Morgunblaðið - 20.06.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.06.1992, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 LOFTÁRÁS Á SEYÐISFJÖRÐ DAGSKRÁ NÆSTU YIKU Hin óháða iistahátíð Loftárás á Seyðisfjörð stendur yfir í Reykjavík út næstu viku. Við minnum á myndlist- arsýningarnar sjö: I Geysishúsinu, Djúpinu, á Lauga- vegi 22, Kaffi Splitt, í Hlaðvarpanum, Gallerí Bergstöð- um og Gallerí Ingólfsstræti, en á þessum stöðum gefur að líta allskyns myndlist, skúlptúra og ljósmyndir og listamennirnir eru margir í yngri kantinum. Laugardagur í Héðinshúsinu hefst kvölddagskrá klukkan 21. Fram koma ljóðskáldin Gerður Kristný, Úlfhildur Dagsdóttir, Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, Jón Marínó, Guðmundur Brynjólfsson og Svanhildur Eiríksdóttir, Katrín Ólafsdóttir dansari og brúður Katrínar Þorvaldsdóttur. Á eftir verða rokktónleikar. í MÍR við Vatnsstíg verða sýndar kvikmyndir eftir Ser- gei Eisenstein; heimildarmynd um leikstjórann og mynd hans Besin-engið klukkan 17, og Verkfall klukkan 19. Sunnudagur í Héðinshúsinu verða fluttir þrír einþáttungar. Orðvana nefnist einþáttungur eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem hún leikur sjálf, Sigrún Vaibergsdóttir leikstýrir. Ein- leikur fyrir Hörpu í himnaríki nefnist þátturinn sem Harpa Amardóttir leikur en hann er eftir Sjón, og Gunnar Helga- son leikur Óbreyttan mann eftir Hallgrím Helgason. Á milli einþáttunganna leika Kristín Guðmundsdóttir flautu- leikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari verk eftir Stockhausen, Ibert og Atla Heimi Sveinsson. Dagskráin hefst klukkan 21. í MÍR verða sýndar kvikmyndir eftir Sergei Eisenstein; Beitiskipið Potjomkin, klukkan 17, og Október, klukkan 19. Jasstónleikar hefjast í Djúpinu við Hafnarstæti klukkan 21.30, fram kemur Jasskvartett Kristjónu Stefánsdóttur. í Fossvogskirkju hefjast Sumarsólstöðutónleikar klukkan 20.30. Vocis Thulis flytja miðalda- og barrokksöngva eftir Machaute, Jannequin, Sermisy, Orlandus Lassus og Monte- verdi. Vocis Thulis skipa kontratenórarnir Sverrir Guðjóns- son og Sigurður Halldórsson, Guðlaugur Viktórsson tenór, Eggert Pálsson barítón og Ragnar Davíðsson bassi. Mánudagur í Gallerí Ingólfsstræti koma fram Mozart-kvartettinn og sönghópurinn Hljómeyki, og ljóðskáldin Melkorka T.Ól- afsdóttir, Eiríkur Björgvinsson, Margrét Lóa og Kristján Þ.Hrafnsson. Þriðjudagur í MÍR verður sýnd kvikmyndin Gamalt og nýtt eftir Sergei Eisenstein, Karl Olgeir Olgeirsson leikur undir á píanó. Sýningin hefst kiukkan 20. í Djúpinu hefst tónlistarspuni Loftfélags íslands klukkan 21. Dagskrá með tón- og ljóðlist hefst í Gallerí Ingólfs- stræti klukkan 20.30. Sigrún V.Gestsdóttir söngkona og Einar Kristján Einarsson gítarleikari flytja lútusöngva eft- ir Dowland og útsetningar á frönskum trúbadorsöngvum eftir Farkas, Gunnar Kvaran leikur Sellósvítu nr.l í G-dúr eftir J.S.Bach, og Sigríður Elliðadóttir söngkona og Vil- helmína Ólafsdóttir píanóleikari flytja íslensk lög eftir Ósk- ar Guðmundsson, blökkumannasálma, og aríur eftir Ross- ini, Bizet og Bellini. Einnig lesa ljóðskáldin Jón Stefáns- son, Þórarinn Torfason, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Torfi Ólafsson úr verkum sínum. Miðvikudagur í Gallerí Ingólfsstræti hefst dagskrá með tónlist og ljóðl- ist klukkan 20.30. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytur tvö af Næturljóðum Chopins og Tunglskinssónötuna eftir Beethoven, og þverflautuleikararnir Guðrún S. Birgis- dóttir og Martial Nardeau og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari leika sígaunalög frá Mið-Evrópu eftir ýmsa höfunda, og Minningar frá Prag eftir Doppler. Einnig koma fram ljóðskáldin Guðmundur Brynjólfsson, Svanhildur Ei- ríksdóttir og Þórhallur Guðmundsson. Sólstöðusýning hefst í Héðinshúsinu klukkan 21; þátt í henni taka meðal annars fatahönnuðir, textíllistamenn, tónlistarmenn og Þjóðdansafélag íslands. í Djúpinu verður leikinn gospeljass og hefjast tónleikarn- ir klukkan 21.30. Fimmtudagur í Héðinshúsinu verður blönduð leiklistardagskrá. Á dag- skránni eru: Valdimar Öm Flygering; atriði úr Reykjavíkur- sögum Ástu; P-leikhúsið og Vasaleikhúsið flytja í tilefni dagsins, einþáttung eftir Þorvald Þorsteinsson, leikendur eru Aldís Baldvinsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðrún Ás- mundsdóttir, Ingibjörg Björndóttir, Jón Stefán Kristinsson, Karl Guðmundsson og Ólafur Guðmundsson, um leikmynd og búninga sér Rósberg Snædal og leikstjóri er Andrés Sigurvinsson; Þórey Sigþórsdóttir leikur einþáttunginn Skilaboð til Dimmu eftir Elísabetu Jökulsdóttur, og Bjöm Ingi Hilmarsson leikari og Ásta Henriksdóttir dansari flytja „Nei“ ekki ég! eftir Sylviu Von Kospoth, sem jafnframt er leikstjóri. Dagskráin hefst klukkan 20. í Gallerí Ingólfsstræti koma fram rokktónlistarmenn og ljóðskáldin Úlfhildur Dagsdóttir, Sigurgeir Orri Sigurgeirs- son, Margrét H.Gústavsdóttir og Jón Marínó. í Djúpinu kemur Jasshljómsveit Jennýar Gunnarsdóttur fram á tónleikum sem hefjast klukkan 21.30. í MÍR verður sýnd kvikmynd Sergei Eisensteins, Lifi Mexíkó, og hefst sýningin klukkan 20. Föstudagur Rokktónleikar hefjast í Héðinshúsinu klukkan 20. Morgunblaðið/Einar J'alur Leikararnir Gunnar Helgason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Harpa Arnardóttir ásamt Kristínu Guðmundsdóttur flautuleikara. £ £ UPPGJOR, DAUÐI OGINNRA RÖFL! LEIKHÚSKVÖLDI og tónleikum verður slegið saman í eitt á hinni óháðu listahátíð Loftárás á Seyðisfjörð annað kvöld, sunnudagskvöld. Dagskráin verður í Héðinshúsinu og hefst klukkan 21. Leiknir verða þrír einþáttungar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir frumflytur eigin einþáttung sem nefnist Orðvana, Sjón skrifaði Einleik fyrir Hörpu í himnaríki, sem Harpa Arnardóttir leikur, og Gunnar Helgason leikur Óbreyttan mann, eftir Hallgrím Helgason. Á milli atriðanna leika Kristín Guðmundsdóttir flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítar- leikari verk eftir Stockhausen, Ibert og Atla Heimi Sveinsson. Einleikur og einþáttungar eru form sem ekki hafa verið áber- andi í íslensku leikhúsi, en þó spreyta nemendur Leiklistarskólans sig á því, þeir hafa gjaman fengið rithöfunda til að skrifa fyrir sig og tvö verkanna sem flutt verða á þessu leikhúskvöldi eru einmitt þannig til komin. Þórunn Magnea Magnúsdótt- ir frumflytur þó eigin einþáttung, og kallar hann Orðvana. „Þetta er þáttur um konu sem er að gera upp ýmsa hluti,“ svarar Þórunn Magnea þegar hún er spurð um innihald leiksins, en vill annars sem minnst láta uppi um innihald hans. „En þetta er afskaplega skemmtilegt form, og það má segja að skyldleiki einþáttungsins við hið dæmigerða leikhús sé álíka og skyld- leiki smásögunnar við skáldsöguna." Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir Þór- unni Magneu í Orðvana og Messíana Tómasdóttir hjálpaði til með búning- inn. „Sjón skrifaði Einleik fyrir Hörpu í himnaríki fyrir mig þegar ég var í Leiklistarskólanum,“ segir Harpa Amardóttir um sinn þátt í sýning- unni. „Ég frumflutti einleikinn í des- ember 1988 og þetta verður fjórða > sýningin!" Harpa segir að verkið sé um konu sem er dáin og yngist upp. „Mér ÞRIR EINÞÁTTUNGAR OG TÓNLIST Á ÓHÁÐRI LISTAHÁTÍÐ fínnst einleikurinn vera mjög skemmtilegt form, form sem hefur ekki verið notað mikið hér á landi. En það getur vissulega verið ein- manalegt." Félagið Augnablik stend- ur að sýningu Hörpu og einnig að tónlistarflutningnum milli leikatr- iðanna. Síðasti einþáttungurinn nefnist Óbreyttur maður, Gunnar Helgason leikur en Hallgrímur Helgason er höfundurinn: „Hann Gunnar bróður minn vantaði verkefni þegar hann var í Leiklistarskólanum og bað mig um að skrifa eitthvað fyrir sig, ég var tregur til en ákvað síðan að láta slag standa. Og það var mjög skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason. „Þetta er einskonar eintal sem ég reyndi að hafa í hversdagleg- um stíl - einhverskonar innra röfl! Það fjallar um það hvort maður geti nokkuð breytt sér eða brotist út úr þeim skorðum sem lífið setur manni. Síðan brýt ég verkið upp með mið- kafla í bundnu má!i.“ -efi AÐGEFA OG NJÓTA GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir, mezzósópran, heldur sína fyrstu söngtónleika á íslandi í Norræna húsinu á mánudagskvöldið, 22. júní, klukkan 20. Undirleikari á píanó verður Steinunn Birna Ragn- arsdóttir. Guðrún Edda útskrifaðist með masterspróf frá söngdeild New England Conservatory of Music í Boston í vor, en þar stund- aði hún nám í þrjú ár. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Monte- verdi, Ravel, Crumb, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveins- son. Guðrún Edda útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986 og hafði þá einnig lagt stund á píanónám, en byrjaði ekki að sækja söngtíma fyrr en það sama ár. Um haustið fékk hún námsstyrk við Brandeis-háskólann fyrir utan Boston. „Ég gat í sjálfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.