Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. xMAÍ 1992
Minning:
Hermann S. Jakobs-
son frá Látrum
Fæddur 25. nóvember 1901
Dáinn 17. maí 1992
Samferðafólk okkar markar
spor sín í tilverunni á margvíslegan
hátt. Sumir fara geyst og láta fara
mikið fyrir sér, aðrir fara sér hæg-
ar. Tengdafaðir minn, Hermann
S. Jakobsson, sem við kveðjum í
dag hinztu kveðu frá Isafjarð-
arkapellu, var ekki mikið gefinn
fyrir að láta á sér bera. Hógværð-
in var ætíð í fyrirrúmi hjá honum.
Vissulega sannaðist á honum, að
það eru ekki alltaf þeir sem hæst
láta sem marka dýpstu sporin.
Hermann hafði þetta rólega yfir-
bragð, sem stundum gat virzt
hrjúft, en af hjartalagi hans og
viðmóti var enginn svikinn. Hann
var maður drengskapar og stóð
við sitt og vel það.
Hermann fæddist að Sléttu í
Sléttuhreppi og voru foreldrar hans
þau Sigríður Kristjánsdóttir og
Jakob Snorrason. Átti Hermann 5
systur og einn hálfbróður. Aðeins
misserisgamall fór Hermann í fóst-
ur til afa síns, Snorra Einarsson-
ar, og föðurbróður, Jóels Snorras-
onar, að Tungu í Fljótavík og flutt-
ist síðan með þeim feðgum að
Látrum í Aðalvík. Leit hann jafnan
á Jóel sem fóstra sinn, enda dvald-
ist hann með honum eftir að afi
hans var fallinn frá.
Lífsbaráttan var hörð í þá daga
og snemma fór Hermann að stunda
róðra í Aðalvíkinni og við Djúp. Á
Látrum í Aðalvík kynntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Maríu
Guðmundu Þorbergsdóttur frá
Eftri-Miðvík. Gengu þau í hjóna-
band þann 26. des. 1933. Bjuggu
þau að Látrum, unz fólki fór að
fækka í byggðum Sléttuhrepps og
árið 1946 fluttust þau hjón, ásamt
börnum sínum fjórum til ísafjarð-
ar. Lengst af bjuggu þau í Sund-
stræti 31, eða „niður á Bökkum“
eins og sagt var, en árið 1984
fluttu þau í íbúðir aldraðra á Hlíf.
Eftir að Hermann fluttist til ísa-
fjarðar stundaði hann í fyrstu sjó-
inn, en fór síðan í land og vann
ýmsa verkamannavinnu. Lengst
starfaði hann hjá íshúsfélagi Is-
firðinga. Hermann var hagur mað-
ur og greip mikið í smíðar. Smíð-
aði hann ýmis húsgögn til heimilis-
ins og var einkar laginn við að
dytta að því sem aflaga fór.
Hermann var ekki mikið gefinn
fyrir skemmtanir, en hann hafði
yndi af því að grípa í spil og var
góður spilamaður. Oft hefur verið
glatt á hjalla á nýársnótt, en þá
hafa ungir og gamlir í fjölskyld-
unni jafnan setið saman við spil
og leiki framundir morgun og þau
hjónin Munda og Hermann verið
galvöskust í spilamennskunni.
Hermann var heilsuhraustur
fram á hin síðari ár, en þá fór
heilsan að bila og erfitt tímabil fór
í hönd. Hann var meira og minna
rúmliggjandi, ýmist heima eða á
sjúkrahúsinu, og þurfti mikillar
umönnunar við. Guðmunda kona
hans var hans styrka stoð og
annaðist hann af óþreytandi um-
hyggju fram á síðustu stund.
Hermann andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á ísafirði sl. sunnu-
dag. í nafni fjölskyldu hans langar
mig að koma hér á framfæri þakk-
læti til starfsfólks heimahjúkrunar
á ísafirði og starfsfólks á Hlíf svo
og til lækna og hjúkrunarfólks á
Fjóðungssjúkrahúsinu á ísafirði,
fyrir alla umönnun og hlýju honum
veitta. '
Hann langafi klappar ekki leng-
ur á lítinn koll, en öll munum við
með þakklátum huga minnast
hæglátu hlýjunnar sem hann sýndi
okkur öllum og þá ekki sízt afa-
og langafabörnunum.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
eftirlifandi eiginkonu og blessa
minningu Hermanns Jakobssonar
og kveðjum hann með versinu sem
honum þótti svo vænt um.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Auður G. Hagalin.
Hermann afi er dáinn. Hann
verður jarðaður í dag og ég svo
langt frá ömmu og fjöllunum mín-
um bláu.
Minningarnar svo margar.
Afi minn og amma mín
út á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.
Minning:
Jón G. Lúðvíksson
Fæddur 5. nóvember 1917
Dáinn 15. maí 1992
Jón Guðni Lúðvíksson er allur.
Góður drengur er genginn sína
leið á vit æðri máttai’valda. Hann
var baðvörður við íþróttahús
Álftamýrarskóla um langt árabil
°g gegndi störfum húsvarðar í
sumarleyfum. Jón var einstakur,
samviskusamur svo af bar. Hann
var t.d. alltaf mættur manna fyrst-
ur á morgnana, þreif lóð og mok-
aði frá ef snjóað hafði.
Slíkur starfsmaður sem Jón var
er gulli betri, ekki síst fyrir þá sem
á eftir komu á vinnustað. Jón var
af vestfirskum ættum sem ég
þekki ekki og mun því ekki reyna
að rekja. Megi hinn hæsti höfuð-
smiður himins og jarðar fylgja
honum á þeim brautum sem hann
hefur nú lagt út á.
Ég votta eftirlifandi ættingjum
hans mína dýpstu samúð. Fari
Jón, vinur minn, í friði.
Ragnar Júlíusson, fyrrv.
skólastjóri.
Þessi barnagæla hefur álltaf
verið vísan mín, vísan okkar afa
og ömmu. Ort um okkur, um okk-
ur þijú. Afi og amma bjuggu niðri
á Bakka. Þangað var alltaf svo
gott að koma. Það var jafneðlilegt
að fara niður á Bakka og að fara
heim. Og jafneðlilegt er að ræða
um afa og ömmu í sömu andránni.
Þau voru alltaf eitthvað eitt og
óijúfanlegt. Eitthvað fast og óum-
breytanlegt. Rétt eins og að á eft-
ir ýsu kæmi grautur.
Heilan vetur borðuðum við afi
saman hádegismat. Bara við tvö
og alltaf var það soðin ýsa með
kartöflum og grautur á eftir. Allt-
af. Afi borðaði verstfirskan hnoð-
mör sem viðbit og ég majónes.
Síðan var grautur. Hvorugu okkar
datt í hug að hádegismatur gæti
verið öðruvísi.
Afi minn sagði ekki sögur eða
flutti mögnuð ljóð. Hann var held-
ur ekki skemmtikraftur eða brand-
arakarl. Kannski var hann afi minn
ekki neitt neitt á mælikvarða
glanstímarita eða heimsbók-
mennta. En hann var hann afi
minn. Svo stór og sterkur, svo
traustur, svo góður. Mikið þótti
mér vænt um hann.
Vinkona ömmu minnar, Elísabet
Þorgeirsdóttir, segir í síðustu ljóða-
bók sinni:
I tímalausum veruleik eldhússins
helst kvika mannlífsins við
því í takt við hjartslátt landsins
er lifað samkvæmt lögmálinu
þar sem kaffið og spaugið
ylja innvortis
þeim klettum sem vita
að hinumegin við borðið
er líka klettur
með hlýja, vinnusama hönd
og góð augu.
Þannig var eldhúsið þeirra.
Enginn heilsaði okkur barna-
börnunum eins og afi. Bakklappið
hans var einstakt. Nærri lá, að í
okkur stæði þegar afi bauð okkur
velkomin vestur þegar við hittumst
aftur, eftir einhveija ijarveru. Það
var svo gott, það var svo hlýtt að
finna þykkar, mjúkar, vinnulúnar
hendur hans á bakinu, um leið og
við kysstum skeggjaðan vanga
hans.
Afi minn var sköllóttur. Það
hafði mér aldrei dottið í hug. Hann
var sköllóttur, með silfraðan
hárkraga. Allir virtust vita þetta
nema ég ef marka má eitt minning-
arbrot mitt. Ég kom inn í eldhúsið
og afi sat á sínum stað, derhúfu-
laus. Hafði eitthvað komið fyrir?
Hafði orðið slys? Rosalega varð ég
hissa. Derhúfan hans hafa var
nefnilega í mínum huga hluti af
honum sjálfum, rétt eins og nefið.
Þegar ég hugsa til baka er það
þeim mun furðulegra hversu
hvumsa ég varð, því ég svaf svo
oft hjá þeim á Bökkunum.
Ég fór vestur í fyrrasumar. Eig-
inlega eingöngu til að kveðja afa.
En hann lék á læknana, dauðann
og mig, rétt eins og Þórður kakali
forðum. Og nú er hann afi minn
dáinn, farinn. En hann er ekki
farinn langt, ekki frá mér. Afi er
hjá mér núna eins og alltaf, hjá
okkur öllum.
Svo dóstu
af sömu hógværð og þú lifðir
og enn get ég ekki grátið
aðeins sagt takk, takk
fyrir allt sem þú gafst mér
því ég veit
að guð passar þig
svo vel.
E.Þ.
Elsku amma mín, við mamma
erum með þér í anda, í faðmi fjalla
blárra, og trúum því og treystum
að vorið, með birtu sína og yl, lini
söknuðinn og að góður guð styrki
þig nú, sem endranær.
María Björk.
# BUGK&DECKER'
SUMARTILBOÐ
TS 30
NÝTT-SAMLOKURIST
Sumartilboö kr. 3.894
HANDRYKSUGUR
Sumartilboö frá
SE 10, 20
STRAUJÁRN
Sumartilboö frá kr. 3.490
DCM 321
KAFFIVÉLAR
Sumartilboö frá kr. 2.690
TA 51
kr. 2.216
Útsölustaöir:
Axel Sveinbjömsson, Akrancsi
Árvirkinn, Selfossi
Borgarljós, Rcykjavík
Brynja, Reykjavík
Byggt og búiö, Reykjavík
Byko, Hafnarfiröi
Byko, Hringbraut
Einar Stcfánsson, Búöardal
Glóey, Reykjavík
Guöni E. Hallgrímss., Grundarfiröi
H.G. Guöjónsson, Reykjavík
Hagkaup, Reykjavík
Hólf og gólf, Breiddinni
Húsiö, Stykkishólmi
Jónas Þór, Patreksfiröi
Kassinn, Ólafsvík
K.B., Borgamcsi
K.L., Þórshöfn
K.R., Hvolsvelli
K.V.H., Hvammstanga
K.V., Vopnafiröi
Ncisli, Vcstmannaeyjum
Óttar Sveinbjörnsson, Hcllissandi
Radíóvinnustofan, Akureyri
Rafborg, Grindavík
Rafbúöin Áifaskciöi, Hafnarfiröi
Rafbúö Vesturbæjar
Rafsjá, Bolungarvík
Rafsjá, Sauöárkróki
Rafvörur, Rcykjavík
Rás, Þorlákshöfn
Reynir Ólafsson, Kcfiavík
S. Guöjónsson, Kópavogi
Sigurdór Jóhannsson, Akranesi
Siguröur Fanndal, Siglufiröi
Sindrastál, Rcykjavík
Skipavcrslunin, Reykjavfk
Straumur, ísafiröi
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Sveinn Ó. Elíasson, Neskaupstaö
Verslunin ósbær, Blönduósi
Þríhymingurinn, Hellu
Öryggi, Húsavík
LOKAÚTSALA ALLT Á KR. SOO aö^seljast PRÚTTIÐ MARKAÐSHÚSIÐ, & 10.14.