Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Bandaríkin: Reuter Hreingerningar í Moldovu Bardagar hafa geisað að undanförnu á milli Moldova og aðskilnaðar- sinna í Dnestr-héraði í Moldovu. Mikið eignatjón hefur orðið vegna átakanna eins og sjá má á myndinni, sem var tekin af konu er hún reyndi að hreinsa húsið sitt eftir að það hafði orðið fyrir sprengju. Bush reynir að bera blak af Dan Quayle Ummæli varaforsetans um vinsælan sjónvarpsþátt valda hneykslan Los Angeles. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti reyndi í gær að bera i bæti- fláka fyrir varaforsetann, Dan Quayle, sem valdið hefur hneykslan með því að setja út á vinsælan sjónvarpsþátt og setja ofan í við kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood. Quayle sagði að kvikmyndaiðn- aðurinn væri ekki í takt við tímann og gæfi ekki rétta mynd af banda- rísku þjóðlífi. Sagðist hann ekki gefa mikið fyrir siðferðisboðskap Murphy Brown-sjónvarpsþáttanna þar sem aðalpersónan eignast lausaleiksbarn. „Þeim í Hollywood finnst það sætt að sveipa hið ólögmæta töfra- ijóma. Þeir eru ekki í takt við raun- veruleikann, dvelja í öðrum heimi. Þeir ættu að vera með mér hér úti á götunum að ræða við börnin um framtíðina, um nauðsyn menntun- ar, tala við foreldrana. Þá kæmust þeir í kynni við raunveruleikann," sagði Quayle. Hann heimsótti í gær m bamaskóla í hverfum sem urðu hvað verst úti í óeirðunum í Los Angeles um síðustu mánaða- mót og ræddi þar við nemendur og foreldra þeirra. Ummæli vara- Quayle forsetans ollu hneykslan og þau komu Bush for- seta í opna skjöldu. Ekki tók betra við þegar hann sagðist ósammála Marlin Fitzwater, talsmanni Bush, sem sendi út fréttatilkynningu til þess að bjarga andliti forsetans. Þar sagði að 'aðalpersóna Murphy Brown-þáttanna sýndi gott for- dæmi með því að ákveða að eiga barnið. Þættirnir endurspegluðu því andúð á fóstureyðingum sem væri fagnaðarefni. Varaforsetinn hafði því komið sér og forsetanum í klípu og kom Bush honum að nokkru leyti til vamar. Spenna eykst í Nakhítsjevan: Hersveitír í viðbragðsstöðu við tyrknesku landamærin Bakú. Reuter. LANDAMÆRASVEITIR Sam- veldis sjálfstæðra ríkja hafa ver- ið settar í viðbragðsstöðu nærri tyrknesku landamærunum eftir næturbardaga azerskra og arm- enskra hersveita i nágrenni Nak- hítsjevans í Azerbajdzhan. Tyrk- neskar hersveitir eru einnig í viðbragðsstöðu í gi'ennd við land- amærin og hefur Turgut Ozal Tyrklandsforseti óbeint hvatt til þess að þær fari inn í héraðið til varnar azersku bræðraþjóðinni sem hann segir sæta yfirgangi af hálfu Armena. Armenskar sveitir héldu uppi árásum næturlangt á stöðvar Azera í Nakhítsjevan af fjöllum umhverfis héraðið sem teygir sig inn á milli Armeníu og Tyrklands. Stóðu bar- dagar fram í morgunsárið í gær og hófust síðan aftur síðdegis eftir nokkurra klukkustunda hlé. Sveitir Azera í borginni Sadarek, sem er Bangkok: Ekkert lát á mótmælum Bangkok. Reuter. ÞÚSUNDIR stjórnarandstæð- inga settu á svið útför í Bangkok í Tælandi i gær til þess að minn- ast þeirra sem biðu bana er stjórnarherinn reyndi að brjóta á bak aftur mótmæli gegn Suc- hinda Kraprayoon forsætisráð- herra. Af opinberri hálfu hefur verið sagt að 40 manns hefðu beðið bana í skothríð stjómarhersins á mótmælendur fyrr í vikunni en blöð i Bangkok segja að miklu fleiri hefðu fallið. Mótmælendur báru svarta fána og lögðu blómsveiga að minnis- varða um lýðræðið í miðborg Bang- kok í gær. Forsprakkar þeirra sögðust ætla að halda mótmælað- gerðum áfram og ekki linna látum fyrr en Suchinda hershöfðingi segði af sér embætti forsætisráð- herra. 1 fyrrakvöld komu Suchinda og Chamiong Srimuang leiðtogi stjórnarandstöðunnar fram í sjón- varpi ásamt Bhumibol Adulyadej konungi og hvöttu landsmenn til að sýna stillingu. Bhumibol skoraði á Suchinda og Chamling að finna málamiðlunarlausn er leitt gæti til friðar en andstæðingar forsætis- ráðherrans sögðust í gær ekki sætta sig við neitt minna en hann færi frá. 1 I Hann sagðist taka undir það með Quayle að hrun kjamafjölskyldunn- ar hefði alvarlegar og slæmar af- leiðingar fyrir bandarískt þjóðfélag. Fjöjskyldan væri máttarstólpi sam- félagsins og því væm þverrandi fjöl- skyldubönd alvarlegt áhyggjuefni. Með minnkandi stöðugleika, dvín- andi ástúð foreldra og skertri ábyrgðartilfinningu feðra dvínuðu vonir barna um öragga framtíð. Bush vildi þó augsýnilega ekki gera lítið úr Murphy Brown-þáttunum er hann sagðist viðurkenna að það væri ekki alltaf sjálfgefið að foreldr- ar stofnuðu heimili saman. nokkrum kílómetram frá tyrknesku landamærunum, svöruðu skothríð- inni. Þær eru fámennar og aðeins búnar léttum vopnum en armensku sveitirnar hafa yfir stórskotavopn- um að ráða. í gærmorgun var talið að helmingur allra mannvirkja í Sadarek, sem er 14.000 manna bær, hefði eyðilagst í átökunum sem staðið hafa yfir linnulítið frá því á mánudag. Armenar kenna Azerum um átökin og halda því fram að engar armenskar sveitir séu í Nakhítsjev- an. Levon Ter-Petrosjan Armeníu- forseti sakaði Tyrki á miðvikudag um að kynda undir átök í héraðinu. Tyrkir telja sig hafa skyldum að gegna gagnvart bræðraþjóð sinni í Azerbajdzhan og hefur Turgut Ozal forseti Tyrklands sagt að senda ætti tyrkneskar hersveitir þangað strax. Næstkomandi mánudag fer Suleyman Demirel, forsætisráð- herra Tyrklands, í tveggja daga opinbera heimsókn til Moskvu og ræðir meðal annars við Borís Jelts- ín Rússlandsforseta um deilur Arm- ena og Azera. Hermt er að hann hyggist reyna fá Rússa til að taka afstöðu gegn Armenum í deilunum um héraðið Nagorno-Karbakh í Azerbajdzhan, sem þeir hafa her- tekið, og Nakhítsjevan. Serbar fall- ast á að leysa gísla úr haldi Belgrað. Reuter. SERBNESKIR skæruliðar hafa fallist á að frelsa yfir 6.000 bosníska flóttamenn sem þeir hafa haldið í gísl- ingu, aðallega konur og börn, gegn því að fjórum herdeild- um júgóslavneska hersins verði tryggð undankoma frá Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Þeir kröfðust þess einnig að fá afhent lík ættingja sinna og vina sem hafa fallið í borginni í átökum múslima og serba. Júgóslavneski her- inn stöðvaði brottflutning sinn frá Króatíu vegna árása Króata. Serbneskir skæruliðar höfðu verið sakaðir um að nýta neyð hjálparlausra borgara sér til framdráttar í stríðinu. Útvarpið í Sarajevo sagði að dregið hefði úr bardögum í borginni en þó skutu Serbar eldflaug á Zetra-íþróttaleik- vanginn þar sem vetrarólymp- íuleikarnir fóra fram 1984. Útvarpið í Belgrad greindi frá því í gær að brottflutningur júgóslavneska hersins frá austurhluta Króatíu, sem samið hafði verið um með milligöngu Sameinuðu þjóðanna, hefði ver- ið stöðvaður vegna árása króa- tísks herliðs. í yfirlýsingu frá júgóslavneska hernum sagði að þess væri vænst að Sameinuðu þjóðirnar gripu til viðeigandi ráðstafana svo hægt yrði að flytja hermennina á brott, en austurhluti Króatíu er eitt af þremur svæðum í fyrrum sam- bandsríkjum Júgóslavíu þar sem friðargæslulið SÞ er stað- sett. Sviss: Meirihluti með EB-aðild Reuter Orþreyttur tælenskur stjórnarandstæðingur hvílir sig við Ramkam- haeng-háskóla í Bangkok, þar sem efnt hefur verið til mótmæla undanfarna tvo daga. Zurich. Reuter. UM 61% Svisslendinga eru hlynnt aðild að Evrópubandalaginu (EB), samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var daginn eftir að svissneska stjórnin ákvað að sækja um inngöngu í bandalagið. Samþykkja verður inngöngu Sviss í Evrópubandaiagið í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu verður borin undir þjóðaratkvæði í desem- ber. 68 af hundraði sögðust myndu greiða atkvæði með Evrópska efna- hagssvæðinu ef atkvæðagreiðslan færi fram nú. Samkvæmt skoðanakönnuninni eru aðeins 27 af hundraði Svisslend- inga andvígir aðild að Evrópuband- alaginu og 12% óákveðnir. Fyrri kannanir bentu til þess að andstæð- ingar og fylgismenn aðildar væru um það bil jafn margir, en um 20 af hundraði óákveðnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.