Morgunblaðið - 22.05.1992, Page 11

Morgunblaðið - 22.05.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 11 NINA ROOS Nina Roos: Stretching. Olía á sinkplötu. 1992. Myndlist Eiríkur Þorláksson í Galleríi einn einn við Skóla- vörðustíg stendur nú yfir sýning á sérstæðum verkum frá hendi ungrar finnskrar myndlistar- konu, Ninu Roos. Hún stundaði listnám sitt í Stokkhólmi og Helsinki, þar sem hún útskrifað- ist frá Listaakademíunni 1988. Frá þeim tíma hefur hún tekið þátt í samsýningum bæði í Finn- landi og erlendis, og auk þess haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Ungveijalandi á síðasta ári; þetta mun í fyrsta sinn sem verk hennar eru sýnd hér á landi. Það fyrsta sem sýningargestir taka eftir er sá efniviður, sem listakonan hefur valið sér. Hún málar með olíulitum á plötur úr sinki, en þessi hvíti málmur er til margra hluta nytsamlegur, er m.a. talsvert notaður í prent- verki. Sem flötur málverks verk- ar sinkið hins vegar á margbrot- inn hátt. Það er hart og slétt, og málningin kemur eins og þunn himna utan á yfirborð þess; sam- tímis skapar sérkennilegur litur- inn nokkrar dýptir í þetta yfir- borð, þannig að viss hrynjandi verður tii í flötunum, sem á ákveðinn hátt vísa til bylgju- hreyfinga, sem erfitt er að skil- greina nánar. Tvöfaldanir eða spegilmynd- anir eru áberandi hluti í þeim verkum Ninu Roos, sem hún sýnir hér. Að nokkru má eflaust rekja þetta til þess að listakonan er sjálf tvíburi (tvíburasystir hennar, Rita Roos, skrifar inn- ganginn í sýningarskrána) og hefur því væntanlega einnig átt greiðan aðgang að lífssýn, sem lá nærri hennar eigin, en þó örlít- ið til hliðar; tvöfeldni eða endur- tekning hefur því verið mikil- vægur hluti í því á hvem hátt hún nemur umhvérfisáhrif og birtir þau í listaverkum sínum. Á sýningunni getur að líta fimm verk, og þar af eru tvö þeirra samsett úr nokkrum flöt- um. Það er ekki aðeins að efnið sé sérstakt, heldur er myndefnið og úrvinnsla þess einnig þannig, að hefðbundnar skilgreiningar duga lítt. Listakonan notar nær eingöngu dökkan, fjólubláan lit, og svo dauft endurskin þess lit- ar, þar sem gráminn ræður ríkj- um. Þar sem dökki liturinn þekur flötinn, t.d. í „Stretching (nr. 5), verður til sterkt en hljóðlátt flæði, líkt og veitt sé innsýn í einhveija ör-veröld, þar sem óskilgreind öfl ráða örlögum þess sem birtist í myndunum. Þetta óljósa ástand ber með sér seið- andi þögn og spennu, sem verður einn helsti styrkur allra verk- anna, einnig þeirra, sem eru samsett úr nokkrum flötum, þar sem þekkjanlegum formum bregður fyrir (eins og í „Opaque (nr. 3)), því hula þagnarinnar hvílir einnig yfir þessum þáttum myndanna. Nýlega birtist í Lesbók Mbl. viðtal við annan ungan finnskan myndlistarmann, þar sem dregin var upp dökk mynd af listalífi Finna, ríkjandi ástandi og mögu- leikum ungs myndlistarfólks til að hasla sér þar völl. Ljótt ef satt er. Eftir þessari sýningu að dæma virðist Nina Roos vera í hópi hinna ungu og efnilegu, eins og sagt er, og því full ástæða til að hún fái tækifæri til að þroska list sína frekar. Ef Finnar sjálfir veita slíku fólki ekki þau tækifæri sem til þarf, leitar það eínfaldlega annað, og finnsk list- menning verður aðeins fátækari fyrir vikið. Sýningu Ninu Roos í Galleríi einn einn við Skólavörðustíginn lýkur sunnudaginn 24. maí. Jazzballett í 25 ár Æft fyrir sýninguna í Borgarleikhúsinu. Jazzballett Ólafur Ólafsson Nemendasýning Jazzballett- skóla Báru. Stjórnandi: Bára Magnúsdóttir. Borgarleikhúsið, 18. maí 1992. Ætli þeir hafi verið margir fyrir aldarfjórðungi sem höfðu jafn- sterka trú á möguleikum jazzball- ettskóla og Bára Magnúsdóttir. Skólinn sem hún stofnaði hefur haldið velli og 25. nemendasýningu sína hélt skólinn í Borgarleikhúsinu 18. maí. í gegnum tiðina hefur Bára sett margar sýningar á svið. Margar þeirra hafa haft söguþráð, verið nokkurs konar söguballettar. Oft hefur Bára líka tekið dansa úr söngleikjum og sett á svið, sleppt hreinlega öllu nema dönsunum og Tvö presta- köll laus BISKUP íslands hefur nýlega auglýst tvö prestaköll laus til umsóknar. Þau eru Ásar í Skafta- fellsprófastsdæmi og Isafjörður í Isafjarðarprófastsdæmi. Ásaprestakalli þjónar sr. Hjörtur Hjartarson, sem kallaður var til þjónustu þar til eins árs á síðasta sumri. Séra Magnús Erlingsson þjónar ísafjarðarprestakalli en þangað var hann kallaður til þjón- ustu á sl. ári. Umsóknarfrestur um bæði prestaköllin er til 15. júní nk. notað kóreógrafíu til að fleyta sög- unni áfram. Oft hefur það skilað eftirminnilegum árangri. Nemendasýningin samanstendur af 16 stuttum atriðum, þar sem hinir ýmsu hópar byijenda og fram- haldsnemenda hafa hver sitt atriði. Yfirbragð nemendasýningar er jafnan nokkurs konar þverskurður af hæfni þeirra nemenda er stunda nám við skólann og vinnu kennara þeirra. Það hefur oft viljað loða við jazzdansa, að þeir verði nokkuð glennulegir og glansandi. Tónlist- arvalið á sýningunni var oft vafa- samt og efnistökin einhæf. Of mörg atriðanna ganga útá töffaraskap og „sex“. Það er undarlegt að sjá stúlkubörn á bamaskólaaldri dansa á sviði Borgarleikhússins við lögin „I’m too sexy for my shirt“ eða „Let’s talk about sex“. Auðvelt hefði verið að taka annan pól í hæðina og þá er ekkert verið að benda á dansandi blóm og flugur. Það er til eitthvað þar á milli. Enda voru bestu atriðin og skemmtileg- ustu af öðrum toga. Þá er átt við fallegt og gott atriði eins og „Nótt í upprisu" og skemmtilegt atriði í söngleikjastíl, eins og „Show-time folks!“. Lokaatriðið, „Sing-Sing“, var gott, skemmtilegt og vel dans- að. Og það mátti og átti að vera dálítið „kynþokkafullt", enda dans- ararnir á réttum aldri fyrir slíkan dans. Jazzdans getur haft mikið skemmtanalegt gildi. Skemmtun var líka í fyrirrúmi í Borgarleikhús- inu. Kennarar skólans skulu hafa þakkir fyrir sýninguna og Bára Magnúsdóttir fyrir þrautseigju í gegnum tíðina. Hafi fólk trú á ein- hveiju, ber að fylgja því eftir. Það hefur Bára gert og mun ugglaust ekkert gefa eftir í þeim efnum. Öðruvísi vinnst aldrei neitt. Til sölu garðyrkjustöð í Hveragerði í Hveragerði er til sölu garðyrkjustöð við Gróðurmörk, ca 2.236 fm að stærð, sem samanstendur af þremur gróðurhúsum ásamt tengibyggingu. Stöðin er til af- hendingar nú þegar. Nánari upplýsingar eru veittar á Lögmannsstofunni, Síðumúla 9, Reykjavik, sími 813155. Fiskbúð Höfum fengið í einkasölu fiskbúð í austurbæ Reykjavík- ur. Um er að ræða fallega innréttaða búð með góðum tækjum og áhöldum. Verð kr. 1,2 millj. Ákveðin sala. Afhending strax. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráflgjöf- Bókhald ■ Skattaaðstoð ■ Kaup of; sala fyrirtœkja Síðumúli 31 ■ I0H Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ Fax 68 1945 < Kristinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðini>ur Metsölublað á hvetjum degi! Ný símanúmer hjá Glitni hf. Aðalnúmer Glitnis hf. 60 88 00 Beinar línur: Innheimta 60 88 30 Markaðsdeild, ráðgjafar 60 88 30 Yeltufj ármögnim 60 88 50 Myndsendir 60 88 10 Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.