Morgunblaðið - 03.05.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 03.05.1992, Síða 28
28- MORGy.NBLABH) MIIMINUtNiG AR stjNNnytK 3.;jyiAí ,í,a92.- Minning: Jón Karlsson hjúkr- unarfræðingur Fæddur 14. maí 1953 Dáinn 22. apríl 1992 Það er skammt bilið á milli lífs og dauða. Enn og aftur spyr maður sjálfan sig hver sé tilgangurinn með því að nema ungt fólk, í blóma lífs- ins, á brott úr þessu jarðneska lífi. Það var í desember 1978 að nokkur bekkjarsystkini úr Hjúkrun- arskólanum fóru til starfa á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var Jón einn af þeim. Dvöldum við þar um nokkurra vikna skeið og héldum meðal annars jólin saman. Við átt- um margar góðar og skemmtilegar stundir, sem ekki voru síst Jóni að þakka. Okkur langar til að kveðja hann og þakka honum samfylgdina í þessu lífí. Ástvinum Jóns sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þá í sorg sinni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjáifur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Ella, Halla, Heiða, Snjólaug, Svanlaug. „Hann er að norðan," sagði nafni hans Stefánsson og brosti við þegar hann kynnti nýjan kórmeðlim, Jón Karlsson, á einhverri af fyrstu kór- æfingum haustsins 1983. Staðurinn var Langholtskirkja og kórinn var Kór Langholtskirkju. Þá þegar var ég búin að átta mig á að þeir sem með einhveiju móti talist gátu Ak- ureyringar eða Eyfirðingar, að ég tali nú ekki um Mývetningar, töldu sig dulítið „öðruvísi“ en við hin. í það minnsta höfðu menn gaman af að láta sem svo á góðum stund- um. Það gladdi mig þess vegna síð- ar, óbreyttan Sunnlendinginn, að kynnast a.m.k. einum norðanmanni sem flíkaði ekki um of ættum sínum né landshluta. Ekki man ég nákvæmlega hve- nær okkar vinskapur hófst þennan fyrsta vetur Jóns í kórnum, en trú- lega gerðist það fljótt að hann tók að mæta á „te- og kaffifundi" sem gjaman voru haldnir eftir kóræfing- ar og þá einna helst í Miðtúninu hjá góðkunningja okkar, Þorvaldi Friðrikssyni. Þangað mættum við nokkrir félagar, tveir til þrír bassar og einn sópran og krufðum til mergjar undangengna æfingu á mjög svo skipulegan hátt og tókum síðar fyrir hin og þessi þjóðmál sem og önnur mál. Sum voru leyst — önnur ekki. Það leikur hins vegar ekki minnsti vafi á því að við vorum með ólíkindum gáfuleg. Og svo ók ég Jóni heim á eftir ef hann var ekki á hjólinu sínu og enn var spjall- að um lífið og tilveruna. Það kom fljótt í ljós þennan vet- ur, hvem mann Jón hafði að geyma. Þessi hægláti maður geislaði út frá sér góðlátlegri kímni og jákvæðu hugarfari. Hann þurfti ekki að hafa mörg orð um hlutina, en vakti hvar- vetna traust þeirra sem honum kynntust og var afskaplega heill í því sem hann tók sér fyrir hendur. Það undraði að líkindum engan sem honum kynntist, það Iífsstarf sem hann hafði valið sér. Að auki hafði Jón þessa djúpu og fallegu bassa- rödd og það var afskaplega mikill fengur fyrir bassann í kómum að fá hann til liðs við sig. Hann féll líka undir eins inn í hinn sérstaka „bassamóral" með öllu því gríni og alvöru sem honum fylgir. Okkur varð vel til vina og þau tvö heilu ár sem Jón var í Kór Lang- holtskirkju eyddum við mörgum skemmtilegum stundum saman bæði innan kórs og utan ásamt fleiri vinum úr kómum. Og svo var það vorið 1985, þeg- ar hann sagðist hafa sótt um að komast á námskeið varðandi hjálp- arstarf hjá Rauða krossinum og komist að. Eftir námskeiðið skynj- aði ég hversu sáttur og ánægður hann var með það og bjartsýnn á að hann yrði sendur út fljótlega. Sem varð og raunin og undraði engan þótt hann hefði verið valinn til ferðarinnar. Nokkmm mánuðum seinna fór hann sína fyrstu ferð og þá til Thailands. Næstu árin á meðan undirrituð lifði lífi hvunndagshetjunnar og kom sér upp heimili og fjölskyldu, bárast kort og bréf annars konar hetju frá fjarlægum heimshlutum. Þau áttu það öll sameiginlegt að í gegnum þau skein hversu vel þetta starf átti við Jón. Ég er sannfærð um að síðastliðin sjö ár gáfu honum meiri lífsfyllingu en við flest fáum notið í okkar hefðbundnu störfum. Það kom líka í ljós þegar Jón skrapp heim til íslands milli ferða. Ég man sérlega vel eftir einni heimsókn minni til hans á Óðinsgötuna þegar hann var nýkominn frá Afganistan í fyrsta sinn. Að venju dundu á honum spurningar mínar um lífið og tilverana þarna úti og ég fékk að skoða ljósmyndir. Það var e.t.v. fyrst þá sem ég gerði mér raunvera- lega grein fyrir því að starfinu gætu fylgt áþreifanlegar hættur þegear ég skoðaði myndir af orr- ustuflugvélum á lofti yfír Kabúl. En það var ekki líkt Jóni að gera mikið úr hlutunum og með sinni stóísku ró sagði hann að öllu mætti venjast og hættunni líka. Síðan fékk hann sér saxófón og sagðist ætla að æfa sig á hann þegar færi gæfist. Og svo kom jólakortið að utan, sem undirritað var Jón og Jenny. I vinnu sinni hafði Jón nokkram sinn- um unnið með breskri stúlku, Jenny Hayward, og smám saman varð ljóst að þar hafði Jón fundið góðan félaga. Því miður varð aldrei af fyrirhugaðri heimsókn þeirra til mín þegar Jenny heimsótti hann til ís- lands, en hún kom hins vegar með honum á tónleika hjá Kór Lang- holtskirkju í nóvember sl. í símtali við Jón stuttu seinna sagði hann mér að til stæði að þau giftu sig fljótlega eftir áramótin og gat ég svo sannarlega samglaðst honum. Þau giftu sig svo í febrúar sl. Og nú er Jón ekki meir. Það er sárara en fátækleg orð fá lýst. Eft- ir sitjum við, á hvað svo sem við trúum eða trúum ekki, og spyijum af hveiju, af hveiju, af hveiju? Fátt er um svör. Huggun okkar hlýtur þó að felast að hluta til í vitneskjunni um það mikla og góða starf sem Jón innti af hendi við misjafnar aðstæður; vitneskjunni um alla þá særðu og sjúku sem góðs nutu af störfum hans og síð- ast en ekki síst vitneskjunni um þá lífsfyllingu sem honum sjálfum hlotnaðist í gegnum starf sitt með Rauða krossinum. Ég votta Jenny, foreldram Jóns og fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Góðum dreng þakka ég í hljóði fyrir vináttu hans og liðnar samverastundir. Ef til vill syngur hann og blæs í saxófóninn sinn á enn öðram og fjarlægari stöðum. Hvíli hann í friði. Margrét Gunnarsdóttir, Hveragerði. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Fregnin_ um andlát Nonna var skelfileg. Óttinn sem bjó innra með hans nánustu vegna hinna hættu- legu starfa hans á vegum Rauða krossins reyndist því miður ekki vera ástæðuíaus. Alla tíð, þegar hann var að störfum í fjarlægum ófriðarlöndum, hafa hans nánustu borið ugg í bijósti, sérstaklega móðir hans. Jón fæddist 14. maí 1953 í Mel- gerði í Eyjafirði en þar bjuggu for- eldrar hans þá, þau Lilja Randvers- dóttir og Karl Frímannsson. Fjöl- skyldan flutti 1960 í Dvergsstaði í Hrafnagilshreppi og þar ólst Nonni upp, næstelstur sex bræðra. Hinir era Gunnar hótelstjóri, hann á tvö börn. Randver rafvirki, kona hans er Sigurlaug Stefánsdóttir, þau eiga tvö börn. Hólmgeir mjólkurverk- fræðingur, sambýliskona hans er undirrituð. Ingvar rafvirki, sambýl- iskona Ingibjörg Smáradóttir, hún á eina dóttur og Hans nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Jón var stúdent frá MA og lauk prófi frá Hjúkrunarskóla Islands 1981. Hann starfaði sem hjúkrun- arfræðingur á Borgarspítalanum og var formaður Hjúkrunarfélags ís- lands um tíma. Síðan 1985 hefur hann starfað á vegum Rauða kross- ins á sjúkrahúsum í námunda við vígvelli í Tælandi, Pakistan, Suður- Súdan og Afganistan. Við störf sín kynntist hann góðri og mætri enskri konu Jenny Hay- ward hjúkrunarfræðingi, og giftu þau sig 8. febrúar sl. í heimabæ hennar Moolynch á Englandi. For- eldrar hans og bræður fóra út til að gleðjast með þeim. Aform þeirra var að hætta ferð- um á vegum Rauða krossins og setjast að í Englandi og ætlaði hann að fara í bókbandsnám í haust. Þetta átti að verða síðasta ferðin, hún fór til Sómalíu, en hann til Afganistan. Nonni var félagslyndur og mikill tónlistarunnandi. Þannig nýtti hann tómstundir sínar erlendis, þar sem hvorki sjónvarp né útvarp var til staðar og stundaði sjálfsnám í saxó- fónleik. Fjölskyldan fylgdist síðan með framföram á milli ferða. Hann söng í Langholtskirkju- kómum, sem ætlar að gangast fyr- ir minningarathöfn um hann á af- mælisdegi hans og heima á Dvergs- stöðum beið hans alltaf „Nonnaher- bergið" með orgelinu. Fjölskylda hans var honum mjög kær og hann vildi fá reglulega bréf að heiman með fréttum af fjöl- skyldu og sveitinni og ómissandi var að fá kaffi að norðan, grænt Bragakaffi. Nonni reyndi alltaf að vera heima á Dvergsstöðum um jól og áramót í faðmi fjölskyldunnar. Þar unni hann fijálsræðinu og úti- verunni, enda mikill náttúraunn- andi og útvistarmaður. Nonni var gamansamur og glöggur á skoplegu hliðamar og kom fjölskyldunni gjarnan á óvart með grínþáttum um hana á góðum stundum. Ég minnist sérstaklega áramótanna 89/90, þá höfðu þeir Geiri lagt mikla vinnu í viðtöl og upptökur af fjölskyldunni, sem þeir sýndu síðan á gamlárskvöld. Þetta er skemmtilegasta áramótaskaup sem ég hef séð. Nonni var þannig maður að hann skilur eingöngu eft- ir góðar minningar. Þegar ég kom, skólastelpa úr Reykjavík, í þessa fjölskyldu tók hann mér afskaplega vel og leit á mig sem jafningja þó að næstum 20 ár skildu okkur að, enda var Nonni elskaður og dáður af öllum í fjölskyldunni. Lítill bróðursonur hans sagði við ömmu sína daginn sem andlátsfregnin barst: „Það vildi ég að ég gæti fært tímann til baka, þá hefði ég farið með honum til Afganistan og varist með honum og passað hann.“ Með láti Nonna er mikill harmur kveðinn að öllum hans nánustu, sérstaklega hans elskulegu eigin- konu, Jenny, sem ég votta innilega samúð mína. Fáir endast svo lengi í þessu hjálparstarfi, hvað fékk til þess að fara út aftur og aftur? Það var Yndi hans að gleðja aðra og hann vildi hjálpa þeim sem áttu bágt. Nú hefur hann látið líf sitt fyrir hugsjón sína að líkna öðrum. Blessuð sé minning hans. Sólveig Klara Káradóttir. Hinn 22. apríl síðastliðinn lagði Jón Karlsson ásamt starfsfélögum sínum á sjúkrahúsi Rauða krossins í Kabúl, höfuðborg Afganistan, út á vígvöllinn utan borgarinnar. Eins og aðra daga var förinni heitið til móts við særð fórnarlömb hins grimmdarlega stríðs, sem ríkt hefur í Afganistan, til að gera að sárum þeirra og flytja á sjúkrahúsið. At- burðarás dagnna á undan var hröð. Það höfðu orðið þáttaskil í stríðinu og óvissa var mikil. Allir, sem hlut áttu að máli, skynjuðu spennu og vissu að förin var ekki hættulaus, en treystu því að friðhelgi starfs- fólks Rauða krossins yrði virt, enda merki Rauða krossins vel þekkt í Afganistan eftir margra ára líknar- starf, sem allir stríðandi aðilar hafa notið og lofað. En í þann mund er þeir félagar era að ljúka erindi sínu ríða af skot — mörg skot — og Jón, sem sat við stýri sjúkrabílsins, féll. Hinn 25. júní 1859 kom ungur Svisslendingur, Henry Dunant, sem síðar stofnaði Rauða krossinn, fyrir tilviljun að vígvellinum við Solferino á Norður-Ítalíu. Daginn áður hafði 300.000 manna herlið háð þar bar- daga, sem skildu eftir 40 þúsund menn særða og fallna. Hjúkranarlið var fámennt og illa búið og óbreytt- ir borgarar tóku að veita hinum særðu líkn. Henry Dunant varð einn helsti foringi hjálparliðsins, sem gekk fram undir kjörorðunum frægu: „Allir bræður.“ Hinum særðu var sinnt án tillits til hvoru liðinu þeir tilheyrðu. Þessi reynsla Svisslendingsins unga markaði upp- haf Rauða kross-hreyfingarinnar. Og enn, meira en fímm aldarfjórð- ungum síðar, er hugsjónin sú sama. Jón Karlsson var merkisberi hennar og gerði kjörorðin „allir bræður“ að sínum. Jón hefði orðið 39 ára 14. maí. Hann var Eyfírðingur, alinn upp á Dvergsstöðum í Hrafnagilshreppi. Foreldrar hans era Karl Frímanns- son og Lilja Randversdóttir. Jón var einn sex sona þeirra hjóna. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1974 og útskrifaðist frá Hjúkranarskóla íslands 1981. Að námi loknu vann Jón á Borgarspít- ala uns hann fór fyrst utan á vegum Rauða krossins fyrir sjö áram. Hann var fjórum sinnum sendifull- trúi í Afganistan, tvisvar í Pakistan og einu sinni í Suður-Súdan og Kenýa. Jón var reyndasti seíidifulltrúi Rauða kross íslands. Hann var óvenjulega prúður maður til orðs og æðis. Allt hans fas einkenndist af stillingu, hvað sem á dundi. Hóglát framganga hans við erfíð skilyrði var rómuð meðal samferða- manna innan Rauða kross-hreyf- ingarinnar. Á vegum Rauða kross- ins vann Jón á sjúkrahúsum fyrir særð fórnarlömb styijalda. Vegna reynslu hans og mannkosta var honum treyst fyrir æ erfíðari verk- efnum og í tveimur síðustu ferðun- um gegndi hann starfi vettvangs- hjúkrunarfræðings, starfí sem felur í sér áhættu og krefst umfram allt fómfýsi og fumlausra vinnubragða. Jón bar orðstír sendifulltrúa Rauða kross íslands um lönd og álfur. Á engan er hallað þó að sagt sé að hans hlutur í að gera íslenska sendifulltrúa eftirsótta fyrir dugnað og samviskusemi hafi verið einna stærstur. Vöxtur og viðgangur Ver- aldarvaktarinnar, sem er sá hópur sem sendifulltrúar RKÍ mynda og er tilbúinn til að hverfa úr örygginu hér heima til starfa meðal stríðs- hijáðra og fórnarlamba náttúru- hamfara, var Jóni hjartans mál. Hann þekkti þörfina og vissi að þrátt fyrir allt var starfið gefandi. Það vannst sigur í hvert skipti sem sjúklingur útskrifaðist af sjúkra- húsinu. Þegar mæður fundu börn sín — börn sem þær héldu að væru látin — á batavegi í öraggu skjóli lækna og hjúkranarfólks. Það vannst sigur þegar barnið brosti í fyrsta skipti eftir að hafa þolað ólýs- anlegar þjáningar dögum saman. Ekkja Jóns heitir Jenny Hay- ward. Þau gengu í hjónaband 8. febrúar í vetur í Englandi, heimal- andi hennar, þar sem þau ætluðu að stofna heimili. Jón og Jenny kynntust í Kabúl fyrir þremur árum þar sem bæði voru hjúkrunarfræð- ingar á sjúkrahúsi Rauða krossins. Jenny barst fregnin um hið átakan- lega fráfall eiginmanns síns til Mogadishu í Sómalíu, þar sem fórn- arlömb annars grimmdarlegs stríðs þarfnast umönnunar. Rauði krossinn og raunar íslend- ingar allir eiga Jón Karlssyni óvenjulega skuld að gjalda. Hann, ásamt félögunum á Veraldarvakt- inni, var merkisberi íslendinga í alþjóðlegu hjálparstarfi; starfi sem þjóðin hefur ekki rækt sem skyldi. Og þótt hlutur íslendinga sé smár er Veraldarvaktin stór, sennilega stærsta og stöðugasta framlag þjóðarinnar til mannúðarstarfa á erlendum vettvangi. Með því að tryggja vöxt hennar og viðgang verður minningu Jóns sómi sýndur. Nánasta umhverfi okkar hjá Rauða krossi íslands hefur brugðið lit við fráfall Jóns Karlssonar. Jenny, foreldram Jóns og bræðrum vottum við innilega hluttekningu. Stjórn og starfsfólk Rauða kross íslands. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. • (V. Briem) Á deild sem okkar, þar sem dauð- inn er stöðugt nálægur, skiptir sam- vinnan öllu. Tengslin verða nánari, við tökum þátt í gleði og sorgum hvers annars, við erum ein fjöl- skylda. Nú er skarð höggvið í okk- ar fjölskyldu, Jón okkar er dáinn. Jón var einn af farfuglum deild- arinnar, hann kom og fór. Áldrei var svo farið að ekki væri skilið eftir heimilisfang á nýjum áfanga- stað. Það fór ekki framhjá neinum að söngur var eitt af hans áhugamál- um og fengum við sem og sjúkling- ar að njóta þess, enda stöðugt rau- landi við vinnu sína. Faglega var hann mjög fær í starfí og fús til að miðla af þekkingu sinni og reynslu til annarra. I mars kvaddi Jón okkur einu sinni enn, þá nýkvæntur og ham- ingjusamur. Þannig geymum við minninguna um góðan, traustan og skemmtilegan vinnufélaga. Við sendum eiginkonu hans og fjölskyldu, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vegna þess, sem var gieði þín.“ (Úr Spámanninum) Starfsfólk Gjörgæsludeildar Borgarspítalans. Sú harmafregn að Jón Karlsson væri fallinn, við hjálparstörf í Afg- anistan, var hörð og skyndileg, þó ekki með öllu óvænt, því hvers er að vænta þar sem stríð geisar og enginn veit hver berst við hvern? Maður hlustaði ósjálfrátt betur eftir stríðsfréttunum þegar maður vissi af Jóni þar og ekki laust við að undir niðri væri uggur. Allt getur gerst þar sem illvíg og stjórnlaus átök verða og enginn vissi það bet- ur en Jón, þótt ekki léti hann mikið yfir því. Ávallt hafði hann þó kom- ið heill heim á ný eftir hveija sendi-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.