Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 36

Morgunblaðið - 22.05.1992, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992 Þorbjörg Þórhalls dóttir - Minning Fædd 2. júní 1919 Dáin 15. maí 1992 Vorið 1937 sigldi strandferðaskip inn á Húsavíkurhöfn. Þetta var sól- bjartan sunnudagsmorgun í maí. Með þessu skipi kom til bæjarins ijölskylda nýja kaupfélagsstjórans, Þórhalls Sigtryggssonar. Þórhallur hafði verið kaupfélagsstjóri á Djúpavogi frá stofnun þess kaupfé- lags og stjórnað því farsællega. Nú hafði hann verið beðinn að taka við stjórn Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, sem var illa statt eftir kreppuárin. Á Húsavík var bemsku- heimili Þórhalls og hann hugsaði gott til þess að koma heim og leggja sitt af mörkum við uppbygginguna þar sem honum tókst með reisn og prýði. Þórhallur kom til starfa í ársbyrj- um 1937, en kona hans, Kristbjörg Sveinsdóttir, ættuð frá Fagradal í Vopnafirði, kom með börn og bú- slóð um vorið. Börn Þórhalls og Kristbjargar voru átta. Fjögur þau elstu vom sest að í Reykjavík, en fjögur yngstu fluttu með foreldrum sínum til Húsavíkur. Næst elst í þeim hópi var Þorbjörg, kölluð Obba. Mikið undur var hún falleg og skemmtileg stúlka. Við vomm margar systumar í Bjarnahúsi, sem störðum dáleiddar á þessa glæsi- legu stúlku. Obba fór að vinna í kaupfélag- inu, sem fljótt tók breytingum und- ir stjórn föður hennar. Ungt fólk kom til starfa og gamla búðin breyttist í líflega verslun. Obba fór síðan til náms í íþróttaskólann á Laugavatni og lauk þar íþrótta- kennaraprófi. Á þessum árum stundaði hún handbolta og var þar fremst í flokki. Einn af ungu mönnunum sem hrifust af Obbu var Ari Kristins, sonur Kristins Jónssonar kaup- manns og konu hans, Guðbjargar Óladóttur. Ari og Obba urðu sam- stíga í lífsdansinum. Þau giftu sig 4. janúar 1945. Þá var Ari í lög- fræðinámi og vann á sumrin hjá Júlíusi Havsteen sýslumanni og hann var skipaður sýslufulltrúi 1. júní 1947, þá nýútskrifaður lög- fræðingur. Nú var stóra lífsstarfið hennar Obbu hafið. Fyrstu ellefu hjúskap- arár sín bjuggu þau á Húsavík og á þeim árum eignuðust þau sex börn. Árið 1956 var Ari skipaður sýslumaður Barðstrendinga og þau fluttu til Patreksfjarðar í septerhber sama ár. Þar fæddust tvö yngstu börn þeirra. Heimili Ara og Obbu var sannkallað höfðingjasetur. Það var rnikið gaman að heimsækja þau, hvort sem var á Húsavík, Pat- reksfirði eða í Reykjavík, og deila gleði með þessari yndislegu fjöl- skyldu. Við hjónin og börn okkar eigum margar ljúfar minningar frá þeim árum, sem við erum þakklát fyrir. Það var árið 1963 sem skyggði á sól í þeirra ranni. Húsbóndinn sterki og góði veiktist og hafin var barátta um líf og heilsu. Ari lést 5. febrúar 1964, þá aðeins 42 ára. Obba var sjálf veik í hendi og sleg- in harmi, en upprétt stóð hún, sterk í þeim vilja að halda áfram starfinu þeirra beggja, að hlúa að og styrkja börnin þeirra til þroska og náms. Það hafði verið heitasta óskin hans Ara að sjá börnin þeirra vel mennt- að manndómsfólk. Börn þeirra Obbu og Ara eru: Jón Kristinn, stærðfræðiprófessor, Þórhallur, viðskiptafræðingur, Sveinn, viðskiptafræðingur, Arnþór Óli, jarðfræðingur, Atli, töívufræð- ingur, Anna Björg, hjúkrunarfræð- ingur, Halldór, viðskiptafræðingur, og Nanna Huld, viðskiptafræðing- ur. Óskin hans Ara rættist. í 28 ár hefur hún Obba og bömin hennar staðið saman um að láta drauminn hans pabba rætast. Obba stóð sterk og studdi alla, bæði börn og tengda- börn. Heimili hennar var skjólið þeirra allra. Þar var skjólið og þar treystust fjölskylduböndin. Hún átti stóran faðm fyrir barnabörnin. Nú hefur ógnvænlegur sjúkdóm- ur skyndilega hrifið hana á brott. Það var hennar lífsstarf að veita öðrum styrk og umhyggju. Sjálf hafði hún ekki viljað þurfa að láta hafa fyrir sér og þannig kvaddi hún. Eftir stendur stóri hópurinn og drúpir höfði í sorg, en einnig í þakklæti fyrir að hafa átt góðan föður og góða móður, sem fluttu manndóm~og kærleika til nýrrar kynslóðar. Eg sendi ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Obbu og Ara. Bryndís Bjarnadóttir. Elsku amma nn'n er dáin, það er erfitt að trúa því að ég hitti hana ekki aftur. Hún amma mín var allt- af svo góð og hafði alltaf nógan tíma fyrir mig og litlu systur. Gott var að koma í Skeiðarvoginn og tala við hana eða lesa bækur, sem hún átti nóg af, og læðast í sælgæt- isskálina, sem aldrei tæmdist. Nú er amma komin til Guðs og afa Ara og líður vel. Ég og Ingibjörg systir mín munum sakna hennar mikið. í kveðjuskyni vil ég senda henni kvöldbænina, sem hún kenndi mömmu og mamma kenndi mér. Vertu yfit og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman I hring sænginni yfir minni. Ari Þorleifsson Skyndilega er amma Obba dáin. Amma, sem hefur alltaf verið hjá okkur. Amma, sem ég hélt að'yrði allra kvenna elst, enda hvorki göm- ul né lasin. Amma, sem svo ótal- margar minningar tilheyra. Eftir að hafa byijað lífið hjá ömmu og afa á Sigló, flutti ég með foreldrum mínum í kjallarann hjá ömmu Obbu í Skeiðarvoginum. Sem barn var ég mikið hjá ömmu, enda bjuggum við lengi í næstu götu og á leikskóla- og grunnskólaárum mínum hitti ég hana á hverjum degi. Nú síðustu ár voru heimsókn- imar til hennar Rka fastur punktur í tilverunni. Flestar bemskuminn- ingar em því tengdar ömmu og ’ Skeiðarvoginum, meðal annars fyrsta vinkonan, bamaskólaástin og „búskapur“ í holtinu. Það sem ber þó hæst í minningunni er allt það sem amma gerði fyrir mig og kenndi mér og alltaf lagði hún áherslu á góða framkomu og rétt- læti í mannlegum samskiptum. Eitt af því sem hún vildi að allir hefðu að leiðarljósi var það að koma fram við aðra eins og þeir vildu láta koma fram við sig. Einföld lífsspeki, en ekki alltaf auðveld í framkvæmd. í ]bví sambandi rifjast upp einn morg- unn þegar amma gat með engu móti komið Atla á fætur. Ég bauðst í sakleysi mínu til þess að skreppa niður með títupijón og taldi víst að þá mundi hann vakna. Atli slapp með skrekkinn því amma hélt yfír mér tölu um það að aldrei mætti vekja fólk nema blíðlega og með góðu svo ég vakti hann í staðinn með kossi. Það var líka gott að koma til ömmu snemma á morgn- ana, kúra hjá henni smástund og gera svo með henni morgunæfing- ar. Dagurinn byijaði ekki formlega fyrr en eftir morgunleikfimina sem hún sleppti aldrei, enda var hún ótrúlega snör í snúningum og svo létt á fæti að hún gerði mun yngra fólki skömm til. Hún nærri hljóp á milli staða og á vetuma renndi hún sér fótskriðu á hálum gangstéttum. Amma hafði alltaf nóg að gera við að sinna stóru heimili, jafnvel stærra en sem svaraði fjölskyld- unni, því alltaf var húsið opið gest- um. Hún gaf sér þó alltaf tíma til að lesa með mér, spila við mig og leggja kapal og það voru mínar mestu sælustundir þegar ég fékk að hjálpa henni að baka. Alltaf var nóg að gera, enda leyndist margt skemmtilegt í stóru húsi. Amma átti auðvelt með að kynn- ast fólki, enda hress og kát og ófeimin. Hún var alla tíð kjölfestan fyrir hópinn sinn og kletturinn úr hafinu og minnti um margt á suð- ræna ættmóður. Hún lifði fyrir stóru fjölskylduna sína og hana skipti öllu að allir stæðu saman í blíðu og stríðu. Hjá henni hittust allir á sunnudögum til að spjalla, drekka kakó, borða kanelsnúða og lesa „dönsku blöðin". Á laugardög- um var gott að koma í heitar lumm- ur, sérstaklega eftir tennistíma nú síðustu árin, en aðra daga var gott að hitta hana eina og hafa tíma til að spjalla við hana um lífið og tilver- una. Jólin í Skeiðaivoginum voru hápunktur tilverunnar og það er erfitt að hugsa sér aðfangadags- kvöld án ömmu í fyrsta sinn í 23 ár. Ég sakna þess alltaf að hafa ekki fengið að kynnast föðurafa mínum en amma bætti það marg- falt upp. Ég hef aldrei trúað á líf eftir dauðann, en það huggar núna við sáran missi að reyna að trúa því að amma hafi loksins hitt afa Ara aftur eftir langan aðskilnað. Hafi elsku amma Obba þökk fyr- ir samveruna og megi minningin um góða mömmu og yndislega ömmu veita okkur öllum styrk á erfiðum tímum. Helena Sveinsdóttir. Hið sanna er eilíft. Hið rétta er eilíft. Hið fagra er eilíft. (E. Tegnér) Við héldum að hún yrði eilíf. Alltaf á sama stað, fastur punktur í tilverunni. Alltaf til taks. Með kaffi á könnunni og kanelsnúða og hjónabandssælu sem meðlæti. Allt- af jafn æðrulaus ogyfirveguð, sama á hveiju gekk. Haldin stóískri ró og með jafnvægi þess hugar sem hefur upplifað að mennirnir áætla en Guð ræður. Tengdamóðir mín Þorbjörg Þór- hallsdóttir sem kvödd er hinstu kveðju í dag fæddist á Djúpavogi 2. júní 1919. Hún var dóttir Þór- halls Sigtryggssonar síðar kaupfé- lagsstjóra á Húsavík og konu hans Kristbjargar Sveinsdóttur. Þau hjón t Útför THEÓDÓRU HALLGRÍMSDÓTTUR frá Hvammi íVatnsdal, fer fram frá Undirfellskirkju laugardaginn 23. maí nk. kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför systur minnar, GUNNÞÓRU BJÖRNSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Selvogsgötu 17, Hafnarfirði, sem andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 18. þ.m., fer fram frá kirkju Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík, mánudaginn 25. maí nk. kl. 13.30. Kristín Björnsdóttir. t Útför afa míns og langafa, ÁSGEIRS PÁLSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Hrönn Helgadóttir, Heimir Þór Hermannsson, Helgi Steinar Hermannsson. t Faðir okkar, ÓSKAR GUÐNASON, fyrrverandi frystihússtjóri, Höfn, Hornafirði, andaðist 20. maí sl. á dvalarheimilinu Skjólgarði. Jarðsungið verðurfrá Hafnarkirkju þriðjudaginn 26. maíkl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna. t Ástkær eiginkona mín , móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA SVAVA INGVARSDÓTTIR, Strembugötu 4, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 23. maí kl. 14.00. Ögmundur Sigurðsson, Sigurður Þór Ögmundsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ingvi Björgvin Ögmundsson, Hafdís Daníelsdóttir, Oddný Ögmundsdóttir, Halldór B. Árnason, Guðbjörg Ögmundsdóttir, Þórir Telio, barnabörn og barnabarnabörn. eignuðust 8 börn sem upp komust. Þau eru: Anna Sigríður, f. 1910, Leifur Sveinbjörn, f.1912, d. 1975, Garðar, f. 1914, Baldur, f. 1915, d. 1987, Sigtryggur, f. 1917, Þor- björg, sem hér er minnst, Hulda, f.1921 og Nanna, f. 1924. Þorbjörg stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni á árunum 1936-1938 og lauk íþróttakennara- prófi árið 1940. Hún stundaði ekki kennslu nema hálfan vetur og þá við Kvennaskól- ann á Blönduósi en fimi hennar kom oft til góða síðar á íjölmennu heim- ili þar sem hún fór eins og fugl flygi upp og niður stiga sinnandi verkum sínum. Hún giftist 4. janúar 1945 Ara Kristinssyni, en hann fæddist á Húsavík 6. nóvember 1921. Ari lauk stúdentsprófi frá MA árið 1941 og lögfræðiprófi frá HÍ 1947. Þau bjuggu fyrstu árin á Húsavík þar sem Ari var fulltrúi sýslumanns. Á Húsavík fæddust þeim hjónum 6 böm. Haustið 1956 fluttu þau með hópinn til Patreksfjarðar þegar Ari tók við embætti sýslumanns Barð- strendinga. Þar fæddust þeim 2 börn. Börnin vom því orðin 8 þegar Ari féll frá 5. febrúar 1964. Þau höfðu búið í húsi sem til- heyrði embætti sýslumanns og Þor- björg tók það ráð að flytja með hópinn til Reykjavíkur þar sem henni tókst með hjálp góðra manna að kaupa raðhús í Skeiðarvogi 89. Þar var síðan samastaður barna, tengdabarna og barnabarna og margra vina þeirra allra. Frá þeim tíma má segja að Þor- björg hafi haft það eitt að leiðar- ljósi að koma börnum sínum til manns og vera til taks hvenær sem var, krefjast einskis af öðrum en því meir af sjálfri sér. Davíð Stef- ánsson segir í einu kvæða sinna: Gakk þú heill að hollu verki, heimta allt af sjálfum þér. Vaxa skal sá viljasterki visna hinn, sem hlífir sér. Mér fínnst að þessi orð hafi hún tileinkað sér og allir sem þekkja til verka hennar á uppeldissviðinu geta verið sammála um að þau verk hafi henni tekist afburða vel og böm hennar beri þess merki að ekki var slegið slöku við. Þau hafa öll lokið háskólaprófum og þótt það segi lítið um manngildi fólks þá segir það töluvert um þann stuðning sem hún var alltaf fús að veita. Börn hennar eru: Jón Kristinn, f. 1946, dr. í stærðfræði, prófessor við HÍ, Þórhallur, f.1947, viðskipta- fræðingur, skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu, Sveinn, f. 1948, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun, Arnþór Óli, f. 1950, M.Sc. mannvirkjajarðfræð- ingur við Malbikunarstöðina Hlað- bær-Colas., Atli, f. 1952, viðskipta- fræðingur hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, Anna Björg, f. 1955, yfírhjúkrunarfræðingur Landlæknisembættisins, Halldór, f. 1957, viðskiptafræðingur og lög- giltur endurskoðandi við Endur- skoðunarskrifstofu Bjöms E. Árna- sonar, Nanna Huld, f. 1962, við- skiptafræðingur hjá Ríkisendur- skoðun. Ég hitti Þorbjörgu fyrst 16. júní 1967 á Akureyri. Það var sólríkur dagur eins og þeir gerast bestir á Norðurlandi. Þegar dagur var að kvöldi kominn og sólin baðaði vest- urhimininn man ég gjörla eftir því að hún sagðist ætla að gefa okkur unglingunum mér og syni sínum aðeins eitt ráð, að lifa hvem dag eins og hann væri okkar síðasti. Ekki held ég að mér hafí tekist að fara eftir því, enda nokkuð fjarlægt ungu fólki að tengja saman kvöld lífsins og sól sem er að síga í vestur- átt, kvöldáttina. Við nefnum dagleið frá dögun til sólarlags, að djúpi frá jökulrót er fljótsins ganga. Frá móðurskauti að moldum hinzta dags er mörkuð blóði og tárum ferðin langa. Á morgni lífsins leggjum við öll af stað, er leitin hefst, er ferðahugurinn mestur. En við höfum fengið fyrirskipun um það að fylgja sólinni - vestur. (Davíð Stefánsson) Ég hitti Þorbjörgu næst um haustið. Þá var ég tæplega 18 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.