Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 22.05.1992, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JVIAÍ 1992 ( 44 Ást er... ... að fara út að borða. TM Reg. U.S Pat Otf. —all rights reserved ° 1992 Los Angeles Times Syndrcate Mér skilst hann óski eftir að fá að hætta strax. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Innleg'g í stríðsumræðu ÉG LEYFI mér að senda yður hér með bréf, sem mér barst nýverið frá Króatíu en Frans Friðriksson annað- ist þýðingu þess. Bréfíð þarfnast ekki skýringa, verið er að leita eftir hjálp í nauðum, og mér finnst ég ekki geta annað en orðið við þeirri bón, sem fram kemur um að leita aðstoðar ein- hverra þeirra er kynnu að vilja veita liðsinni sitt. Eins og fram kemur í bréfinu er hægt að senda framlög á tiltekinn bankareikning í Zagreb. Marija Loknar, Akureyri. Virðulega frú. Það voru vinir mínir, sem vinna við blaðið „Vikuna", sem þú ert áskrifandi að, sem gáfu mér upp nafn þitt og að þú værir búsett á íslandi. En ástæðan til þess að ég skrifa eru vandræði mín og ættmenna minna vegna þess grímulausa og grimmdarfulla stríðs, sem hér hefur verið háð. Einkum hefi ég í huga ættmenni mín, Ivana og Jasna Greg- er, sem áttu heima í króatískri borg, sem heitir Konstanzía, en þar var hús þeirra brennt og jafnað við jörðu með sprengju. Fyrst flúði tengda- móðir mín tii mín hingað í Zagreb með tvo stráka, sem eru átta og tíu ára, en síðan kom fullorðna fólkið á eftir, þegar heimili þeirra var ekki lengur til. Öll komu þau til mín og einnig önnur fjölskylda, sem er í ætt við okkur, hjón með tvö böm, þriggja ára og átta mánaða. Þau yfirgáfu heimili sitt án þess að geta nokkuð tekið með sér, þar sem enginn tími vannst til þess, aðeins var um það hugsað að bjarga lífínu. Maðurinn minn, Ivan, er í króatíska hernum. Það er faðir.litlu barnanna einnig. Heima hjá mér voru fjórir í heimili fyrir og því þröngt mjög, þegar allt þetta fólk kom til viðbótar. Þá gátu fjölskyldurnar heldur ekki mikið hjálpað til, þar sem þær voru alls- lausar. Nú hefur nokkuð af fólkinu komið sér fyrir annars staðar, en enn er gamla konan (75 ára) hjá mér með strákana tvo. Vegna þessara vandræða, sem skyldfólk mitt hefur orðið fyrir, fékk ég nafn þitt hjá blaðinu og skrifa þér til að biðja þig að koma á fram- færi beiðni um hjálp. Það verður að leita allra leiða, þegar svona stendur á. Ég hef opnað gíróreikning í bank- anum Zagrebbacka í Zagreb í Króa- tíu nr. +12101-2421719933, ef ein- hverjir sæju sér fært að leggja inn á hann. Mitt nafn er Danica Mrko- brada. Okkur hér og vinum okkar væri það mikils virði, ef einhveijir gætu rétt okkur hjálparhönd við þær alvar- legu og erfiðu aðstæður, sem við búum við. Við yrðum öll mjög þakk- lát fyrir hveija þá aðstoð, sem hægt væri að veita okkur. Ástarþakkir til allra, sem það vilja reyna. Ég vona að ég fái einhveijar undir- tektir. DANICA MRKOBRADA Þrettán rífur ofan í hvatt Frá Sveini Einarssyni: í FELLAMANNABÓK sem út kom fyrir síðustu jól segir svo þar sem lýst er höfuðbólinu Kálfsnesgerði. „Þar bjó Guð- mundur Oddsson, fátækur mað- ur, þáði af sveit.“ Maður spyr: Af hveiju er saga sem þessi sögð úr því ekkert var um manninn annað að segja en að hann þáði af sveit? Sannast þar hið fornkveðna að fár' bregð- ur hinu betra ef veit hið verra. Það er ótrúlegt að slíkur maður geti verið til. Síðan Guðmundur leið er engu gleymt. Hreppurinn markar hann sér til eignar til eilífðarnóns og bókin er fimm orðum lengri. Ast Fellahrepps til Guðmundar virðist takmarka- laus. Og enn þiggur hann af sveit. En hefur hver til síns ágætis nokkuð. Ég, sem þessar línur rita, þekkti ekki Guðmund eða æviferil hans en það veit ég þó að hann átti konu og með henni börn, ekki færri en átta, sem upp komust, sex syni og tvær dætur. Það er í sögnum að kona Guð- mundar varð léttari og fæddust sveinar tveir. Nú átti Guðmundur ekki kú og þáði af sveit. Forsjá sveinanna var því öll í höndum sveitarstjórnar sem sá það helst ráð að flytja reifabörnin til næsta bæjar og síðan rétta boðleið um hreppinn, hring eftir hring, uns kæmust af sjálfsdáðum bæja á milli. Nú var í sveitinni fleira fólk og sínum augum lítur hver á silfrið. Það fór því svo að svein- arnir fóru ekki hringinn heldur voru teknir í Tóstur af góðu fólki í sveitinni og komið til þroska og urðu báðir fulltíða menn. Þessu góða fólki sé lof og þökk. Þá er ekki eftir annað en þakka þann heiður sem Guð- mundi hefur verið sýndur, og okkur afkomendum hans, sem munu vera hátt á þriðja hundr- að, með því að setja nafn hans á ódauðlega bók. SVEINN EINARSSON frá Hijóti Selási 12, Egilsstöðum Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt eftirfarandi bréf frá Hrefnu Ingólfsdóttur, blaða- og upplýsingafulltrúa Pósts og síma: „í bréfi Víkveija, laugardaginn 16. maí, er vikið að ýmissi sérþjónustu Póts og síma og gjaldtöku fyrir hana. Vegna þess sem þar kom fram vill Póstur og sími gjarnan koma frekari upplýsingum á framfæri. Víkveiji nefnir fyrst að þegar sím- tal sé flutt úr einum síma í annan sé tekið gjald fyrir það eins og um tvö símtöl hafi verið að ræða. Hann taldi ólíklegt að einkafyrirtæki myndi fara þannig að. Hringiflutningur er sérþjónusta sem kostar peninga og hjá Pósti og sima er talið að þeir sem noti hana eigi að greiða fyrir hana þótt ekki sé lengur tekið fast afnotagjald fyrir þjónustuna eins og Víkveiji hélt. í tæknilegum skilningi er um tvö símt- öl að ræða þegar hringiflutningur á sér stað þótt flestir líti vafalaust svo á að þar sé einungis um eitt símtal að ræða. Lítum á eftirfarandi dæmi: Víkveiji hringir heim til kunningja síns. Vinurinn er farinn út en hefur stillt símann sinn þannig að hringing- ar flytjist í farsímann hans og þar tekur hann á móti símtalinu. Vík- veiji fær í raun samband við heima- símann og greiðir fyrir símtalið skv. venjulegri gjaldskrá. Kunninginn sem bað um hringiflutninginn greiðir hins vegar fyrir símtalið úr heima- síma sínum í farsímann skv. þeirri gjaldskrá sem gildir um farsíma. Hefði hann stillt símann út á land myndi hann greiða langlínugjald. Víkveija finndist enda varla sann- gjarnt að vera krafður um hærra gjald ef hann hringdi innanbæjar og vissi ekki að símtalið yrði flutt. Því er þarna í tæknilegum skilningi um tvö símtöl að ræða og gjald er tekið fyrir þau í samræmi við það. Varð- andi athugasemd Víkveija um að einkafyrirtæki færu varla þannig að er rétt að geta þess að þetta er m.a. gert í Bretlandi þar sem símafyrir- tækið er í einkaeign og auk þess er þar tekið fastagjald fyrir þjónustuna. Meðalreikningur hins almenna breska símnotenda er þar að auki um helmingi hærri en hins íslenska. Annað atriði sem Víkveiji fann að í þjónustu Pósts og síma var að þeg- ar rétthafí síma láti læsa honum þannig að lokað sér fyrir langlínu- símtöl, þá sé jafnframt lokað fyrir hringingu í farsíma og boðtæki. Þetta er vegna þess að þegar menn biðja um lokun eru flestir að reyna að koma í veg fyrir að sími þeirra sé misnotaður af öðrum og gildir þá einu hvort verið er að hringja út á Iand eða önnur dýrari símtöl. Ef sím- inn er hins vegar tengdur stafræna kerfinu, sem nær til yfir 40% not- enda, þá getur rétthafi sett nokkur númer í skammval og haldið þannig áfram sambandi við þá farsíma og þau boðtæki sem hann þarf oftast að ná í. Hann getur auk þess alltaf hringt í græn símanúmer hvar sem er á landinu, þótt þau byiji á níu, enda kosta þau ekki meira en innan- bæjarsímtöl. Víkveiji nefnir einnig í bréfi sínu að íslensk stjórnvöld láti fleiri teljara- skref vera innifalin í afnotagjaldi á landsbyggðinni og skrifar í framhaldi af því að í Danmörku sé landið allt eitt símasvæði. Til að fyrirbyggja allan misskilning er rétt að bæta því við að þrátt fyrir það gilda áfram langlínugjöld á milli landshiuta þó símnotendur þurfi ekki lengur að hringja fyrst í sérstök svæðisnúmer." Víkveiji þakkar Hrefnu bréfið. Hins vegar vekur athygli að hún svarar ekki þeirri gagnrýni Víkveija, að þótt verðlag á símaþjónustu sé kannski almennt lágt á Islandi borið saman við verðlag annars staðar, greiða Reykvíkingar og nágrannar þeirra langtum hærra gjald fyrir síma en aðrir landsmenn. En eins og Víkveiji- sagði, er kannski ekki við Póst og síma að sakast í þeim efnum, heldur stjórnvöld almennt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.