Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedjuli 1992næste måned
    mationtofr
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 30.07.1992, Side 7

Morgunblaðið - 30.07.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ YIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 B 7 IMewton — stafræni einkaþjónninn frá Apple, er með ARM 610 RlSC-örgjörvann til að ráða við skrifskynjun. verð á Newton USD 1.000 eða um 56.000 kr., en þar er frekar litið á hana sem neytendavöru en skrif- stofutæki. Fistölvur í stað borðtölva Nýjustu fistölvurnar (notebook) og ferðatölvurnar (laptop) eru orðnar viðráðanlegar í verði, heil- stæðari og jafn öflugar og venju- legar borðtölvur. Þær eru ekki lengur stöðutákn eða leikfang og eru í síauknum mæli að verða verð- ugur kostur í tölvuvæðingu. Og nú hillir í það að þær komi í stað- inn fyrir gömlu góðu borðtölvuna. Það er orðið æ algengara að sjá fólk ferðast um með litla fistölvu. Um daginn sýndi kunningi minn mér PowerBook tölvu, sem hann var nýbúinn að fá sér. Þetta er 25 MHz tölva, sem búin er öllum þeim þægindum, sem hugsast getur. Tengja má við hana mótald, hljóð- nema, heymatæki og margt fleira. Með sérstökum hugbúnaði er hægt að keyra bæði DOS-hugbúnað og Macintosh-hugbúnað og það jafn- vel samtímis. Getur einhver beðið um meira? Jú, lágt verð. Og það er líka í boði. Philippe Kahn stofnandi og stjómandi Borland hugbúnaðarfyr- irtækisins er alltaf með litla ferða- tölvu hjá sér hvert sem hann fer. Hann er nefnilega búinn að upp- götva hvað hann getur sparað mik- inn tíma með því að nýta sér nýj- ustu tækni. Og þessi nýjasta tækni er farsími, lítill prentari og ferða- tölva. Auk þess er hann búinn verkfærasetti til að tengja þennan búnað við símkerfi þess hótels, sem hann er staddur á hverju sinni. Philippe Kahn notar tölvupóst til að senda boð til starfsmanna sinna og þá skiptir ekki máli hvort hann er í París, New York eða Auckland á Nýja-Sjálandi eða þess vegna í einhverri fjallaferð í nágrenni heimilis síns. Það eina, sem hann þarf til að tengjast fyrirtæki sínu, er sími og farsíminn gerir honum kleift að hringja hvaðan sem er hvenær sem er. Einu sinni stjóm- aði hann Borland fyrirtækinu á þennan máta á meðan hann tók þátt í siglingakeppni milli San Francisco og Hawaii. Mismunandi hlutverk Lófastóm einkaþjónamir hafa þegar náð góðri útbreiðslu. Þekkt- astur er líklegast Wizard frá Sharp. Wizard er dagbókarkerfí, sem á að auðvelda notandanum að muna eftir fundum og halda utan um hugmyndir og athuga- semdir svo eitthvað sé nefnt. Hlut- verk Wizards er takmarkað, en hann skilar því vel, eins langt og það nær. 95LX frá Hewlett-Packard er dæmi um tölvu, sem einnig er ætlað takmarkað hlutverk. Hug- myndin að baki 95LX er að leyfa notandanum að keyra eitt eða tvö forrit á tölvunni, þegar hann þarf að bregða sér af bæ. Þannig gæti notandinn kosið að hafa töflureikni og ritvinnslu með sér, en látið aðra vinnu bíða þar til ferðalagið er á enda. Kosturinn við þetta er fyrst og fremst að losna við að hafa með sér nokkurra kílóa ferðatölvu. Bækur í tölvutæku formi, er enn ein hliðin á litlu stafrænu einka- þjónunum. Með slíkt tæki í fartesk- Fyrirtæki Polygram verð- meira en móður- félagið Philips Á DÖGUNUM urðu þau tíðindi að Polygram, dótturfélag hins hollenska Philips Electronics NV, varð á skráðu markaðsverði á hlutabréfamarkaði verðmeira en móðurfélagið. Óvænt lækkun á verði hluta- bréfa í Philips varð til þess að heildarverðmæti félagsins lækk- aði og varð örlítið lægra en í Polygram sem Philips á 80% hlut í. Svo skemmtilega vill einnig til að helsta starfssvið Polygram er sala geisladiska en Philips varð einmitt fyrst til þess að hefja framleiðslu og sölu geisla- spilara. Eftir lækkunina er heildar- markaðsvirði Philips um 5 millj- arðar dollara en heildarvirði Pol- ygram er nú um 5,2 milljarðar dollara. Sérfræðingar telja þessa stöðu vera tímanna tákn. Nú séu kreppuþjáðir neytendur ánægð- ari með að fjárfesta í geisladisk- um en í vélbúnaði svo sem geisla- spilurum. Síðastliðin tvö ár hafa verið Philips erfið. Félagið hefur bar- ist við að ná sér upp úr lægð þar sem hagnaður hefur verið lítill eða enginn. Aftur á móti hefur gengi Polygram verið gott. Á síðasta ári voru um 11% veltu Philips komin frá Polygram, en um þriðjungur hagnaðar. Að sögn sérfræðinga hefur þessi einkennilega staða þó eng- in áhrif á hugsanlegt gengi hlutabréfa félaganna í framtíð- inni. Þeir benda ennfremur á að til langs tíma litið geti hluthafar Philips verið ánægðir með hversu vel hefur tekist til með fjárfestingar félagsins. inu, gæti notandinn haft við hönd- ina heila alfræðiorðabók, sem færi lítið meira fyrir en seðlaveski. Hið tölvutæka form auðveldar líka alla leit að upplýsingum. Microsoft og Sony eru að vinna að tæki, sem er kallað BookMan, fyrir margm- iðlun. Þannig getur notandinn ekki bara lesið upplýsingarnar, heldur bætist við myndræn og munnleg framsetning. Hingað til hefur ummál geymslurýmis verið mest takmark- andi þáttur í þróun lítilla tölva. En með tilkomu 3,5 tommu (þ.e. 9 sm) harðra diska náðu fístölvum- ar fótfestu. Nýlega kynnti Hew- lett-Packard tölvufyrirtækið 1,3 tommu (3,5 sm) harðan disk og nú er bara að sjá hvernig markað- urinn bregst við. Talið er að heildarmarkaður fyr- ir svona meðfærilegar tölvur verði eftir 5 ár um 2.400 milljarðar krón- ur. Það skiptir því miklu máli að vera fyrstur með réttu tölvuna. Newton frá Apple lofar góðu og bíð ég spenntur eftir framhaldinu. Höfundur er tölvunarfræðingur. QQ XX ISLAND NORÐUR - AMERÍKA Forysta í Ameríkuflutningum Reynsla og forysta EIMSKIPS í vöruflutningum milli íslands og Ameríku ó sér óratuga lang'a sögu. Félagiö siglir nú ó tveggja vikna fresti til 5 hafna í Noröur - Ameríku. Tíöni feröa og fjöldi viðkomuhafna samfara sérþekkingu og reynslu starfsmanna ö skrifstofu félagsins í Norfolk gerir þaö aö verkum aö EIMSKIP er vel í stakk búiö til að sinna öllum flutningaþörfum viöskiptavina sinna - þarfir þeirra eru þarfir okkar! EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (30.07.1992)
https://timarit.is/issue/124920

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Morgunblaðið B - Viðskipti/Atvinnulíf (30.07.1992)

Handlinger: