Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992 C 9 Sjónarhorn Fjölþætt sjálfsnám um atvinnumál eftir Jón Erlendsson Upplýsingaþjónusta Háskólans hefur um 4 ára skeið unnið að umfangsmiklu átaksverkefni á sviði atvinnumála og atvinnusköpunar. Meginþátturinn í því er uppbygging Upplýsingamiðstöðvar um atvinnu- mál. Aflað hefur verið víðtækra sambanda um allan heim í þessu skyni og byggð upp umfangsmikil gagnasöfnun yfir ríflega 10.000 erlenda aðila sem unnt er að nýta til að afla fjölbreytilegrar og sér- hæfðrar fagþekkingar auk upplýs- inga um hráefni, vélar o.fl. Slík tengsl eru ómetanleg þegar unnið er að því að þróa ný atvinnutæki- færi eða efla almenna eða sértæka starfsþekkingu. Á þeim grunni sem byggður hef- ur verið upp hefur verið þróað sér- stakt sjálfsnámskerfi um atvinnu- mál, þ.e. skipulegt sjálfsnám um atvinnumál og tækifærasköpun (SSAT). Tilgangurinn með þessu kerfi er að veita þeim sem burði hafa til sjálfstæðs náms ódýra og hagkvæma aðstoð við að afla gagna og sambanda af afar fjölbreytilegu tagi. Reynslan sýnir að þeir sem eru driffjaðrir í atvinnulífi, þ.e. frum- VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK RAÐSTEFNUR: ■ VERKFRÆÐINGAFÉ- LAG íslands gengst fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu um viðbún- að og varnir gegn náttúruham- förum í tilefni af 80 ára af- mæli sínu dagana 28. og 29. maí nk. Ráðstefnuna sækir fólk frá 10 þjóðlöndum utan íslands og verða alls flutt 29 erindi. Á hana er boðið sérstak- lega þremur vísindamönnum sem halda yfirlitserindi hver á sínu sviði þ.e. jarðvísindum, verkfræði og hagfræði. Einn þessara gestafyrirlesara er ís- lendingar búsettur erlendis, dr. Haraldur Sigurðsson, prófess- or í jarðfræði við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum. Ráðstefnan er haldin í Háskóla íslands í stofu 101 í Odda og stofu 101 í Lögbergi. ■ RANNSÓKNARRÁÐ ríkisins efnir til námstefnu þann 22. júní nk. um þátttöku í áætlunum Evrópuband- alagsins (EB) um rannsóknir og þróunarstarfsemi, hvernig afla á upplýsinga og sækja um stuðning úr sjóðum EB. Nám- stefnan sem haldin er í sam- vinnu við menntamálaráðun- eytið og Vísindaráð hefur það markmið að leiða væntanlega umsækjendur í gegnum feril umsókna og veita þeim innsýn í hvernig hægt er að afla upp- lýsinga um einstakar áætlanir, hvaða kröfur eru gerðar um frágang umsókna og hvernig megi leita eftir samstarfsaðil- um. Fyrirlesarar eru m.a. Pia Jörnö, verkfræðingur og stjórnandi Dansk Teknelog- isk Oplysningstjeneste EF- Videncenter og Anne Fon- nesbech, landbúnaðarfræðing- ur og fulltrúi í rannsóknadeild danska menntamálaráðuneyt- isins. Námstefnan verður hald- in í Borgartúni 6 og hefst kl. 9.00 þann 22. júní. Tilkynna þarf þátttöku til Rannsóknar- ráðs ríkisins fyrir 15. júní Þátt- tökugjald er 9.700 kr. kvöðlar (e. Entrepreneurs), eru yfir- leitt það framtakssamir og sjálf- stæðir að þeir þurfa ekki mikla aðra hjálp en vissa lágmarksaðstoð við öflun þekkingar og upplýsinga. Kunnáttuleysi og aðstöðuleysi slíks fólks um upplýsingaöflun get- ur á hinn bóginn reynst þeim veru- leg^ur fjötur um fót, fjötur sem ger- ir þekkingaröflun og könnun nýrra tækifæra óheyrilega dýra og sein- virka. Af þessu leiðir að afköstin við könnun nýrra kosta verða alltof lítil. Kostirnir sem kannaðir eru eru því alltof fáir. Annað sem getur gerst er að menn hefjist handa án þess að afla sér nægilegrar þekk- ingar og reynslu. Afleiðingarnar blasa alls staðar við, þ.e. fjölda- gjaldþrot og stórfelldir erfíðleikar. Kerfi af því tagi sem Upplýsinga- þjónusta Háskólans hefur þróað getur gert þeim sem vilja skapa sér ný tækifæri og bætta stöðu á vinnu- markaði þekkingaröflun sína stór- um auðveldari, tryggari og ítarlegri en nú er raun á. Þetta geta menn gert ýmist sem starfsmenn annarra eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Kerfið nýtist til að afla erlendra sambanda. Hefðbundið nám býður ekki upp á þennan möguleika. Sú grunnþekking sem komið er til skila innan þess nægir sjaldnast til að skapa sérstakt tækifæri. Meira þarf til. Viss lágmarkskunnátta á tungu- málum, einkum ensku, er æskileg fyrir þá sem vilja nýta sér mögu- leika þá sem hér er lýst. Upplýsingaþjónusta Háskólans (áður Upplýsingaþjónusta Rann- sóknarráðs) hefur ríflega 14 ára reynslu í að efla hverskyns rann- sóknastofnanir. Ár hvert eru unnin hjá þjónustunni um 50-200 verk- efni af fjölbreytilegu tagi. Upplýs- ingaþjónustan var á sínum tíma fýrsti innlendi aðilinn er hóf hagnýt- ingu erlendra gagnabanka með beinum fjarskiptasamböndum (1979). Nánari upplýsingar um sjálfs- námskerfíð og þjónustuna má fá hjá Jóni Erlendssyni, yfirverkfræð- ingi, Upplýsingaþjónustu Háskól- ans, s. 629921, 694665). Höfundur er forstöðumaður Upp- lýsingaþjónustu Háskólans. Ferðamál Alís fær við- urkenningu BRESKI sendiherrann, Patrick Wogan, afhenti Skúla Böðvars- syni þjá ferðaskrifstofunni Alís í Hafnarfirði viðurkenningarskjal fyrir hönd UK Tourism Market- ing Award Scheme. Viðurkenningin er veitt fyrir vel heppnaða skipulagningu á stuttum ferðum til Newcastle, borgar í norð- urhluta Englands, síðastliðið haust. Framtak Alís þótti athyglisvert, það tók aðeins fimm vikur að skipu- leggja ferðir á nýjan áfangastað. (Úr fréttatilkynningu frá breska sendiráðinu.) o Við gerum ykkur tilboð Gerum ræktunarsamninga til lengri eða skemmri tima fyrir stærri og smærri svæði. Úrval af bjám, runnum og skógarplöntum, Qölærum plöntum og sumarblómum. Hagstæð og góð lausn fyrir fyrirtæki, félagasamtök, búsfélög og bæjarfélög. SÆKIÐ SUMARIÐ TIL OKKAR GRÓÐRARSTÖÐIN 'MöiK STJÖRNUGRÓF18, SÍMI814288, BRÉFASÍMI812228 stjóm- og gæskitæki HITI Hitastiliar teg. RT (bakelithús) vinnusvið: -60 til +300°c Hitastillar teg. KPS (seltuþolinn) vinnusvið: -10 til +200°c Hitanemar teg. EMT vinnusvið: -10 tii +650°C útgangsmerki 4-20 mA nákvæmni ± 1% ÞRÝSTINGUR Þrýstiliðar. teg. RT (bakelithús) vinnusviö: -1 til 30 bar (kg) Þrýstiliðar. teg. KPS (seltuþolinn) vinnusvið: 0 til 60 bar (kg) Þrýstiliðar. teg. PS(U) vinnusvið. 1 til 15 bar (kg) 3x380 V ac 9 A Þrýstinemar. EMP vinnusvið: -1 til 250 bar (kg) útgangsmerki: 0/4-20 mA nákvæmni. ± 1% VÖKVA- OG LOFTSTÝRINGAR Segullokar teg. EV(S) I stærðir. 1/8” - 4” fyrir: vatn, loft, olíu og gufu Loftstýrðir ventlar. teg. HP stærðir: 1/2" - 2” fyrir: vatn, loft og olíu. ROFAR OG ROFABÚNAÐUR Teg. C og Cl álagsstærð: 2 til 45 A. Varnir teg. T og Tl. álagsstærð: 0,13 til 80 A y/A rofar teg. STO. fyrir motorstærðir: 45 kW. HÉÐINN SEUAVEGI2, REYKJAVÍK IÐNLANASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 / K- A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.