Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28 MAÍ 1992 Einkavæðing Umfangsmikil sala ríkisfyriiiækja framundan Rætt við Hrein Loftsson, formann framkvæmdanefndar um einkavæðingu EINKAVÆÐINGARNEFND ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að selja hlut ríkisins í Þróunarfélagi íslands, Steinullarverksmiðjunni, Is- lenskri endurtryggingu og Lyfjaverslun ríkisins. Alls gæti söluverð- mæti þessara fjögurra fyrirtækja numið um 570 miiyónum króna. Einnig hefur veríð ákveðið að bjóða út rekstur fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Til að ná því markmiði sem sett var fram í fjár- lögum ársins, að seija eignir ríkissjóðs fyrir 1.075 milljónir króna, kemur til greina að á þessu árí taki ríkið út hluta af eign sinni í Islenskum aðalverktökum og að Fiskveiðasjóður selji hlut sinn í ís- landsbanka sem er að nafnvirði um 370 milljónir króna, að sögn Hreins Loftssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu. Undirbúningur að sérstöku kynningarverkefni um einkavæð- ingu, sem á að felast í almennri kynningu á forsendum, markmiðum og tilgangi hennar, mun hefjast í haust. í öðmm áfanga ættu að geta skilað um 570 milljónum króna. Þetta eru samtals 870 milljónir en náist helm- ingurinn af því inn á þessu ári eru það um 435 milljónir," segir Hreinn Loftsson. Minnka hlut í íslenskum aðalverktökum — Samkvæmt þessu er ljóst að enn er langt í land til að markmið- ið um sölu eigna ríkisins fyrir 1.075 milljónir náist á árinu. Hvað hygg- ist þið gera til að brúa bilið? stóran hlut í íslandsbanka. Það má ef til vill segja að með þessari aðgerð sé verið að ljúka einkavæðingunni sem fylgdi í kjöl- far þess að ríkið seldi einkabönkun- um þremur Útvegsbankann. Þetta er einnig framkvæmanlegt á þessu ári vegna sterkrar stöðu Fiskveiða- sjóðs. Ótvírætt er að sjóðurinn er í eign ríkisins og því er fráleitt að segja að ríkið hafi ekki fulla heim- ild að ráðstafa þeirri eign með þeim hætti sem ríkinu hentar best hveiju sinni. Fyrsti áfangi í einkavæðingar- áformum ríkisstjómarinnar hófst með því að einkavæðingamefnd rík- isstjómarinnar fól þremur verðbréf- afyrirtækjum að verðmeta og ann- ast sölu á hlut ríkisins í Ferðaskrif- stofu íslands, prentsmiðjunni Gut- enberg og Jarðbomnum. Þá er nýaf- staðið útboð á framleiðslurétti á áfengi og tækjum til áfengisgerðar á vegum ÁTVR. Fyrsta almenna útboðið á döfinni — Hver er staðan nú með einka- væðingaráform ríkisstjórnarinnar? „Nú er staðan sú varðandi fyrsta áfangann að Landsbréf hefur gefið aðilum sem hafa áhuga á að ganga til viðræðna um kaup á prentsmiðj- unni Gutenberg frest til föstudags til að lýsa áhuga sínum. í fram- haldi af því verða teknar upp við- ræður við þá aðila um kaup á fyrir- tækinu. Þetta form á einkavæðingu má kalla samningssölu en tvær aðrar leiðir koma til greina varð- andi sölu ríkisfyrirtækja. Önnur leiðin er sala til starfs- manna líkt og átt hefur sér stað með Ferðaskrifstofu íslands. Hand- sal hefur nú metið þriðjungs hlut ríkisins í Ferðaskrifstofiinni og í kjölfarið verður sá hluti auglýstur, í því tilfelli hafa starfmenn fyrir- tækisins forkaupsrétt. Þriðja leiðin er almenningssala. Kaupþing sér um sölu á hlut ríkis- ins í Jarðborunum og gert er ráð fyrir að með þeirri sölu fari í fyrsta sinn fram hin almenna útboðsleið, þar sem almenningi gefst kostur á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Aðalfundur Jarðborana verður haldinn um miðjan júní og í kringum hann munum við fara af stað með útboð á hlutabréfum í fyrirtækinu,“ segir Hreinn Loftsson. „Jarðboranir er mjög öflugt fyrir- tæki með mikla möguleika. Eigin- fjárstaða fyrirtækisins er sterk og því gerum við okkur miklar vonir um að þessi sala muni ganga vel. Við munum vera í samstarfi við Reykjavíkurborg um söluna þar sem hún á helminginn af hlutabréf- unum á móti ríkinu. Með þessu al- menna hlutafiárútboði mun fást dýrmæt reynsla fyrir hin stóru al- mennu útboð sem óhjákvæmileg eru til að standa við áform ríkisstjómar- innar um sölu ríkisfyrirtækja á kjör- tímabilinu. Sala Búnaðarbankans verður t.d. einungis gerð með slíku útboði á almennum markaði. Útboð- ið á hlut ríkisins í Jarðborunum mun sýna hvemig almenningur bregst við hlutafjárkaupum í fyrr- verandi ríkisfyrirtæki." Fyrirhugað að selja hlut ríkisins í fjórum fyrirtækjum til viðbótar „Næsti áfangi er í því fólginn að við höfum snúið okkur til verð- bréfafyrirtækjanna fímm á nýjan leik, Verðbréfamarkaðs íslands- banka, Kaupþings, Fjárfestingafé- lags íslands, Handsais og Lands- bréfa. Óskað hefur eftir aðstoð þeirra við verðmat og undirbúning á sölu á eignarhlutum ríkisins í flór- um fyrirtækjum. í fyrsta lagi Þró- unarfélagi íslands, en ríkið á 29,02% af hlutafé þess á móti bönk- um og sjóðum sem hafa raunar lýst yfír áhuga á að kaupa bréfín. í öðru lagi Steinullarverksmiðjunni þar sem ríkissjóður á 30,11% hluta- Qár en aðrir hluthafa eru m.a. Sauð- árkróksbær og nokkrir bygginga- vörusalar. Salan á hlut ríkisins í þessum tveimur fyrirtækjum krefst ekki lagabreytingar og getur því farið fram um leið og verðmat ligg- ur fyrir og kaupandi er fundinn. í þriðja lagi er það Lyíjaverslun ríkis- ins sem er að fullu í eigu ríkissjóðs en áður en til sölu kemur þarf að fara fram úttekt á fyrirtækinu og breyta lögum. í Qórða lagi er það íslensk endurtrygging, sem ríkis- sjóður á 36,54% í og Trygginga- stofnun 2,69%. Ákveðið hefur verið að selja hlut ríkissjóðs og líkur eru á að hlutur Tryggingastofnunar verði einnig seldur. Þá hefur verið ákveðið að kalla til ráðgjafa til að undirbúa með hvaða hætti rekstur fríhafnarinnar og annarra verslana í flugstöðinni megi bjóða út,“ segir Hreinn Loftsson. „Samkvæmt flárlögum er ætlun- in að selja ríkisfyrirtæki fyrir 1.075 milljónir á þessu ári en gróflega er áætlað að fyrirtækin sem eru í fyrsta áfanganum gefí um 300 milljónir króna í ríkissjóð. Þau fjög- ur fyrirtæki sem ætlunin er að selja „Ljóst er að fleira þarf til að koma í sambandi við einkavæðingu svo að áætlanir fjárlaga standist. í því efni eru okkur settar nokkuð þröngar skorður þar sem lagafrum- vörp um breytingu ríkisbankanna, og þá einkum Búnaðarbankans, Sementsverksmiðjunnar og Síldar- verksmiðjunnar í hlutafélög náðist ekki fram á síðasta þingi. Við verð- um því að leita annarra leiða. Það sem kemur til greina á þessu ári er að minnka hlut ríkisins í íslensk- um aðalverktökum með sama hætti og ríkið jók sinn hlut þar á sínum tíma. Þá tóku hinir eigendumir út fjármagn úr félaginu og skildu rík- ið eftir með aukinn hluta. Þar sem ijárhagsleg staða íslenskra aðal- verktaka er mjög sterk ætti ríkið að geta tekið út fjármagn og skert sinn hlut sem því nemur. Þetta þjón- ar einnig þeim tilgangi að draga úr þátttöku ríkisins í verktakastarf- semi. Önnur leið getur verið í því fólg- in að breyta fyrirkomulagi Fiskveið- asjóðs. Það er mjög öflugur sjóður með eigið fé upp á um fjóra millj- árða. Hugmyndin er sú að með heimild Alþingis verði ákveðið að hlutur Fiskveiðasjóðs í íslands- banka, að nafnverði 370 milljónir, verði seldur á almennum markaði og andvirðið renni í ríkissjóð. Rökin fyrir þessu eru ekki síður þau að þarna er verið að þjóna markmiðum einkavæðingar þar sem ríkissjóður á í gegnum Fiskveiðasjóð ennþá Samkvæmt stefnu ríkisstjómar- innar er það markmið fyrir hvert ár kjörtímabilsins að selja ríkisfyrir- tæki fyrir liðlega milljarð á ári. Það næst hins vegar ekki nema með hinum stóru einkavæðingaráform- um varðandi einkavæðingu bank- anna og sjóða, t.d. Iðnlánasjóðs og Fiskveiðasjóðs. Sala ríkisbankanna er mjög mikilvæg til að þeirri póli- tísku miðstýringu sem hefur ríkt lengi í fjármagnskerfínu ljúki. Markmiðið með sölu ríkisbankanna er að auka sjálfstæði þeirra og auð- velda þeim að sinna hlutverki sínu sem lánastofnanir fremur en ein- hverskonar þróunarsjóðir. Bankar verða að geta brugðist skjótt við breytingum er Ieiða af aukinni sam- keppni og breytt rekstrarfyrir- komulag auðveldar það.“ Sala ríkisfyrirtælqa í öðrum áfanga hefst í lok sumars Til að fylgja eftir markmiðum sínum um einkavæðingu skipaði ríkisstjómin þriggja manna ráð- herranefnd sem í eiga sæti Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Sig- urðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra. Ráherranefndin skipaði þriggja manna fram- kvæmdanefnd til að annast daglega umsjón einkavæðingarinnar fyrir hönd ráðherranefndarinnar og und- irbúa mál til meðferðar þar. I fram- kvæmdanefndinni, sem tók til starfa í febrúar sl., eiga sæti Hreinn Loftsson, formaður, Björn Frið- fínnsson og Steingrímur Ari Ara- son. „Miðað við þann hraða sem verið hefur á fyrsta áfanga einkavæðing- arinnar er reiknað með því að sala á hlutabréfunum í fyrirtækjunum í öðrum áfanga hefjist síðla sumar og standi fram á haust. Þetta eru það sérhæfð fyrirtæki að þau eiga ekki að hafa truflandi áhrif á mark- aðinn. Fyrst og fremst má gera ráð fyrir því að það séu aðilar í sam- keppni eða sömu greinum sem hafa áhuga á þessum fyrirtækjum. Þegar Lyfjaverslun ríkisins verð- ur seld munum við leggja ríka áherslu á að tryggð verði sam- keppni í lyfjaframleiðslu og því munum við stefna að samstarfi við starfsmenn og forráðamenn þess fyrirtækis." Kynningarverkefni um einkavæðingu „Til að tryggja að staðið verði með faglegum hætti að framkvæmd einkavæðingarinnar viljum við áfram leita til sérfræðinga. Verð- bréfafyrirtækin hafa staðið sig mjög vel og hefur samstarfíð við þau verið ánægjulegt. Með þessu móti er framkvæmd einkavæðing- arinnar komið út á markaðinn. Þannig verða sem minnstar efa- semdir um að rétt sé staðið að verð- lagningu fyrirtækjanna og jafn- framt er tryggt að allir hafa sama kost á að kaupa þessi fyrirtæki eða hluti í þeim. í þessu felst einnig ákveðin reynsla fyrir verðbréfafyrirtækin sem mun koma til góða þegar að síðari stigum einkavæðingarinnar, sem væntanlega verða stærri, kem- ur. Með einkavæðingu er ríkið ekki eingöngu að losa sig við eignir til að stuðla að jafnvægi í ríkisfjármál- um heldur er það ekki síður mikil- vægt pólitískt og efnahagslegt markmið að einkavæðingii) stuðli að aukinni samkeppni eða sam- keppni viðhaldist á viðkomandi sviði." Ráðherranefndin hefur tekið ákvörðun um að hefja í sumar und- irbúning að kynningarverkefni um einkavæðingu fyrir almenning. Það á að felast í almennri kynningu á forsendum, markmiðum og tilgangi einkavæðingarinnar. „Við höfum fengið hvatningu frá ýmsum áhuga- sömum aðilum um að hefja kynn- ingu á einkavæðingu og það ætlum við að gera. Áformað er að gera viðhorfskönnun á meðal almennings til að fá fram hveijar séu skoðanir fólks á einkavæðingunni. í kjölfarið verða áform ríkisstjómarinnar kynnt. Einkavæðingin er í raun andsvar við þeim auknu ríkisumsvifum sem hafa orðið í þessu þjóðfélagi á und- anförnum árum og áratugum, þar sem ríkisreksturinn hefur tekið á sig sífellt umfangsmeiri og fjöl- breyttari myndir. Hún er eina leiðin til að hverfa frá þessari stöðu. Um afleiðingar óhóflegra ríkisaf- skipta höfum við tvö nýleg dæmi. Álafoss var búið að fá í sinn hlut um tvo milljarða króna. á sl. árum en fyrirtækið þurfti í fyrra að fá um 200-300 miHjónir til viðbótar til að halda starfseminni áfram. Það var hins vegar komið í veg fyrir frekari fjáraustur. Hitt dæmið er Ríkisskip þar sem ríkið þurfti síð- ustu 10 ár að borga um 300 milb'ón- ir króna á ári með rekstrinum, sem stóð engan veginn undir greiðslu afborgana og vaxta af fjárfesting- um upp á milljarða króna. í raun var einungis verið að fela það að fyrirtækin voru löngu orðin gjald- þrota. Á þennan hátt fjarlægðust fyrirtækin raunveruleikann ðg lifðu í skjóli hins pólitíska valds. Ríkis- stjórnin stefnir að því að draga úr slíku og reyna að auka framtak einstaklinga í atvinnurekstrinum,“ segir Hreinn Loftsson, formaður framkvæmdanefndar um einka- væðingu. ÁHB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.