Morgunblaðið - 20.06.1992, Side 8

Morgunblaðið - 20.06.1992, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 KEES VISSER RÆÐIR VIÐ FRÖNSKU LISTAMENNINA PERRODIN OG VERJUX Um sköpun og hugmyndir FRONSKU listamennirnir Francois Perrodin og Michel Verjux sýna verk sín í sölum Nýlistasafnsins um þessar mundir, á sýningu sem tengist Listahátíð í Reykjavík og stendur til 28. júní. Sýningin er styrkt af franska ríkinu og til komin eftir heimsókn menningarmálaráðherra Frakka, Jack Lang, í Nýlistasafnið í september 1990. Lista- mennirnir Perrodin og Veijux eru báðir fæddir árið 1956 og þykja í hópi athyglisverðari franskra listamanna af hinni yngri kynslóð í dag. Myndlistarmaðurinn Kees Visser ræddi við þá um listsköpun þeirra og verkin á sýningunni. MICHEL VERJUX: Dyr, FRANCOIS PERRODIN - Geturðu gert grein fyrir hugmyndinni að baki verkum þínum? „Tengslin við staðinn og áhorfendur eru grundvallaratriði í verkum mínum; ég er að vinna með og setja fram hluti með ákveðin einkenni, og þeir eru skiljanlegir á sama hátt og hlutir eru almennt. Hvemig verkin eru skynjuð er háð stöðugt breytilegri grein- ingu rýmisins sem þau eru staðsett í, og í því er fólgin hugmyndin að baki þeim. Verk- in má skilgreina sem reynslu af þeim tengsl- um sem hluturinn eða verkið myndar milli áhorfanda og rýmisins." — Jafnvel þótt verk þín séu ekki málverk í þrengstu merkingu þess orðs, þá er um mjög sterkar skírskotanir til þess miðils að ræða. Mér sýnist þú vinna innan tiltekins sögulegs samhengis, með skírskotun til þró- unar og framfara, á sama tíma og mjög margir listamenn í dag vitna stöðugt í sög- una og hafna þessum möguleikum; svo ekki sé minnst á afturhvarfíð til klassískrar mál- aralistar. Hvað finnst þér um það ástand sem við búum við í dag? „Það sem mér heyrist skipta mestu máli í spumingu þinni eru tengslin við söguna sem skilyrða alla aðra þætti, hvort sem um er að ræða skilgreiningu þeirra hluta sem um er að ræða eða kringumstæðumar. Stór hluti verka minna hefur augljós tengsl við málverkið en á umsnúinn hátt. Ég tel að í dag geti málverkið ekki iengur verið annað en bygging í hinu raunverulega rými, en ekki tilbúið rými. Þess vegna mætti eins tala um skúlptúr. Ég tel að hlutur sem hengdur er upp á vegg eigi ennþá erindi, að miklu leyti vegna þeirrar fjarlægðar sem hann skapar og að nokkru leyti vegna „hlédrægni sinnar"; þ.e. þeirrar hugmyndar um nærveru og fjarveru sem hann býr einn yfir. Hvað varðar hugmyndina um framfarir, þá skulum við strax útiloka algengustu merk- ingu hugtaksins með því að fullyrða að ekki séu til framfarir í listum. Ég held hins vegar að tala megi um umsköpun, að sagan haldi áfram, sem og söguleg átök sem tengjast módemistahugtakinu. Fagurfræðileg verk halda áfram að tengjast augnablikinu sem þau eru búin til á og þeim aðferðum sem notuð eru við vinnslu þeirra og sem ákvarða þau. Mér fínnst að í dag sé að verða grundvall- arbreyting á þeim skilningi á listaverki sem hefur verið að festa sig í sessi síðastliðin 80 ár og er enn ekki fullkomnaður — jafnvel þótt við getum í dag með ákveðinni fjarlægð á hlutina greint visst samhengi. í framúr- stefnulist tuttugustu aldar sé ég grundvöllinn að þeim djúpstæðu breytingum sem orðið hafa á framsetningu listaverks sem ég hef sérstakan áhuga á, bæði fagurfræðilegan og fræðilegan." — Hvemig skilgreinir þú fullkomið sam- hengi sýningar? „Sérhver sýning teflir saman verki á til- teknu þróunarstigi og stað. Með stað á ég við hugtakið í sinni víðustu merkingu, þ.e. rými og hugsanlega áhorfendur. Það fylgir því óvissa í hvert skipti að reyna að búa til heild sem myndar bæði samhengi og spennu. Ég tel því að hið fullkomna samhengi sé ekki til, og held því raunar fram að sú hug- mynd sé í andstöðu við verkið." - Hver er afstaða þín til opinberrar listar? „Ennþá hef ég ekki nema takmarkaða reynslu af opinberri list, en hún hlýtur að tengjast náið hugmyndinni um arkitektúr - að því marki að um er að ræða skipulagn- ingu ákveðins rýmis. Mér fínnst að þegar um opinberan stað er að ræða, þá verði að laga sig að aðstæðum sem hafa ekki lengur nein einkenni innileika, en það breytir sam- bandi okkar við verkið í grundvallaratriðum. Sköpunarverk verður að taka tillit til sér- kenna hvers staðar, hvemig hann er skynjað- ur og hvaða áhrif hann hefur á fólk sem sækir hann; búa þarf til aðstæður þar sem fólk getur upplifað tengsl sín við þetta sér- staka rými. Með því að leiða þessar vangaveltur aðeins lengra, þá má ímynda sér að ef um væri að ræða innsetningu í ákveðið ytra rými, þá yrði óhjákvæðilega að búa til innra rými á staðnum og það hefði mjög sérstaka virkni. Þetta leiðir okkur aftur að hugmyndinni um arkitektúr; ég held að maður sleppi ekki undan viðmiðunum eða hugmyndinni um minnisvarðann sem hefur aðeins gildi sem tákn og engin áhrif fyrir utan það.“ MICHEL VERJUX - Ýmsar spumingar hljóta að vakna hjá þeim sem kunnugir em samtímalist en sjá verk þín í fyrsta skipti. Við að sjá ljóskastar- ana gæti maður undrast þær myndir sem „ready-made“ getur tekið á sig, eða við að sjá enga hluti í rýminu talið verkið vera kons- eptverk. Er um annað hvort eða kannski hvorugt að ræða? „Ljóskastaramir j eru auðvitað „ready- made“ í þeim skilningi að þeir eru tilbúnir hlutir, þeir eru til áður en ég nota þá. En þeir eru ekki hlutlausir hlutir sem slitnir hafa verið úr samhengi við upphaflegt hlut- verk sitt og notagildi; þetta eru virkir hlutir, verkfæri sem notuð era til að varpa ljósi, til að lýsa upp. Kastararnir era ekki til sýnis í sjálfu sér, heldur eru þeir hluti af því gang- virki sem myndar verk mín. Og þeir eru aðeins einn þáttur af því og það er alls ekki hægt að líta á verk mín sem ljóskastara sem hengdir eru upp hér og þar. Það er „staða" sýningarinnar, gangvirki hennar, og því sérhver þeirra þátta sem mynda hana, sem ég er í raun og vera að sýna. Það er óhugsandi að ætla sér að fela einhvem hluta hennar, lýsinguna til dæmis. Við það að fela ljóskastarana fengi verkið ekki hugmyndafræðilega vídd, heldur yrði á allan hátt óraunveralegra, dularfyllra. Verk mín hafa mjög skýrt hugmynda- fræðilegt inntak, en slíkt inntak þarf ekki að vera ósamþættanlegt útliti verkanna. Ef við veltum þessu aðeins fyrir okkur, þá sjáum við strax að á meðal þeirra hluta sem sem eiga sér efnislega, líkamlega tilvera era sum- ir sem ekki era náttúraleg afurð, heldur af- rakstur okkar eigin hugarleikfimi og hugtak- asmíðar; þeir era manngerðir. En umfram allt þá geta þessir hlutir, sem í eðli sínu era bæði andlegir og áþreifanlegir, vakið hjá sérhveiju okkar tilfínningar, haft varanleg sálræn áhrif á okkur - þótt ekki sé nema andartak. Þetta gildir um flest listaverk, en á líka við um ýmsa aðra hluti, athafnir og atburði, hvort sem þeir era aírakstur náttúr- unnar eða menningarinnar. Verk mín era ekki undantekningar frá þessu, þau era í senn áþreifanlegir hlutir, hugmyndafræðileg- ir hlutir og huglæg reynsla." - Ef skilgreina má verkin sem „listaverk sem staður", hvaða þýðingu hefur það fyrir tilfærslu þeirra milli staða eða eignarrétt á þeim? „Ég skilgreini verkin ekki sem „listaverk sem staður“. Þau eru sýningarverk, lýsingar- verk. Verkin byggjast á beitingu Ijóss f ákveðnu rými; á fleti þess, á rúmtak þess, á þau efni sem það samanstendur af, þannig að það verði sjánlegt. Og það era til margar leiðir til að sýna tiltekið rými með lýsingu. Aðlögunarhæfni mismunandi lýsingar að mismunandi rými er mjög breytileg. Sumar lýsingar má auðveldlega færa úr stað og nota við mismunandi aðstæður, á meðan aðrar er erfíðara eða ómögulegt að færa milli staða. Spumingin um eignarrétt þessar eða hinnar lýsingarinnar þerf ekki endilega að tengjast möguleikum á tilfærslu milli staða, það sem skiptir máli er það sem eig- andinn ætlast til af verkinu." — Mætti hugsa sér eitthvert fullkomið samhengi fyrir þig að sýna verk þín í; gætir þú hugsað þér verk þín sem opinbera list? „Það er ekki tii 'neitt fullkomið samhengi fyrir verk mín. Það fer allt eftir samhenginu hveiju sinni hvort ein tegund lýsingar kann að henta betur en önnur. Verk mín skfrskota ávallt til samhengis síns, hvert sem það er. Það hafa ekki ósvipuð áhrif og tungumálið sem hjálpar okkur við að hafa samskipti, ekki einungis okkar á milli, heldur við allt umhverfí okkar. Að því er varðar verk mín sem opinber verk, þá get ég ekki hugsað mér þau öðruvísi. Um leið og verk er sýnt er það gert opinbert, hvort sem það er í safni, listamiðstöð, galleríi, sem opinber pöntun og svo framvegis. Verkið á sér opinbera vídd, bæði sem áþreifanlegur og andlegur hlutur - við getum talað um hann án þess að vera endilega sam- mála - en það á sér líka einkavídd; sem er sú reynsla sem hvert okkar hefur af því.“ Þýðandi: Auður Ólafsuóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.