Morgunblaðið - 03.05.1992, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAI 1992
MOIIGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MÁÍ 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Óeirðir í
Bandaríkjunum
Sýknudómurinn yfir lögreglu-
mönnunum í Los Angeles í
Bandaríkjunum var kveikjan, sem
kom af stað einhveijum víðtæk-
ustu óeirðum, sem þar hafa orðið
á þessari öld. En jarðvegurinn var
fyrir hendi. Ástæðan er sú, að
Bandaríkjamenn hafa annað hvort
ekki ráðið við eða ekki hirt um
stóraukin þjóðfélagsleg vandamál,
sem þar hafa orðið til á nokkuð
löngu árabili.
Atökin um stöðu blökkumanna
í bandarísku þjóðfélagi fóru fyrst
og fremst fram í forsetatíð Eisen-
howers og Kennedys og réttar-
staða þeirra var að mestu leyti
innsigluð með löggjöf í forsetatíð
Lyndons Johnsons í kjölfar morðs-
ins á Kennedy. Hins vegar hafa
almenn þjóðfélagsleg vandamál
farið vaxandi vestan hafs á síð-
ustu tveimur áratugum. Atvinnu-
leysi er gífurlegt. Lífskjör flestra
Bandaríkjamanna hafa versnað
stórlega. Hið almenna skólakerfi
er að mörgu leyti í rúst. Talið er,
að um 17% allra sautján ára ungl-
inga í landinu séu ólæs. Heilbrigð-
is- og tryggingakerfið er til
skammar. I tíð Reaganstjórnar-
innar var gengið skipulega í að
fækka þeim, sem nutu einhverra
bóta úr opinberum sjóðum með
því að úrskurða, að þeir þyrftu
ekki á bótum að halda. Þetta átti
bæði við um geðveikt fólk og gam-
alt. Nýlega hefur dómstóll kveðið
upp dóm um, að þessi „hreinsun"
hafi verið lögbrot og gert er ráð
fyrir, að sá dómur verði fordæmi
um öll Bandaríkin fyrir því að
greiða þessu fólki verulegar fjár-
hæðir aftur í tímann.
Bandarískt þjóðfélag er í stór-
vaxandi mæli að skiptast í tvennt,
hina ríku og hina fátæku. Hinir
ríku verða ríkari og hinir fátæku
fátækari. Hinir efnameiri búa út
af fyrir sig í lokuðum hverfum,
sem jafnvel eru varin vopnuðum
öryggisvörðum. Enginn getur
gengið óhultur um bandarískar
stórborgir nema þekkja hvaða
götur eru öruggar og hveijar eru
hættulegar. í fyrradag kom upp
orðrómur í New York um að þar
mætti búast við óeirðum, sem
leiddi til straums fólks frá borg-
inni, sem líkja mátti við flótta.
Bandarískar stórborgir eru að
verða líkari frumskógum, þar sem
allt getur gerzt, en skipulögðum
borgarsamfélögum.
Þegar lögreglumenn, sem sann-
að hafði verið með myndbands-
upptöku af atburðinum að höfðu
beitt blökkumann óafsakanlegu
ofbeldi, voru sýknaðir, var það
dropinn sem fyllti mælinn. Réttar-
kerfinu er ekki að treysta og er
það svo sem ekki í fyrsta sinn,
sem slíkt kemur upp þar í landi.
í Bandaríkjunum er að finna
margt það bezta í okkar heims-
hluta en líka og því miður í vax-
andi mæli alltof mikið af því
versta. í hálfa öld hefur þetta
öflugasta lýðræðisríki heims haft
forystu um baráttu gegn öflum
einræðis og kúgunar. Þeirri bar-
áttu er lokið með fullum sigri.
Nú er að því komið að Bandaríkja-
menn þurfa að beina athygli sinni
að þeirri kúgun sem fram fer
heima fyrir. Það er ekki ofmælt,
að bandarískt þjóðfélag sé að
rotna innan frá. Þar er þörf á
róttækum og miklum þjóðfélags-
umbótum. í kjölfar þeirra atburða,
sem nú hafa orðið má búast við,
að forsetakosningarnar í haust
snúist um það, hvort og þá hvern-
ig staðið verður að þeim umbótum.
' ' V' ! f>
55.!
ÞRATT FYR-
»ir lélegan iðn-
að og lítil afköst í
áætlunarbúskap aust-
antjaldslandanna skil-
ur kerfið eftir mikil
og margvísleg um-
hverfissár. Það er ekki einungis
Barentshafið og lífíð þar sem á um
sárt að binda. Vistfræðileg vanda-
mál austantjalds eru jafnvel meiri
en í iðnríkjum vestrænna landa, illa
mengaðar ár og skógurinn á landa-
mærum Austur-Þýzkalands og
Tékkóslóvakíu svo illa farin að vafa-
samt er, hvort úr því verður bætt.
Það var aðminnstakosti enginn
bjartsýnistónn í úttekt Hinnar Evr-
ópu þegar stjórnandinn lýsti því
hörmulega ástandi sem við blasti á
þessum slóðum. Myndirnar töluðu
einnig sínu máli.
Tékkneska skáldið Holub talar
um það í einu ljóða sinna að rétta
þurfi grasinu hjálparhönd. Hann á
við kúgað fólk. Og nú getur það
einnig átt við um náttúruna og
umhverfið í þessum löndum. Það
þarf að rétta ánum og skógunum
hjálparhönd svoað unnt sé að græða
þau sár sem við blasa.
Sárin eru mörg. Og það hafa
margir orðið illa úti. En allt hefur
sinn tíma. Og nú er tími til að gleðj-
ast, þráttfyrir allt.
fTjí? STALÍN LÆRÐI AF JAK-
tl 1) *obínum og dáði Robespierre
sem hefði getað ávarpað marxíska
sporgöngumenn sína eitthvað á
þessa leið:
Byltingin étur börnin sín
og brýtur gullin mín
og þín.
prrr hálfum öðrum ára-
tJ I »tug eða svo eftir uppreisn-
ina í Ungveijalandi liggur leiðin enn
til Austur-Berlínar og að henni lok-
inni verða til þessi brot sem von-
andi eru nú að verða úrelt, þótt enn
sé víða alræði í heiminum og blóð-
baðið á svokölluðu Torgi hins himn-
eska friðar í fersku minni.
HELGI
spjall
I
Alþýðulögreglumað-
urinn
tók munnkörfuna
af blóðhundunum
og sleppti þeim lausum
undir lestina.
(Þeir leituðu einungis að fólki
eins og þegar við komum
til Leningrað ’46.)
Það var ekki kvikindi
undir lestinni,
svo þeir fengu aftur
munnkörfumar,
félagarnir.
Þetta er sorglegt,
sagði kona sem sat
gegnt okkur, en þetta
er þeirra starf. Hundurinn
er bezti vinur mannsins,
var einu sinni sagt -
en nú er það munnkarfan,
múrinn
og blessuð alþýðulögreglan.
II
Fórum heim aftur,
kvöddum Karl-Marx Allee
og Leninstyttuna, kvöddum
reynslu þeirra sem þjónuðu
erlendum húsbændum
með nýlendubrosi á vör,
fluttum okkur inní veröld
draumsins, þessa
afskræmda vestræna draums
Max Ernest.
Kvöddum þetta broslausa
fólk.
III
Landið þaut framhjá,
tré, akrar
þorp og ár, landið
eins grænt
og von okkar
var mikil, svartskjöldóttar
lágu jórtrandi kýrnar
í óslegnu grasi,
jórtrandi og hamingjusamar
einsog leiðsögumaður
á Karl-Marx Allee.
ff O BÆÐI ALRÆÐI OG VEL- .
U O »ferðarríki eiga rætur í hug-
myndum Rousseaus en hugtakið
vísindalegur sósíaiismi var allra
meina bót þegar blaðamaðurinn
sem hér hefur komið við sögu hlust-
aði á áróðurinn í Austur-Berlín
síðast þegar hann fór innfyrir múr-
inn.
Lífið var Voltaire vinarhús
en fátt eitt gekk Rousseau í vil
þótt honum gengi sjaldnast nema
gott eitt til.
Sá fyrri var holdguð endurskoðun
en hinn síðari lagði eld í hjarta
manns,
annar setti kíkinn fyrir blinda augað
en hinn horfði vonaraugum til
lands.
Evrópa öll í sárum
og franska byltingin endaði í blóði
og tárum
og þeirri tilraun vísindalegs sósíal-
isma
að troða sænskmenntuðum sirkusfíl
inní sovéskan
sendiráðsbíl.
JTQ VERÓNU-BÚAR HVÍSL-
tl*7#uðu sín á milli þegar þeir
mættu Dante, Þetta er maðurinn
sem hefur verið í helvíti. Þangað
hafði hann farið í huganum einsog
Davíð Stefánsson síðar að Gullna
hliðinu. Og margir höfðu verið í
fylgd með honum.
Ferðalag okkar um tuttugustu
öldina; veruleiki. Það er orðið bæði
langt og strangt; vonbrigði, ótti;
örvænting. Og kaldastríðið gerði
okkur ekki að betri mönnum.
M.
(meira næsta sunnudag.)
_______- ■ _______2__=25
......
Aþriðjudag í fyrri
viku birtist frétt á fors-
íðu bandaríska dag-
blaðsins The New York
Times þess efnis, að á
síðasta áratug hefði
efnamunur aukizt
mjög verulega þar í
landi. Samkvæmt uþplýsingum, sem
bandaríski seðlabankinn og skattayfirvöld
höfðu birt daginn áður hafði hlutur 1%
efnuðustu fjölskyldna vestan hafs í heildar-
eign bandarískra fjölskyldna aukizt úr 31%
árið 1983 í 37% árið 1989. Hlutur 9% af
næstefnuðustu fjölskyldum af heildareign
hafði minnkað úr 35% árið 1983 í 31%
árið 1989. Þá voru eftir 90% allra banda-
rískra fjölskyldna, sem árið 1983 höfðu
átt 33% af h'eildareign en hlutur þeirra
hafði minnkað í 32% árið 1989.
Fram kom í frétt blaðsins, að Alan Gre-
enspan, formaður bankastjórnar banda-
ríska seðlabankans, hefði nýlega látið í
ljós áhyggjur vegna vaxandi efnamunar í
Bandaríkjunum. I háskólafyrirlestri í síð-
asta mánuði hefði hann m.a. lýst þeirri
skoðun, að vaxandi efnamunur ætti þátt
í almennri svartsýni, sem ríkti meðal
bandarísku þjóðarinnar,
Bandaríska dagblaðið skýrði jafnframt
frá því, að á tuttugu ára tímabili frá 1962
til 1983 hefði engin breyting orðið á eign-
arhlut 1% efnuðustu fjölskyldna landsins.
Sérfræðingur við Harvard-háskóla sagði í
samtali við blaðið, að efnamunur hefði
ekki verið meiri frá því fyrir kreppuna
miklu, en í kjölfar hennar og heimsstyijald-
arinnar síðari skapaðist meiri jöfnuður
meðal fólks.
Menn þurfa ekki að dvelja lengi vestan
hafs til þess að átta sig á því, að Banda-
ríkjamenn ráða ekki við þau stórfelldu
þjóðfélagslegu vandamál, sem þeir standa
frammi fyrir og m.a. hafa birzt í þeim
óeirðum, sem blossað hafa upp í landinu
síðustu daga vegna sýknudóms yfir lög-
reglumönnum í Los Angeles. Athyglin
hefur beinzt mjög að vaxandi efnamun og
tekjumun. Nokkrum dögum áður en New
York Times birti umrædda frétt hafði
bandarískur öldungardeildarþingmaður
krafið Greenspan sagna um það á fundi í
þingnefnd, hvenær þessar upplýsingar
yrðu gerðar opinberar.
Um páskana flutti Clinton, sem er lík-
legasti frambjóðandi demókrata í forseta-
kosningunum næsta haust, ræðu á fundi
með nemendum í einum helzta viðskipta-
háskóla í Bandaríkjunum, Wharton-
háskóla, sem vakti mikla athygli og sýndi
mikla yfirsýn- frambjóðandans. Þar veifaði
hann m.a. bók eftir tvo blaðamenn við
eitt virtasta dagblað í Bandaríkjunum,
Philadelphia Inquirer. Bókin heitir: Amer-
ica: What Went Wrong eða Bandaríkin:
hvað fór úrskeiðis. Bókin er byggð á
greinaflokki eftir þessa tvo blaðamenn,
sem Clinton sagði, að væri einn hinn merk-
asti, sem birzt hefði í bandarískum blöðum
í áratugi. í bókinni er vaxandi efnamun
lýst og þeim ástæðum, sem blaðamennirn-
ir telja að liggi til grundvallar þeirri þróun.
The New York Times telur, að áður-
nefndar upplýsingar verði til þess að
skerpa mjög umræður í kosningabarátt-
unni fyrir forsetakosningarnar um það,
hvernig efla eigi bandarískt efnahagslíf'
og auka jöfnuð milli þjóðfélagsþegna.
Raunar fer ekkert á milli mála, að þessi
ójöfnuður hefur um skeið verið mikið íhug-
unarefni hugsandi manna þar í landi og-
mikið um hann og önnur þjóðfélagsleg'
vandamál þessa volduga ríkis fjallað, ekki
sízt af háskólamönnum, blaðamönnum og’
einhveijum hópi stjórnmálamanna. í kjöl-
far óeirðanna, sem nú hafa blossað upp'
vestan hafs, er ekki ólíklegt að þessar
umræður eigi eftir að aukast mjög.
Hvað hefur gerzt og hvað hefur valdið
þeirri þróun? Það er fróðlegt að kynnast
ýmsum sjónarmiðum, sem uppi eru um
það, ekki sízt vegna þess, að vaxandi efna-
og tekjumunur á síðustu tuttugu árum er
ekki einangrað bandarískt fyrirbæri, held-
ur hefur hið sania gerzt viðar, t.d. í Bret-
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 2. maí
landi og jafnvel Hollandi. Hér í Morgun-
blaðinu hefur á undanförnum árum, hvað
eftir annað verið vikið að því, að efnamun-
ur væri að aukast hér og að það gæti
verið hættuleg þróun fyrir svo fámennt
samfélag, þar sem návígi er mikið.
Millistéttin
hverfur
í FYRRNEFNDRI
bók blaðamann-
anna tveggja er frá
því skýrt, að árið
1959 hafi 4% hæst-
launaðra bandarískra fjölskyldna (og þá
er einungis átt við laun en ekki tekjur af
verðbréfaeign eða aðrar eignatekjuij haft
31 milljarð dala í laun eða sömu laun og
35% launamanna í lægsta launaflokki. Það
ár höfðu 2,1 milljón einstaklinga og fjöl-
skyldna sömu laun og 18,3 milljónir ein-
staklinga og fjölskyldna. Þijátíu árum síð-
ar höfðu þessi 4% í laun 452 milljarða
dala eða sömu upphæð og 51% launa-
manna. Þá höfðu 3,8 milljónir einstaklinga
og fjölskyldna sömu laun og 49,2 milljónir
einstaklinga og íjölskyldna.
Til frekari samanburðar má vitna í bók,
sem einnig hefur vakið mikla athygli vest-
an hafs, eftir þekktan prófessor við Harv-
ard-háskóla að nafni Robert B. Reich, sem
jAfnframt er einn af ráðgjöfum Clintons.
í bók hans, sem út kom á síðasta ári og
nefnist The Work of Nations, kemur fram,
að á árinu 1929 komu 34% allra launa-
tekna í hlut 5% hæstlaunaðra Bandaríkja-
manna en árið 1946 var hlutur þeirra
kominn niður í 18%.
Blaðamennirnir tveir halda því fram að
miðstéttin sé að hverfa. Haldi svo fram
sem horfir muni 4% hinna hæst launuðu
hafa sömu laun og 60% launamanna í
byijun næstu aldar. Á síðasta áratug hafi
heildarlaun þeirra sem höfðu 1 milljón
dala eða meira í tekjur hækkað um 2.184%.
Á sama tíma hafi laun þeirra, sem höfðu
árstekjur á bilinu 200 þúsund dalir til 1
milljón dala aukizt um 697% en hins veg-
ar hafi laun'þeirra, sem höfðu árstekjur á
bilinu 20 þúsund til 50 þúsund dali hækk-
að um 44%.
Þeir lýsa þeirri skoðun, að nú standi
yfir mesta eignatilfærsla í sögu Bandaríkj-
anna samhliða því, að miðstéttin sé að
hverfa. Og hvers vegna er þetta að ger-
ast? Að þeirra mati eru það leikreglurnar,
sem settar eru í Washington, í þinginu og
af forseta og ríkisstjórn, sem valda þess-
ari þróun. Skattakerfinu hafi verið breytt
á þann veg, að það sé miðstéttinni mjög
óhagstætt en auðveldi tekjuháum einstakl-
ingum svo og fyrirtækjum að komast hjá
skattgreiðslum. Fyrirtækjum hafi verið
gert kleift á löglegan hátt að draga úr
greiðslum til heilbrigðisþjónustu og lífeyr-
issjóða. Fyrirtæki sem greiði lág laun og
skerði þar með lífskjörin hljóti fjárstuðning
opinberra aðila. Grafið hafi verið undan
traustum fyrirtækjum og sveitarfélögum.
Fyrirtækjum sé umbunað fyrir það að
flytja vinnu úr landi og leggja niður störf
heima fyrir. Það sé að verða erfiðara að
eignast eigið húsnæði og fjármögnun há-
skólanáms sé óframkvæmanleg nema með
mikilli skuldasöfnun.
Segja má að kjarninn í bók og greina-
flokki blaðamannanna tveggja sé sá, að
með löggjöf, sem sett hafi verið, og mark-
vissri starfsemi til þess að koma í veg
fyrir umbætur með löggjöf, hafi ákveðnum
sérhagsmunahópum tekizt að tryggja svo
stöðu sína, að ofangreind þróun í átt til
stóraukins tekjumunar og efnamunar fari
fram með fullkomlega löglegum hætti. Þar
sé beitt margvíslegum skattaákvæðum,
sem geri tekjuháu fólki kleift að komast
létt frá skattgreiðslu og þó alveg sérstak-
lega fyrirtækjunum sjálfum. Öll vaxtagjöld
eru frádráttarbær í rekstri fyrirtækja. Á
síðasta áratug var þróuð tækni meðal fjár-
málamanna í Bandaríkjunum, sem yfirtóku
risastór fyrirtæki með því að taka allt
kaupverðið að láni og láta fyrirtækin síðan
borga. Vaxtakostnaður var frádráttarbær
og þess vegna lækkuðu skattgreiðslur fyr-
irtækja mjög. Þannig hafi hlutur fyrir-
tækja í heildarskattgreiðslum á sjötta ára-
tugnum verið 39% af öllum greiddum
sköttum en á síðasta áratug hafi hlutur
fyrirtækjanna verið kominn niður í 17%.
Jafnframt hafi stjórnendum fyrirtækja
tekizt að láta fyrirtækin standa undir veru-
legum hluta kostnaðar af einkalífi þeirra
án þess, að skattayfirvöld hafi getað rönd
við reist af þeirri einföldu ástæðu, að þau
hafi ekki bolmagn til þess að rannsaka
bókhald fyrirtækjanna svo nákvæmlega,
að hægt sé að leiða þetta fram í dagsljósið.
Þá hafi margvísleg fjármálalöggjöf gert
fjármálasnillingum kleift að fara eins og
logi yfir akur um bandarískt viðskipta- og
atvinnulíf á síðasta áratug, rænt og ruplað
traust og góð fyrirtæki og skilið eftir sig
sviðna jörð, fyrirtækin í rúst, fólkið at-
vinnulaust og í mörgum tilvikum hafi það
tapað umsömdum lífeyri og eigi lítið, sem
ekkert til elliáranna. Sérstök lagaákvæði
hafi gert þessum fjármmálasérfræðingum
mögulegt að taka út úr fyrirtækjunum
verulegan hluta lífeyrissjóða starfsmanna.
Hvert dæmið á fætur öðru er nefnt, þar
sem kunn nöfn úr bandarísku viðskiptalífi
á síðasta áratug koma við sögu, þar sem
traust og góð fyrirtæki, sem safnað höfðu
miklum sjóðum eru yfirtekin, ganga kaup-
um og sölum á milli þessara sérfræðinga
en þegar þeir skilja við þau er búið að
tæma alla sjóði en mikil skuldabyrði kom-
in í staðinn.
Fyrirtækin verða gjaldþrota en þá taka
lögfræðingar og aðrir sérfræðingar við,
sem fá allt að því 30 þúsund krónur á
klukkustundu fyrir vinnu sína við að gera
upp gjaldþrota fyrirtæki og fá þessa upp-
hæð m.a. greidda fyrir hveija klukku-
stund, sem þeir sitja í flugvél á milli staða!
í stuttu máli er málflutningur blaða-
manna Philadelphia Inquirer sá, að leik-
reglurnar, sem þing og forseti hafi sett,
hafi valdið þessari þróun og það sé ekki
hægt að stöðva hana nema með því að
breyta leikreglunum.
Menntunin
skiptir sköp-
um
ÞAU SJÓNARMIÐ
sem blaðamennirn-
ir tveir setja fram
varðandi ástæður
vaxandi tekju- og
efnamunar eru at-
hyglisverð og upplýsandi og áreiðanlega
mikið til í þeim en segja þó tæpast alla
söguna. í bók Roberts B. Reichs, sem
áður var nefnd, er farið mun dýpra í leit
að skýringum á þessari þróun og þar er
að finna forvitnilega umfjöllun um þróun
atvinnulífs í hinum iðnvædda heimi.
Bandaríski prófessorinn færir rök að því,
að tæpast sé lengur hægt að tala um efna-
hagskerfi einstakra þjóða, sem sérstaka
einingu. Efnahags- og atvinnulíf þjóða
heims sé orðið svo samtengt, að það sé
t.d. varasamt að draga of miklar ályktan-
ir af viðskiptahalla Bandaríkjanna. Banda-
rískur bíll sé ekki lengur bandarískur bíll
vegna þess, að lítill hluti hans sé framleidd-
ur í Bandaríkjunum. Japanskur bíll, sem
framleiddur er í Bandaríkjunum, geti verið
bandarískari en bandarískur bíll o.s.frv.
Robert B. Reich tekur undir sumar
þeirra skýringa á vaxandi efna- og tekju-
mun, sem koma fram hjá blaðamönnum
Philadelphia Inquirer en að öðru leyti bend-
ir hann á þær miklu breytingar, sem orðið
hafi í atvinnulífi í heiminum í kjölfar þess,
að efnahagslíf þjóða heims hafi orðið ná-
tengdara ekki sízt vegna mikillar tölvu-
væðingar. Á sjötta áratugnum hafí t.d.
þeir launþegar, sem unnu við framleiðslu
búið við góð kjör í Bandaríkjunum. Nú
keppi þeir um vinnuna við fólk víða um
heim, sem sætti sig við mun lakari kjör
en skili sömu vinnu og sömu vinnugæðum.
Þeir sem vinni við margvísleg þjónustu-
störf mæti einnig aukinni samkeppni á
sínum vettvangi, bæði frá innflytjendum
og ekki síður þeim, sem áður hafi unnið
við framleiðslustörf se'm flutt hafi verið
úr Iandi. Báðir þessir hópar launþegar búi
við lakari kjör en áður.
Prófessorinn bendir einnig á, að aukinn
tekjumun megi rekja að einhverju leyti til
menntunarstigs. Þeir sem lokið hafi fram-
haldsskóla á skyldunámsstigi en ekki há-
skólanámi eigi í vök að veijast. Slíkur
starfsmaður hafi á einum og hálfum ára-
tug lækkað í launum. Á árinu 1973 hafí
hann haft að meðaltali í árslaun rúmlega
31 þúsund dali en á árinu 1987 rúmlega
27 þúsund dali. Staða þeirra sem ekki
hafi lokið skyldunámi sé enn verri. Þeir
hafi haft að meðaltali í laun á árinu 1973
rúmlega 19 þúsund dali en á árinu 1987
um 16 þúsund dali. í þeim tilvikum þar
sem um blökkumenn var að ræða hafi
launalækkunin verið enn meiri. Hlutur
launþega með fjögurra ára framhalds-
skóla- og háskólanám að baki hafí hins
vegar batnað lítillega á þessu tímabili, eitt-
hvert háskólanám sé engin trygging fyrir
góðum lífskjörum en án þess hafí fólk í
raun og veru enga möguleika.
Kjarni málsins er sá að mati þessa
bandaríska prófessors, að þeir sem hafi
aflað sér víðtækrar menntunar, sem geri
þeim kleift að vinna nánast hvar sem er
í heiminum, séu að verða ofan á i sam-
keppninni um góð lífskjör, hinir séu að
verða undir. Og hverjir eru það, sem afla
sér svo mikillar menntunar? Fyrst og
fremst og í vaxandi mæli nær eingöngu
þeir, sem búa við þannig umhverfi í æsku
og uppvexti að ýti undir menntunarleit að
ekki sé talað um fjárhagslegar aðstæður.
Lífskjörin
hér
UMRÆÐUR AF
þessu tagi, hvort
sem er í Bandaríkj-
unum eða annars
staðar, vekja upp
spurníngar um það, hvort ekki sé nauðsyn-
legt að safna saman og setja fram á sæmi-
lega aðgengilegan hátt upplýsingar um
tekju- og eignaþróun hér á íslandi á undan-
förnum áratugum. Sú tilfinning er sterk,
að með einhveijum hætti hafi sú þróun,
sem hér hefur verið drepið á og orðið hef-
ur í Bandaríkjunum, endurspeglast hér,
þótt vissulega sé ólíku saman að jafna.
Það má t.d. telja líklegt, að þeir seni höfðu
aðstöðu eða útsjónarsemi til að notfæra
sér óðaverðbólguna á árunum 1971 til
1983 og neikvæða vexti mestan hluta
þessa tímabils, hafi safnað miklum eign-
um, sem jafnframt hafí gert þeim kleift
að auka þær mjög á árum verðtryggingar
og hárra raunvaxta.
Þá þurfa menn ekki að hafa mikla vitn-
eskju um framvindu mála í okkar samfé-
lagi til þess að gera sér grein fyrir, að
munur á hæstu launum og lægstu launum
er margfalt meiri nú en hann var t.d. á
Viðreisnarárunum. Og jafnframt að marg-
vísleg önnur kjör auka enn á þennan líf-
skjaramun. Auðvitað hafa þau almennu
þjóðfélagsviðhorf, sem ríkt hafa beggja
vegna Atlantshafsins á undanförnum árum
og þá sérstaklega síðasta áratug líka haft
sín áhrif á skoðanir manna og þróun okk-
ar samfélags. Nú fer bersýnilega fram
mikið og gagngert endurmat á þeim lífsvið-
horfum, sem ruddu sér til rúms í hinum
iðnvædda heimi á þessum árum. Hrun
kommúnismans hefur m.a. orðið til þess
að nú þegar ekki þarf lengur að kljást við
sameiginlegan óvin fara menn að horfa í
eigin barm og hugnast ekkert alltof vel
það sem þar er að sjá.
Kjarasamningum er nýlokið en at-
kvæðagreiðslur eiga eftir að fara fram í
verkalýðsfélögunum um miðlunartillögu
sáttasemjara. Af ræðum forystumanna
verkalýðsfélaga við hátíðahöldin í tilefni
1. maí í gær, föstudag, mátti heyra að
þeir eru mjög ósáttir við niðurstöðuna,
þótt þeir telji sig ekki eiga annarra kosta
völ. Út af fyrir sig getur enginn verið
sáttur við þá lífskjaraskerðingu, sem orðið
hefur hér á síðustu fimm árum. En umræð-
urnar vestan hafs vekja upp spurningar
um það, hvort kjarabaráttan hefur ekki
verið í algerlega röngum farvegi og þá er
í sjálfu sér ekki átt við kjarabaráttu verka
lýðsfélaganna einna heldur viðleitni okkar
almennt til þess að bæta kjör þjóðarinnar
eða veijast frekari lífskjaraskerðingu.
Ef það er rétt, að bandarískt efnahags-
líf sé orðið svo nátengt efnahagskerfum
■ iL..,, .TB.- (
ÍSlP§’;i
Morgunblaðið/RAX
annarra þjóða, að tæpast sé hægt að ræða
um það sem afmarkaða einingu, á það
ekki síður við um örsmátt efnahagskerfi
eins og okkar. Erum við almennt á réttri
leið? Við erum fyrst og fremst hráefnissal-
ar. í yfirliti yfir útflutning Bandaríkjanna
til Japans og útflutning Japana til Banda-
ríkjanna kemur fram, að Bandaríkjamenn
flytja fyrst og fremst hráefni til Japans
en Japanir fullunna tæknivöru til Banda-
ríkjanna. Sumir halda því fram, að af þess-
um sökum séu Bandaríkin að verða í.efna-
hagslegu tilliti japönsk nýlenda. Erum við
að verða nýlenda Evrópubandalagsins
vegna þess, að útflutningur okkar þangað
er að töluverðu leyti óunninn fiskur og að
mestöll verðmætaaukningin verður þar en
ekki hér?
Vel má vera, að skýringin á auknum
tekju- og efnamun hér sé mun flóknari
en bryddað var á hér að framan. Það er
hins vegar nauðsynlegt fyrir okkur að vita,
hvort sama þróun hefur orðið hér eins og
víða annars staðar á Vesturlöndum og
hvers vegna. Auðvitað eiga þeir, sem skara
fram úr að njóta þess. Um það verður
ekki deilt. Hins vegar er það beinlínis
hættulegt, ef þessi munur verður of mik-
ill. Þá endar það með því, að samfélagið
skiptist í tvennt og stöðugur ófriður verð-
ur á milli þessara hópa. Köllum ekki yfir
okkur þau þjóðfélagsvandamál, sem eru
að vei-ða óviðráðanleg í nálægum Íöndum.
„Fram kom í frétt
blaðsins, að Alan
Greenspan, for-
maður banka-
stjórnar banda-
ríska seðlabank-
ans, hefði nýlega
látið í ljós áhyggj-
ur vegna vaxandi
efnamunar í
Bandaríkjunum. I
háskólafyrirlestri
í síðasta mánuði
hefði hann m.a.
lýst þeirri skoðun,
að vaxandi ef-
namunur ætti þátt
í almennri svart-
sýni, sem ríkti
meðal bandarísku
þjóðarinnar.“