Morgunblaðið - 30.07.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 30.07.1992, Síða 8
VZterkur og k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992 Fólk Skipulags- breytingar hjá Samskipum i - Nýtt skipulag mun taka gildi hjá Samskipum hf. 1. ágúst nk. Meginbreytingin felst í því að starfseminni verður skipt í þrjá aðalþætti: flutningasvið, rekstrar- svið og fj'ármálasvið. Að sögn Ragnars Pálssonar, markaðstjóra Samskipa, hefur staðið yfir heildarendurskoðun á starfsemi félagsins frá lokun síðasta árs samfara auknum umsvifum. End- urskoðunin hefur náð til nær allra þátta starfseminnar og miðar að því að byggja upp heildarstefnu og markmið félagsins ásamt því að auka samkeppnisstyrk og arð- §emi þess. Reiknað er með að út- tektinni ljúki á næstu mánuðum. ■ ÓMAR Hl. Jóhannsson, núver- andi fram- kvæmdastjóri Samskipa hf., mun starfa sem forstjóri félagsins frá 1. ágúst nk. í kjölfar skipulags- breytinganna. Þá hafa verið ráðnir þrír fram- kvæmdastjórar til Samskipa frá sama tíma: MBALDUR Guðnason verður framkvæmdastjóri flutningasviðs sem sjá mun um alla sjóflutninga félagsins auk starfsemi þess er- lendis. Starfsemin skiptist í innflutn- ing, útflutning, strandflutninga og stórflutninga. Baldur hefur starfað hjá Sam- skipum hf. og íiorvera þess sl. 6 ár í sölu- og markaðsdeild, sem svæðistjóri félagsins í Rotterdam og síðast sem forstöðumaður áætl- anasiglinga fyrirtækisins. WHJÓRTUR Emilsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs sem sjá mun um landrekstur fé- lagsins auk rekst- ur skipa, gáma og tækja, svo og und- irverktaka innan- iands. Hjörtur er skipatæknifræð- ingur sem hefur starfað sem for- stöðumaður strandflutninga- deildar frá byijun þessa árs. Hann var áður aðstoðarforstjóri Skip- aútgerðar ríkisins. WSÆMUNDUR Guðlaugsson verður framkvæmdastjóri fjár- málasviðs sem skiptist í hagdeild, afgreiðslu og bók- hald. Þá hefur nokkrum undir- deildum verið fækkað með því að sameina þær öðrum. Sæmund- ur hefur starfað sem forstöðumað- ur fjárhagsdeildar félagsins sl. 3 ár, en var áður for- varsmaður endurskoðunardeildar Sambandsins. Samfara skipulagsbreytingum hjá Samskipum hf. verða manna- breytingar á skrifstofum félagsins í Rotterdam og Hull. WSTEFÁN Eiríksson mun taka við starfi svæðis- stjóra í Rotterd- am í október nk. af Michael Sig- þórssyni sem ráð- inn hefur verið deildarstjóri út- flutningsdeildar á aðalskrifstofu. Stefán hefur ver- ið forstöðumaður flutninga- og þjónustusviðs félagsins. WPÁLL Hermannsson mun í september nk. taka við starfi svæðisstjóra í Hull í stað Björg- vins S. Vil- hjálmssonar, sem ráðinn hefur verið sem deildar- stjóri gámarekst- urs í Reykjavík. Páll hefur starfað sem forstöðumað- ur vöru- og land- flutningadeildar félagsins. Sölu- ogmark- aðsstjóri bíla- leigu Flugleiða Hertz ogFlug- leiðahótelanna WELÍSABET Hilmarsdóttir tók við starfi sölu- og markaðsstjóra bílaleigu Flug- leiða/Hertz og Flugleiðahótel- anna 1. júlí sl. Hún tók við af Þórunni Reynis- dóttur sem nú starfar sem hótel- stjóri Hótels Loft- leiða. Elísabet hóf störf hjá Flug- leiðum árið 1972 og starfaði í fímm ár sem flugfreyja en frá 1980 sem umsjónarmaður með herbergja- bókunum á Hótel Loftleiðum. Arið 1982 tók hún við starfí ráðstefnu- fulltrúa í söludeild félagsins og starfaði síðan sem deildarstjóri ferðaþjónustudeildar til ársins 1991. Síðastliðna átta mánuði hef- ur Elísabet starfað sem sölu- og markaðsstjóri Flugleiðahótelanna. Elísabet er gift Vilhjálmi Kjart- anssyni og eiga þau tvo syni. Þjónustusijóri Islenskrar forritunarþró- unarhf. WGUÐMUNDUR Árnason hóf störf hjá Islenskri forritaþróun hf. 1. júlí sem þjón- ustustjóri. Síðustu 13 ár starfaði Guð- mundur sem sölu- og markaðsstjóri Verslunarinnar Pfaff hf. Hann hefur einnig gegnt ýmsum stjórnunar- og trúnaðarstörf- um fyrir __ Sund- samband Islands síðan 1978. Guð- mundur er fæddur 1957 og eigin- kona hans er Júlíana Árnadóttir. Þau eiga tvö böm. Nyrfram- kvæmdasljóri Aðalstöðvar- innar ■ ÞORMÓD UR Jónsson hefur tek- ið við sem framkvæmdastjóri Aðal- stöðvarinnar. Þormóður er fæddur í Reykjavík 27. febrúar 1966. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt af markaðs- sviði Handels Höj- skole í Kaup- mannahöfn 1987. Að námi loknu starfaði hann ytra um tíma sem fjár- Þorm6®ur málastjóri verktakafyrirtækis og sjálfstætt að ýmis konar viðskipta- þjónustu. Eftir heimkomuna var hann um tíma markaðsstjóri Prent- stofu G. Ben. en að því búnu sölufull- trúi hjá innflutningsdeild Eimskips þar til í vor sem leið. IMám Islandsbanki styrkir starfsmenn ÍSLANDSBANKI hefur veitt sex starfsmönnum styrk til að stunda rekstrar- og viðskipta- nám við Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands. Námið sem hefst í september er þrjú miss- eri og greiðir bankinn náms- gjöldin sem eru rúmlega 200.000 krónur fyrir hvern námsmann en styrkþegi sér um bókakaup. Þá kemur bankinn til móts við starfsmenn þar sem hluti af náminu fer fram á vinnutíma og um helgar, auk þess sem gerðar eru kröfur um töluvert heima- nám. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar starfsmannastjóra íslandsbanka er þessi samvinna við Endurmennt- unarstofnunina nýbreytni af hálfu bankans og ef hún gefst vel er áhugi á að halda samstarfínu áfram. Styrkimir voru auglýstir innan bankans og sagði Guðmundur að mikill áhugi hefði komið fram með- al starfsmanna. Gerðar voru þær kröfur til umsækjenda að þeir væm í stjórnendastörfum í útibúi eða hefðu áhuga á að takast á við stjórnun í einhveiju útibúanna, að þeir hefðu stúdentspróf og/eða mikla starfsreynslu eða hefðu lokið háskólanámi og að þeir væm til- búnir að takast á við nám af þessu tagi og ljúka því á réttum tíma. Endurmenntunarstofnunin tók þátt í vali á þeim sem hlutu styrkina. „Með þessu er bankinn að koma til móts við starfsmenn sem hafa sýnt mikinn áhuga á að mennta sig. íslandsbanki hefur staðið fyrir öflugu fræðslustarfí og með nám- inu emm við að efla fræðsluna enn frekar. Þess er síðan vænst að styrkimir skili sér í betri og ánægð- ari starfsmönnum,“ sagði Guð- mundur. Ómar Hl. Baldur Sæmundur Elísabet Þormóður T o r g i ð Árangursríkur útflutningur hugvits VIRKIR-ORKINT hefur gert samn- ing um hönnun á hóteli í bænum Esso á Kamsjatka sem er harð- býll skagi á Kyrrahafsströnd Rússlands. Að sögn Svavars Jón- atanssonar stjórnarformanns Virkis-Orkint er samningurinn þó með þeim fyrirvara að fýsilegt verði fyrir ferðamenn að koma til Kamsjatkta. „í framtíðinni tel ég Ijóst að svo verði, en hvort þetta verður hægt á allra næstu árum er spurning. Við munum byrja á því að gera almenna athugun á ferðamennsku og fáum eitthvað greitt fyrir það. Ef sú athugun verður jákvæð þá er hugsanlegt að í vetur eða næsta sumar verði farið að huga að þessu fyrir al- vöru,“ segir Svavar. Líkt og kom fram í Morgun- blaðinu í sl. viku þá hefur Virkir- Orkint gert samkomulag við stjórnvöld í Kamsjatka um að vera ráðgjafar þeirra á sviði orku- mála og um lagningu 110 kíló- metra langrar hitaveituæðar til höfuðborgar Kamsjatka, Petro- Pávlosk, frá háhitasvæðinu Mutnovski sem er sunnan við höfuðborgina. Einnig hefur verið undirbúinn samningur um þókn- un upp á tæplega 1 milljón doll- ara, um 55 milljónir íslenskra króna, til Virkis-Orkint fyrir endanlega hagkvæmniathugun og að setja upp tilraunastöð á háhitasvæðinu. Virkir-Orkint mun smíða og afla þeirra tækja sem til þarf hér á landi en fara með þau austur og setja þau upp þar. Þegar þar að kemur munu íslenskir starfsmenn á vegum Virkis-Orkint verða sendir þangað. Að því loknu mun fyrirtækið hafa hönd í bagga með rekstri tilraunastöðvarinnar en Svavar telur að hitaveita geti hugsanlega verið komin til Petro- Pavlost eftir rúmlega 4 ár. I Petro-Pavlosk og Mutnovski búa um 300.000. Að sögn Sva- vars er þar er mikil mengun og mikil þörf fyrir orku. Kol og olía hafi verið notuð en nú hafi íbúarn- ir þar varla efni á að flytja inn olíu lengur. Orkumálaráðherrann í Rússlandi mun t.d. hafa sagt Svavari að jarðhitinn væri nánast eina orkulausnin fyrir Kamsjatka og því sækjast þeir eftir þekkingu okkar og tækni. í Kamsjatka eru mörg háhita- svæði þó þau séu ekki jafn mikið rannsökuð og svæðið á Mutnovski. Auk þess er vatnsafl- ið mikið enda mikið um ár, fjall- lendi og úrkomu. Virkir-Orkint kom með þá hugmynd við stjórn- völd í Kamsjatka að þau byggðu upp orkuna og flyttu út raforku til Japan yfir Kurileyjar sem þar eru á milli. Það er um 1.100 kíló- metra leið og hægt er að leggja sæstreng á milli eyjanna. Vega- lengdin er álíka og sú sem talað er um á milti íslands og megin- landsins, en á íslandi þarf að leggja strenginn yfir hafið en frá Kamsjatka til Japan er hægt að leggja steng frá eyju til eyju. Enn er óljóst hvort þessar fram- kvæmdir séu hagkvæmar. Stjórnvöld í Kamsjatka geta ekki fjármagnað þessar fram- kvæmdir á eigin spýtur en Evr- ópubankinn hefur lýst yfir áhuga ' sínum á að aðstoða þá við fjár- mögnun til að nýta jarðhitann. Svavar segir að Virkir-Orkir hafi verið tilnefnt af stjórnvöldum í Kamsjatka til að vera fulltrúar þeirra í viðræðum við Evrópu- bankann. Virkir-Orkint mun ræða við Evrópubankann um möguleik- ann á láni til hitaveitunnar og orkuvers í Mutnovski. Virkir-Orkint hefur unnið lengi og ötullega að því samkomulagi og samningum sem nú eru í höfn. „Þetta er markaðssöflun sem við vonumst til að beri árangur. Fyrir- tækið hefur lagt mikla fjármuni markaðsöflunina og gengið hefur á hlutaféð sem er um 16 milljón- ir króna. Eitthvað er farið að skila sér og Virkir- Orkint hefur fengið greitt vegna verkefna í Ungverja- landi og Slóvakíu. Okkur finnst þetta hins vegar það áhugaverð verkefni að við eru tilbúnir að taka áhættuna. Það er samdóma álit hluthafanna," segir Svavar. Sú vinna sem Virkir-Orkint hef- ur lagt í til að markaðssetja ís- lenskt hugvit og þekkingu virðist nú vera að skila árangri. Það er athyglisvert hvernig þetta fyrir- tæki, sem er að helmingi í eigu verkfræðistofa í Reykjavík, 32% í eigu Orkustofnunar og 18% Hitaveitu Reykavíkur, hefur mark- visst unnið að því að nýta þá reynslu, sem þessir aðilar hafa aflað sér hér á landi, á erlendum vettvangi. Það vekur ekki síður athygli að Virkir-Orkint hefur ekki byggt um sig kostnaðarsamt stórfyrirtæki og síðan leitaö eftir verkefnum sem ef til vill aldrei líta dagsins Ijós. ÁHB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.