Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
19
Frans Andriessen vara-
forseti framkvæmda-
stjórnar EB:
Bjartsýni að
gera ráð
fyrir nýjum
aðildarríkj-
um EB 1995
FRANS Andriessen, varaforseti
framkvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins, átti í gær viðræður
við ráðherra EFTA-ríkjanna. Að
þeim loknum átti hann fund með
Jóni Baldvin Hannibalssyni utan-
ríkisráðherra þar sem m.a. var
rætt um hvað myndi jgerast þeg-
ar öll ríki EFTA að Islandi und-
anskildu yrðu kominn inn í Evr-
ópubandalagið. Sagði Andriess-
en við Morgunblaðið að hann
hefði mjög skýra skoðun á því
hver staðan yrði. Til væri samn-
ingur um réttindi og skyldur og
þó svo að EFTA myndi „tæmast“
stæði hann fyrir sínu. Hins vegar
væri það spurning hvort allar
stofnanir yrðu nauðsynlegar ef
Islendingar einir yrðu _ eftir.
Þetta þyrfti að ræða við Islend-
inga þegar þar að kæmi.
Svíar, Finnar, Austuríkismenn
og Svisslendingar
hafa þegar sótt
um aðild að EB
og búist er við að
Norðmenn geri
það einnig síðar á
árinu. Sérstak-
lega Svíum er það
mikið kappsmál
að samningavið-
ræðum ljúki 1994
og að þeir geti
orðið aðilar 1995. Þetta telur Andri-
essen hins vegar vera allt of mikla
bjartsýni. „Ég á von á því að aðild-
arviðræður þessara ríkja muni taka
aðeins lengri tíma en menn búast
við. Það eru mörg erfið mál sem
þarf að ræða,“ sagði hann.
Aðspurður um hvort hann sæji
fyrir sér að íslendinar gætu orðið
aðilar miðað vi þá fyrirvara sem
þeir gerðu í sjávarútvegsmálum
sagði hann að ef Islendingar myndu
sækja um aðild fengju þeir sömu
meðferð og allir aðrir. „Það hafa
aldrei verið veittar neinar viðvar-
andi undanþágur af hálfu banda-
lagsins. Einungis aðlögunartími.
íslendingar geta því ekki búist við
að fá viðvarandi undanþágu í sjáv-
arútvegsmálum.
Á fundi sínum með ráðherrum
EFTA ræddi Andriessen m.a. stöð-
una í GATT-viðræðunum og mátti
heyra á ráðherrunum af þeim fundi
loknum að þeir væru bjartsýnir á
að lausn væri í nánd. Við Morgun-
blaðið sagði Andriessen að það
væri sín skoðun að með góðum
pólitískum vilja af hálfu beggja
aðila mætti ná málamiðlun og þá
ekki bara í landbúnaðarmálum.
. „Persónulega held ég að við munum
ná samkomulagi á þessu ári,“ sagði
Andriessen og bætti síðan við: „Og
það jafnvel mun bráðlega."
felUMO* \JhifUiUA
SÉRSTAKLEGA VÖNDUÐ OG
VERKFÆRI FRÁ spear & jacksom
RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
GRÓÐURVÖRUR SF. SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 4321 1
ÖflKIN 2U8-3