Morgunblaðið - 03.05.1992, Blaðsíða 47
MORGtJNBLAÐIД
ÚTVARP/SJÓNVARP
SUNNUDAGCR 3. MAI1992
47-
Bandaríkin:
Helmingur unglinga horf-
i ir á Vini og vandamenn
I
Bandaríkjamenn eru farnir að setja myndir persónanna á
ýmsar vörur. Það nýjasta sem er í vændum eru dúkkur
I
I
ÞÁTTURINN Vinir og vanda-
menn eða Beverly Hills 90210,
sem nú er á dagskrá Stöðvar 2
nýtur mikilla vinsælda í Banda-
ríkjunum og hefur vakið all-
nokkra athygli. Kannanir sýna
að allt að helmingur banda-
rískra ungmenna horfir reglu-
lega á þáttinn. Fyrir ári grun-
aði engan að þættirnir ættu
eftir að ná þessum vinsældum,
en nú eru Bandaríkjamenn
farnir að framleiða boli, dagat-
öl, bakpoka og matarbox með
myndum af aðalpersónum þátt-
anna. Og framleiðendur dúkk-
unnar Barbie segjast ætla að
framleiða dúkkur, eftirlíkingu
aðalpersónanna, sem verða um
30 cm að hæð.
Mennirnir bak við þáttinn eru
þeir Rubert Murdoch og Aaron
Spelling. Murdoch er eigandi Fox-
sjónvarpsstöðvarinnar sem áður
hefur slegið stóru sjónvarpsstöðv-
unum þrem í Bandaríkjunum við
með því að höfða til áhorfenda-
hópa sem þær höfðu gleymt.
Spelling er einn þekktasti hand-
ritahöfundur og framleiðandi
sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum.
Báðir hafa þeir nú sem fyrr sýnt
hæfileikann til að taka púlsinn á
bandarísku þjóðarsálinni og koma
fram með rétta efnið á réttum
tíma.
Þættirnir taka á ýmsum
vandamálum unglinga
Vinir og vandamenn er þáttur
um unglinga og fyrir unglinga.
Þar er íjallað um líf unglinga í
bandarísku neysluþjóðfélagi.
Þættirnir höfða til unglinganna
með því að taka þá og vandamál
þeirraj'afn alvarlega og þau gera
sjálf. í hverri viku glíma aðalper-
sónurnar við dæmigerð unglinga-
vandamál; kynlíf, eiturlyf, kyn-
þáttamisrétti, alnæmi, að finna
einhvern til að fara með á skóla-
ballið og svo framvegis.
Annað athyglisvert við þættina
Brenda í miðjunni ásamt skólafélögum sínum tveimur sem eru
meðal aðalleikara þáttanna.
sjálfa sig í fótsporum foreldranna
í þáttunum og- eru að reyná að
komast inn í hugarheim ungling-
anna?
Bandaríska fjölskyldan og
lífs-stíll hennar tekinn fyrir
Tvíburasystkinin Brenda og
Brandon ásamt foreldrum sín-
um.
er sú afstaða sem sýnd er til for-
eldra, og yfirhöfuð allra sem eldri
eru. Almennt virðist gilda að eng-
um yfir tvítugu sé . treystandi.
Foreldrarnir eiga við fjöldamörg
vandamál að stríða og eru ekki
yfirvald sem unglingarnir eru
nauðbeygðir að lúta eða bera virð-
ingu fyrir. Þvert á möti eru það
unglingarnir sem eru fullir
ábyrgðar og hegða sér eftir því.
— Forsvarsmenn Stöðvar 2 segja
að þættirnir hér á landi höfði
mjög mikið til unglinga og
kvenna. Það skyldu þó ekki vera
mæður unglinganna, sem sjá
Þessi stefna, að foreldrarnir
eigi í einhverjum vandamálum,
virðist þó aðeins hluti almennrar
þróunar í bandarísku sjónvarpi. Á
síðustu 40 árum hefur það í æ
ríkari mæli beint spjótum sínum
að hefðbundnum stofnunum þjóð-
félagsins, hernum, réttarkerfinu,
trúarbrögðum, stjórnvöldum og
þar fram eftir götunum. Þessi
gagnrýni hefur smám saman not-
ið æ meiri vinsælda almennings.
Nú virðist sem hin bandaríska
ijölskylda og lífsstíll hennar sé
næst í röðinni.
Fox-sjónvarpsstöðin hefur
einnig til sýninga þættina um
Simpson-fjölskylduna, sem um
þessar mundir eru sýndir í Ríkis-
sjónvarpinu, og njóta þeir einnig
gífurlegra vinsælda. Þar ristir
þessi gagnrýni á ijölskylduna og
bandarískt neysluþjóðfélag jafn-
vel enn dýpra.
foss. Arnar Björnsson lysir priöja leik liöanna úr
Kaplakrika.
21.15 Kvöldtónar.
22.10 Landiö og miðin. Sigurður Pétur Harðarsgn
leikur íslenska tónlist, flutta af (slendingum. (Úr-
vali utvarpað kl. 6.01 næstu nótt.f
0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa
kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.00,7.30,8.00,8.30,9.00,10.00,11.00,
12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,
18,00, 19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
(Endurtekinn þáttur.)
2.00 Fréttir. - Páttur Svavars heldur áfram.
3.00 í öágsins önn — Utanhússmálning og við-
hald húsa Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá
Akureyri.) (Endurtekinn þáttur).
3.30 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins.
4.00 Næturlög.
4.30 Veðurfregnir. — Næturlögin halda áfram.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson.
(Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morgunsárið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2
8.10-8.30 og 18.35-19.00. Útvarp Norðurland.
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9 / 103,2
7.00 Morgunútvarp i umsjón Ertu Friðgeirsdóttur.
9.00 Fram að hádegi með Þuríði Sigurðardóttur.
islenskt mál, hollustu- og hellbrigðismál. matar-
gerð, neytendamál, stjörnuspeki o.tl. Opin lína i
sima 626060.
12.00 Hitt og þetta i hádeginu. Guðmundur Bene-
diktsson og Þuríður Sigurðardóttir. Fréttapistill
kl. 12.46 í umsjón Jóns Ásgeirssonar.
13.00 Músík um miðjan dag. Umsjón Guðmundur
Benediktsson.
15.00 í kaffi með Ólafi ÞóraðrsynL
16.00 islendingafélagið í umsjón Jóns Ásgeirssonar
og Ólafs Þórðarsonar.
19.00 Kvöldverðartónlist.
20.00 „Lunga unga fólksins". Jón Atli Jónasson.
21.00 Undir yfirborðinu. Ingibjörg Gunnarsdóttir.
22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson.
24.00 Ljúf tónlist.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Erlingur og Óskar.
9.00 Jódís Konráðsdóttir.
13.00 Ásgeir Páll.
17.00 Ólafur Haukur
19.05 Ævintýraferð í Odyssey.
19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn... framhald,
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30,13.30,17.30,22.45 og 23.50.
Bænalínan s. 675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson;
Guðrún Þóra og Inger Schiöt. Fréttir kl. 7 og 8.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30.
9.00 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir.
Fréttir kl. 9 og 12. Mannamál kl. 10 og 11, frétta-
pakki í umsjón Steingríms Óiafssonar og Eiríks
Jónssonar. Fréttir kl. 12.00.
13.00 Sigurður Ragnarsson. íþróttafréttir kl. 13.00.
Mannamál kl. 14. Fréttir kl. 15.
16.00 Reykjavík siðdegis. HallgrímurThorsteinsson
og Steingrimur Ólafsson. Mannamál kl. 16. Frétt-
ir kl. 17 og 18,
18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson.
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. Siminn er 67 n 11,
myndriti 680064.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason. Óskalög i s. 671111.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
24.00 Næturvaktin.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ivar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistin.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson.
5.00 Náttfari.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti
óskalögum og afmæliskveðjum í síma 2771 1.
Fréttirfrá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
SÓLIN
FM 100,6
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Haraldur Kristjáns-
son.
9.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.II.
12.00 Karl Lúðviksson.
16.00 Síðdegislestin.
19.00 Hvað er að gerast?
21.00 Hallgrímur Kristinsson. >
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn í Reykjavík.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 i öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og (sak
Jónsson.
1.00 Dagskrárlok.
Veröum með
Artnaflex
Á góðu verði
pipueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640
Cárur
eftir Elíttu Pálniadóttur
AÐ LÁTA LIST-
INAÍFKIÐI
„Frelsi okkar myndlistarmanna
er jafnframt orðið algjört“ og „það
fer hins vegar minna fyrir umræðu
meðal myndlistarmanna um það
sem þeir eru að hugsa, glíma við,
stefna að, sigrast á, btjóta heilann
um. Það er líkt og samkomulag
sé ríkjandi um að menn láti hvetj-
ir aðra í friði þegar kemur að brot-
hættari hliðum starfsins“. Þessar
glefsur úr framsöguerindi Þorvalds
Þorsteinssonar á málþingi um
myndlist tóku að gára sinnið.
Auðvitað varð áhrifagjarn skrif-
ari greinarhöfundi sammála um
að stefnulausir listmálarar og
gagnrýnislausir á sjálfa sig og
aðra, allar stefnur og markmið,
hljóti að virka eins og svosem ekki
neitt, þótt íslensk myndlistarflóra
sé fjölskrúðug. En svo
laust myndlistarsýningun-
um í Listasafni Islands,
þeirra Finns Jónssonar og
Nínu Sæmundsson, þar
líka niður sem rækileg
áminning um hvernig fer
þegar myndlistarmenn
með ákveðinn bakgrunn og
ákveðnar stefnur ákveða
hvað sé gott og hvað
slæmt, hvað megi lifa og
hvað ekki. Þá verða harm-
leikir.
Nína Sæmundsson var á
fym hluta þessarar aldar
orðin þekktari úti í heimi
en aðrir íslenskir lista-
menn. Hafði brotist áfram
til náms í Danmörku, á lt-
alíu, í Frakklandi, Hollandi
og víðar. 1924 var styttan
hennar Móðurást, sem ís-
lendingar keyptu og stend-
ur í Lækjargötugarðinum,
sýnd á Salon d’Automne í
París. Fræg höggmynd
hennar af kvikmyndaieik-
konunni Heddy Lamarr var
á heimssýningunni í New
York 1930. Styttunni af
Léifi Eiríkssyni komið upp
í Griffith-garðinum í Los Angeles,
þar sent Nína bjó og starfaði um
30 ára skeið. En þekktust varð hún
líklega þegar hún sigraði í sam-
keppni um styttu sem skyldi ein-
kenna glæsihótelið Waldorf Astor-
ia í New York og blasir enn við í
anddyri þess. Nú skyldi maður
ætla að landar hennar yrðu stoltir
af listkonunni og teldu að hún
hefði „gert garðinn frægan“. Kom
að því að Nína flutti um 1960
gömul kona heim til ættlandsins.
Það var með ólíkindum hvernig
henni var tekið. Aðrir listastraum-
ar höfðu borist til landsins frá
París og myndlistarmenn barist af
hörku fyrir tilveru abstraktsins.
Þeir sem orðið höfðu ofaná höfðu
enga þolinmæði með„einhvetju frá
Ameríku". Sjálf hafði ég komið frá
París upptendruð af nýjungum
abstraktstefnunnar í listum. Man
þó að hafa einhvern tíma með
hálfum huga haft á orði í slíkum
hópi, að ég hefði þó séð þetta
fræga verk Nínu í Waldorf Astor-
ia, þar sem það væri í hávegum
haft. Svona dót, keypt af amerísk-
um auðkýfingum, var svarið. Svo
fór ég í minnisstætt viðtal til þess-
arar öldnu listakonu, sem bjó í
kytru í húsi bróður síns, bitur og
sár. Hafði gert sér væntingar um
heimkomu. En meinfýsnin mætti
henni, hún hafði ekki verið meðtek-
in í listahópnum og stytta hennar
af hafmeynni einfaldlega verið
sprengd upp. Jafnvel þá sögðu for-
ustumenn listamanna að þótt það
væri forkastanleg aðgerð, þá sýndi
það að borgin ætti að láta lista-
menn velja það sem hún keypti.
Þetta var grimmt.
Finnur Jónsson lifði af móttök-
urnar sem hann hlaut þegar hann
kom heim með nýja strauma. Lifir
það að vera metinn sem einn okk-
ar framsæknustu málara. Ekki var
það þó alltaf svo. Upphefðin kom
að að utan, þegar á árinu 1970
var safnað saman á sýninguna
„Evrópa 1925“ í Strassborg verk-
um þeirra málara sem voru frum-
kvöðlar og mótuðu hina nýju
stefnu í myndlist um það leyti.
Mátti sjá frægustu málara heims-
ins, Kandinskys, Kokosehka, Pic-
asso, Braque, Rouault, Chagall
o.s.frv. Og meðal þeirra Finn Jóns-
son, sem haft hafði verið upp á.
Hann hafði sýnt með þeim á þess-
.um tímamótum í listsögunni. Var
fyrsti íslenski abstrakt listmálar-
inn. Þegar þetta kom fram á blaða-
mannafundi um ýmis mál í Lista-
safni Íslands, féll maður í stafi.
Skömmu áður hafði ég orðið alveg^
heltekin af myndunum í safni
Kandinskys í Munchen frá því
hann var að mála sínar fyrstu
abstraktmyndir og lagst í að kynn-
ast samtökunum Der Sturm og
Blái riddarinn. En aldrei hafði ég
heyrt að Finnur Jónsson hefði ver-
ið þar í flokki og sýnt með þeim
myndir, sem nú eru frægar og
ómetanlegar. Þvert á móti. Sú
skoðun var í mínum uppvexti al-
menn að Finnur væri svona ósköp
hversdagslegur málari. Ekki hátt
skrifaður meðal myndlistarmanna.
Hann var nú hátt á áttræðisaldri.
Ég fór snarlega í viðtal við hann
fyrir Morgunblaðið. Það var fróð-
legt að tala við hann um þessa,
tíma, þá fyrir blaðið og síðar. 1926
kom Finnur heim og sýndi m.a.
margar af abstraktmyndunum sín-
um. Engin seldist. Enda ekki vel
tekið. í listalífinu í Reykjavík var
þá myndlistarfólk mótað í Lista-
akademíunni í Kaupmannahöfn.
Þar með einn áhrifaríkasti gagn-
rýnandinn, sem ekki tók slíkum
stílbrotum vel. Þetta fólk hélt hóp-
inn. Finnur lenti í harðvítugum
blaðadeilum um „Der Sturm“ og
varð utan garðs. Viðurkenndu list-
amennirnir af danska skólanum
leiddu almenningsálitið. Kannski
er bara eftir allt saman farsælast
að listamenn hafi þegjandi sam-
komulag um að láta hvern annan
í friði í hinum brothættari hliðum
starfsins — eða hvað?
Mér þykir vænt um að Listasafn
íslands skuli nú með myndarlegum
sýningum rétta hlut þessara
tveggja listamanna.