Morgunblaðið - 19.06.1992, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
Minitingarnar eru dag-
bókin sem við berum
öll með okkur
OSCAR WILDE
Draumur
kartöflubóndans
á grillinu hjá Rannveigu
UM LEIÐ og dag tekur að lengja er ekki óalgengt að sjá fólk
standa á svölunum eða úti í garði við að grilla. Sumir nota þenn-
an eldunarmáta oft í viku og jafnvel af og til yfir veturinn líka.
Rannveig Pálmadóttir hússljórnarkennari hefur haldið grillnám-
skeið í tuttugu og fjögur ár og sífellt verið að þróa nýjar upp-
skriftir á grillið. Fyrstu árin sem hún var með grillnámskeið
segir hún að fáir hafi átt útigrill og ekki margir sem hafi verið
komnir upp á lag með innigrill heldur. „A þessum tíma var úrval-
ið af sósum og kryddum mjög lítið og alveg ótrúleg breyting
sem hefur orðið þar á undanfarin ár.“
Rannveig brást vel við þegar
undirrituð bað hana um upp-
skrift fyrir lesendur af girni-
lö&u góðgæti á grillið og var
ekki lengi að töfra fram úr
erminni nýja uppskrift sem
hún kallar Draum kartöflubónd-
ans. Reyndar fylgir nafninu saga.
Uppskriftin var til þegar Rannveig
var að stinga upp kartöflugarðinn
um daginn og einn nemanda henn-
ar keyrði framá hana við garðyrk-
justörfin. Þegar hún var að tala
um atburðinn seinna á námskeiði
ir eru hafðir til endanna á prjónun-
um. Kolin þurfa að vera orðin al-
veg grá þegar byrjað er að grilla
eins og alltaf reyndar og fiskurinn
er grillaður í þrjár til fjórar mínút-
ur á hvorri hlið. Rannveig bætir
því við að þegar búið sé að grilla
sé gott að hafa fötu af sandi við
grillið til að slökkva í kolunum.
Það á aldrei að láta kolin brenna
út vegna mengunar sem þau
valda og einnig kann að vera að
sum kolin séu heil og nýtist næst
þegar grillað er.
Við rétt misstum
af nemendum
Rannveigar á sið-
asta námskeiðinu
íbili en náðum þó
að mynda einn af
þeim átta réttum
sem voru grillaðir
það kvöldið og
sem meðfylgjandi
uppskrift er af.
Morgunblaðið/Sverrir
þá bað hún um uppástungur um nafn á réttinn og einum þátttak- enda fannst tilvalið að kalla hann
Sósa:
draum kartöflubóndans. Það eru 14 bolli oyster sósa
engar kartöflur í uppskriftinni en svona er nafnið til komið. 14 bolli Teriaki kikkoman baste and glaze
Draumur kartöflu- 14 tsk. pipar
14 tsk. hvítlaukssalt
bóndans
Hörpudiskur Salat meó fiskinum
humar
skötuselur 1 bolli soðin og kæld hrísgrjón
stórlúða Sósa
súrsætur perlulaukur 'Abolli majónes
14 bolli bufflaukur 4 bollar brauðteningar
1 bolli ananas 3 msk. smjör
steinselja til skrauts
Eins til tveggja daga gamalt brauð
Hreinsið fisk og skerið í smábita.
Það er mátulegt að fiskmagnið
sé alls um það bil 500-600
grömm. Þegar búið er að þerra
fiskinn og þræða hann upp á
prjóna er sósu smurt á fiskbitana
og ágætt að láta þá marínerast
frá fimm mínútum og upp í klukku-
stund. Uppskriftin af sósunni fylg-
ir hér að neðan. Súrsætu laukarn-
'A bolli sýrður rjómi
Best er að hræra kryddjurtir fyrst
saman við majónes og blanda síð-
an sýrða rjómanum samanvið.
Eftir að búið er að setja soðin
hrísgrjón saman við þá er smátt^
skorinni papriku, smátt skornum
bufflauk og ananas bætt saman
við svo og rækju og safa. Kælið
og berið fram en skreytið áður
með steinselju.
Blandaóar árstiðir
% bolli sykur
14 tsk. sinnepsduft 14 tsk. salt
14 tsk. pipar 14 tsk. kanill
2-3 tsk. tarragon 2 niðurskorin epli
1-114 tsk. grænmetiskraftur 4 bananar í sneiðum
300-400 g rækjur og vökvi 1 bolli steinlausar sveskjur
14 græn paprika 14bolli þurrkaðar apríkósur
14 rauð paprika 1 bolli niðursoðinn ananas
er skorið í teninga og steikt í
smjöri. Brauðteningarnir eru látn-
ir þorna á pönnunni.
Sveskjur eru skornar í sex bita
hver, ananas skorinn í smábita
og yfir apríkósur eru settar fjórar
msk. af heitum ananassafa í fimm
til tíu mínútur. Ef ekki á að baka
réttinn í álbakka úti er allt sett í
tvö meðalstór eldföst form, fyrst
brauðteningar, síðan jukk og aftur
brauðteningar og þetta sett í
200° og bakað í tuttugu mínútur.
Ef hinsvegar á að baka eftirréttinn
á grilli sem ábætisrétt eftir draum
kartöflubóndans er tilvalið öð
setja réttinn á grillið á meðan
verið er að borða fiskinn. Réttur-
inn er þá settur í tvo meðalstóra
álbakka með loki og bakkarnir
settir í hamborgaragrind til að
þeir opnist ekki á meðan verið
er að grilla. Rétturinn er síðan
bakaður í fimm til tíu mínútur á
hvorri hlið.
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
SPURT 0G SVARAÐ
UM GARÐYRKJU
Blákvistur,
úðun og sitkagreni
FYRIRSPURNUM um garðyrkju svarar að þessu sinni Kristinn Helgi
Þorsteinsson garðyrkjufræðingur. Hægt verður framvegis að hringja
í þáttinn á föstudögum milli klukkan ellefu og tólf fyrir hádegi í
síma 691100 og munu svör birtast við fyrirspurnum hér á síðum
Daglegs lífs.
Grænmetissoð á plönturnar?
Er gott að gefa plöntum græn-
metissoð?
Svar: Við suðu losna ýmis næring-
arefni úr grænmetinu, sum þessara
efna geta eflaust stofujurtir nýtt
sér, en önnur nýtast ekki eins og
t.d. vítamín. Upplýsingar um nær-
ingargildi grænmetissoðs og áhrif
þess á plöntur hef ég ekki rekist
á. Ég óttast að grænmetissoð fúlni
í blómapottunum og hvet þig til að
nota viðurkenndar blómaáburð.
Sitkagreni, úöun og birki
Hanna Garðarsdóttir spyr:
Hvemig á ég að klippa sitkagreni
í hekk?
Klippt sitkagreni
Svar: Við byijum fljótlega að móta
plöntumar og gerum það þannig
að snemma sumars fjarlægjum við
fremsta nýútsprungna brumið á
hliðargreínum. Við það örvast brum
er innar liggja og plantan þéttist.
Nægjanlegt er að framkvæma
þetta annað til þriðja hvert ár, þar
til áætluðu umfangi er náð. Eftir
það getum við kliþpt með limskær-
um og er það verk framkvæmt á
vorin áður en vöxtur hefst eða í
Ljósmynd/Kristinn Helgi Þorsteinsson
byijun ágústmánaðar.
Greni toppstífum við ekki fyrr
en fyrirhugaðri hæð er náð. Miðað
við tveggja metra hátt grenilim-
gerði er áttatíu til nítíu sentimetra
breidd nægjanleg.
Ég mæli með að lögun limgerðis-
ins sé þannig að það fari mjókk-
anndi upp á við því þá nýtur sú
hlið sem snýr frá sól betri birtu.
Hanna spyr einnig hvort úða
megi sólbeijatré til að losna til