Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 2

Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 2
2 FRÉTTIR/INNLENT :«í»í í l/,i£ í Jjl 1 >1 (I j V\ A: ' 1H / .iíl /.U{))iOJ/i MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR R. MAf 1992' EFNI Atlantsflug riftir samningi sínum við Sólarflug: Morgunblaðið/Þorkell íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum íslandsmeistaramótinu í samkvæmisdönsum lýkur í kvöld í Ásgarði í Garðabæ. Alls hófu um 600 manns keppnina á föstudag og keppend- ur eru á aldrinum 5 ára til 70 ára. Keppendur eru alls staðar að af landinu og alls sendu 10 dansskólar nemendur til keppninnar. Júgóslavneska þotan farin utan Agreiningnr um greiðslufyrirkomulag ATLANTSFLUG hefur rift samningi sínum við Flugferðir-Sólarflug hf. um leiguflug á vegum ferðaskrifstofunnar í sumar. Júgósiav- neska þotan sem Atlantsflug ætlaði að nota í flugið er farin utan en önnur þota til að sinna öðrum verkefnum á vegum flugfélagsins í sumar kemur til landsins 25. maí. í frétt um mál þetta sem Morg- unblaðinu hefur.borist frá Sólar- flugi segir m.a., hvað greiðslur fyrir fyrsta leiguflugið varðar: „Þegar við bættist að flugvél Atl- antsflugs var kyrrsett á flugvelli af fjárhagsástæðum fyrirtækisins þótti óforsvaranlegt annað en að greiða Atlantsflugi í gegnum við- skiptabanka okkar þannig að lagt var fé inn á svokallaðan esscro- reikning (ákv. tegund af biðreikn- Formannskjör í VSÍ: Gunnar Birgisson í framboði ingi) með þeim fyrirmælum til bankans að hann greiddi Atlants- flugi einungis fyrir flug þegar séð væri að flugfélagið gæti fram- kvæmt þau.“ Ennfremur kemur fram að samningurinn við Atlants- flug gerði ráð fyrir leigu á TF-AIA en fyrir nokkrum dögum hafi kom- ið í ljós að í staðinmfyrir þá þotu var komin júgóslavnesk þota sem ferðaskrifstofan gat ekki sætt sig við að notuð væri. Halldór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Atlantsflugs hf. seg- ir að samvinna þessara tveggja fyrirtækja hafí verið með miklum ágætum í fyrra og á grunni þess trausts hafí Atlantsflug sýnt Sólar- flugi mikið langlundargeð fyrir upphaf leiguflugsins í sumar. Þeg- ar útséð var um að greiðslur sam- kvæmt samningi bærust ekki fyrir fyrstu ferð hafí ekki verið um ann- að að ræða en rifta samningnum. GUNNAR Birgisson varafor- niaður Vinnuveitendasambands íslands hefur ákveðið að gefa kost á sér í stöðu formanns VSI. Nýr formaður verður kos- inn á aðalfundi Vinnuveitenda- sambandsins 22. þessa mánaðar en Einar Oddur Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni þá láta af formennsku. Steingrímur Hermannsson um EES-samninginn: Fyrirvarar verði tryggð ir með einhliða löggjöf STEINGRÍMUR Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í yfirlitsræðu sinni við upphaf miðstjórnarfundar flokksins í gær, ekki efast um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið muni verða samþykktur á Alþingi. Með undirritun sinni í gær hefði utanríkisráð- herra bundið þingflokka ríkisstjórnarinnar n\jög við að styðja samning- inn. Steingrímur sagði að ef réttlæta ætti stuðning Framsóknarflokks- ins við samninginn yrði að fá fram breytingar á isienskum lögum þann- ig að fyrirvarar, sem ekki hafi verið viðurkenndir, verði tryggðir. Eðlilegt sé að flokkurinn styðji samninginn ef þetta næst fram og að þegar verði hafin könnun á hvort breyta megi samningnum í tvíhliða samning íslands og EB ef önnur EFTA-ríki gerast aðiiar að EB. Gunnar sagði að menn hefðu leitað til sín, meðal annars menn úr framkvæmdastjórn Vinnuveit- endasambandsins, og beðið sig um að gefa kost á sér við formanns- kjörið. Hann sagðist vilja halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði verið, að halda niðri verð- bólgu og lækka raungengið þannig að hægt yrði að hækka launin. Þá sagðist hann hafa áhuga á samein- ingu eða aukinni samvinnu _at- vinnurekendasamtakanna. Gunnar er forstjóri verktakafyr- irtækjanna Klæðningar hf. og Gunnars og Guðmundar sf. Hann var formaður Verktakasambands íslands 1986-91 og hefur verið varaformaður VSÍ í þrjú ár. í drögum að ályktun miðstjórnar um Evrópska efnahagssvæðið sem lögð var fram á fundinum segir að stuðningur við aðild íslendinga að hinu Evrópska efnahagssvæði komi því aðeins til greina að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt: Samningurinn standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir fyrirvarar sem ekki hafí fengist viðurkenndir verði tryggðir með ein- hliða lagasetningu Islendinga. Tví- hliða samningur um fiskveiðar liggi fyrir áður en aðalsamningurinn er samþykktur, enda sé eftirlit með veiðum erlendra aðila fullnægjandi sem og önnur ákvæði hans. Gengið verði úr skugga um að samningi um EES megi breyta í tvíhliða samning ísiands og Evrópubandalagsins ef og þegar önnur EFTA-ríki hafa gerst aðilar að EB. Ennfremur er lögð áhersla á að aðild að EB komi ekki til greina og lagt er til að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um samn- inginn. Steingrímur greindi frá því að í erindi sem Stefán Már Stefánsson prófessor hefði verið fenginn til að halda á lokuðum fundi Framsóknar- flokksins fyrir skömmu hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að samn- ingurinn um EES stangaðist ekki á við stjórnarskrá lýðveldisins en ýmis ákvæði hans væru hins vegar á „gráu svæði,“ eins og Steingrímur orðaði það. Hafrannsókastofnun undirbýr rannsókn á djúpslóð: Bæði fé og mannskap skortir til að framkvæma hana í ár Búrfiskurinn meðal þess sem rannsaka á HAFRANNSÓKNASTOFNUN vinnur nú að undirbúningi á viðamikilli rannsókn á djúpslóðinni við landið og hefur sent sjávarútvegsráðuneyt- inu hugmyndir sínar um það efni. Jakob Magnússon, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir hins vegar að bæði skorti fjármagn og mannskap til að framkvæma þessa rannsókn í ár. Reiknað er með að rannsóknin yrði framkvæmd á svipuðum nótum og togararallið og áætlar Jakob að kostnaður við hana geti numið 30 milljónum króna. Meðal þess sem rannsaka á eru búrfiskur og ýmsar aðar fisktegundir sem talið er að hægt sé að nýta en ekki er gert nú. „Þótt við reiknum ekki með að framkvæma þessa rannsóknaráætl- un í ár er hún á áætlunum stofnunar- innar fyrir næsta ár,“ segir Jakob Magnússon. „Sem betur fer eru við- horf til nýtingar á áður ónýttum tegundum, eins og búrfisk, að breyt- ast og við teljum okkur vita að hægt er að nýta ýmsar tegundir sem lifa á djúpslóðinni." Jakob segir að Hafrannsókna- stofnun hafi ekki fjármagn á þessu fjárhagsári til að standa straum af kostnaði við þessa rannsóknaráætl- un, né heldur mannskap fram á næsta vetur vegna sumarleyfa starfsmanna. „Við erum búnir að senda sjávarútvegsráðuneytinu hug- myndir okkar um þessa rannsókn og vonandi verður hægt að framkvæma hana sem fyrst því okkur skortir nú þekkingu á þessum hluta fiskimið- anna.“ segir Jakob. „Eg tel að Hafrannsóknastofnun ætti að beita sér fyrir rannsóknum á búrfiskinum, útbreiðslu hans, stofnstærð og mögulegri nýtingu. Takmarkaðar veiðitilraunir okkar hafa sýnt að hægt er að fá góð höl og mikinn afla á stundum og það hefur einnig komið í ljós að þessi fiskur er prýðileg markaðsvara. Við vitum hins vegar nánast ekkert um þennan físk, sem virðist vera sömu tegundar eða afar svipaður búrfisk- inum við Nýja Sjáland og Ástralíu. Það er því mikilvægt að komast að því hvort þarna er um stofn að ræða sem veiðanlegur er í umtalsverðum mæli. Ef svo reynist verður það kærkomin búbót,“ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LIÚ. Hafrannsóknastofnun hefur lítið kannað búrfiskinn. Sýni hafa fengist úr einhverjum veiðiferðum, meðal annars frá Klakki VE. Það voru físk- ar veiddir í nóvember og mars og voru það allt stórir fískar, meðal- lengd hrygnanna var 59 sentímetrar og þyngdin 3,4 kíló. Hængarnir voru litlu minni. Þetta eru miklu stærri fískar en veiðast við Nýja Sjáland og Ástralíu og þv! telur Hafrann- sóknastofnun greinilegt að veiðin hér hafí aðeins náð til hluta af eldri og stærsta fisksins í stofninum. I fískin- um frá í nóvember var eggjamyndun komin vel á veg, en í mars var fískur- inn nýhrygndur. Því virðist fiskurinn hrygna hér við land en ekki vera flökkufiskur. Stofnunin staðfestir að hér sé um gamlan fisk að ræða og mjög hægvaxta, þó sennilega ekki eins og við Nýja Sjáland. Því sé hugs- anlegt að vaxtarhraði búrfisks hér sé annar en frænda hans í Kyrra- hafi. Lítið sem ekkert er vitað um útbreiðslu búrans hér við land, en hann hefur til þessa veiðst á tak- mörkuðu svæði á miklu dýpi undan suðurströndinni og hans hefur einnig orðið vart austur af landinu. A ►i-48 i&btpmbUibibi íslensk fangelsi: 19. öldinni Ijúki fyrir alda- mót ►Gluggað í skýrslu fangelsis- málanefndar þar sem sett er fram stefnumótun í íslenskum fangelsis- málum. /10 Genscher kveður ►Ný kynslóð skjólstæðinga hans er taka völdin í flokki hans, Fijáls- um demókrötum. /16 Vegur eða ekki vegur? ► Upp eru komnar deilur um skipulag á mörkum opna svæðisins á Framnesinu á Seltjarnarnesi. /18 Hrafnisturnar leysa margan vandann ►Sveinn Sæmundsson ræðir við Pétur Sigurðsson, fyrrverandi al- þingismann sem nýverið lét af starfí sem forstjóri Dvalarheimilis aldraðra sjómanna./ 20 Kjarnorkufaraldurinn ►Útbreiðsla kjarorkuvopna færist á nýtt og hættulegt stig. /22 Bheimili/ FASTEIGMR ► 1-32 Viðhald á húseignum ►Viðtal við Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóra Verkvangs /14 ► Dálítil úttekt á stöðu íslenskra afþreyingarbókmennta, sem varla verður sagt að standi með miklum blóma í þessu landi bókanna. Þó eru nokkrir sem fást við að skrifa ástarsögur en sakamálasögur og reyfarar eru vanrækt grein. Bók- menntafræðingar segja að það sé vegna þess að íslenskum rithöf- undum sé ekki lagið að búa til flétt- ur sem eru aðal slíkra bókmennta. /1 Hverja mínútu ber að þakka ►Ellý Vilhjálms ræðir hér við El- ínu Hjördísi Haraldsdóttur, sölu- stjóra hjá Scandic Crown hótelinu í Osló. /6 Ein fjölskylda, þrír ættliðir, 120 þúsund lundar ► Oddný Sv. Björgvins heldur upp á vorkomuna með því að rifja upp ferð í Vigur sem hún fór sl. sum- ar. /10 Vinir hljómplötunnar ►Þeim fækkar óðum áhugamönn- unum um tónlist sem enn halda tryggð við hljómplötuna, en þeir sem eftir eru staðfastari en nokkru sinni í þeirri skoðun sinni að enn sé platan besta formið til tónlistar- flutnings í heimahúsum. /12 Græddi milljónir á falli kommúnismans ► Rune Bech fréttaritari Morgun- blaðsins í austanverðri Evrópu seg- ir frá manninum sem varð ríkasti maður í Tékkóslóvakíu á þremur mánuðum. /15 Leiðan' Helgispjall Reykjavíkurbré Messur Minningar íþróttir Útvarp/sjónvar; Gárur Menningarstr. Kvikmyndir TIR ÞÆTTIR /bak Dægurtónlist 19c 24 Fólk í fréttum 22c 24 Myndasögur 24c 24 Brids 24c 41 Stjömuspá 24c 26 Skák 24c 42 Bíó/dans 25c 44 Bréftil blaðsins 28c 47 Víkverji 28c 9c 18c Samsafnið 30c INNLENDAR FRÉTTIR- 2—6—14—BAK ERLENDAR FRÉTTIR; 1-4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.