Morgunblaðið - 22.05.1992, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
NQATUN
LAMBAKJOT
á tilboðsverói
Læri 629,- og 729,- Þurr- kryddoð
Hryggir 599,- og 699,- Þurr- ktyddoð
Lærissneiðar úr miól 869,- og 969,- Þurr- kryddoð
Sirlonsneiðor 549,- og 595,- Þurr- kryddað
Kótilettur 615,- °g 695,- Þurr- kryddoð
Grillsneiðar 589,- og 689,- Þurr- kryddað
Bógsneiöar.................. ..kr. 498,-
'/2 frampartur sagaður...kr. 448,- 1
Stór
grillborgari
49,-
m/brauói kr.
Nautahakk
kr.599,
BBQ sósa 510 ml ............kr. 69,-
Grillkol 4,54 kg .............kr. 238,-
Kartöfflur 1 kg___________________kr. 29,-
NÓATÚNI 17
® 61 70 00
ROFABÆ 39
•Sf 67 12 00
HAMRABORG
KÓP.
® 4 38 88
LAUGAVEG1116
® 2 34 56
ÞVERHOLTI MOS.
® 66 66 56
FURUGRUND
KÓP.
® 4 20 62
\
I
I
I
\
Frá blaðamannafundi ráðherra EFTA í gær. Morgunbiaðið/Svemr
Ráðherrafundur EFTA í Reykjavík:
Samkomulag um skiptingu 1
kostnaðar vegna EES
Ráðherrafundi EFTA lauk á Hótel Sögu í gær. Á fundinum var
m.a. tekin ákvörðun um að EFTA-dómstóIlinn, sem settur verður
á laggirnar í tengslum við Evrópska efnahagssvæðið, verður í
Genf og einnig náðist samkomulag hvemig skipta ber þeim kostn-
aði sem hlýst af EES-samningnum milli aðildarríkjanna. Má gera
ráð fyrir því að þegar við tökum að fullu þátt í EES verði út-
gjöld íslendinga rúmlega tvö hundmð milljónir króna á ári.
Alls er áætlað að heildar-
kostnaður EFTA-ríkjanna vegna
EES-samningsins muni nema um
700 milljónum svissneskra franka
eða sem nemur tæpum 28 milljörð-
um íslenskra króna. Samkvæmt
samkomulaginu frá í gær munu
íslendingar greiða 0,7% af því sem
rennur til þróunarsjóðs fyrir
Suður-Evrópu og til sameiginlegra
verkefna EB og EFTA en 6/7 út-
gjalda EFTA verða vegna þessara
tveggja liða. Hundrað svissneskir
frankar, eða 1/7 heildarupphæðar-
innar, mun renna ti! reksturs
EFTA og stofnana vegna EES og
greiða íslendingar 1,2%^ þess
kostnaðar. Alls munu því íslend-
ingar greiða rúmar 200 milljónir
þegar upp er staðið eða um 0,8%
af vergri þjóðarframleiðslu. ís-
Jón Baldvin segir, að fyrir ráð-
herrafundi EFTA hafi fyrst og
fremst legið þrjú úrlausnarefni
varðandi Evrópska efnahagssvæð-
ið, og þau hafi verið leyst. í fyrsta
lagi hafi þui-ft að ákveða skiptingu
kostnaðar milli EFTA-ríkjanna
vegna rekstrar EFTA, nýrra stofn-
ana sem fylgdu EES og vegna
samstarfsverkefna með Evrópu-
bandalaginu, einkum á sviði þró-
unar og menntamála. Sú lausn
hafi verið íslendingum afar hag-
stæð.
í annan stað hafi svo þurft að
ákveða stöðu þjóðtungna EFTA-
ríkjanna í EES. Alpaþjóðirnar,
sem séu þýsku- og frönskumæ-
landi, hafí talið sig hafa möguleika
á að fá gögn, svo sem lög og reglu-
gerðir, á þjóðtungum sínum frá
lenskir embættismenn telja þetta
vera mjög jákvæða niðurstöðu því
eins og stendur greiða íslendingar
1,7% heildarútgjalda EFTA.
í lokayfirlýsingu fundarins
harma ráðherrarnir þróunina á
landssvæði fyrrum Júgóslavíu og
þá sérstaklega átökin í Bosníu.
Einnig er minnst á GATT-viðræð-
urnar og sagt að ekki muni miklu
að þar verði hægt að ná samkomu-
lagi. Hvetja ráðherrnarnir til að
reynt verði að slá á hnútinn í við-
ræðunum svo hægt verði að kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, sem nú er í for-
sæti EFTA, sagði á blaðamanna-
fundi að Ioknum ráðherrafundin-
um að fundurinn hefði verið „mjög
mikilvægur". Þarna hefði ráðherr-
EB og hafi því verið ófúsar að
taka þátt í sameiginlegum þýðing-
arkostnaði EFTA. A fundinum
hafi verið áréttað að þýðing og
túlkun á lögum og reglum innan
EES væri sameiginlegt verkefni
allra ríkja, sem aðild að því ættu,
en jafnframt yrðu teknar upp við-
ræður við EB um málið og ekki
fengist endanleg niðurstaða fyrr
að þeim loknum.
Jón Baldvin segir að í þriðja
lagi hafi verið ákveðið á ráðherra-
fundinum að stofna aðrar aðal-
stöðvar EFTA í Briissel. Þar yrði
fjallað um samkeppnisreglur á
Evrópska efnahagssvæðinu, en
önnur mál yrðu áfram til umfjöll-
unar í aðalstöðvunum í Genf. Þá
hefði verið samþykkt að EFTA-
dómstóllinn yrði staðsettur í Genf.
unum gefist tækifæri til að meta
EES-samninginn í heild sinni ein-
ungis þremur vikum eftir að hann
var undirritaður. Væru öll aðildar-
ríkin bjartsýn á það þeim myndi
takast að staðfesta samninginn á
þessu ári svo að hann gæti tekið
gildi um næstu áramót.
Ráðherrar Finnlands, Austur-
ríkis og Sviss voru spurðir hvort |
þeir væru að „flýta sér“ jafn mik-
ið og Svíar varðandi EB-aðild.
Pertti Salolainen, utanríkisvið- i
skiptaráðherra Finnlands, sagði
eina helstu ástæðu þess að Finnar
hefðu ákveðið að sækja um aðild j
nú væri að þeir vildu vera farþeg-
ar í nákvæmlega sömu lest og
Svíar og Austurríkismenn inní EB.
Hins vegar væri ljóst að mikil
verkefni lægju fyrir Evrópuband-
alaginu í kjölfar Maastrichts og
óvíst hvenær það yrði reiðubúið
að taka inn ný aðildarríki.
Wolfgang Schussel, fjármála-
ráðherra Austurríkis, sagði Austu-
ríkismönnum ekkert liggja á. Þeir
hefðu sótt um aðild sumarið 1989
og vonuðust til að á næsta leiðtog-
afundi EB, sem haldinn verður í
Lissabon myndu koma skýr skila-
boð um að aðildarviðræður gætu
farið að hefjast og að endanleg !
ákvörðun um það yrði tekin á leið-
togafundinum í Edinborg síðar á
árinu. »
Framtíð EFTA og mikilvægi
EES kom einnig til umræðu á
blaðamannfundinum og sagði Jón '
Baldvin að ekkert lægi enn fyrir
um hvepær nokkurt EFTA-ríki
myndi gerast aðili að EB. Þeir
bjartsýnustu vonuðust eftir að það
gæti orðið 1995 en margir væru
hins vegar þeirrar skoðunar að það
væri ekki raunhæft fyrr en
1996-97. Fram til þess tíma væri
EES eina trygging EFTA-ríkjanna
fyrir tryggum aðgangi að hinum
innra markaði EB. Ef íslendingar
sætu að lokum einir eftir í EFTA
sagði hann að EES-samningurin
yrði staðfestur af hveiju einasta
ríki og myndi hann því verða
áfram í gildi. Ef íslendingar
taka ekki ákvörðun um EB-aðild
þá verður hægt að líta á EES-
samninginn sem varanlegan
samning við bandalagið. En verður
það nóg til langframa. Það er allt-
of snemmt að segja til um það,“ (
sagði Jón Baldvin.
Næsti ráðherrafundur EFTA
verður haldinn 1.-2. desember í
Genf.
Ein erfiðasta samninga-
lota okkar innan EFTA
- segir Jón Baldvin Hannibalsson
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir að á ráðherra-
fundi EFTA í Reykjavík hafi átt sér stað samningalota, sem sé
með þeim erfiðustu, sem hann hafi tekið þátt í innan samtak-
anna. Það hafi komið í lilut íslands að beita sér fyrir lausn á
ágreiningsefnum fundarins og það hafi tekist á síðustu stundu.