Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 9
MORpUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22, MAÍ 1992
9
Frá Heilsugæslustöðinni,
Grafarvogi,
Hverafold 1 -3
Skráning þeirra íbúa Grafarvogs, sem ætla
að fá heilsugaesluþjónustu á stöðinni, hefst
föstudaginn 22. maf.
Hægt er að panta tíma til skráningar milli
kl. 08.00-17.00 alla virka daga.
Sími heilsugæslustöðvarinnar er 681060.
Heilsugæslustöðin tekur til starfa 3. júní nk.
Stjórn heilsugæsluumdæmis Austurbæjar nyrðra.
Stúdentastj aman,
14 karat gull, hálsmen eða prjónn.
Verð kr. 3.400
Jdn Slpmunisson
Skartgripovorzlan
LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK
SÍMI 13383
Heitu pottarnir frá TREFJUM eru fyllilega sambærilegir við þá
bestu erlendu, bæði er varðarverð og gæði. Þeireru mótaðir úr
akrýli, níðsterku plastefni, hörðu sem gleri og hita- og efnaþolnu.
Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá öryggishlíf, sem dregin
er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun.
Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis
aukabúnaður er fáanlegur, svo sem loft- eða vatnsnuddkerfi.
AkrýlpottarnirfráTREFJUM fást í ótal litum og 5 stærðum, sem
rúma frá 4 -12 manns og verðið er frá aðeins kr. 82.000
Sjón er sögu ríkari, komið í sýningarsal okkar í Stapahrauni 7,
hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og
verðlista.
Opið laugardaga frá kl. 10 -17.
TREFJAR HF.
Stapahrauni 7, Hafnarfirði, símar 5 10 27 og 65 20 27
Aðhald, sparnaður og fyrirhyggja
Það þarf kjarkmikla stjórnmálamenn til að hafa aga í ríkisfjármálum
í fyrirrúmi í mestu efnahagslægð sem gengið hefur yfir landið í 40
ár. En árangur af fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar hefur verið stöð-
ugt gengi, lág verðbólga og lágir vextir. Þetta segir í forustugrein
Alþýðublaðsins.
Háleit mark-
mið
Fyrirsögnin á forustu-
grein Alþýðublaðsins í
fyrradag var „Fjámiála-
ráðherra heimilanna" og
fer hún hér á eftir:
„Ríkisstjóm Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðis-
flokks var mynduð með
ábyrg ríkisfjármál að
leiðarljósi. Þetta em há-
leit markmið og ekki
endilega meðal almenn-
ings, vegna þeirra að-
gerða sem slíkri stefnu
er fylgja.
Þeir flokkar sem
standa að núverandi rík-
issljórn hafa tileinkað sér
nýjan hugsunarhátt og
ný vinnubrögð þar sem
agi í ríkisfjármálum er í
fyrirrúmi. Það þarf
kjarkmikla stjómmála-
menn til þess að standa
við slík fyrirheit þrátt
fyrir að þjóðin sé að sigla
í gegnum dýpstu efna-
hagslægð sem yfir hana
hefur gengið í 40 ár.
Arangurinn af störfum
ríkisstjómarinnar á
fyrsta starfsári hennar
er stöðugt gengi, lág
verðbólga og lágir vextir.
Hugarfars-
breyliiig-
Þetta em m.a. foi-send-
ur þess að halda megi
uppi öflugu atvinnulífi
sem síðan er grandvöllur
velferðarkerfisins. Við
getum ekki haldið áfram
að reka þetta kerfi á er-
lendum lánum, efnahags-
legt og pólitískt sjálf-
stæði þjóðarinnar er í
húfi.
Þessi hugarfarsbylting
sem ríkisstjórnin hefur
mtt af stað hefur skilað
sér að hluta út í þjóðfé-
lagið. Nýgerðir kjara-
samningar em einmitt
dæmi um þetta. Þar er
tekið mið af þeiin erfið-
k leikurn sem að þjóðinni
steðja vegna ytri þreng-
inga.
Hagræðing er
allra hagur
Launþegasamtökin í
landinu meta fremur
stöðugt gengi og jöfnuð
í ríkisfjármálum en
gegndariausar kaup-
hækkanir. Það er kaup-
mátturinn sem gildir.
Það aðhald og sá spam-
aður í rikiskerfinu sem
núverandi stjómarflokk-
ar hafa beitt sér fyrir er
þegar farið að skila
árangri, en hagræðingin
á eftir að koma enn betur
í ljós þegar til lengri tíma
er litið. Það sem mestu
máli skiptir er að starfs-
mennimir sjálfir séu
hafðir með í ráðum við
endurskipulagningu hins
ofvaxna ríkiskerfis, sem
við búum við í dag. Að-
haldið vekur menn til
umhugsunar um kostn-
aðinn sem liggur að baki
velferðarrikinu og þá
staðreynd að það er rek-
ið af skattgreiðendum
landsins. Hagræðingin er
því hagur okkar allra.
Heimilin
Það er hins vegar mik-
ilvægt, ekki síst þegar
að kreppir í hinu efna-
hagslega umhverfi, að
þessi boðskapur komist
inn á heimili iandsmanna.
Rikið, verkalýðshreyf-
ingin og atvinnurekend-
ur skapa neytendum að-
eins leikreglumar fyrir
rekstur heimilanna í
iandinu, en það em neyt-
endumir sjálfir — fjár-
málaráðherrar heimil-
anna sem ráða mestu um
afkornu þeirra. Aðhald,
spamaður og fyrir-
hyggja í fjármáluin heim-
ilanna em góð leið til
þess að bæta lífskjör al-
mennings. Heilbrigð
samkeppni á markaðnum
og stöðugt eftirlit neyt-
endamia sjálfra er einnig
til þess fallið að halda
verðinu niðri. Neytendur
verða því að taka virkan
þátt í þessu eftirliti
markaðarins og standa
vörð um sína eigin hags-
muni.
Sú staðreynd blasir við
í velmegunarsamfélagi
nútimans að 85% fjöl-
skyldna býr í eigin hús-
næði og á þar að auki
talsverðar eignir í formi
sumarbústaða, bifreiða
og heimilistækja. Stór
hluti þessa fólks hefur
lika lifað langt um efni
fram.
Neysluæði
Flottræfilshátturinn,
innkaupaáráttan og
neysluæðið em með ólík-
indum hjá ákveðnum
hópum í þjóðfélaginu.
Það hlýtur því að vera
sjálfsögð ábending til al-
mennings að dregið úr
neyslu á þeim samdrátt-
artímum sem nú ríkja. Á
tímum sem þessum hlýt-
ur fólk að hugsa sig tvisv-
ar um áður en það ákveð-
ur að bæta meiru á rekst-
ur heimilanna, í formi
fleiri bíla, sólarlanda-
ferða eða heimilistækja.
Það að hvert heimili selji
sér sinn eigin fjárlaga-
ramma er örugglega ein
besta kjaiabótin í dag.
Það væri auðvitað órétt-
mætt að minnast ekki á
þami hóp fólks í þjóðfé-
laginu sem býr við kröpp
kjör og getur þvi ekki
með nokkm móti sparað
meira. Þessi hópur er
ekki stór en hann er of
stór á meðan ennþá er
til fólk sem lifir undir
fátækramörkum. Sú leið-
rétting sem nú er verið
að framkvæma á velferð-
arkerfinu er einmitt í þvi
fólgin að færa fé frá
bjargálna fólki til þeirra
sem minna mega sín og
þurfa virkilega á aðstoð
hins opinbera að lialda.
Alþýðuflokkurinn -
Jafnaðarmannaflokkur
íslands mun beita sér
fyrir endurbótum af
þessu tagi, en það gerist
ekki nema með sameigin-
legu átaki okkar allra.“
IftJR
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BUIÐ
KRINGLUNNI
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
KANTSKERI
í DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
1
I KRINGLUNNI