Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 20

Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Tyrkneska forræðismálið: Kennarar telpnanna segja þær oft vera með áverka SOPHIA Hansen hefur eftir kenn- urum dætra sinna í Tyrklandi að búið sé að brjóta þær algjörlega niður andlcga- og líkamlega. Þær sýni óeðlileg viðbrögð við utanað- komandi hljóðum og hafi oft kom- ið með áverka í skólann. Fyrir tveimur árum hafi þær aftur á móti verið fullkomlega heilbrigð- ar og fallegar, eins og tvær hvítar perlur. Kennararnir segja að þær geti engan veginn þrifist í þessu samfélagi. Faðir telpnanna bann- ar þeim að leika sér við skóla- systkini sín í frímínútum og lætur fylgjast með þeim á göngum skól- ans á meðan á þeim stendur. Eldri dóttir Sophiu hefur fengið þvag- færasýkingu og er alvarlega veik. Sophia fór til Tyrklands á fimmtu- dag í því skyni að láta reyna á lögleg- an umgengnisrétt sinn. „Ég fékk strax á tilfinninguna þegar við nál- guðumst hótelið að pabbi stelpnanna biði eftir okkur og það reyndist rétt. Hann var það fyrsta sem ég sá,“ segir Sophia þegar hún rifjar upp komuna til Istanbúl. Hún segir að bróðir hennar og lögfræðingur hafi reynt að tala við hann af skynsemi en án árangurs. Hann hafi meira og minna verið yfir sér, systkinum sínum og lögfræðingi í tvo daga. Ráðagerðir um morð Hún segir að faðir telpnarpia hafi beðið hana um að tala við sig í ein- rómi við komuna. „Hann talaði um árin sem hann bjó hér og sagðist lengi hafa velt því fyrir sér að drepa mig meðan hann lék „góða mann- inn“. Annað hvort sjálfur, fá ein- hvern til þess eða sitja á svið slys. Ennfremur hefði hanh haft í hyggju að drepa vin hennar Sigurð Pétur Harðarson, sem hann þolir ekki vegna þess að Sigurður hefur orðið vitni af því að hann misþyrmdi mér og vill hjálpa mér,“ segir Sophia og hefur eftir föður telpnanna að hann hafí hætt við vegna þess að hann hafi ekki eygt undankomuleið úr landi. Þess í stað hafi hann ákveðið að halda áfram að leika „góða mann- inn“ og komast úr landi með systurn- ar. Hún segir að hann hafi kennt sér um allt sem aflaga hafi farið en hún hafi litlu svarað enda hafi mál hans ekki verið svaravert. Sophia segist hafa vonað að betur myndi ganga á laugardeginum en áður. „Við ákváðum að koma til móts við hann með því að láta ekki lögregluna sækja börnin til hans heldur biðja hann að koma með þau á hótelið á tilteknum tíma og þar myndi lögreglan vera viðstödd og skrifa skýrslu. Þegar hann kom tók hann ekki í mál að ég færi með stelp- urnar upp á herbergi. Vildi að ég sæti með þær í andyrinu þar sem hann gæti séð til okkar eða væri með þær úti á róluvelli í grennd- inni. Stelpurnar þorðu ekki að koma með mér upp og þegar mér hafði tekist að ná þeirri yngri með mér upp og fór frá til að ná í hina stakk hún af og fór niður,“ segir Sophia og leggur áherslu á að telpurnar þori ekkert að gera nema faðir þeirra leggi blessun sína yfir það. Þær setji upp heilu leikþættina til að leiða honum fyrir sjónir að þær vilji ekki fara með henni. Gat ekki meir Þrefið um hvort telpurnar mættu fara upp á hótelherbergi með móður sinni varði á fjórðu klukkustund. „Að lokum ræddum við saman í einrómi og hann féllst á að ég fengi að fara með þær upp með því skilyrði að ég afhenti vegabréfið mitt og enginn annar kæmi nærri okkur. Mér tókst líka að fá hann til að samþykkja að Sophia í hópi skólasystkina Rúnu, yngri dóttur sinnar. Meðan Sop- hia er í Tyrklandi er systrunum ekki hleypt í skólann. ég fengi að baða þær og gefa þejrn að borða _mat sem ég hafði komið með frá íslandi og vissi að þéim þætti góður,“ segir Sophia og bætir við að áður en mæðgurnar hafi far- ið inn í herbergið hafi hann rannsak- að það nákvæmlega, opnað ferða- tösku og fundið þar grein um telp- urnar sem hún hefði ætlað að sýna þeim. Við það hafi hann orðið enn æstari í skapi. Faðir telpnanna ónáðaði mæðg- urnar stöðugt og um kl. 17 var ákveðið að fara með eldri telpuna í rannsókn á næsta sjúkrahús enda kenndi hún til vegna þvagfærasýk- ingar sem hún hefur fengið. „Hann hafði lofað að haga sér vel en sví- virti mig stanslaust, bannaði stelp- unum að snerta mig og horfa á mig,“ segir Sophia. „Eftir um það bil klukkutíma gafst ég svo upp og ákvað að treysta á að hann biði eft- ir lækninum. Ég gat ekki meir og var að því komin að brotna niður,“ segir hún en seinna komst Sophia að því að faðir telpnanna hafði ekki beðið með þær hjá lækninum. Sophia vill koma á framfærið kæru þakklæti fyrir stuðning utan- ríkisráðuneytsins og Flugleiða. „Sér- staklega vil ég þakka áhöfn Flug- leiða í hvert skipti sem ég hef farið út. Hún hefur sýnt mér einstaka hlýju og hvatt mig áfram," segir Sophia. Hún biður fólk enn um peningaaðstoð því alltaf sé erfitt að ná endum saman og komast í hvetja ferð. Söfnunarreikningur Sophiu er nr. 16005 í Grensásútibúi Landsbank- ans. Ríkisskattanefnd úrskurðar í kvótamáli: Stenst ekki lög að eignfæra keyptan aflakvóta í bókhaldi Fyrirtækjum ber að skrá keyptan langtímakvóta sem rekstrarkostnað RÍKISSKATTANEFND hefur kveðið upp úrskurð sinn í fyrsta kvótamálinu sem kært var til nefndarinnar af umbjóðanda útgerð- arfyrirtækis á Vestfjörðum í febrúar 1991. Ríkisskattanefnd kemst að þeirri niðurstöðu að það standist ekki lög að eignfæra keyptan aflakvóta í bókhaldi heldur beri fyrirtækjum að skrá slíkan kvóta sem rekstrarkostnað og gjaldfæra hann allan á því ári sem hann er keyptur. Á sama hátt ber söluaðilum slíks kvóta að tekjufæra hann allan á því ári sem kvótinn er seldur. Með úrskurði sínum hefur ríkis- skattanefnd hafnað því að keyptur langtímakvóti sé eign í skilningi skattalaganna. Það hefur hinsvegar ávallt verið skilningur ríkisskatt- stjóra að þennan kvóta beri að með- höndla sem eign í bókhaldi og af- skrifa hann á sama hátt og skip eru afskrifuð. Málavextir þessa máls eru þeir að þann 25. júní 1990 móttók skatt- stjóri útfyllt skattaframtal kæranda. í framhaldi af því sendi hann kær- anda bréf þar sem hann fór fram á útskýringar á gjaldaliðnum „kvóta- kaup“ í rekstrarreikningi fyrir árið 1989, en þar höfðu kaupin ýerið færð sem rekstrarkostnaður. Jafn- framt vísaði skattstjóri til verklags- reglna ríkisskattstjóra þar sem segir að ... „varðandi skattalega meðferð kaupa á aflakvóta ber að eignfæra og fyrna hann með 8% eða sömu fyrningarprósentu og vegna skips og skipsbúnaðar..." Umboðsmaður kæranda svaraði þessu bréfí með bréfí dagsettu 7. desember þar sem segir að ekki verði séð að verklagsreglur ríkisskattstjóra hafí neina stoð í lögum um tekju- og eignaskatt. „Þar er ekkert getið um hvernig eða hvort beri að eign- færa kvóta eða veiðiréttindi né hvernig afskriftum skuli hátta,“ seg- ir í bréfinu. „Utgerðarfélag sem keypt hefur kvóta hefur enga trygg- ingu fyrir því að ná óveiddum fiski úr sjó. Getur þar margt komið tij, almennur aflabrestur, aðgerðir stjómvalda sem takamarka sókn og veiði ákveðinna tegunda. Með tilliti til þess sem að framan er ritað fellst umbjóðandi okkar ekki á að eignfæra og afskrifa aflakvóta." Að svo komnu máli kvað skatt- stjóri upp kæruúrskurð í málinu og fylgdi honum skattbreytingarseðill dagsettur 18. janúar 1991. Með þess- um úrskurði var gerð lækkun á gjald- færslu á kvótakaupunum og hann eignfærður og fyrndur um 8%. Þess- um úrskurði var síðan skotið til ríkis- skattanefndar og þess krafíst að eignfærslan skyldi felld úr gildi . Eignfærsla samrýmist ekki lögum um stjórn fiskveiða í greinargerð sem umboðsmaður kæranda sendi ríkisskattanefnd segir m.a. að eignfærsla kvótans samrým- ist ekki 1. gr. laga um stjórn fisk- veiða þar sem segir í upphafi: „Fiski- stofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Síðan segir í greinargerðinni: „I öðru lagi er aflakvóti ekki eign sem keypt er í eitt skipti fyrir öll, heldur er hér um að ræða viss réttindi sem í reynd eru veitt til eins árs í senn og fer það síðan eftir ástandi fiski- stofna og ákvörðun stjórnvalda hveiju sinni hvort kvóti ársins verður óbreyttur miðað við fyrra ár eða hvort hann er skertur meir eða minna í þriðja lagi skal bent á að í þágild- andi lögum um stjórn fískveiða fylg- ir tiflakvóti í sumum tilfellum ekki með að fullu við sölu skipa. Skerðing verður því á aflaréttindum á söluári og hugsanlega við úthlutun aflakvóta næstu ára ... I fjórða lagi fellur niður úthlutaður aflakvóti ársins sem ekki tekst að veiða þ.e. ekki er hægt að geyma hann eða flytja til næsta árs. í fimmta lagi er framsalsréttur aflakvóta mjög takmarkaður. Grundvöllur ríkisskattstjóra í kröfugerð sem ríkisskattstjóri lagði fyrir ríkisskattanefnd í máli þessu er m.a. að fínna rökstuðning fyrir niðurstöðu skattstjóra við breyt- ingar á framtali kæranda. Þar segir að niðurstaða skattstjóra sé byggð á sömu sjónarmiðum og ríkisskattstjóri leggur til grundvallar. Síðan segir ríkisskattstjóri: „Hér á landi hafa átt sér stað miklar umræður um við- skipti með skip og aflakvóta. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um meðferð aflakvóta í bókhaldi og skattskilum aðila. Ljóst er að verðmæti skipa við kaup á sölu er að miklu leyti háð veiðiheimild eða aflakvóta þeim fylgj- andi.“ í rökstuðningi ríkisskattstjóra seg- ir: „Ljóst er að þegar fískveiðikvóti er keyptur til frambúðar kemur fram verðmætamat á honum. Þetta mat á verðmætum eða þessi réttindi telur ríkisskattstjóri að beri að eignfæra. Réttindi þessi eru óumdeilanlega tengd þeim skipum sem þau varða, þykir beinast Iiggja við að afskifa þau með sama fýrningarhlutfaili og skip. Ríkisskattstjóri tekur þá af- stöðu að hér sé um að ræða réttindi tengd ákveðinni óvissu er varðar breytingu á lögum um fiskveiðiheim- ildir ... Þá má nefna almenna áhættu varðandi stærð fískistofna, veiddan afla o.s.frv. Réttindi þessi eru það nátengd skipum og nánast hluti af verðmæti skipanna að sé litið til ákvæða skattalaga kemur vart annað fyrningarhlutfall til greina en það sem skipin eru háð. Þá er rétt að taka fram að þannig hefur skattframkvæmdin í raun ver- ið. Almennt hefur eigi verið greint á milli kvóta og skips í reiknings- og framtalsskilum. Á undanförnum árum hefur verðmæti aflakvóta verið afskrifað með sama fyrningarhlut- falli og skip þau sem hann varðaði." í máli sínu vitnar ríkisskattstjóri síðan til álits sem kom fram í grein- argerð Lagastofnunar Háskóla Is- lands til sjávarútvegsnefndar Alþing- is 1. maí 1990 og telur að þar styðji Lagastofnun í.raun meginröksemdir sem liggja að baki niðurstöðu hans. Vitnar hann þar til VII. kafla grein- argerðarinnar en þar segir m.a.: „Atvinnuréttindi teljast eign og njóta vemdar 67. greinar stjórnarskrárinn- ar. Sú vernd er þó takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Atvinnuréttindi þau sem menn hafa helgað sér á sviði fískveiða eru eign- arréttindi..." Skriflegnr málflutningnr Á fundi sínum 12. nóvember 1991 ákvað ríkisskattanefnd að fram skyldi fara skriflegur inálflutningur í þessu máli og kæranda veittur frest- ur til að skila sókn sinni í málinu og síðan lagði ríkisskattstjóri fram framhaldskröfugerð. í málflutningi kæranda kemur m.a. fram að „keyptur aflakvóti hvort sem hann er til eins árs eða lengri tíma er gjald til öflunar tekna og því rekstrarkostnaður samkvæmt 1. tölulið 31. gr. laga 75/1981 (lög um tekju- og eignaskatt. innsk. blm.) með síðari tíma breytingum. Það atriði að réttindi vegna aflakvóta geta varað í mörg ár skiptir hér ekki máli af þremur ástæðum. Fyrsta ástæðan er sú að skattalög kveða ekki beint á um hvemig skuli fara með aflakvóta. Önnur ástæðan er sú að í skattalegu tilliti getur ekki stað- ist að færa hlut eða réttindi til eign- ar og afskrifa án þess að hafa stjórnarskrárvarinn eignarétt til hlutarins eða réttindanna. Þriðja ástæðan er sú óvissa sem ríkir um notkun réttindanna vegna skerðingar samkvæmt lögum og ýmissa ytri aðstæðna s.s. ástands fiskistofna o.fl.“ í framhaldskröfugerð sinni fjallar ríkisskattstjóri um þennan skilning kæranda á fyrrgreindum lögum og segir m.a.: „Á þetta fellst ríkisskatt- stjóri ekki nema að því leyti sem um fyrningu ársins er að ræða. í töluliðn- um er ekki að fínna heimild sem gæti tekið til gjaldfærslu á kaup- verði kvóta á einu ári. Kvótinn er í eðli sínu eign til lengri tíma. Kaup- verði hans er því ekki ætlað á árinu til að afla tekna, tryggja þær og halda við. Öflun kvóta varðar tekjur fleiri ára en þess sem hann er keypt- ur á. Umboðsmaður kæranda kveður skattalögin ekki kveða beint á um hvort eða hvernig færa skuli kvóta til eignar. Af þessu tilefni skal tekið fram að gildandi lög um tekjuskatt og eignaskatt nr. 75/1981 kveða ekki á með orðum um hvemig skuli fara með þessi verðmæti. Af lögun- um verður þó ráðin viss stefna og fastákveðin regla sem gildir um þær eignir sem unnt er að meta til peningaverðs. 73. grein laganna hljóðar svo: „Til skattskyldra eigna skal telja allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur verðmæt eignar- réttindi, með þeim takmörkunum sem um ræðir í 75. gr., og skiptir ekki máli hvort eignimar gefa af sér arð eða ekki.“ Lögin byggja þannig á mjög rúmu eignarhugtaki. Tilvitnuð 75. gr. telur hinsvegar upp með tæmandi hætti það sem ekki telst eign í skilningi laganna. Aflakvóta er með engu móti hægt að fella undir ákvæði 75. gr. en á hann er unnt að leggja mat.“ Niðurstaða ríkisskattanefndar I niðurstöðum ríkisskattanefndar segir m.a.: „Málflutning aðila verður að skilja svo að þá greini eingöngu á um meðferð á kaupum svokallaðra varanlegra veiðiheimilda f skattskil- um kærenda vegna gjaldársins 1990. Um veiðiheimildir þessar er fjallað í lögum nr. 3/1988 um stjórn fiskveiða ... en með þeim hafa þar til bærir handhafar ríkisvaldsins sett reglur um meðferð og nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Eigi er til að dreifa sérstökum lagareglum um það hvernig með viðskipti um veiðiheim- ildir þessar eigi að fara í skattskilum Svo sem ágreiningsefnið horfir við ríkisskattanefnd þykir með hliðsjón af almennum lagarökum og lagavið- horfum eðlilegast að telja kæranda hafa verið heimilt í skattskilum sín- um að gjaldfæra kaupverð umræddra veiðiheimilda sem rekstrarkostnað samkvæmt ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt, á kaupári þeirra m.a. með hliðsjón af eðli þeirra, að engum sérstökum ákvæðum er til að dreifa um meðferð veiðiheimildanna í skatt- skilum svo og að ekki er hægt að henda reiður á neinu afmörkuðu tímabili til gjaldfærslu eins og fyrir- komulagi er háttað á þessu sviði sbr. lög nr. 38/1990 um stjórn físk- veiða er ekki kveða á um neitt af- markað heildartímabil veiðiheimilda. Á þessum forsendum er fallist á að- alkröfu kæranda í máli þessu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.