Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1992
37
og hún vissi að fjölgunar var von
hjá mér og syni hennar Iiðlega 19
ára.
Hún tók því á sama hátt og öllu
öðru fyrr og síðar, án margra orða
en lét verkin tala og lét sig ekki
muna um það síðar að bæta okkur
mæðgum við á heimilið í tvö ár.
Þá var oft þröng á þingi í Skeiðar-
voginum. Aldrei mínútu friður fyrir
hana, en líklega bara eins og hún
vildi hafa það.
Ég undraðist oft hvernig hún gat
látið enda ná saman, en alltaf var
nóg að bíta og brenna, og Þorbjörg
annaðhvort að baka eða elda nema
hvorttveggja væri.
Ég vil ekki láta þessum minning-
um lokið nema minnast á fastheldni
tengdamóður minnar. Hún var af-
skaplega passasöm með það að
hafa vissar reglur og siði og aldrei
var brugðið út af þeim. Kvöldmatur
var alltaf á mínútunni 7. Allur hóp-
urinn mætti í kaffi á sunnudögum.
Hún fór í heimsókn til systra sinna,
Önnu og Nönnu, á fimmtudags-
kvöldum en að öllum ólöstuðum
voru þær henni sérstaklega hjálp-
samar. Hún sat alltaf í sama stóln-
um í stofunni. Vildi aldrei önnur
ljós á jólatréð en kertaljós og hélt
alltaf upp á afmælisdag Ara manns
síns og vildi einnig fá fjölskylduna
í heimsókn á dánardegi hans.
Hún gleymdi aldrei afmælisdegi
eða stóratburðum neins í fjölskyld-
unni og fólks tengdu henni og gjaf-
mildi hennar átti sér lítil takmörk.
Hún var ótrúlega fundvís á smekk-
legar gjafir og ég man aldrei eftir
að neinn færi að skilaði því sem
hún gaf.
Eftir að fækkaði á heimilinu fór
,hún að vinna úti hálfan daginn í
mötuneyti Búnaðarbankans í Aust-
urstræti. Henni gekk illa að minnka
skammtana á heimilinu, eldaði og
bakaði eins og alltaf væri margt í
heimili. Það nutu margir góðs af
því. Þar á meðal fuglar himinsins
sem tylltu sér á blettinn hjá henni
og þeim fjölgaði slfellt, enda er mér
til efs að þeir hafi á öðrum stöðum
fengið heimabakað.
Þessum brotum er ætlað að gefa
mynd af heilsteyptri persónu sem
lét sér annara um hag barna sinna,
tengdabarna og barnabarna en sinn
eigin. Hafi sú ætlan ekki tekist
skrifast það á reikning undirritaðr-
ar.
Barnabörnin sem fædd eru inn í
fjölskylduna eru 11 talsins, en þau
sem hafa komið inn í hana síðar
eru 7. Þorbjörg gerði engan grein-
armun á þeim hópum og gerði öllum
jafnt undir höfði.
Hún kvaddi á sama hátt og hún
hafði lifað, og hefði eflaust þótt
hjúkrunarfólk hjartadeildar Land-
spítalans hafa of mikið fyrir sér
þann tæpa sólarhring sem hún lá
þar. Þar var unnið af öryggi þótt
dauðinn yrði sterkari en lífið.
Mikið hefur verið frá okkur tekið
en við eigum líka mikið í fjársjóði
góðra minninga um konu sem skil-
aði miklu dagsverki en hafði ekki
hátt um afrek sín.
Ég vil láta orð skáldsins á Arnar-
vatni verða okkur hvatningu.
Vilji mædduif myrkvast lund
á minningannna gleðifund
skal leitað og I Ijósi því
öll leiðin rakin upp á ný.
Svo geymt I hjartans helgidóm
skal heilagt minninganna blóm,
þar fölnar ei hin rauða rós
þar roðnar hún við himneskt ljós.
(Sig. Jónsson)
Hafi Þorbjörg þakkir fyrir öll sín
spor.
Jóna Möller.
Tengdamóðir mín, Þorbjörg Þór-
hallsdóttir, lést aðfaranótt 15. maí.
Þessi tápmikla kona háði stutt
dauðastríð. Sólarhring áður kenndi
hún sér þess meins sem dró hana
til dauða.
Þorbjörg Þórhallsdóttir fæddist
2. júní 1919 á Djúpavogi. Foreldrar
hennar voru Þórhallur Sigtryggs-
son, verslunarstjóri hjá Orum &
Wulffs á Djúpavogi, síðar kaupfé-
lagsstjóri á Djúpavogi og á Húsa-
vík, og kona hans Kristbjörg
Sveinsdóttir. Nítján áragömul flutti
Þorbjörg með foreldrum sínum til
Húsavíkur og sex árum síðar gekk
hún að eiga Húsvíkinginn Ara
Kristinsson, sem þá var við lögfræð-
inám. Að námi loknu gerðist Ari
fulltrúi hjá sýslumanninum í Þing-
eyjarsýslum og stofnuðu þau heim-
ili á Húsavík.
Mér er sagt að þegar hún sem
ung kona gekk með manni sínum
Ara Kristinssyni og börnunum sín-
um sex um götur Húsavíkur hafi
verið til þess tekið hvað þar fór
fallegt par. Frá Húsavík fluttust
þau Ari til Patreksíjarðar þegar
Ari var skipaður sýslumaður Barð-
strendinga. Á Patreksfirði bættust
tvö börn í hópinn og barnahópurinn
því orðinn átta börn þegar Ari fell-
ur frá langt um aldur fram aðeins
42 ára. Þorbjörg flutti þá til Reykja-
víkur og með góðra manna hjálp
keypti hún raðhús í Skeiðarvögi 89.
Á „Skeiðarvoginum" ól hún upp
barnahópinn og skapaði með þeim
þá samstöðu og eindrægni sem ein-
kennir þau systkinin I dag.
Það er stundum sagt að menn
sem mikið berast á setji svip á sam-
tíð sína. Þorbjörg setti svip á um-
hverfi sitt með ákaflega viðfelldnum
hætti. Hún var gædd sérstökum
persónutöfrum. Hún var gjörsneydd
allri yfirborðsmennsku og var hisp-
urslaus í framkomu. Hún gat virst
fáskiptin og gerði lítið af því að
leggja öðrum lífsreglurnar, en stóð
hins vegar klár á þeim lífsreglum
sem hún hafði sett sér sjálfri. Lífið
hafði gert hana vitra, kannski ætti
ég að segja djúpvitra. Það blasir
við mér nú þegar ég hugsa til þeirra
aðferða sem hún notaði til að halda
utan um hópinn sinn, efla hann og
styrkja, en það var hennar lífsstarf.
Hún skapaði alls kyns venjur,
sumar reglubundnar eins og sunnu-
dagskaffið, aðrar bundnar árstíðum
eða ákveðnum dögum. Hún fylgdist
með öllum þeim atburðum hjá hveij-
um og einum í fjölskyldunni sem
til tímamóta gátu talist og birtist
þá ineð viðeigandi gjöf, en hún var
með eindæmum gjafmild. Ef börnin
hennar eignuðust fósturbörn lagði
hún sig fram um að láta þau falla
inn í hópinn og gerði það á svo fín-
legan og áreynslulausan hátt að
brátt var það eins og hún hefði allt-
af verið amma þeirra. Hún fylgdist
grannt með áhugamálum síns fólks
og valdi viðræðuefni við hæfí hvers
og eins. Við íþróttaáhugamenn
ræddi hún um íþróttir, en þar var
hún vel heima, lærður íþróttakenn-
ari og keppti í handbolta með Völs-
ung fyrr á árum. Þegar hún ræddi
við Þróttara í fjölskyldunni lagði
hún gott til Þróttar og þegar hún
ræddi við Framara lagði hún gott
til Fram, en þegar talið barst að
stjórnmálum var Þorbjörg afdrátt-
arlaus. Sjálfstæðisflokkurinn var
hennar flokkur. Hún bar hag hans
fyrir brjósti af ástríðu hugsjóna-
mannsins, sigrar hans voru sigrar
hennar, ósigrar hans ósigrar henn-
ar. En til þess að umræður um
stjórnmál sköpuðu ekki illdeilur,
ræddi hún við pólitíska undanvill-
inga í fjölskyldunni í fyrirspurna-
formi. Þannig kom hún að sjónar-
iniðum sínum, áttaði sig á stöð-
unni, en lét umræður aldrei þróast
I karp eða leiðindi. Á börnum hafði
hún sérstakt lag og laðaði þau að
sér með þeirri blöndu afskiptaleysis
og athygli, sem svo fáir hafa á
valdi sínu.
Bæði meðvitað og ómeðvitað
stefndu athafnir hennar að sama
marki og starf hennar bar ríkulegan
ávöxt. Með lífsstarfi sínu reisti Þor-
björg sér minnisvarða, sem mölur
og ryð fá ekki grandað.
Nú er konúð að kveðjustund. Það
var mikil guðsblessun að fá að
kynnast Þorbjörgu Þórhallsdóttur
og vera undir hennar verndarvæng.
Minningin um þessa góðu konu mun
fylgja þeim sem henni kynntust til
æviloka.
Blessuð sé minning hennar.
Pétur Ingólfsson.
Tengdamóðir mín, Þorbjörg Þór-
hallsdóttir, er látin. Mig langar að
minnast hennar og kveðja með
nokkrum orðum.
Þorbjörg fæddist á Djúpavogi 2.
júní 1919, dóttir hjónanna Þórhalls
Sigtryggssonar og Kristbjargar
Sveinsdóttur. Árið 1937 flyst hún
til Húsavíkur, fer á Héraðsskólann
á Laugarvatni og lýkur þaðan prófi
og síðan íþróttakennaraprófi 1939
frá íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni.
Ung giftist hún Ara Kristinssyni
lögfræðingi og síðar sýslumanni og
bjuggu þau fyrst á Húsavík og síð-
ar á Patreksfirði.
Þau eignuðust átta börn, Jón Kr.
Arason, prófessor I stærðfræði,
Þórhall Arason, skrifstofustjóra í
ijármálaráðuneytinu, Svein Arason,
skrifstofustjóra hj á Ríkisendur-
skoðun, Arnþór Óla Arason, jarð-
fræðing hjá Hlaðbæ-Colas, Atla
Arason, viðskiptafræðing hjá
SKÝRR, Önnu Björgu Aradóttur,
hjúkrunarfræðing hjá Landlæknis-
embættinu, Halldór Arason, endur-
skoðanda á Endurskoðendaskrif-
stofu Björns E. Árnasonar, og
Nönnu Huld Aradóttur, viðskipta-
fræðing hjá Ríkisendurskoðun.
Árið 1964 þegar Nanna Huld,
yngsta dóttirin, er tveggja ára og
Jón, elsti sonurinn, 18 ára, fellur
ijölskyldufaðirinn frá í blóma lífs-
ins. Þorbjörg, þá rúmlega fertug,
stendur ein uppi með barnahópinn
á Patreksfirði.
Með aðstoð sveitunga og vina
flytur hún til Reykjavíkur með börn-
in og festir kaup á húsi við Skeiðar-
vog 89 þar sem hún bjó til dauða-
dags.
Fyrstu árin í Reykjavík var Þor-
björg heima en um 1970 hóf hún
störf í mötuneyti Búnaðarbanka
íslands þar sem hún starfaði eins
lengi og reglur leyfðu.
Þegar Þorbjörg flytur til Reykja-
víkur hefjast kynni okkar, en ég
bjó þá unglingsstúlka í foreldrahús-
um í Skeiðarvogi 77. Vakti þessi
ijölmenni og myndarlegi barnahóp-
ur og hin grannvaxna og kvika
móðir þeirra þegar athygli mína.
Með yngstu systur minni og yngstu
dóttur Þorbjargar tókst fljótlega
mikil vinátta, sem enn varir. Kynnt-
ist ég þá strax einstakri gestrisni
og örlæti Þorbjargar. Nokkrum
árum síðar þegar ég er orðin rúm-
lega tvítug kynntist ég tilvonandi
eiginmanni mínum, Þórhalli, næst-
elsta syni Þorbjargar. Frá þeim tíma
má segja að aldrei hafi liðið sú vika
að ég kæmi ekki á heimili hennar.
Heimili sem stóð öllum opið af þeim
einstaka höfðingsskap sem ein-
kenndi allt sem Þorbjörg gerði. Þar
lagði hún allt sem hún átti af mörk-
um.til að skapa börnum sínum og
síðar tengdabörnum og barnabörn-
um athvarf sem einkenndist af
hlýju, væntumþykju og gestrisni.
Oft hlýtur að hafa verið þröngt
í- búi en aldrei heyrðist Þorbjörg
kvarta. Hún tók öllu sem að höndum
bar nægjusöm, brosandi og með
jafnaðargeði. Í þau tæpu þijátíu ár
sem leiðir okkar lágu saman sá ég
hana aldrei skipta skapi. Það er til
marks um ást okkar á Þorbjörgu
að á hveijum sunnudegi fórum við
Þórhallur með börnin í kaffi til
hennar og hittum þar systkini hans,
maka og börn þeirra. Þar var ávallt
glatt á hjalla, rædd mál líðandi
stundar og tók Þorbjörg fullan þátt
í þeim umræðum og hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Barnabörnin áttu einnig sinn vísa
stað og góðgæti og voru öll miklir
félagar ömmu sinnar.
Um Þorbjörgu mætti skrifa langt
mál því minningarnar sem sækja á
eru margar og mannkostir hennar
voru miklir.
Það sem hún kenndi mér og'að
ég hygg börnum sínum einnig voru
viðhorf til lífsins og samferða-
manna, sem því miður virðast á
undanhaldi á okkar tímum. Um-
burðarlyndi I garð annarra, nægju-
semi í öllu er varjjaði hana sjálfa,
en takmarkalaust örlæti og höfð-
ingsskap gagnvart fjölskyldu sinni
og vinum.
Þorbjörg kvaddi þennan heim
snögglega, en með þeim hætti sem
ég veit að hún hefði sjálf kosið.
Ég kveð stórbrotna konu með
söknuði og þakklæti fyrir allt sem
hún hefur verið mér og börnum
okkar Þórhalls.
Rannveig Tómasdóttir.
Fleirí minningargreinar um
Þorbjörgu Þórhallsdóttur biða
birtingar og birtast næstu daga
Bróðir okkar,
ÁSGEIR PÉTURSSON,
Kópavogsbraut 1a,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 23. maí
kl. 14.00. Bílferö verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30.
Pétur Pétursson,
Steinunn Pétursdóttir,
Tryggvi Pétursson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HERMANN EGILSSON
fyrrum bóndi á Galtalæk
í Biskupstungum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 23. maí
kl. 14.00.
Jarðsett verður í Bræðratungukirkjugarði.
Jensína Jónatansdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
HARALDUR JÓNSSON,
fv. stöðvarstjóri Pósts og sima,
Brekkubyggð 16,
Blönduósi,
verður jarðsunginn frá Blönduósskirkju laugardaginn 23. maí nk.
og hefst athöfnin kl. 15.30.
Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beðnir að láta
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga njóta þess.
Ebba Jósafatsdóttir.
t
Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu
mína, móður okkar, tengdamóður, dótt-
ur, ömmu og systur,
JÓRUNNI MARY INGVARSDÓTTUR
(DÚDDU),
Luxemborg,
fer fram í Keflavíkurkirkju laugardaginn
23. maí kl. 14.00. Jarðsett verður á
Akureyri mánudaginn 25. maíkl. 13.30.
Emil B. Sigurbjörnsson,
Aðalbjörg María Ólafsdóttir, Páll Sigurgeirsson,
Inga Sigrún Ólafsdóttir, Smári Arnason,
Aðalbjörg Sigurðardóttir,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞORBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR,
Skeiðarvogi 89,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 22. maí,
kl 15.00.
Jón Kristinn Arason,
Þórhallur Arason,
Sveinn Arason,
Arnþór Óli Arason,
Atli Arason,
Anna Björg Aradóttir,
Halldór Arason,
Nanna Huld Aradóttir,
og barnabörn.
Sigrún Kristinsdóttir,
Rannveig Tómasdóttir,
Jóna Möller,
Guðný Eiríksdóttir,
Þorleifur Magnússon,
Helga Ólafsdóttir,
Pétur Ingólfsson
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar móður okkar,
PÁLÍNU SIGURÐARDÓTTUR,
Langeyrarvegi 3,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og alls starfsfólks á St.
Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Sigríður Siguröardóttir,
Kristján Sigurðsson.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
SÓLVEIGAR KRISTMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á hjúkrunarheimilinu Kumbara-
vogi.
Kristmunaur bigurosson,
Jónina Sigurðardóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Jóhannes Sigurðsson,
Sigurjón Sigurðsson
taaa uttadottir,
Halldór J. Ólafsson,
Ámundi Sveinsson,
Björg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn