Morgunblaðið - 30.07.1992, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992
B 3
Tölvur
Reykjavíkurborg vill ^
endurskoða starfsemi SKYRR
REYKJAVIKURBORG hefur nýverið sent fjármálaráðherra bréf um
að ríkið og borgin skipi hvort um sig fulltrúa til að endurskoða
sameignarsamninginn um rekstur og stofnun SKÝRR frá árinu 1962,
að sögn borgarstjóra Markúsar Arnar Antonssonar. Hann segir full-
komlega ástæðulaust fyrir SKÝRR að stunda hugbúnaðargerð og
ýmiskonar verkefni í stífri samkeppni við önnur fyrirtæki á mark-
aði. Forsljóri SKÝRR, Jón Þór Þórhallsson, segir að þar sem fyrirtæk-
ið verði 40 ára á þessu ári sé eðlilegt að við þessi tímamót skoði
eigendurnir hug sinn um fyrirtækið. Hann segir þó að fara þurfi
varlega í því að breyta starfsemi fyrirtækisins t.d. með því að gera
SKÝRR að einkafyrirtæki. Reksturinn sé mjög margslunginn og
hafa þurfi öryggissjónarmið ofarlega í huga. Ekki var hægt að fá
upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu í gær.
Borgarstjóri segir að í bréfinu til
fjármálaráðherra hafi það komið í
ljós að það komi til álita hjá Reýkja-
víkurborg að breyta rekstrarformi
SKÝRR. Reykjavíkurborg hafí átt
viðræður við fulltrúa fjármálaráðu-
neytisins í vetur þar sem fór fram
umræða um starfsemi SKÝRR. Þar
hafi m.a. verið rætt um aukin um-
svif fyrirtækisins og samkeppni
þess við einkafyrirtæki um hugbún-
aðargerð á almennum markaði.
Fateignir
Flugleið-
ir í hús-
næðisleit
TIL athugunar er hjá Þýsk-
íslenska hf. að selja húsnæðið
að Álfabakka 16 í Mjódd þar
sem aðalskrifstofa Úrvals-
Útsýnar hf. er til húsa. Flug-
leiðir hf. hafa Húsnæðið sem
er um 1.300 fm til leigu út
næsta ár. Um áramótin rennur
einnig út leigusamningur
Flugleiða vegna húsnæðis
söluskrifstofunnar i Lækjar-
götu, og hefur félagið þess
vegna verið að leita fyrir sér
um nýtt húsnæði á miðbæjar-
svæðinu. Einar Sigurðsson,
blaðafulltrúi Flugleiða, stað-
festi að félagið hefði m.a. átt
í viðræðum við Landsbankann
um kaup á húsinu Laugavegi
7 þar sem Vegamótaútibúið
er til húsa, en ekki er séð fyr-
ir endann á því máli.
Ómar Kristinsson __ fram-
kvæmdastjóri Þýsk-íslenska
sagði í samtali að engar ákvárð-
anir hafi verið teknar um sölu.
Fyrirtækið ætti margar fasteign-
ir vítt og breitt um borgina en
núna væri margt betra en að
binda fé í fasteignum.
Hörður Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar
hf. sagði að ef húsnæðið yrði
selt þyrfti að hefjast handa við
að finna nýtt framtíðarhúsnæði
fyrir aðalskrifstofuna. Á meðan
leigusamningurinn er í gildi eru
engin áform 'um að flytja. “Hörð-
ur sagði að það væri langtíma-
markmið að færa starfsemina
meira saman og ef flytja þyrfti
aðalskrifstofuna yrðu allir mögu-
leikar skoðaðir. Ekki hefur kom-
ið til tals að kaupa húsnæðið í
Mjóddinni.____________________
„Þar fyrir utan hafa verið sí-
minnkandi viðskipti fyrirtækja
borgarinnar og Reykjavíkurborgar
sjálfrar við Skýrsluvélar með tölvu-
væðingunni. Ýmislegt hefur verið
að breytast í tímans rás sem ástæða
er til að taka upp til endurskoðun-
ar. Það eru án efa vissir þættir í
starfsemi SKÝRR sem eðlilegra
væri að einkafyrirtækin stunduðu
og þetta opinbera fyrirtæki væri
ekki í samkeppni við þau um. Hins
vegar hefur verið bent á að það sé
hagræði fyrir ríkið og borgina að
vinna stór verkefni líkt og keyrslu
launamiða hjá SKÝRR þar sem til
þess þurfi mikla afkastagetu líkt
og þar er. Svo er ýmislegt annað
sem eðlilegt er að þetta fyrirtæki
vinni {.“
Aðspurður um hvort Reykjavík-
urborg hyggðist selja hlut sinn í
SKÝRR eða breyta starfsemi fyrir-
tækisins sagði borgarstjóri að það
myndi koma fram hjá þeim fulltrú-
um sem skipaðir verði í nefndina.
•T
L
Blójnasalu'r
Rómaður matseðill, frábœr þjónusta
og glæsilegur salur
gera tilefni dagsins ógleymanlegt.
FLUGLEIÐIR
HlðVKIL ILMHIUiGllllK
Boröapantanir í síma (91) 22321.
Námsmenn
fá afslátt
BÚNAÐARBANKI íslands og
Samskip hf. hafa gert samkomu-
lag um að meðlimir Námsmanna-
línu Búnaðarbankans fái 5% af-
slátt af sjóflutningsgjaldi búslóða.
Að sögn Kristjáns Pálssonar hjá
Samskipum ætti afslátturinn að vera
meðlimum Námsmannalínunnar
kærkominn búbót þar sem sjóflutn-
ingsgjaldið er iðulega stærsti hluti
kostnaðar við flutning á búslóðum.
N þarft ehhi að missa oj dríðandi
jímtoli þótt þú sért upptehinn
Það getur verið erfitt að ná í sumt fólk. Það er á þönum út um allan bæ
í leik og starfi þar sem enginn sími er.
Þetta vandamál er auðleyst með Boðkerfi Pósts og síma. Þú hringir
bara í boðtæki þess sem þú vilt ná sambandi við og á boðtækinu sér
viðkomandi í hvaða símanúmer hægt er að ná í þig. Einfalt, ekki satt?
Kynntu þér kosti Boðkerfisins hjá söludeildum Pósts og síma og hjá
öðrum seljendum boðtækja.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spörum þér sporiti
BOÐKERFI
PÓSTS OG SÍMA