Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1992, Blaðsíða 1
oir og lálnir í umferði Æiar+-+-+-+ inni 1991 —~ —1r~.~--1>---- Fjöldi slasa latinna öku var 464: 7-i4 \m Slasaðir látnir í rop umferðinni 1986-1991 0-6 ora 7-4 5-6 7-20 1265 21-24 25-28 29-32 33-36 37-40 41-64 21-24 25-44 Slasaðir og látnir « ökumenn bifhjóla voru 52: Fjórdungur slasaóra er 17-20 ára Kvennahlaupiö í Garðabæ á morgun „ELDRI borgarar hafa ekki tekið þátt í kvenna- hlaupinu áður á skipulagðan hátt, en ég vona að sem flestar konur muni mæta núna. Þær þurfa ekki að hlaupa, en geta notað tækifærið og feng- ið sér góðan göngutúr," segir Halldóra Guðmundsdóttir hjá þjónustumiðstöð aldraðra. Halldóra hefur um árabil unnið í þágu aldraðra og segist sjálf taka þátt í hlaupinu. „I fyrra komu tvær konur með mér en ég vildi gjarnan sjá fleiri úr þessum aldurshópi. Lík- legt er að eldri borgarar veigri sér við að taka þátt í hlaupi, en við ætlum ekki að hlaupa heldur ganga. Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri til að koma saman og stunda útiveru. Bíllinn, sem flytur eldri borgara í Garðabæ fer frá þjónustumiðstöðínni Vesturgötu 7 kl. 12 og mun síðan fara á þær miðstöðvar sem þess óska. Þátttökugjald er 350 kr. Fyrir hlaup- ið verður upphitun við Flataskóla og á eftir verða veitingar í boði. Allar konumar fá verðlaunapening og því geta hvunndagshetjumar nú eignast sinn fyrsta verðlaunapening." Hlaupið hefst kl. 14, en upphitun hálftíma áður. Þátttakendur geta skráð sig frá kl. 11 í fyrramálið og fer skráning fram við hátíðarsvæðið. Við skráningu fá þeir boli sem em innifaldir í þátttökugjaldi. ■ flfogutiHiifctfr FÖSTUDAGUR 19.JÚNÍ 1992 c LUlÍMfealLlllE mmm IKAPPRÓÐRI ÍJ í FENEYJUM U Eldri konur eru hvattar til þátttöku „KAFFIDRYKKJA farþega í innanlandsflugi hefur margfaldast frá því við hættum að selja það. Áður var kaffi selt á 50 kr. en m.a. vegna stórbættrar aðstöðu í nýju vélunum var ákveðið að bjóða ókeypis kaffí og smákökur og það hefur sýnt sig að það er að verða mjög vinsælt,“ sagði Kolbeinn Arinbjarnarson forstöðumaður innanlandsdeildar Flug- leiða. Hann sagði að viðbótarkostnaður vegna meiri kaffíkaupa lægi ekki fyrir en skipti milþ'ónum. Þar sem ýmsir hafa kvartað undan því við Ferðablaðið að ekki gefist kostur á að fá dagblöð að glugga í { innanlandsflugi sagðist Kolbeinn ekki kannast við það sem meirihátt- ar umkvörtunarefni. Hann sagði að flugfreyjur skrifuðu skýrslu um hverja ferð og ekki væri oft minnst á það. Hins vegar sýndi sig að væri ókeypis þjónustuþætti bætt við myndaðist mjög fljótlega þörf fyrir hann. „Við verðum að horfa í hveija krónu og margt smátt gerir eitt stórt. Við flytjum 250 þús. farþega innan- Íands árlega og ég skýt á að blaða- kostnaður gæti verið um eða yfir 10 milljónir króna,“ sagði Kolbeinn. Hann sagði að eftir að nýju vélam- ar komu væri almenn ánægja far- þega mun meiri. Áður hefðu menn kvartað undan hávaða í hreyflum, þrengslum o.þ.h en það hefði ger- breyst„ og það er greinilegt að menn kunna vel að meta að fljúga með þeim nýju.“ tm margfaldast í innanlandsflugi Kaffidrykkja hefur 1986-1991 slösuðust eöa létust 5.578 í umferðinni AF 1.155 manns sem slösuðust eða létust í umferðarslysum á landinu á síðasta ári var um fjórðungur, eða 285 manns, á aldrinum 17-20 ára. Af 464 ökumönnum bifreiða sem slösuðust eða létust í umferðinni voru 133, eða 28,6%, 17-20 ára. Af 52 ökumönnum bif- hjóla sem slösuðust í umferðinni í fyrra var réttur helmingur, eða 26, 17-20 ára. Fyrr- greindar upplýsingar eru byggðar á skráningu Umferðarráðs á skýrslum lögreglunnar, sem nánar er gerð grein fyrir í töflunni hér á síðunni. AF ÞEIM 1.155 sem slösuðust í umferðinni í fyrra voru 39 yngri en 6 ára; 124 7-14 ára, 91, 15 eða 16 ára, 285 17-20 ára eins og fyrr sagði; 114 voru 21-24 ára, 410 frá 25-64 ára en 92 voru 65 ára og eldri. Á TÍMABILINU 1986-1991 slösuðust eða létust 5.578 manns í umferðinni á íslandi. 1.265 þeirra, eða 22,7%, voru á aldrinum 17-20 ára, en það er svipuð tala og fjöldi slasaðra á aldrin- um 25-40 ára. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.