Morgunblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 7
6 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 Sorgin fylgir okkur svo lengi sem við lifum en nú þurfa menn ekki lengur að bera harm sinn í hljóði Kröftugur límpenni sem gefur aðeins einn dropa í einu. Límið þornar á 3 til 30 sekúndum. Snyrtileg leið til að líma gler, gúmmí, málma, leirmuni, og fleira. |.$. Helgason Dragháisi 4 S: 68 51 52 SORG eru eðlileg viðbrögð, sem við finnum þegar við missum. Stað- reyndin er sú að við missum svo lengi sem við lifum og á undanförn- um árum hefur öflug vakning átt sér stað hér á landi, svo viðhorf til sorgar hafa breyst nokkuð. Umræðan um sorg er eðlilegri og opnari en áður og menn þurfa ekki Iengur að bera harm sinn i hljóði. (QjJ Von, bók um viðbrögð við missi, kom nýlega út á vegum Hörpuútgáfunnar. Séra Bragi a Skúlason skrifaði bókina, en 5 hann hefur verið sjúkrahús- prestur í þijú ár auk þess sem hann hefur starfað með samtökun- um Nýrri Dögun frá haustinu 1989. í bókinni er fjallað um tilfinningar sorgarinnar, líkamleg einkenni, sorgarviðbrögð bama og umhverfis þeirra, og sorgarviðbrögð foreldra. Auk þess tekur séra Bragi til um- VINNINGUR í SUMARLEIK FJALLAHJÓLABÚÐARINNAR KOM A MIÐA NUMER 6709 Á hverjum Fimmtudegi á milli klukkan 16:30 og 17:00 er dregiö nýtt númer í sumarleik okkar Nútíðinni FœcáenffT.68 55 80 fjöllunar fósturlát, andvana fæð- ingu, missi maka við skilnað og við dauða, hvernig best er að veita syrgjendum stuðning, og sorg sem tengist því að missa atvinnu. Enn- fremur eru hagnýtar upplýsingar um hefðir varðandi útför, kostnað og annað sem óhjákvæmilega teng- ist dauðsföllum. Margs konar tilfinningar Hugtakið sorg spannar margs konar tilfinningar og sorgin er í mörgum fræðum sögð náskyld gleðinni, enda er Ijóst að við verðum sorgmædd um leið og við missum eitt- hvað sem áður vakti gleði hjá okkur. „Við bjóðum sorginni heim um leið og við bindumst tilfinningaböndum,“ segir séra Bragi. Dauði er liklega það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar orðið sorg ber á góma, en þess ber að gæta að sorgin bankar einnig á dymar í öðrum tilfellum. Má sem dæmi nefna sorg hjá börnum þegar for- eldri veikist alvarlega. Þeir sem þekkja skilnað af eigin raun vita að þá gerir sorgin sig heimakomna bæði hjá bömum og fullorðnum. Atvinnumissir kallar oft á sorg og er einmitt dæmi um hversu víðf- em sorg getur verið. Séra Bragi talar um sorgarferli í bók sinni. Hann skilgreinir ferlið sem för einstaklingsins um land sorgarinnar. Orðrétt segir hann: „Þótt við sem einstaklingar séum ólík hvert öðru, þá er afar margt sameiginlegt í sorgarviðbrögðum okkar. Það, hvernig hver og einn fer í gegnum sorgarferlið, er ein- staklingsbundið. Þegar ferli sorgar- innar er skoðað er oft erfitt að greina hvar það hefst og hvar það endar... Sorginni lýkur ekki að fullu svo lengi sem við lifum.“ ViAbrögð við sorg Algengast er, að sögn séra Braga, að fyrstu sorgarviðbrögð fólks lýsi sér með doðatilfinningu. Þá heyrir syrgjandinn ekki það sem sagt er, skilur ekki og sér ekki sam- hengið. Þá er algengt að syrgjandi fari í gegnum stig afneitunar, sem felur í sér að hann neitar að horfast í augu við missinn. Þá má nefna reiði, sem er flókin tilfmning. Séra Bragi segir að reiðin sé oft ómeðvit- uð til að byija með, en síðan bein- ist hún að okkur sjálfum, þeim sem færði okkur slæmu fréttirnar, eða umhverfinu almennt. Reiðin fær oft útrás með því að finna sökudólg, eða með því að draga sjálfan sig Sorg er eðlileg viðbrögð við missi og henni fylgja margvíslegar tilfinningar. eða annan til ábyrgðar vegna þess sem gerst hefur. Þunglyndi tengist oft söknuði, einsemd og vonleysi í sorginni, jafn- vel löngu eftir missinn. Lífið virðist einskis virði og syrgjandanum finnst allt að því óbærilegt að horfa fram á nýjan dag. Séra Bragi telur kvíða, hjálparleysi, létti eftir lang- vinnt dauðstríð, doða, þreytu, slen, grát, erfiða drauma og einbeitingar- leysi merki um eðlileg sorgarvið- brögð. „Mörgum syrgjendum finnst mikilvægt, að sætta sig við missinn eins fljótt og mögulegt er,“ segir séra Bragi. „Ég tel, að stundum séu fyrir hendi þær aðstæður, að ekki sé hægt að sætta sig við annað en það, að vera ósáttur.“ ■ Brynja Tomer Hvað er hægt að gera fyrir sorgmæddan vin? EINN kaflinn I bók séra Braga, fjallar um vinina, til hvers sé ætlast af þeim, hvað þeir eigi að gera og hvað þeir eigi að segja. Við birtum hér hluta kaflans. Mikilvægast er, að vinir séu ein- lægir og óhræddir við að sýna eigin vanmátt. Samt er mikil- vægt, að. þeir sýni frumkvæði gagnvart syrgjandanum, fari eins fljótt til syrgjandans og mögulegt er, taki með sér blómvönd og eitt- hvað með kaffinu. Ef nokkur tími líður þar til farið er í heimsókn, þá er mikilvægt að hringja, hafa samband, Það skíptir ekki miklu máli, hvað sagt er, hins vegar er mikil- vægt, að votta samúð sína. Snert- ing er mjög mikilvæg, svo og nærvera vinarins. Ekki draga úr mikilvægi miss- isins og ekki gefa loforð, sem ekki er mögulegt að standa við. Það er eðlilegt, að finna fyrir óör- yggi gagnvart því, að standa frammi fyrir vini sínum í sorg. En ef veita á stuðning, þá er mikil- vægt, að sýna frumkvæði: Eiga frumkvæði að gönguferð, matar- boði, að því, að hittast, sérstak- lega um helgar. Ekki hika við að segja nafn þess, sem er dáinn. Og ekki gleyma því, að sorgarferl- ið stendur yfir í langan tíma og nálægum vinum fækkar oft, þeg- ar frá líður. ■ IF ég breyti rétt er for- sjóninni þakkað það, ef ég breytiilla er mér kennt um það. INDLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992 C 7 » A feræringi um Feneyjar VIÐ rétt misstum af startinu en létum það ekki á okkur fá. Við vorum í Feneyjum til að taka þátt í Vogalonga, róðrin- um langa, sem var haldinn í 18. sinn í nýliðnum maí. Það var svo gaman að róa sjálfur í fyrsta sinn eftir Canal Grande og framhjá San Marco að það gerði lítið til þótt við misstum af fallbyssuskotinu klukkan 9 um morguninn sem ræsti 785 báta með 2.526 ræðurum í 32ja km langan róður. Við verðum bara fyrr á ferðinni næst. SVogalonga var fyrst haldinn 1975 til að mótmæla aukinni vélbátaumferð um lónið og skurðina í Feneyjum. Vélarnar eru háværar, menga vatnið og ^ öldugangurinn sem þær or- 9 saka étur upp múra og £■ náttúru. Róðurinn langi er nú o árlegur viðburður og litrík yýj bátahátíð. Allir sem ár geta valdið mega taka þátt í því og ræðarar streyma víðs vegar að með róðrarbáta til að sýna hvað í þeim býr og njóta fagnaðarl- áta áhorfenda sem fylgjast með af síkisbökkunum. Ég hef aldrei séð eins margar gerðir báta. Það voru sextán-, átta-, fimm-, fjór-, þrí-, tveggjamanna og einsmanns, ítalskir bátar þar sem ræðararnir standa og horfa fram fyrir sig, átta-, fjór- og tveggja- manna bátar með rúllusætum þar sem ræðararnir róa aftur á bak með stýrimafm sér til halds og trausts, bátar með föstum sætum, kanóar og kajakar. Dönsk hjón með ungan son og hund reru litlu víkingaskipi og einn Svisslendingur lét sér nægja brimbretti. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Það er hægt að fara með „strætóbáti", leigubáti eða gondóla undir Rialto á Canal Grande en það jafnast ekki á við að róa það sjálfur. Gondólarnir komust ekki að meðan keppnin stóð yfir Róðurinn tók allt frá tveimur og hálfum tíma upp í fimm og hálfan. Þeir sem stunda keppnisróður slöppuðu ekki af í þetta sinn frekar en venjulega. Við í feræringnum Cap Alex tókum það rólega en vor- um ekkert að slóra. Stýrimaðurinn stóð sig ótrúlega vel. Hún veifaði, og hringdi kúabjöllu sem trónaði efst á flaggstöng með 'svissneska og íslenska fánunum. Ég var oft smeyk um að hún sæi ekki kajaka sem skutust á milli bátanna en hún vissi hvað hún var að gera. Best var að horfa bara fram fyrir sig, róa í takt með hinum og treysta því að við lentum ekki í árekstri. Það varð heitt þegar leið að há- degi. Svitinn lak af okkur og einn áhorfenda í vélbát spurði hvort við vildum vatn. Við fussuðum við því, héldum róðrinum áfram og kölluð- um hlæjandi „vínó, vínó“. Hann gerði sér þá lítið fyrir, setti vélina í gang og gaf okkur flösku af ljóm- andi góðu og köldu hvítvíni. Enda- spretturinn var leikur einn eftir það. ■ Anna Bjarnadóttir „BORGHI BlRl SEINHir ÉG þurfti að kaupa stúdentsgjöf og leist vel á hand- gerðar, leðurbundnar minnisbækur í glugga bókbind- ara í Feneyjum. Við fórum þangað inn og dáðumst að pappírsvörunum á verkstæðinu. Bókbindarinn, sem var um fertugt, sá hvað við vorum hrifnar og varaði okkur við verðinu á minnisbókunum. „Hvaðan eruð þið?“ spurði hann svo. „íslandi," svaraði ég, „Mex- íkó,“ svaraði Sandra og „Sviss," sagði Sabine. Hann rak upp stór augu og spurði „með leyfi“ af hveiju við værum saman. Það var af því að við vorum komn- ar frá Sviss til að róa í Vogalonga. „Og hvað starfið þið?“ spurði hann á meðan við héldum áfram að hand- leika minnisbækurnar „með ástúð“ eins og hann bað um. „Blaðamaður", „hönnuður" og „bókhaldari" sögð- um við. „Æ, æ, æ! Bókhaldari," sagði hann. „Það kostar mig 100.000 lírur að spyija bókhaldarann minn hvað klukkan sé!“ Við völdum sex bækur og ég tók upp Visa-kortið. „Ég get ekki gefið ykkur afslátt ef þið borgið með korti," sagði hann óumbeðinn og byij- aði að pakka inn bókunum, hverri fyrir sig. „Borgið bara seinna.“ Við völdum tvær bækur til viðbótar, hann skrifaði verðið með afslætti aftan á nafnspjaldið sitt og við kvöddum án þess að skilja eftir nafn eða heimilisfang. En sendum líka ávísun um leið og við komum heim. ■ Frá Arnarstapa. Snælellsnesferðir lyrtr eldri borgara með Úrvali/Útsýn FERÐASKRIFSTOFAN Úrval/Útsýn býður nú fimm daga sérferðir „fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu" eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Verður farið í 5 daga ferðir um Snæfells- nes og víðar í samvinnu við Pétur H. Olafsson sem er kunnur fyrir starf sitt meðal eldri borgara. Fyrsta ferð er 30. júní, síðan 6. júlí og þær síðustu 17. og 24. ágúst. Fyrst er farið til Þingvalla, um Kaldadal og í Húsafell, komið að Hraunfossum og í Borgames og síð- an út á nesið og er gist á Hótel Eld- borg sem er í aðalbyggingu Lauga- gerðisskóla í Hnappadalssýslu. Næstu daga verður farið fyrir jökul, siglt er um Breiðafjarðareyjar, farið í Dalina og er þá aðeins drepið á fátt eitt. Verð er 25 þús. á mann í tvíbýli og álag vegna einbýlis er 4.500 kr. Innifalið er gisting í 4 nætur, morgun-og kvöldverður, 4 nestis- pakkar, allar ferðir með fararstjóra í rútu. Siglingu greiða þátttakendur aukalega. ■ „Singapore-stúlkurnor" eru þekktar fyrir alúðlegt viðmót og fagmannlega þjónustu. Singapore Airlines byrjar flug til New York SINGAPORE Airlines mun hefja beint flug milli Singap- ore og New York 2. júlí n.k. og verða farnar 6 ferðir í viku. Félagið notar sínar nýjustu vélar Boeing 747- 400M. Forsvarsmenn Sin- gapore Airlines segja að þetta séu þáttaskil í sögu þess og muni ýta undir stórmikinn ferðamanna- straum milli Bandaríkjanna og SA-Asíu og Singapore fær væntanlega sinn skerf af þeirri fjölgun. Nokkuð langt er síðan SIA sótti um leyfi til New York. Vitað er að nokkurs kvíða gætir meðal bandarískra og evrópskra flugfélaga að Sin- gapore Airlines skuli vera hleypt inn á markaðinn því þjónusta þess þykir bera af og stundvísi og öryggi eru með því allra besta í heimi nú um stundir. ■ Ferðamenn þurfa að varast ðprOttna leigubflstjóra Otlendingar írá nær brjátíu pjðfilöndum voru í íslenskunámi „Alls voru um 36 hópar útlendinga við íslensku- nám hjá okkur í vetur. Hóparnir eru misjafnlega stórir, 15-20 manns, en stöku voru þó fámenn- ari. Ætla má að tveir þriðju sem byrja í íslensku haldi út eina önn og þó nokkrir voru allan vetur- inn,“ sagði Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur þegar Ferðablaðið leit- aði upplýsinga um hve margir útlendingar hefðu lagt stund á íslensku þar sl. vetur. Þátttakendum hefur fjölgað töluvert og áberandi er að nú bættust við margir frá Austur Evrópulönd- um, Thailandi, Filippseyjum og nokkrum Arabalönd- um. Guðrún sagði að námið gengi auðvitað misjafn- lega en þeir sem væru vanir að tileinka sér menntun, færu víða og legðu sig eftir að kynnast máli á hveij- um stað hefðu betri undirstöðu. Ungt fólk sem býr hér tímabundið drífur sig fremur í nám en þeir sem eru eldri „en ef fólk er farið að vinna hér kemur það vegna þess það finnur að með nokkurri kennslu getur það bjargað sér og lifið verður allt miklu auðveld- ara“, eins og Guðrún komst að orði. ■ ALLIR ferðamenn vita að þeir geta orðið óprúttnum leigubíl- sljórum að bráð, einkum í borg- um sem þeir hafa ekki heimsótt áður. Hættan á að vera prettað- ur í leigubíl virðist hafa aukist til mikilla muna í Austur- og Mið-Evrópu eftir að kommún- isminn hrundi og ríkið hætti að reka leigubíla eins og allt annað. A heimleið frá Búdapest nýlega las ég grein í breska blaðinu- Sunday Telegraph um græðgi leigubílstjóra í Prag. Þar segir frá því að bílstjóri hafi barið bandarí- skan farþega sem kvartaði undan ofurhraða á gjaldmæli. Þá hafi verið ekið á skoska konu sem lenti í rimmu vegna ökugjalds. Verst sé að mælarnir séu oft ónýtir og bíl- stjórar setji upp það verð sem þeim sýnist. Útlendingar kvarti undan því að nær allir leigubílstjórar séu þjófar. Þessi frásögn var í samræmi við þau varnaðarorð sem ég heyrði í Búdapest um að einnig þar væri reynt að svindla á útlendingum í leigubílum. Erlendur ferðafélagi 'sagðist hafa látið aka sér frá hót- eli sínu í miðborgina og greitt um 300 forint, það eru um 220 kr., en að kvöldi sama dags hefði sama leið kostað 1.000 forint, 740 ísl. kr. Flugvöllurinn er 16 krn frá mið- borg Búdapest og er sagt á hótelum að það kosti 1.000 forint þangað. Frá Búdapest Reynslan er þó sú að menn eru krafðir um 3.000 forint fyrir akst- urinn eða jafnvel meira. Skýnsamlegasta leiðin til að forðast að vera féflettur með þess- um hætti er að nota önnur farar- tæki. Komi menn á flugvöllinn i Búdapest eða ætli þangað geta þeir nýtt sér þjónustu hjá fyrirtæki sem kallast „Airport Minibus" og selur sætaferðir til og frá flugvell- inum fyrir 500 forint á mann ef komið er á terminal 2, en 400 forint ef komið er á terminal 1. Í þessum bifreiðum sem taka allt að 8 manns í sæti er farþegum ekið á hvaða stað sem er í Búdapest og þeir eru sóttir á hótel eða annað og ekið á flugvöll. Nýtti ég mér þessa þjónustu og við brottför kom bíllinn á nákvæm- lega þeim tíma sem ég hafði pantað nokkru áður. Innan Búdapest er unnt að nota strætisvagna, spor- vagna eða neðan- jarðarlestir og kostar farið 18 forint eða um 1,30 kr. Unnt er að kaupa farmiða í blaðsölum á hótel- um. Þrátt fyrir kunnáttuleysi í ungversku reyndist leikur að ferð- ast með almenningsvögnum. Ef samferðarfólk sá að útlendingurinn var í vandræðum bauð það aðstoð að fyrra bragði á þýsku eða ensku. Ferðamannastraumur til land- anna í Mið-og Austur-Evrópu eykst jafnt og þétt. Hugmyndir íbúanna um ríkidæmi ferðalanga að vestan valda því að líklega þykir bæði sjálfsagt ög eðlilegt að reyna að hafa sem mest fé af þeim. Þeir sem vilja geta oft snúist til varnar á þann einfalda hátt að laga sig sem mest að daglegum háttum heima- manna. • Björn Bjarnason Hversu langt er á flugvöllinn? x’írNv ——" o-- Borg flugvöllur km Adelaide Adelaide Int. 5 Amsterdam Schipol 15 Aþena Hellenikon 12 Bandar Seri Begawan Brunei Int. 8 Beriín Schoenefeld 35 Bombey Bombey Int. 32 Cebu Mactan Int. 14 Denpasar (Bali) Ngurah Rai Int. 13 Dhahran Dhahran Int. 8 Helsinki Vantaa 20 Ho Chi Minh - borg Tan Son Nhat Int. 8 Kathmandu Tribhuvan Int. 8 Lagos Murtala Muh Int. 22 Manchester Manchester Int. 16 Melbourne Tullamarine 21 Múskat Seeb Int. 32 Prag Ruzné 14 Singapore Changi 20 Tókýó Narita 70 Zurich Kloten 12 Windhoek Windhoek Int. 35 Hótel- og veitinga- staðir í tullan gang úti um landið HÓTEL og veitingastaðir um allt land hafa nú opnað fyrir gestum sínum og nýir staðir hafa bæst við og þeir sem fyrir voru boða ýmis nýmæli. Þar á meðal er Fjarðarborg á Borgarfirði eystra, þar sem pitsur hafa bæst í matseð- il, nýtt Éddu hótel er í Þelamörk á Akureyri og eru Edduhótelin þá alls 17. Regnbogahótel er samstarf ell- efu hótela víðs vegar um landið og Ferðaþjónustu bænda vex fiskur um hrygg og æ fleiri bændur hafa gert mjög góða aðstöðu fyrir gesti og gangandi. Langflest hótela hófu starfsemi um miðjan mánuðinn. ■ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.