Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.05.1992, Qupperneq 32
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR M WWW€W**BAU(3LYSINGAR Húsasmiður og kennari Óska eftir atvinnu úti á landi frá og með næsta sumri. Erum með eitt barn tæplega 2ja ára. Upplýsingar í síma 74204. Lögfræðingur Opinber stofnun óskar eftir að ráða lögfræð- ing til starfa. Nokkur starfsreynsla er æski- leg. Umsóknarfrestur er til 8. maí '92. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Ráðningarstofunni frá kl. 9-13. ^Hákmmrstofm STARFS- OG ^NÁMSRÁÐGJÖF KRINGLUNNI 4, (BORGARKRINGLUNNI), » 677448 Starfskraftur óskast Stöndugt fyrirtæki í matvælaframleiðslu óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustu- deild sem hægri hönd þjónustustjóra. Starfið er töluvert sjálfstætt og aðallega fólg- ið í uppsetningu, viðhaldi og viðgerðum á tækjum og samskiptum við viðskiptavini. Ekki er krafist sérstakrar tæknikunnáttu, en starfsmaðurinn þarf að vera handlaginn og góður með tæki, áhugasamur, traustur, heið- arlegur og lipur í mannlegum samskiptum. í boði er fjölbreytt, krefjandi framtíðarstarf hjá traustu, öflugu fyrirtæki. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 7. maí merktar: „K - 14325“. Laus störf ★ Ritarastarf (137) hjá þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Vinnutími eftir hádegi. Reynsla af skrifstofustörfum er æskileg. ★ Skrifstofustarf (150) hjá þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Heilsdagsstarf. Bókhald, almenn skrifstofustörf. Byrjunartími júlí/ágúst nk. ★ Ritarastarf (132) hjá stóru þjónustufyrir- tæki í Reykjavík. Vinnutími fyrir hádegi. Góð tungumálakunnátta og færni í ritvinnslu skil- yrði. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til ráðningarþjónustu Hagvangs hf., á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Framhaidsskólinn íVestmannaeyjum Lausar kennarastöður Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: 1. Staða enskukennara. 2. Staða kennara í viðskiptagreinum og tölvufræði. 3. Staða kennara í sérgreinum vélstjóra og rafmagnsfræði. Ennfremur eru lögum samkvæmt auglýstar lausar stöður í dönsku, stærðfræði, raun- greinum og verklegri kennslu í málmsmíði. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknir sendist skólameistrara ,Ólafi H. Sigurjóns- syni, í pósthólf 160, 902 Vestmannaeyjar. Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar í símum 98-11079 eða 98-12190. Auglýsing frá menntamálaráðu- neytinu Auglýst er eftir umsóknum um störf nám- stjóra í grunnskóladeild menntamálaráðu- neytisins. Um er að ræða þrjár stöður sem ráðið er í til tveggja ára til að sinna sérstökum verkefn- um. Verkefnin fela einkum í sér að afla upp- lýsinga um stöðu mála á neðangreindum sviðum, gera tillögur um umþætur og fylgja þeim eftir. Ennfremur felst í starfi námstjóra að fylgjast með námi og kennslu í grunnskól- um landsins, skólaþróun, eftirlit, miðlun upp- lýsinga svö og ráðgjöf. 1. Unglingastigið (ein staða). Megináhersla er lögð á nám og kennslu í þremur efstu bekkjum grunnskóla og tengsl grunnskóla og framhaldsskóla. 2. Neytendafræðsla, hollusta og heimil- isfræði (ein staða). Ahersla er lögð á al- menna hollustu og heilbrigði, að efla neyt- endafræðslu á sem flestum sviðum grunnskólanáms svo og að fylgja eftir uppbyggingu heimilisfræðikennslu. 3. Náttúrufræði, einkum eðlis- og efna- fræði (ein staða). Áhersla er lögð á nám og kennslu eðlis- og efnafræði í grunn- skólum. Verkefnið felur eínnig í sér að fylgjast með og efla líffræðikennslu, um- hverfisfræðslu, tækni og vísindi. Auglýst er eftir fólki sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræðum og reynslu af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frum- kvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipu- lagshæfni. Mjög reynirá samstarf við aðra. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1992. Um laun og kjör fer samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Kennarar Seyðisfjarðarskóla vantar kennara næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru danska og raungreinar. Seyðisfjarðarskóli er grunn- skóli, auk framhaldsdeildar, með um 180 nemendur. Við útvegum gott ódýrt húsnæði og greiðum flutningsstyrk. Á Seyðisfirði er talsvert íþrótta- og félagslíf. Leikskóli og sundhöll eru á staðnum, auk öflugrar heilsu- gæslu. Umsóknarfrestur er til 12. maí ’92. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 97-21172 og 97-21351 (heimasími). Skólastjóri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ í ISAFIRÐI Bókari Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bókara við F.S.Í. Starfssvið: Annast merkingu og færslu á tölvuunnu fjárhags- og við- skiptamannabókhaldi svo og all- ar afstemmingar. Ganga frá til innheimtu á reikningum stoð- deilda. Annast innkaup og lager- hald á pappír og ritföngum. Bók- ari er ábyrgur gagnvart fulltrúa framkvæmdastjóra. Leitum að: Starfsmanni með víðtæka reynslu í bókhaldi og góða tölvu- kunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði. Gert er ráð fyrir að bókarinn hefji störf strax eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 94-4500. Skriflegar umsóknir sendist framkvæmda- stjóra í pósthólf 215, 400 ísafjörður, fyrir 10. maí nk. Fjölbreytt skrif- stofustarf Heild- og smásölufyrirtæki óskar að ráða sjálfstæðan og röskan aðila á reyklausan vinnustað. Starfið: Umsjón með tollútreikningum og birgðabókhaldi. Einnig gjaldkerastörf, upp- gjörsvinna, reikningagerð o.fl. Leitað er að aðila með reynslu af sambæri- legum störfum, sem getur unnið hratt og skipulega. Reynsla af tollskýrslugerð skil- yrði. Viðskiptamenntun t.d. verslunar- eða samvinnuskóla æskileg. Æskilegur aldur 25-35 ára. Góð iaun í boði. Umsóknum skal skilað til Ráðgarðs á eyðu- blöðum er þar liggja frammi fyrir 8. maí nk. merkt: „Sjálfstætt 47“. R/OGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.