Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 17

Morgunblaðið - 24.05.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 B 17 1 Við Vegmúla hafa þeir Gylfi og Gunnar nýlokið smíði á 2.400 fermetra atvinnuhúsnæði, sem verður notað fyrir verzlun, skrifstofur og iðnað. Reykjavík og nágrenni eins og aðr- ar þær íbúðir, sem þeir hafa áður byggt fyrir aldraða. — Við höfum átt mjög gott samstarf við þetta félag, segja þeir. — Það hefur bygg- ingarnefnd og við höldum fund með henni að minnsta kosti hálfs mánað- arlega, þar sem við ræðum saman öll þau mál, sem upp kunna að koma. Hjá Félagi eldri borgara starfar einnig byggingaráðgjafi, sem hefur aðsetur á sömu hæð og við. Þetta er gert til hægðarauka með tilliti til teikninga, tæknivinnu og breytinga. Það er mikið um, að þeir sem eru að kaupa, komi og skoði teikningar og margvísleg at- riði varðandi íbúðirnar, enda ekki nema eðlilegt. Kaupandi er kannski ekki sáttur við staðsetningar ljósa eða fyrirkomulag innréttinga og vill hafa þetta einhvern veginn öðru vísi. Þá þarf auðvitað að koma til móts við slíkar óskir, svo framar- lega sem það er hægt. Að sögn þeirra Gylfa og Gunnars hefur samdrátturinn á bygginga- markaðnum ekki komið mikið við starfsemi þeirra. — Okkur hefur gengið sæmilega að selja, þó að markaðurinn hafí verið daufur. Við Ijarmarmýri á Seltjarnarnesi erum við að byggja fyrir almennan mark- að. Þar verður einsetinn skóli og um leið einn fyrsti skólinn á landinu með því sniði. Það er því heppilegur staður fyrir fólk með börn. Fyrsta blokkin þar er að verða tilbúin und- ir tréverk og nú er verið að mála íbúðirnar. Margir hafa sýnt þessum íbúðum áhuga. Eftirspurn hefur aukizt við kjarasamningana og það er greinilega að lifna yfir markaðn- um. Fyrirtækið er að vinna að hönn- un á 60 íbúðum í íjölbýishúsum í Rimahverfi í Grafarvogi, sem eiga að seljast fullbúnar. Að mati þeirra félaga eru full- búnar íbúðir það sem koma skal. Byggingarfyrirtækin geta unnið þá vinnu, sem eftir er miðað við til- búið undir tréverk, bæði betur og hagkvæmar. — Við höfum þegar byggmikið af fullbúnum íbúðum og teljum okkur hafa mikla reynslu á því sviði, segja þeir. — Það er að kalla liðin tíð hjá okkur að afhenda eignir fokheldar eða tilbúnar undir tréverk. Þær íbúðir, sem við erum með í smíðum fyrir almennan mark- að á Seltjarnarnesi, skilum við full- búnum með múruðum útveggjum og milliveggjum. Það er okkar mat, að auðveldara verði að selja þær þannig. Það geta komið upp alls konar vandamál hjá þeim, sem sjálfir vilja vinna í íbúðinni og hægðarleikur að eyðileggja íbúð, sem er kannski ekki nema grófpússuð við afhend- ingu. Fæstir kunna að sparsla eða vinna undirvinnuna, svo að vel sé. Þá er frágangur utan dyra oft fyrir neðan allar hellur við íbúðir, sem seldar eru ókláraðar. Stundum eru þar varla malbikuð bílastæði. Auð- vitað á að skila þessu öliu tilbúnu og frágengnu. Meiri kröfur Að sögn þeirra félaga hafa við- horf fólks í íbúðahugleiðingum breyzt og kröfurnar eru nú meiri. Fólk ver meiri tíma í að leita fyrir sér t.d. að hentugum stöðum og vandaðra húsnæði en áður. Nú er líka viss tortryggni ríkjandi vegna gjaldþrota fyrirtækja í byggingar- iðnaði, þar sem ýmsir einstaklingar hafa orðið illa úti. Margir eru því ekki eins fúsir og áður til að kaupa íbúðir á teikniborðinu, sem kannski hefur ekki verið byijað á enn þá. Fólk vilji fá að vita, við hveija það er að eiga viðskipti. Auðvitað ættu verktakar að afla bankatryggingar, áður en þeir selja íbúð í smíðum og jafnframt að geta sýnt fram á að þeir ráða við verkefnið, því að þeir eru gjarnan með aleigu fólks milli handanna. En mistökin hafa ekki bara orðið hjá byggingafyrirtækjum, segja þeir félagar. — Þau gerast fyrst hjá fasteignasalunum. Hann á að gæta að sér og ganga úr skugga um, að hann sé ekki að selja fyrir ótrausta byggingaraðila, því að hann ber mikla ábyrgð gagnvart þvi fólki, sem er að kaupa. Þeir félagar eru nýbúnir að byggja stórt og glæsilegt atvinnu- húsnæði við Vegmúla. En er mark- aður fyrir þetta húsnæði, þegar offramboð er á atvinnuhúsmæði. — Það eru þegar komnir aðilar, sem ætla að taka hluta af þessu hús- næði, segja þeir. Sjálfur erum við bjartsýnni á atvinnuhúsnæði nú en áður. Markaðurinn fyrir slíkt hús- næði sveiflast svolítið til og frá eft- ir ástandinu í þjóðfélaginu. Reyndar skiptir staðurinn nú meira máli en áður og meiri eftirspurn er eftir góðu húsnæði en bakhúsin verða útundan. Gott húsnæði og góður staður eru það sem skiptir máli nú. Þeir Gylfi og Gunnar telja sig ekki sjá miklar breytingar á íbúðar- byggingum íslendinga. — í íbúðum frá okkur er yfirleitt sérstakt sjón- varpshol, segja þeir. — Það er úrelt að okkar mati að hafa sjónvarpið í stofunni. Börnin vilja geta horft á barnaefnið í sjónvarpnu frá því snemma á morgnana langt fram á kvöld. Þetta hefur í för með sér miklu meiri ániðslu á stofunni og betri húsgögnum heimilisins, ef sjónvarpið er þar líka. En það hefur orðið mikil breyting til hins betra í öllum frágangi og þar eigna hönnuðirnir einnig stóran þátt. — Hér áður fyrr voru steypu- styrktarjárnin jafnvel teiknuð einn og hálfan sentimetra frá ytri brún á vegg, segja þeir félagar. — Þegar vatnið komst að, ryðgaði járnið fljótt og skemmdi út frá sér. Nú eru hafðir þrír sentimetrar inn að járninu. Á þessu er mikill munur. Afköst í byggingariðnaði hafa aukizt með betri tækni og það fær- ist í vöxt, að verktakir fái heil svæði, sem þeir skipuleggja sjálfir til þess að byggja á. Þetta er framtíðin. Þá geta þeir haft sín tæki og mann- skap á sama svæðinu allan tímann og náð fram miklu betri nýtingu. Þetta getur verið blönduð byggð, ljölbýlishús með raðhúsum og ein- býlishúsum á milli, þar sem sami verktakinn annast skipulagningu, hönnun og byggir húsin. Við höfum tekið þátt í að skipuleggja sum þau svæði, þar sem við höfum byggt með góðum árangri í samvinnu við Borgarskipulag. Við eigum nú sér- stök mót, svokölluð Tunnelmót og með þeim getum við steypt upp 50 íbúða blokk á um þremur mánuðum. Þetta er mjög mikill hraði. Mikill munur er milli ára, hvort eftirspurn er eftir blokkaríbúðum eða raðhúsum. Þegar efnahags- ástandið er slæmt, er áhuginn meiri á blokkaríbúðum en minni á einbýl- ishúsum og raðhúsum. Síðan snýst þetta við, ef efnahagsástandið batn- ar. Unga fólkið fari í grónu hverfin Að mati þeirra félaga er það þjóð- hagslega hagkvæmt að byggja nýj- ar íbúðir fyrir eldra fólk. — Það býr oftast í stærri eignum í rótgrónum og fallegum hverfum, sem farin eru að kalla á viðhald, segija þeir. — Að sjálfsögðu verður að endurnýja þessi gömlu hús og halda þeim við, því að annars liggja þau undir skemmdum. Aldrað fólk treystir sér samt ekki til að halda við garðinum og hryllir við þeim kostnaði, sem fylgir nauðsynlegu viðhaldi. Það er því miklu eðlilegra, að yngra fólk kaupi sér notað húsnæði í þessum hverfum enda miklu líklegra að það hafi kjark og þor til þess að end- urnýja það. I grónum hverfum eru skóíar þegar fyrir hendi og öll þjón- usta. Með þessu geta sveitarfélögin dregið úr kostnaðarsömum fram- kvæmdum. Þannig sparar þetta þjóðfélaginu fé. Þeir félagar segja aldurinn hjá fólki hafa hækkað, þegar það eign- ast sína fyrstu íbúð. Þetta eigi m. a. rót sína að rekja til lengri skóla- göngu. Af þeim sökum dveljist börnin lengur í foreldrahúsum. Að- stæður séu líkar breyttar í þjóðfé- laginu miðað við það sem áður var. Ungt fólk geti nú byijað að safna peningum, án þess að þeir brenni upp í verðbólgunni. Áður varð að leggja peningana í steinsteypu jafn- óðum og þeir urðu til. Ella urðu þeir að engu. Þetta leiddi til þess, að margir réðust í að kaupa íbúð kornungir, jafnvel 17-18 ára gamlir eða um leið og þeir byijuðu að vinna. — Reynslan hefur sýnt, að Islendingar vilja eiga sínar íbúðir sjálfir og þær eru og verða traust- asti lífeyrissjóðurinn, sem við getum eignazt, segja þeir félagar að lok- um. BAUGHÚS Glæsilegt parhús á 2 hæðum með innbyggðum 35 fm bílskúr, samtals 187 fm. Húsið er til afhendingar nú þegar, fokhelt, fullfrágengið utan. Fallegt útsýni. Verð 8,4 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, VIÐAR FRIÐRIKSSON, LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASIMI 27072. 29077 Símatfmi í dag 13-15 61 44 33 OPIÐ SUNNUD. KL. 13.00-15.00 Einbýlis- og raðhús SMARAFLOT Einbýlishús á einni hæð 160 fm fyrir utan 40 fm bílsk. I húsinu eru m.a. stofur, 4 svefnherb. og sólstofa. FOSSVOGUR 212 fm vel byggt og vandað raðhús við Giljáland. M.a. stofa, sjónvherb., 4 svefnherb. og húsbherb. Gengið úr stofu út í garð. EINBHÚS MEÐ ÚTSÝNI Hús á tveimur hæðum innst og neðst við Grafarvoginn. Efri hæð: 170 fm fullb. falleg íb. og 35 fm bílsk. Neðri hæð: 180 fm fokh. rými sem má tengja við aðalhæð eða qera að séríb. ENDARAÐHÚS í MOSBÆ Vel staðsett endaraðhús við Grundartanga u.þ.b. 100 fm, m.a. stofa og 3 rúmg. svefn- herb. Stór verönd og garður mót suðri. ENDARAÐHÚS VIÐ BRAUTARÁS 180 fm raðhús á tveimur hæð- um ásamt 40 fm bílsk. í húsinu eru m.a. stofur, 4 svefnh., sauna o.fl. Bein sala eða skipti á 300-400 fm einbhúsi. EINBÝLISHÚS Nokkur stór og vönduð einbhús á skrá á ýmsum stöðum í borg- inni. Einnig góðir kaupendur að góðum einbhúsum sérstaklega í Vesturb. og Seltjnesi. HRÍSATEIGUR Vel með farið steinh. á tveimur hæðum. Efri hæð 2 stofur (skiptanl.), 3 svefnherb., eldhús og bað. Kj. 3 herb., eldhús, bað o.fl. Geymslur í risi og kj. 33 fm bílsk. HÚS í VESTURBÆ Endurbyggt steinh. á tveimur hæðum v/Fálkagötu. 3 svefn- herb., sjónvherb. og baðherb. á neðri hæð. Stofur og eldh. m/fallegu panelklæddu lofti á efri hæð. Verð 11,5 millj. RAÐH. OG ATVH. V/LA UFBREKKU 185 fm nýtískul. og vandað hús á tveimur hæðum byggt 1985. Sambyggt með aðkomu neðan frá Dalbrekku er 330 fm 1. fl. nýinnr. húsn. f. ýmis konar atv- rekstur. Selst saman eða í tvennu lagi. NYTT PARHÚS - ÁHV. 9,3 MILU. V/HÚSBRÉFA 212 fm hús á tveimur hæðum m/innb. bílsk. v/Dalhús. „PENTHOUSE" Ca 180 fm íb. á tveimur hæðum v/Skúlagötu tilb. u. trév. og máln. Afh. fljótí. 4ra og 5 herb. HLIÐARVEGUR Afburða falleg 155 fm neðri sérhæð í nýl. tvíbhúsi ásamt bílsk. Flísal. Stofur, 4 svefn- herb., eldh. m/gegnheilli viðar- innr. Sólstofa m/heitum potti. Fallegur garður. SAFAMÝRI 5 herb. endaíb. á 4. hæð ásamt bílskrétti. Tvær stofur m/arni, skiptanlegar, og 3 svefnherb. Nýl. eikarinnr. í eldhúsi og sam- eign endurn. VESTURBERG Falleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. Sameign ný standsett. V. 6,8 m. 2ja og 3ja herb. KEILUGRANDI 2ja herb. íb. á 2. hæð ásamt bílgeymslu. Áhv. 3,8 millj. Verð 6,4 millj. ÞJÓNUSTUÍBÚÐ 2ja herb. 85 fm þjónhús f. aldr- aða hjá DAS í Hafnarfirði. FURUGERÐI Bráðfalleg 74 fm 2ja-3ja herb. íb. á jarðh. Sér hiti. Sérgarður. Laus strax. HÁTÚN - LYFTA Nýkomin í sölu 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð. M.a. 2 stofur og 2 svefnh. Sameign nýstandsett. VESTURBERG 3ja herb. útsýnisíb. á 4. hæð. Verð 5,9 millj. I smíðum „PENTHOUSE“-IB. Við lækinn í Hafnarf. ný 114 fm íb. á tveimur hæðum m. útsýni yfir gamla bæinn. Suðursv. VIÐARÁS - RAÐH. 160 fm raðh. tilb. u. trév. og máln. Milliveggir komnir. Hag- stætt verð. Sumarbústaður SUMARBÚSTAÐUR Nýbyggður og fallegur bústaður við Flúðir ca 50 fm auk sól- skála. Svefnrými fyrir 6-8 manns. VAGW J0NSS0N FASTEIGNASAIA Skúlagötu 30 Atli Vagnsson hdl. SÍMI61 44 33 • FAX 61 44 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.