Morgunblaðið - 19.06.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1992
9.000 milljardar í
malbik í Þýskalandi
Bonn. Reuter, Der Spiegel.
ÞÝSKA samgönguráðuneytið hyggst láta leggja 11.600 kílómetra
af nýjum þjóðvegum, ýmist sem viðbót við, eða endurbætur á hinu
rómaða þjóðvegakerfi landsins. Að sögn þýska tímaritsins Der
Spiegel, sem hefur heimildir fyrir því að í þessar stórframkvæmd-
ir verði ráðist og þeim lokið fyrir árið 2010, verður áætlaður
kostnaður við vegagerðina 9.000 milljarðar íslenskra króna
£ (250 milljarðar marka).
UJ
O Talið er að þýska ríkisstjórnin ræði þessi áform um miðjan júlímán-
^ uð og samkvæmt heimildum Spiegel mun vegagerðin að mestu
£1} einskorðast við Vestur-Þýskaland.
■IJ Talsmenn þýskra stjórnvalda hafa ekki fengist til að tjá sig um
> þessar fregnir. ■
HELGARINNAR
Bílaklúbburinn Start á Eg-
ilsstöðum gengst fyrir torfæru-
keppni á laugardag. Um æf-
ingamót er að ræða.
A sunnudag stendur Bif-
reiðaíþróttaklúbbur Reykjavík-
ur fyrir rallykrosskeppni á
svæðinu við Krísuvíkurveg.
Mótið gefur stig til íslands-
meistarakeppni. ■
ÓFÁIR vegfarendur í Reykjavík hafa
rekið upp stór augu þegar þeir hafa
mætt þessum stórglæsilega Ford Fair-
lane árgerð 1958 i umferðinnni undan-
farna daga. Þessi bíll Guðmundar Guð-
brandssonar hefur nefnilega þá sér-
stöðu í hópi fallegustu fornbíla bæjar-
ins að Guðmundur, sem er farmaður
og nýlega kominn úr 9 mánaða sigl-
ingu, ferðast á honum dags daglega
þegar hann er í landi, en ekki bara á
tyllidögum í vernduðu umhverfi ann-
arra eðalvagna.
Fairlane-inn er beinskiptur með 6
Scylindra vél og ekinn um 200 þúsund
kíiómetra. Hann komst í hendur ís-
'2E lendinga eftir útboð í Sölunefndinni
p árið 1962. Þegar Guðmundur eignað-
jS ist bílinn árið 1981 var ástand hans
Sg ekki upp á marga fiska að öðru leyti
en því að hann hafði verið varinn í
svo miklu af koppafeiti að Guðmund-
ur átti þijár 20 lítra fötur af koppafeiti
og óryðgaðan bíl þegar hann var búinn
að taka utan af bílnum.
Næsta áratuginn eyddi hann svo ófáum
klukkutímum í það að gera Fairlane-inn
upp. Eingöngu gúmmífóðringar voru
keyptar að utan, öðrum varahlutum sank-
aði Guðmundur að sér hvaðanæva að á
landinu en þar munaði þó mest um að
hann komst yfir sams konar bíl frá Úlfari
Helgasyni á Hoffelli í Hornafírði sem gaf
af sér góða krómlista, sæti og vél sem
Guðmundur er nú að taka upp og ætlar
sér þegar þar að kemur að setja undur
húddið á Fordinum í stað hinnar uppruna-
legu.
Punkturinn yfir i-ið er svo innrétting
bílsins sem var klædd upp með hvítu leð-
uráklæði en þáð var eini verkþátturinn sem
Guðmundur annaðist ekki sjálfur. Við
þetta var hann að dunda sér í stopulum
frístundum frá siglingum í 10 ár og verk-
inu var lokið í maí á síðasta ári.
Skömmu síðar fór Guðmundur enn á
sjóinn með ísnesinu og var fjarverandi í
9 mánuði en er nú í landi og farinn að
spóka sig um bæinn á Fordinum.
Aðspurður segir Guðmundur að maður
sé einstaklega öruggur með sig undir stýri
á Ford Fairlane 1958 enda sé álíka mikið
af málmi í öðru frambrettinu eins og í
venjulegum japönskum bíl— eða hrís-
grjónabrennara eins og Guðmundur kallar
þá. Hann segir að ekki sé hægt að neita
því að bíllinn veki mikla athygli og kalli
á augnagotur vegfarenda.
„Maður er eins og páfugl á miðri göt-
unni og það er stu.ndum erfitt að komast
yfír gatnamót því að umferðin á hliðargöt-
unum hægist þar sem allir eru að stara á
bíiinn,“ sagði Guðmundur Guðbrandsson.
Ekki bara á tyllidögum
á götum borgarinnar
C 11
Smábíla aö vænta
f rá þeim stáru?
HJÁ þýsku bflaframleiðendunum Mercedes, BMW og Audi er nú
unnið að hönnun smábíla í hæsta gæðaflokki, og er talið að þeir séu
væntanlegir á markaðinn um miðjan þennan áratug. I ölium tilfellum
er um að ræða bíla sem eru minni um sig en minnstu útgáfurnar
sem þessar verksmiðjur framleiða í dag.
Framleiðsla á smá-
bflum er nýr vett-
vangur hvað Merce-
des varðar. Hjá
BMW voru þeir hins
vegar framleiddir
um árabil allt fram
yfir 1960, og hjá
Audi hefur smábíll
einnig verið áður á
dagskrá, en það var Audi 50^ sem
framleiddur var upp úr 1970.1 bíla-
blaði B.T. var nýlega geint frá því
að hjá Audi væri nú unnið að hönn-
un smábíls sem byggist í grundvall-
aratriðum á Audi 80 seríunni, en
er hins vegar með styttra hjóla-
hafi. Um er að ræða þrennra dyra
bfl sem er svipaður að stærð og
VW Golf, og verður yfirbygging
hans úr áli, og aðrir hlutar hans
verða smíðaðir úr sérstaklega létt-
um efnum. Hefur því verið haldið
fram að bfll þessi komi til með að
eyða einungis þrem lítrum á hundr-
aðið.
Hjá BMW mun einnig vera unnið
að hönnun 4-5 manna bfls í sama
stærðarflokki og VW Golf, og verð-
ur hann meðal annars búinn aflr
stýri, loftpúðum, ABS-hemlakerfi,
rafdrifnum rúðum og samlæsingu
á hurðum. í bílnum verður 1,4 lítra
90 hestafla vél, eða jafnvel mjög
sparneytin dísiivél. Talið er líklegt
að hann verði framleiddur í verk-
smiðju sem BMW hyggst reisa í
S-Karólínu í Bandaríkjunum, þar
sem starfa munu um 2.000 manns,
en kostnaður við að reisa verksmiðj-
una er áætlaður um 37 milljarðar
íslenskra króna.
Smábíll hefur um all langt skeið
verið á teikniborðinu hjá Mercedes,
og nýjasta útgáfan þar mun vera
bíll sem byggir að mestu leyti á
væntanlegri nýrri útgáfu af Merc-
edes 190, en þó með styttra hjóla-
hafi. Þetta verður fjögurra manna
bíll, sem fáanlegur verður með 1,6
-2,4 lítra vélum. ■
Atli Már og Ögmundur Grétar í nýja verkstæðinu. Morgunbiaðið/KGA
Sérf rædmgar í
mótorhjólum
TVEIR ungir menn, sérmenntað-
ir í Bandarikjunum í því að gera
við mótorhjól, vélsleða og sæþot-
ur, opnuðu í gær Bifhjólaverk-
stæðið Mótorsport við Kársnes-
braut í Kópavogi. Þetta eru þeir
Atli Már Jóhannsson og Ögmund-
ur Grétar Matthíasson sem hafa
nýlokið eins áras námi við The
Motorcycle Mechanics Institute í
Orlando í Flórída sem fólst ann-
ars vegar í runnnámi og hins
vegar í sérhæfingu við vinnu við
sæþotur og snjósleða og í því að
„tjúna“ vélar.
Atli Már sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þeir félagar væru fyrstu
sérmenntuðu viðgerðarmennirnir á
þesu sviði hér á landi þótt einstaka
bifvélavirkjrar hefðu sótt námskeið
erlendis í mótorhjólaviðgerðum.
Hann sagði að þeir teldu þörf hér
á landi fyrir þjónustu af því tagi
sem þeir hyggjast veita í 170 fer-
metra verkstæði sínu. Auk þess sem
þeir væru vel búnir tækjum, meðal
annars til að „tjúna upp“ vélar, til
dæmis fyrir keppnismenn í mótor-
sporti.
Atli Már sagði að þeir félagar
mundu annast allar viðgerðir á þeim
tækjum sem þeir sérhæfðu sig í og
vewita ýmsa aðra þjónustu, til
dæmis í sambandi við sérpantanir
á vara- og aukahlutum. ■
Daimler Benz
segir upp 10
þúsund manns
ÞÝSKUR bílaiðnaður stendur nú
frammi fyrir samdrætti í kjölfar
minnkandi eftirspurnar heimafyr-
ir og framleiðendur Mercedes
Benz hafa nú lýst því yfir að þeir
muni segja upp 10 þúsund starfs-
mönnum og með því vonast þeir
til að draga úr kostnaði uin 22
milljarða króna.
Áður höfðu Porsche-verksmiðjum-
ar greint frá áformum um að segja
upp 850 starfsmönnum.
I tímaritinu Newsweek er haft
eftir Werner Niefer, forseta Daimler
Benz, að sala á Benz utan -Þýska-
lands hafi staðið í stað en ljósglætan
í afkomutölum fyrirtækisins komu
frá Bandaríkjamarkaði en þar jókst
sala á Mercedes Benz um 18% á
fyrsta þriðjungi ársins. ■