. Kaupmannahöfn. Statens Museum for Kunst: René Blocks Sammlung, 7. maí til 30. ágúst (safn flúxusverka). London. Hayward Gallery: „Do- ubletake“, fyrsta alþjóðlega nútí- malistasýning haldin í London um árabil, til 14. apríl. Frá 12. maí til 6. ágúst, Magritte. Serpentine Gallery: Antoni Tap- ies, málverk, 19. júní til 9. ágúst. Tate Gallery: Turner, til 10. maí. Brice Marden, til 21. júní. Otto Dix, til 17. maí. David Hockn- ey, til 26. júlí. — Richard Hamil- ton, yfírlitssýning, 17. júnítil 31. ágúst. National Gallery: „Rembrandt — The Master & his Workshop“, til 24. maí. Miinchen. Kunsthalle der Hypo- Kulturstiftung: Til 17. maí, Georg Baselitz, yfirlitssýning 1964-1991. Kunstverein: „Malen ist Wahlen“, Werner Biittner, Martin Kippenberger, Albert Ohlen, 24. júní til 24. ágúst. Lenbachhaus: Til 10. maí, Claes Oldenburg, multiples 1964-1990. Osló. Kunsternes Hus: Til 24. maí, John M. Armleder, Richard Artschwager, Ashley Bickerton, Jan Vercruysse. París. Centre Georges Pompidou: Verk úr eigu safnsins, eftir 1960,18. júnítil 9. nóvember. Grand Palais: Toulouse Lautrec, til 1. júní. Jeau de Paume: Ellsworth Kelly, frönsku árin, til 24. maí. Prag. House of Photography: Frá 4. júní. „Sovézk framúrstefn- ulist 1917-1940“, lokun sýningar ekki getið. Rotterdam. Museum Boymans- van Beuningen: Til 24. maí, Lawr- ence Weiner, „& onwards &“ — „Frá Pisanello til Cézanne, 100 meistaratekningar", 9. maítil 12. júlí. — Jörg Immendorf málverk 1988-1992, 24. maítil 23. ágúst. Schaffhausen/Sviss. Alþjóðleg myndlist 7. og 8. áratugarins, til 30. júní. Robert Ryman, ný mál- verk, maí til september. Stokkhólmur. Modem Museet: „Swedish Classics", verk frá 1900- 1945,20. júní til 4. október. Stuttgart. Wúrtembergische Kunstverein: General Idea, „Fin de Siecle“, 29. apríltil 14. júní. Elaine Sturtevart, yfírlitssýning, 24. júní til 16. ágúst; þessi lista- kona gerir eftirmyndir af verkum, Duchamps, Beuys, Kiefers, Stella, Warhols, Johns ogLichtensteins. Torino. Castello de Rivoli: Til 17. maí, Piero Manzoni, yfírlitssýn- ing. Vín. Albertina: Til 26. maí. Listamenn undir áhrifum LSD. Wiener Secession: Til 17. maí, Gilbert & George, farandsýningin „The Cosmological Pictures“, (sjá Búdapest hér að framan) er síðar fer til Den Haag, Dublin, Barcel- ona, Liverpool og Stuttgart. ZUrich. Kunsthaus: Til 20. apríl. Walter De Maria, „The 2000 Sculpture".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.