Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
21
Ráðstefna um ríkisfjár-
mál haldin á morg’un
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður, Skattanefnd Sjálfstæðisflokksins
og Samband ungra sjálfstæðismanna efna til ráðstefnu um ríkisfjár-
mál á Hótel íslandi á laugardag. Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, kynnir fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og að því loknu
munu hin ýmsu atriði hennar reifuð í framsöguerindum sjö annarra
ræðumanna.
„Markmið ráðstefnunnar er að
draga upp mynd af heildarútlínum
í ríkisfjármálum,“ sagði Ólafur Örn
Klemensson, ráðstefnustjóri og for-
maður Varðar, í samtali við Morg-
unblaðið. Hann kvað umræðurnar
í meginatriðum skiptast í tvennt,
annars vegar um tekjuhlið og hins
vegar um gjaldahlið ríkisfjármála.
I umræðum um tekjuhliðina mun
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
Félags íslenskra iðnrekenda, ræða
um og rekja efni nýframlagðra
draga að frumvarpi um skattlagn-
ingu fjármagnstekna. Að því loknu
mun Einar Hálfdánarson, löggiltur
endurskoðandi, ræða um bætta
skattheimtu. „Þetta er mál sem
hefur verið á vörum manna í ára-
tugi en virðist lítill gaumur hafa
verið gefinn þegar til kastanna
kemur. Raunar virðist það aðeins
vera í fjármálaráðherratíð Sjálf-
stæðisflokksins sem átak hefur ver-
ið gert í þessum málum,“ sagði
Ólafur. Hann lagði áherslu á að nú
hafi fjármálaráðherra uppi miklar
ráðagerðir um bætta skattheimtu,
og því hafi þótt rétt að taka þetta
til umræðu sem sérstakan mála-
flokk.
Einnig verður rætt um tekjuöflun
með sölu ríkiseigna, en í áætlun
ríkisstjórnarinnar fyrir þetta ár
sagði Ólafur að áætlað væri að afla
um eins milljarðs króna með því
móti. „Það ■virðast því miður vera
einhveijir erfiðleikar í sambandi við
þetta markmið. Til dæmis náðu lög
um sölu Sements- og Síldarverk-
smiðjanna ekki fram á þessu þingi.
Það sama á við um bankana — að
breyta Landsbankanum og Búnað-
arbankanum í hlutafélög er auðvit-
að forsenda þess að hægt sé að
selja þá,“ sagði Ólafur Örn. „Það
sem ekki skiptir minna máli, er að
sala ýmissa fyrirtækja sparar ríkinu
ótrúlegar íjárhæðir á hveiju ári.
Framlag ríkisins til Ríkisskipa og
Álafoss, til dæmis, hafa verið um
fimm milljarðar króna á síðustu tíu
árum,“ sagði hann.
Um gjaldahliðina að öðru leyti
mun Benedikt Jóhannesson, töl-
fræðingur, ræða um launakerfi rík-
isins og starfsmannahald, og einnig
mun Þórleifur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands iðn-
aðarmanna, fjalla um útboð og hag-
ræðingarmál.
Mikilvægi hallalausra fjárlaga er
yfirskrift erindis Steingríms Ara
Arasonar, hagfræðings. Að sögn
Ólafs Arnar mun hér verða fjallað
um málið frá almennu, hagfræði-
legu sjónarmiði. Undir lok ráðstefn-
unnar mun Geir H. Haarde, alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins, flytja
samantekt og helstu niðurstöður
ræðumanna.
Ráðstefnan er öllum opin, og
hefst hún á laugardag klukkan
12.00 með hádegisverði í norðursal
Hótels íslands og lýkur eigi síðar
en kl. 16.30. Að ráðstefnunni lok-
inni verður boðið til síðdegismót-
töku í Valhöll.
AÐALFUNDUR
Vinnuveitendasambands íslands
verður haldinn ídag, föstudaginn 22. maí
1992, f Súlnasal Hótels Sögu.
Dagskrá:
Kl. 12.00 Fundarsetning.
Kl. 12.15 Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta.
Kl. 13.15 Ræða formanns VSÍ,
Einars Odds Kristjánssonar.
Ræða fjármálaráðherra,
Friðriks Sophussonar.
Kl. 14.00 Búum betur - bætum hag
Lífeyriskerfi á vegamótum.
6 sjóðir eða 66?
Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ.
Hvað sparast við sameiningu
sveitarfélaga?
Sigfús Jónsson,
framkvæmdastjóri Nýsis hf.
Hagræðing í hagsmunagæslu?
Gunnar Svavarsson, formaður FÍI.
Fyrirspurnir - umræður.
Kl. 15.30 Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið
starfsár og önnur aðalfundarstörf.
Kl. 16.30 Ályktun aðalfundar.
Kl. 17.00 Fundarslit.
Einar O. Kristjánsson
Friðrik Sophusson
Þórarinn V. Þórarinsson
Sigfús Jónsson
Gunnar Svavarsson
Peugeot 106 ber höfundum sínum fagurt vitni,
listasmiðunum sem lögðu alla hæfileika sfna,
metnað og hugvit í að gera þennan glæsilega
bíl sem fullkomnastan.
Hnitmiðuð hönnun gerir Peugeot 106
lipran, lifandi og rúmgóðan borgarbíl.
íslendingar gera þá kröfu til bíla að þeir standist
erfiða prófraun á misjöfnum vegum. Meistara-
smiðir Peugeot höfðu að leiðarljósi að finna
sem næst fullkomið samræmi milli stærðar
hans og þyngdar og þess hversu kraftmikill
bíllinn er. Niðurstaðan er sú að Peugeot 106
hefur reynst afbragðs vel úti á vegum og með
eindæmum sparneytinn. Peugeot 106 er ekki
stór bíll, en hann hefur marga stóra kosti.
Verð frá 672.500 kr.
Í3
JÖFUR
NÝBÝLAVEGI 2 - SÍMI 42600
N
A