Morgunblaðið - 28.05.1992, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTIAIVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1992
Teiknimyndir
Fólk
Siggi hf. gerir samning við
teiknimyndaver í Litháen
TEIKNIMYNDAGERÐ á sér ekki
langa hefð á íslandi og aðeins
eru starfræktar hér tvær teikni-
myndagerðir þessa dagna. Onn-
ur þeirra er teiknimyndagerðin
Siggi hf. sem framleiðir eigin
teiknimyndir fyrir sjónvarp og
kvikmyndahús bæði innan lands
og utan. Fyrirtækið, sem er ný-
stofnað, hefur náð samningum
við teiknimyndaverið LAF í Viln-
ius í Litháen þannig að eftir
vinnslu handrits og teikninga hér
á landi fer öll nánari útfærsla,
hreyfing og kvikmyndun fram í
Vilnius.
Stofnendur og jafnframt einu
starfsmenn teiknimyndagerðarinn-
ar Siggi hf. eru Sigurður Orn Brynj-
ólfsson, myndlistarmaður og gra-
fískur hönnuður og Anna Guðbjörg
Magnúsdóttir kvikmyndagerðar-
maður. Sigurður Örn hefur lengst
af starfað við grafíska hönnun og
myndlist. Hann hefur kennt við
Myndlista og handíðaskóla íslands
ásamt vinnu við myndskreytingu
bóka og við auglýsingagerð. Þá
hefur hann haldið nokkrar sýningar
á verkum sínum, bæði hér heima
og erlendis. Undanfarin þrjú ár
hefur Sigurður að mestu snúið sér
að gerð teiknimynda sem hann hef-
ur unnið í samvinnu við Sænsku
kvikmyndastofnunina og Pannonia
Film í Ungverjalandi auk þess sem
Námsgagnastofnun hefur tekið þátt
í gerð einnar myndar.
Anna Guðbjörg hefur sl. sex ár
aðallega unnið við útvarpsþátta-
gerð, kennslu og kvikmyndagerð,
síðast sem framleiðslustjóri kvik-
myndarinnar Svo á jörðu sem á
himni, sem frumsýnd verður í sum-
ar. Auk þess er hún annar tveggja
höfunda bókarinnar Áttavitinn-
kennslubók um fjölmiðla, sem gefin
var út árið 1990.
Teiknimyndagerðin Siggi hf.
leggur aðaláherslu á gerð stuttra
teiknimynda sem eru frá þremur
mínútum upp í 15 mínútur að lengd.
Að sögn Sigurðar eru myndimar
ýmist unnar úr þeirra eigin hug-
myndum eða úr öðru efni, t.d. ís-
lenskum þjóðsögum.
„Það eru ótrúlega mörg handtök
sem fylgja hverri teiknimynd,"
sagði Anna, „og því var mikilvægt
fyrir okkur að ná þessum samningi
við LAF. Þannig getum við þróað
nýjar hugmyndir hér heima sem
síðan eru útfærðar nánar í Vilnius.
Þar er slík vinna mun ódýrari auk
þess sem framleiðslan gengur hrað-
ar fyrir sig vegna þeirrar sérhæf-
ingar sem fyrirtækið hefur yfir að
ráða.“
Að sögn Sigurðar og Önnu gerir
framleiðslusamningurinn við LAF
þannig að verkum að Siggi hf. get-
ur tekið að sér gerð auglýsinga-
teiknimynda fyrir sjónvarp á lægra
verði en áður hefur þekkst. Auk
þess að gera handritin sjálf geta
þau tekið við handritum frá auglýs-
ingastofum og séð um útfærslu og
stjórnun í Vilnius.
Teiknimyndagerðin Siggi hf. er
nú með fjórar teiknimyndir í fram-
leiðslu og hefur lagt drög að tíu til
viðbótar. Meðal þeirra mynda sem
nú er unnið að er Auðun og ísbjörn-
inn, 10 mínútna mynd sem unnin
er upp úr íslendingaþáttum. Hand-
ritið að myndinni var valið sem ís-
Ienski hlutinn í norrænu samstarfs-
verkefni 1991-1992, sem Bengt
Forslund, forstöðumaður Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins,
var aðalhvatamaður að. Auðun og
ísbjörninn verður tilbúin til sýningar
síðar á þessu ári.
Fjármálastjóri
Vífilfells hf.
MJÓN Sigurðsson hefur verið
ráðinn fjármálastjóri Vífilfells hf.
Hann er við-
skiptafræðingur
að mennt og lauk
prófi frá HI árið
1979. Að námi
loknu starfaði Jón
sem rekstrarráð-
gjafi hjá Hag-
vangi hf. til árs-
ins 1986. Frá
þeim tíma hefur hann starfað sem
ljármálastjóri hjá Hans Petersen
hf. Jón er 37 ára gamall, kvæntur
Unu Eyþórsdóttur deildarstjóra
þjálfunar hjá Flugleiðum og eiga
þau tvær dætur.
Jón
Framkvæmda-
stjóri Ferðavak-
ans hf.
MGUÐRÚN Gunnarsdóttir hef-
ur tekið við stöðu framkvæmda-
stjóra hjá Ferðavakanum hf.
Ferðavakinn set-
ur upp 18 tölvu-
væddar upplýs-
ingastöðvar, í
tveimur áföngum,
til notkunar fyrir
innlenda og er-
lenda ferðamenn
á helstu ferða-
mannastöðum
landsins. Stöðvamar verða allar
samtengdar sem gerir stjómun og
viðhald kerfisins aðgengilegra og
tryggir að upplýsingar sem í ferða-
vakanum eru séu ávallt þær nýj-
ustu. Skráning upplýsinga fer fram
í húsakynnum Ferðavakans í
Lækjargötu 3. Eigendur Ferða-
vakans eru Upplýsingamiðstöð
Ferðamála, Fjarhönnun hf. og
Bain Business Solutions í Glasgow.
Guðrún útskrifaðist úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1985
og nam frönsku og ferðamálafræði
í París 1985-1988. Hún vann á
Hótel Eddu HSL, Holiday Inn í
Reykjavík og var síðastliðin 3 ár
hótelstjóri á Hótel Norðurlandi á
Akureyri. Eiginmaður hennar er
Þorgrímur Páll Þorgrímsson og
eiga þau einn son.
Framkvæmda-
stjóri Skífunnar
hf.
MÞORVALDUR K. Þorsteins-
son hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Skífunnar hf. frá
I. júní næstkom-
andi. Hann er 40
ára og útskrifaðist
sem viðskipta-
fræðingur frá Há-
skóla Islands áríð
1976 og varð
löggiltur endur-
skoðandi árið
1979. Þorvaldur
starfaði við endurskoðun frá árinu
1975, þar af sem einn af eigendum
Endurskoðunarmiðstöðvarinnar
hf. — N. Manscher frá 1985.
Hann hefur tekið mikinn þátt í
félagsstörfum Félags löggiltra
endurskoðenda og var formaður
þess 1983-1985. Eiginkona hans
er Guðrún Þ. Þórðardóttir og
eiga þau tvær dætur.
Forritari hjá ís-
lenskri forrita-
þróun
MGUÐMUNDUR Friðrik
Georgsson hóf störf hjá íslenskri
forritaþróun hf.
II. maí sl. Hann
starfar sem forrit-
ari í þróunardeild
fyrirtækisins.
Guðmundur er
fæddur 19. febr-
úar 1969 og lýkur
prófi í tölvunar-
fræði frá Háskóla Guftmundur
íslands nú í vor. Sambýliskona
hans er Sigurbjörg Anna Guðna-
dóttir háskólanemi.
T o r g i ð
Ríkisútgjöld má lækka með útboðum
Á RÁÐSTEFNU um rfkissjóðs-
vandann sem Landsmálafélagið
Vörður, skattanefnd Sjálfstæðis-
flokksins og Samband ungra sjálf-
stæðismanna (SUS) boðuðu til um
sl. helgi, voru nefndar ýmsar
lausnir til að ná jafnvægi í ríkisfjár-
málum. Fjallað var um að skatt-
heimta mætti vera betri og með
breyttu launakerfi hjá ríkinu væri
hægt að draga úr ríkisútgjöldum.
Þá var einkavæðing einnig nefnd
til sögunnar sem ein af lausnum
ríkissjóðsvandans. Annars vegar
fjallaði Ari Edwald varaformaður
SUS um sölu ríkisfyrirtækja og
sameiningar ríkisstofnana og hins
vegar fjallaði Þórleifur Jónsson
framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna um útboð
og hagræðingu.
Auk þess að fjalla um almenna
sölu ríkisfyrirtækja nefndi Ari Ed-
wald mörg áhugaverð dæmi um
stofnanir sem má sameina öðrum
eða jafnvei leggja niður. Hann
sagði t.d. að Veiðieftirlitið, Al-
mannavarnir og Vitastofnun
mætti sameina Landhelgisgæsl-
unni og sendiráðin í Osló og
Stokkhólmi mætti leggja niður,
svo og Hagþjónustu landbúnaðar-
ins. Kostnaður ríkissjóðs við þess-
ar 6 stofnanir er árlega tæplega
300 milljónir króna.
Nokkuð hefur verið fjallað um
sölu ríkisfyrirtækja í fjölmiðlum en
minna hefur verið lagt upp úr út-
boðum og hagræðingu hjá ríkinu.
í erindi Þórleifs Jónssonar kom
fram að það er mun hagkvæmara
fyrir hið opinbera að láta einkaað-
ila keppa um að leysa sem flest
verkefni en að gera það sjálft. í
nágrannalöndum okkar hafi að
undanförnu verið mikil gróska á
sviði útboða til einkaaðila á rekstr-
arþáttum hins opinbera og yfir-
völd, bæði ríki og sveitafélög,
stefni markvisst að því að innleiða
samkeppni í starfsemi hins opin-
bera með þessum hætti. Þetta
hafi hins vegar ekki verið reyndin
hérlendis.
Að mati Þórleifs hefur ýmislegt
komið í veg fyrir það að við fylgjum
fordæmi nágranna okkar. Þar
megi m.a. nefna þá tilhneigingu
stjórnenda opinberra stofnana að
þenja þær út og gera veldi sitt sem
mest. Opinberar stofnanir lúti ekki
aga markaðarins og því sé nauð-
synlegt að koma í veg fyrir að þær
vaxi ekki umfram það sem sam-
ræmist almannahag.
Ekki sé einungis nauðsynlegt
að auka útboð heldur einnig setja
skýrari reglur um útboðsviðskipti
hér á landi. Þórleifur segir að þrátt
fyrir ágætar samskiptareglur í ís-
lenskum staðli um útboð, tilboð
og verksamninga skorti mjög á
að þær leikreglur séu nægilega
vel haldnar. Jafnvel séu dæmi um
að þær séu sniðgengnar af opin-
berum stofnunum, sem séu höf-
undar að staðlinum. Því miður sé
alltof algengt að verulega vanti
upp á eðlilegt viðskiptasiðferði á
þessu sviði. Að mati Þórleifs er
því nauðsynlegt að lögfesta
rammareglur um útboðsviðskipti.
Vinnubrögð við útboðsgerð og
mat tilboða eru vissulega til fyrir-
myndar hjá ýmsum stofnunum og
fyrirtækjum en víða virðist vera
pottur brotinn. Sá misbrestur get-
ur komið illa við þau fyrirtæki sem
taka þátt í útboðum, sem oft á
tíðum krefjast mikils undirbúnings
og kostnaðar. ( viðskiptablaði
Morgunblaðsins kom fram í sl.
viku að fyrirtæki eru jafnvel orðin
svo þreytt á vinnubrögðum Inn-
kaupastofnunar ríkisins, sem ekki
alltaf taki lægstu tilboðum án
haldbærra raka, að við óbreytt
ástand muni þau ekki taka þátt í
frekari útboðum á vegum hennar.
Slík viðbrögð leiða til minni sam-
keppni og væntanlega hærri út-
gjalda fyrir ríkissjóð en annars
þyrfti að vera.
Fjármálaráðherra, Friðrik Soph-
usson, sagði á ráðstefnunni um
ríkissjóðsvandann að erfitt yrði að
ná jafnvægi í ríkisfjármálum á
næsta ári. Ráðherra geturvonandi
nýtt sér þær fjölmörgu ágætu
hugmyndir sem komu fram á ráð-
stefnunni. Spor í rétta átt hlýtur
m.a. að vera það að gera útboð á
vegum ríkisins skilvirkari og reglu-
fastari, þannig að ekki verði unnt
að túlka staðla um útboð á jafn
ólíka vegu og nú virðist vera gert.
ÁHB