Morgunblaðið - 22.05.1992, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
34
Minning:
Þorbjörn Eyjólfsson
Fæddur 6. apríl 1909
Dáinn 15. maí 1992
Mig langar að minnast afa míns
Þorbjörns Eyjólfssonar, fyrrverandi
verkstjóra frá Hafnarfirði. Mér brá
þegar mamma kom til mín á
fimmtudaginn var og sagði að það
hefði verið hringt frá Islandi og
sagði að hann afí væri orðinn með-
vitundarlaus og þetta myndi ske
innan sólarhrings þó svo að ég vissi
hvað væri framundan hjá honum.
Hann lést aðfaranótt 15. maí. Afi
yar giftur Halldóru Jóhannsdóttur,
hún lést fyrir tveimur árum. Afi
minn var mjög mikill sögumaður
það var ótrúlegt hvað hann vissi
innanlands. Eitt sinn buðu þau mér
með og það var farin hringvegurinn
og veðrið var ótrúlega gott og
stoppað nokkra daga á hveijum
stað. Það sem afí gat sagt um alla
þá staði sem við skoðuðum. Afi og
amma reyndust mér mjög vel á
uppvaxtarárunum, alltaf komu þau
strax ef maður kallaði, við barna-
bömin vorum þeim allt. Ég og mín-
ar dætur, Jóhanna og Kristjana,
áttum yndislega sex mánuði með
honum og fórum þrem vikum fyrir
kallið, en nú á ég góðar minningar
frá honum afa mínum. Allir þeir
bíltúrar sem við fórum í, vildi hann
alltaf fara til Hafnarfjarðar og sýna
sínum langafabömum Einarsbúð
við Strandgötuna, það var hans líf
og yndi.
Ég þakka elsku afa fyrir allt það
sem hann gerði fyrir mig og mínar
dætur. Ég hugsa til hans þegar
útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni
í_ Hafnarfirði föstudaginn 22. maí.
Ég vil þakka öllu starfsfólki á
hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir frá-
bæra umönnun á afa mínum sér-
staklega starfsfólki 4. hæðar.
Hvíli elsku afí okkar í friði.
Lovísa, Jóhanna
og Kristjana.
Vinur minn - Þorbjörn Eyjólfs-
son verkstjóri, er látinn. Erfiðum
kafla lífsbaráttunnar er lokið og ég
veit að hann þakkar hvíldina. Með
Þorbimi er genginn Hafnfirðingur
sem um áratugaskeið setti mjög
svip sinn á allt bæjarh'f í Hafnar-
firði og var einn af þátttakendum
í mikilli uppbyggingu atvinnulífsins.
Þorbjöm Eyjólfsson fæddist í
Hafnarfírði 6. apríl 1909. í föður-
ætt var hann kominn úr Selvogun-
um. Faðir hans var Eyjólfur Þor-
bjarnarson, hreppstjóra og útvegs-
bónda Guðmundssonar, en Eyjólfur
var fyrsti organistinn í hinni kunnu
Strandakirkju. Móðir Þorbjörns,
Vilborg Eiríksdóttir, var ættuð frá
Setbergi, sonardóttir hins nafn-
kunna bónda Jóns Guðmundssonar
sem þar bjó stórbúi á síðustu öld.
Fjögur vom systkini Þorbjörns,
bróðir, er dó ungur, og þrjár syst-
ur, tvær látnar, en á lífi er frú
Sólveig Eyjólfsdóttir.
Samhliða bamaskólanámi hóf
Þorbjörn tæpra 10 ára gamall störf
hjá Éinari Þorgilssyni, kaupmanni
og útgerðarmanni, og má segja að
þá þegar hafi starfsvettvangur Þor-
björns verið ákveðinn. Snúninga-
störf í verslun Einars var upphafíð,
síðan var haldið upp á reit. Þegar
Þorbjöm hugðist fara til sjós 1930
stöðvaði Einar það og fól honum
verkstjóm í fyrirtæki sínu aðeins
21 árs gömlum. Hvort tveggja var
að aldnir verkstjórar hjá Einari létu
af störfum og fyrirtæki Einars var
orðið mjög umfangsmikið og þurfti
því örugga og trausta verkstjórn
og í huga Einars kom þar enginn
til greina nema Þorbjörn. Verk-
stjórastarfínu gegndi hann síðan til
ársins 1966 að hann kaus að breyta
til og hóf þá störf hjá Eimskipafé-
lagi íslands.
Á því er enginn vafi að Þorbjörn
Eyjólfsson var einn af færustu og
bestu verkstjórunum í Hafnarfirði
og vora þeir þar margir góðir og
rómaðir víða. Hann kunni afar vel
til verka, enda hafði hann frá því
hann var drengur nýtt sér frábæra
kennslu húsbónda síns og forvera
sinna í starfí, þeirra mætu verk-
stjóra Hannesar Jóhannssonar og
Elíasar Halldórssonar. Hafði hann
einnig mjög gott lag á starfsfólki
sínu, sem sóttist eftir vinnu hjá
honum og því ætíð afbragðs starfs-
fólk hjá Einari Þorgilssyni. Af-
greiðslu fiskiskipanna var viðbrugð-
ið. Nákvæmni og reglusemi með
slíkum hætti að aðrir útgerðarmenn
og starfsfélagar Ieituðu gjarnan til
hans þegar þeir áttu við erfíðleika
að etja. Fiskframleiðslan var til
mikillar fyrirmyndar hjá Þorbirni.
Hann hafði vanist því að skila vör-
unni þannig að óskað yrði eftir
áframhaldandi viðskiptum.
Fyrirtæki Einars Þorgilssonar óx
og dafnaði. Það var ekki aðeins
togaraútgerð og saltfískvinnsla
heldur einnig síldarútgerð og síðar
vélbátaútgerð. Það skipti engu
máli fyrir Þorbjöm. Hann brá sér
í síldina norður á Djúpavík þegar
þess þurfti með eða hvert á land
annað þar sem togarar eða vélbátar
fyrirtækisins komu að landi.
Verkstjórastarfið gaf Þorbirni
tækifæri til að nýta hugvit sitt til
þróunar tæknibúnaðar fyrir útgerð-
ina og fiskvinnsluna og það gerði
hann. Fiskþurrkunarhús það sem
Einar Þorgilsson byggði 1930 var
sérstaklega rómað fyrir nýtískuleg
vinnubrögð, sem Þorbjörn innleiddi.
Uppfyllir þetta hús flestar þær kröf-
ur sem gerðar era til slíkra húsa í
dag. Þeir Þorbjörn, Haraldur Krist-
jánsson verkstjóri og Jóhann Ól.
Jónsson vélstjóri í Vélsmiðju Hafn-
arfjarðar, hönnuðu og smíðuðu sér-
staka þvottavél til að þrífa lestar-
borð úr fískiskipum og í samstarfi
við ungan vélvirkja, Snæbjörn
Bjarnason, hönnuðu þeir og smíð-
uðu fyrstu fiskiþvottavélina sem
notuð var hér á landi.
Tími til félagsstarfa var einnig
hjá vini mínum Þorbirni. Verkstjór-
afélagið var hans vettvangur, þar
sem hann var kjörinn heiðursfélagi.
Slysavamafélag íslands átti hauk í
horni þar sem Þorbjörn var. Áhugi
Þorbjörns á bæjarmálefnum og
þjóðmálum var mjög mikill og not-
aði hann hvert tækifæri sem gafst
til þess að leggja stefnu Sjálfstæðis-
manna lið. Honum var ljóst og
studdist hann þar við reynslu sína
að frelsi einstaklingsins til orðs og
athafna er það sem tryggir best
*
Selma Olafsson
Grönvold — Minning
Fædd 30. janúar 1903
Dáin 12. maí 1992
Þá hefur hún frænka mín blessuð
kvatt þennan heim, lokið sinni ævi-
göngu sem hófst í litlu sjávarþorpi
norður við íshaf og endaði í millj-
ónaborg í Ameríku.
Selma Grönvold var dóttir hjón-
anna Karls Gustafs Grönvold út-
gerðarmanns á Siglufirði og Vil-
borgar Grönvold. Hún var yngst
systkina sinna, en þau vora Okta-
vía, Polly og Kvöldúlfur Grönvold.
Er Selma var mjög ung, féll faðir
hennar frá og móðirin flutti með
bömin til Akureyrar, þar sem þau
bjuggu í nokkur ár, en síðan flutti
Vilborg með yngri bömin til Reykja-
víkur, líklega um 1913-14 og þá
inn á heimili elstu dóttur sinnar sem
hafði stofnað heimili í Miðstræti 7.
Selma gekk svo hina venjulegu leið
í barnaskóla og síðan sat hún einn
vetur í Kvennaskólanum i Reykja-
vík en um 1920 ákveður hún að
leita á fjarlægari mið, hyggst læra
enska tungu og fær far með gufu-
skipi til Danmerkur og síðan áfram
vestur til Ameríku þar sem hún
ætlaði að vera sumarlangt í vist í
New York.
Um haustið fannst Selmu hins
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vid öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
vegar ekki fýsilegt að snúa heim,
vildi vera fijáls og dvaldi því áfram
á heimsborginni við ýmis störf, sem
oft voru illa launuð og vinnudagarn-
ir langir, en hún var ung og staðráð-
in í að bjarga sér,'enda fékk hún
þau boð að heiman að ef hún kæmi
ekki heim, gæti hún ekki átt von á
neinum stuðningi frá fjölskyldunni.
Selma var stolt og vildi bjarga sér,
hún vann við hússtörf og barna-
pössun m.a. hjá Keetings-fjölskyld-
unni, sem alla tíð síðan hélt tryggð
við hana, og leit til með henni á
gamals aldri.
Áður en Selma hélt vestur hafði
hún kynnst ungum myndarmanni í
Reykjavík, Ragnari Ólafssyni, sem
var sonur Péturs Ólafssonar kons-
úls sem bjó í og byggði Valhöll í
Reykjavík. Ragnar fór nokkra síðar
á eftir Selmu til New York og þar
giftu þau sig og bjuggu saman uns
Ragnar dó um 1940'eftir löng veik-
indi. Selma bjó lengst af á Manhatt-
an í New York og vann fyrir sér
við afgreiðslustörf í frægum tísku-
verslunum svo sem hjá Bird and
Goodman á 57. stræti og afgreiddi
og ráðlagði m.a. frægu fólki sem
kom þar í fatainnkaup. Þótti Selma
sérlega smekkleg í vali og ráðlegg-
ingum svo hún vann sér traust og
virðingu í þessu starfí. Um 1975
var sjónin farin að daprast og þá
treysti Selma sér ekki lengur til að
gera eins og hún vildi fyrir við-
skiptavinina svo hún sagði upp og
hélt sig eftir það mest heima við í
40fm leiguíbúð sinni á 59. götu.
Þar hitti undirritaður Selmu
langömmusystur fyrst 1986. Þá var
hún löngu hætt að komast ein niður
stiga hússins og út, en fékk sendan
til sín mat einu sinni á dag. Augun
höfðu daprast svo hún gat ekki les-
ið, en er fyrrum atvinnuveitandi
hennar lést, hafði hann beðið vin
sinn að hringja daglega í mrs. Ól-
afsson og segja henni hvað væri í
sjónvarpinu og helstu fréttir úr
dagblöðunum. Þetta gerði hann
Tom Hardison öll árin sem ég þekkti
til. Selma eignaðist ekki börn og
átti enga ættingja í Ameríku, em
ýmsir sýndu henni ræktarsemi svo
sem börnin sem hún hafði passað
á þriðja áratugnum og einnig gaml-
ir viðskiptavinir, svo sem Beverly
Orgill, kona sem hefur séð um öll
hennar mál hin síðari ár og vann í
að koma Selmu á sjúkraheimili eft-
ir að hún gat ekki lengur séð um
sig sjálf.
Selma bjó ein eftir 1940 og kom
aðeins einu sinni til íslands öll þessi
ár, en það var 1946, er hún flaug
heim í boði Kvöldúlfs bróður síns
og dvaldi hér í 10 daga. Ég minnt-
ist oft á það við hana að koma
heim, en hún treysti sér ekki og
bjóst ekki við að þola ferðalagið eða
breytingarnar.
Selma Ólafsson var einstaklega
hlý og viðfelldin kona sem bar svo
sannarlega með sér að hún var ís-
lendingur, hún bar hlýjar tilfínning-
ar til Iandsins gamla og íslendinga,
hún mundi ýmislegt að heiman,
m.a. er hún smástelpa gekk með
og leiddi Matthías Jochumson skáld
á Akureyri, einnig hvað hana lang-
aði að komast alla leiðina yfir Poll-
inn þar sem reykurinn steig til him-
ins af bæjunum í Vaðlaheiðinni.
Eftir rúm 70 ár í Ameríku var ensk-
an orðin henni tamari en oft komu
íslensku orðin fram á varirnar og
við æfðum okkur stundum í gamla
málinu sem hún skildi mjög vel
ennþá. Mig langar í lokin að þakka
þessari gömlu frænku minni
ógleymanlegar samverustundir.
Hún verður jarðsett í New York í
dag.
Jón Karl Snorrason
Valgerður Benedikts-
dóttir — Kveðjuorð
Fædd 17. júlí 1943
Dáin 13. maí 1992
Valla fæddist fyrir tæpum 49
árum norður í Strandasýslu að Þorp-
um í Steingrímsfirði. Frumburður
Benedikts Þorvaldssonar frá Þorpum
og Matthiidar Guðbrandsdóttur frá
Broddanesi, sem bæði eru á lífi.
Síðan ólst hún upp á Hólmavík
ásamt systkinum sínum, Guðbrandi,
Þorvaldi, Birgi, Sigrúnu og Stein-
þóri, sá tími er mér í minningunni
bjartur.
Snemma komu í Ijós hæfileikar
hennar til hannyrða. Kommóðan
hennar varð fljótlega full af dúkum,
púðum og ýmsu sem ég kann ekki
að nefna. En ekki flíkaði hún mikið
því sem í kommóðunni var.
Leið hennar lá í Húsmæðraskól-
ann á Varmalandi þegar hún var
18 eða 19 ára og vissi ég að þar
þótti henni gott að vera og bætti
þar við djásnin í kommóðunni.
Valla eignaðist tvö börn, Matthildi
Eiríksdóttur, _sem er 25 ára, og
Pálma Frey Óskarsson, sem er 17
ára. Dótturdæturnar eru tvær og
þótti henni ákaflega vænt um þær.
Síðustu árin var Valla í sambúð
með indælis manni, Þórólfi Þorleifs-
framþróun til aukinnar hagsældar
fyrir samfélagið.
í starfi sínu naut Þorbjörn mikils
stuðnings konu sinnar, Halldóru
D. Jóhannsdóttur, sem hann kvænt-
ist 12. nóvember 1932. Reyndar
starfaði Halldóra oft með honum
hjá fyrirtækinu, en hún lést 12.
júní 1990. Einkadóttir þeirra hjóna
er Jóhanna Sigríður sem gift er
Guðmundi Guðmundssyni og börn
þeirra urðu fímm.
Þorbjöm Eyjólfsson tengdist
ungur fjölskyldu afa míns og ömmu,
Geirlaugar Sigurðardóttur og Ein-
ars Þorgilssonar. Þegar ný kynslóð
óx úr grasi héldust vináttuböndin.
Ég mun ekki hafa verið hár í lofti,
þegar fundum okkar Þorbjörns bar
fyrst saman. Hann sagði mér oft
sögur af því þegar afí minn kom
með mig og við þrír fórum eitthvað
saman. Tíminn leið og síðar fékk
ég leiðsögn Þorbjörns í starfi sem
ég hefi búið að. Ég naut vináttu
hans og ómetanlegs stuðnings alla
tíð og þegar ný kynslóð birtist var
Þorbjörn hinn sami vinur.
Ég vil að leiðarlokum þakka vini
mínum, Þorbirni Eyjólfssyni, langa
og ánægjulega samferð og allt sem
hann gerði fyrir mig. Eigendur fyr-
irtækis Einars Þorgilssonar og fjöl-
skyldur þakka honum ómetanleg
störf hans og við biðjum honum
Guðs blessunar. Fjölskyldu hans
sendum við samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen.
í dag er við kveðjum Þorbjörn
Eyjólfsson langar okkur að þakka
honum samfylgdina. Bedda hef ég
þekkt frá því ég man eftir mér.
Hann bast ungur móðurfólki mínu
sterkum böndum, og er ég rifja upp
í huga mér æskuárin mín í Sléttu-
hlíðinni, þar sem móðurfólk mitt
dvaldi á sumrin, er Beddi inní mynd-
inni.
Hann starfaði um langan aldur
við fyrirtæki Einars Þorgilssonar,
lengst af sem verkstjóri í saltfisk-
og skreiðarverkun fyrirtækisins á
Einarsreit.
Er við hjónin hófum framleiðslu
á saltfísk og skreið á Einarsreit
1987 kom Beddi oft til .okkar að
fylgjast með verkuninni og leggja
okkur góð ráð. Hann lét ekki orðin
nægja heldur gaf sér tíma til að
fara uppá hjalla með Friðbirni til
að sjá hvernig frágangurinn væri
þar og vorum við alsæl ef Beddi
hældi hausunum eða skreiðinni, því
þá vissum við að allt væri í lagi.
Hann sagði okkur margar sögur frá
fyrri tíð, lýsti hann fyrir okkur verk-
un á saltfíski í þá daga eins og það
hefði gerst í gær, svo skýrar voru
lýsingar hans.
Þrátt fyrir að veikindi vora farin
að hetja á hann kom hann alltaf
og tók ríkulegan þátt í gerð sjón-
varpsþáttar 1989, þar sem hans
sögulegi þáttur var mikils virði.
Að vera aðnjótandi þess að mað-
ur með þá þekkingu í okkar fagi
sem Beddi hafði skyldi sýna okkur
þann áhuga og vinskap í uppbygg-
ingu okkar fyrirtækis er ómetan-
legt. Ég og Friðbjöm munum minn-
ast Bedda með þakklæti og virðingu
um ókomin ár.
Við vottum íjölskyldu hans sam-
úð okkar. Blessuð sé minning Þor-
björns Eyjólfssonar.
Valgerður Sigurðardóttir.
syni, Gautlandi 11, Reykjavík, og
horfðu þau björtum augum á fram-
tíðina. I byijun þessa árs kom í ljós
að hún gekk með banvænan sjúk-
dóm, sem hún barðist við af hetju-
skap þar til yfir lauk og hún andað-
ist á Landspítalanum 13. maí sl.
Er við hjónin heimsóttum hana
fyrir páska var hún rúmliggjandi og
fórum við að dást að blúndunum á
sængunum hennar, kom í ljós að
þarna var eitt djásnið úr kommóð-
unni hennar og sagðist hún vera
búin að nota blúndurnar á fleiri en
eitt sængurver, þannig að vei entist
handavinnan hennar.
Við sendum Þórólfi, börnunum og
öllum aðstandendum inninlegar
samúðarkveðjur og biðjum guð að
vera þeim nálægur.
Megi blessun hvíla yfir minningu
hennar.
Valdi og Lauga.