Morgunblaðið - 07.08.1992, Síða 7
6 B
MORGUNBLAÐIÐ 999 BARCELONA ’92 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ OO BARCELONA ’92 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992
B 7
TENNIS
Kevin Young fagnaði heimsmeiti sínu geysilega, eins og sést á myndinni
hér til hægri, en á myndinni fyrir ofan veifar hann til áhorfenda - með banda-
ríska fánann á öxlunum.
„Eina sem
égsávar
marklínan"
- og það var aðeins spurning hvenær ég
setti heimsmet ekki hvort, sagði Kevin Young
„ÉG setti stefnuna á heims-
metið fyrir löngu, vissi að það
var einungis spurning hvenær
það félli. Eg var mjög upplagð-
ur í hlaupinu, leið vel alla leið.
Gerði mér hins vegar ekki grein
fyrir því hve hratt ég hljóp nú.
Aðalatriðið var að vinna hlaup-
ið, eina sem ég sá var mark-
línan, metið var ánægjulegur
bónus," sagði Kevin Young,
nær tveggja metra hár félags-
fræðingur frá Los Angeles, eft-
ir að hafa slegið heimsmetið í
400 metra grindahlaupi og
sigrað með yf irburðum í gær.
Er þetta fyrsta heimsmetið
sem fellur í frjálsíþróttakeppni
Ólympíuleikanna.
Hlaupabrautimar eru hluti af
skýringunni, þær gefa mikið,
menn taka 12 skref þar sem þeir
þurfa 13 á öðmm völlum," sagði
John Smith þjálfari Youngs en hann
er fyrmm heimsmethafi í 440 stiku
hlaupi. Vissulega fór Young greitt
því einn af keppinautum hans, Bret-
inn Kriss Akabusi, fannst sem hann
stæði í stað er Young þaut fram úr.
„Mér fannst ég rúlla vel, en þegar
ég- sá Kevin leið mér eins og ég stæði
nánast kjúrr,“ sagði Akabusi.
Young sigraði með miklum yfir-
burðum, kom sex metmm á undan
næsta manni í mark en hægði vem-
lega á sér undir lokin er hann fagn-
aði sigri. Annar varð Jamaíkumað-
urinn Winthrop Graham á 47,66 og
Akabusi þriðji á 47,82 en hann er
Evrópumeistari og varð þriðji á HM
í fyrra, einu sæti á undan Young.
Bæði Graham, sem varð annar á HM
í fyrra, og Akabusi settu persónuleg
met í hlaupinu. Það gerði einnig
Frakkinn Stephane Diagana sem
varð fjórði á nýju frönsku meti en
árangur þessa 23 ára hlaupara er
afar athyglisverður. Hann hljóp best
á 51,60 1989, bætti sig í 48,92 árið
eftir og varð þá 5. á EM, var fjarver-
andi vegna meiðsla í fyrra og slær
nú í gegn. Einnig bættu Rússinn
Oleg Tverdolkhleb og Frakkinn Step-
hane Caristan árangur sinn en þeir
urðu í 6. og 7. sæti.
Með afreki sínu er Kevin Young
fyrstur allra til þess að ljúka 400
metra grindahlaupi á innan við 47
sekúndum. Tími hans var 46,79 sek-
úndum en heimsmet Moses, sem sett
var í Koblenz í Þýskalandi fyrir níu
ámm, var 47,02 sekúndur. Met Mo-
ses var eitt elsta heimsmetið í frjáls-
um.
■ LEIKMENN Taiwan töpuðu
úrslitaleiknum í hafnaboltakeppn-
inni gegn Kúbu 14:1. Þeir fengu
þó talsverðar sárabætur frá hinu
opinbera. Menntamálaráðuneytið í
Taiwan veitir hvetjum leikmanni
liðsins námsstyrk að upphæð 13
milljónir ísl. króna. Heildampphæð-
in sem ráðuneytið greiðir er um 242
milljónir ísl. kr. og geta leikmenn
ráðstafað fénu eins og þeim þókn-
ast. íþróttamenn frá Taiwan hafa
ekki verið sigursælir á Ólympíuleik-
um og árangur hafnaboltaliðsins
er sá besti síðan að tugþrautarmað-
urinn C.K. Yang vann silfurverð-
launin í Róm 1960.
■ PENINGA GREIÐSL UR til
þeirra íþróttamanna sem vinna til
verðlauna er ekki lengur undan-
tekning, heldur miklu frekar regla.
Samveldisríkin tólf sem eiga kepp-
endur á leikunum bjóða íþrótta-
mönnum sínum 180.000 kr. ísl. fyr-
ir gull, 120.000 fyrir silfur og
60.000 fyrir bronsverðlaun. íþrótta-
menn frá Kenýu sem vinna til gull-
verðlauna fá svipaða upphæð í sinn
hlut en minna fyrir silfur og brons.
■ AUÐUGUSTU íþróttamenn-
irnir á leikunum em án efa milljóna-
mæringamir sem leika með banda-
ríska körfuknattleiksliðinu. Þeir fá
ekki svo mikið sem krónu fyrir að
taka þátt í leikunum. Það segir þó
ekki alla söguna. Til að mynda sagði
umboðsmaður Scottie Pippen ný-
lega að Ólympíuleikarnir myndu
óbeint færa leikmanninum á milli
120-170 milljónir í auknum auglýs-
ingatekjum. Ekki er að efa að Mich-
ael Jordan og Earwin Johnson
muni fá meira fyrir sinn snúð.
■ BORIS Jeltsin, forseti Rúss-
lands afsakaði sig við Juan An-
tonio Samaranch, forseta IOC í
gær yfir að hafa ekki komist til að
vera viðstaddur Ólympíuleikana
eins og hann hafði ráðgert. Jeltsin,
sem er mikili áhugamaður um tenn-
is sagðist vonast til að geta tekið
leik við Samaranch fljótlega.
Urslitaleikur kvenna:
Undrabamið
gegnGraf
Það var á Spáni fyrir þrettán árum sem
Stefano Capriati rétti dóttur sinni
Jennifer, þá þriggja ára að aldri, tennis-
spaða, til að sjá hvort hún hefði einhverja
hæfileika. Þrettán árum síðar er fjölskyld-
an aftur komin til Spánar, nú til að fylgj-
ast með dótturinni, sem leikur til úrslita í
einliðaleik kvenna í tennis gegn Steffi Graf,
á sjálfum Ólympíuleikunum í dag.
Jennifer Capriati er aðeins sextán ára
gömul og sannkallað undrabam í tennis,
en það verður á brattan að sækja fyrir
hana á móti Steffi Graf, sem ekki hefur
tapað leik á Ólympíuleikum til þessa. Capr-
iati hefur hins vegar sótt í sig veðrið á
síðustu mánuðum. „Eg held ég hafi lagt
harðar að mér að undanförnu og mér finnst
ég vera í góðu formi. Ég held að þétta sé
stærsta stund ferilsins, ásamt því að leika
í undanúrslitunum á Opna bandaríska
mótinu," sagði Capriati.
Capriati er sjötta á heimslistanum, og
er þrátt fyrir ungan aldur orðin margfald-
ur milljónamæringur. Á sama tíma og jafn-
aldrar hennar reyna hvað þeir geta til að
láta vasapeningana duga út vikuna, þá er
hún líklega ríkasti 16 ára unglingur í heim-
inum og þarf ekki að hafa áhyggjur af
vasapeningum, allt vegna frammistöðunn-
ar á tennisvellinum.
Graf varð með sigri sínum í undanúrslit-
unum sigursælasti tennisleikari á Ólympíu-
leikunum. Hún sigraði í Los Angeles árið
1984 þegar tennis var sýningargrein, og
tryggði sér síðan gullverðlaunin f Seoul
fyrir fjórum árum.
„Ég er með sérstakt herbergi þar sem
ég geymi verðlaunapeningana mína, og
gullverðlaunin á Ólympíuleikunum eru ein-
hverra hluta vegna miðpunkturinn þar,“
sagði Graf. „í sannleika sagt þá kem ég
ekki oft þangað, en leit eitt andartak þang-
að inn áður en ég kom hingað,“ sagði Graf.
En þrátt fyrir að hafa verið á fulli keyrslu
nær allt árið er Graf ekki orðin þreytt.
„Það getur verið erfitt fyrir tennisleikara
að halda einbeitingunni út árið, en það
hefur ekki verið erfitt fyrir mig því ég hef
svo gaman að þvi að spila tennis. Það skipt-
ir ekki máli við hvem ég spila, bara það
að fara út á völlinn er nóg fyrir mig,“
sagði hin sigurstranglega Steffí Graf.
Reuter
Steffi Graf hefur leikið ákaflega vel á Ólympíuleikunum til þessa, og er sigur-
stranglegri en sextán ára undrabarnið Jennifer Capriati, sem verður andstæð-
ingur hennar í úrslitaleiknum í dag.
Barcelona ’92
OQO
Zmelik konungur
tugþrautarinnar
Tókforystu ífyrstu grein seinni dagsins og varaldrei ógnað
Tékkinn Robert Zmellk vann með yfirburðum í tugþrautinni. Hér á hann á fullri ferð í 110 m grindahlaupi.
Reuter
TÉKKINN Robert Zmelik sigraði með miklum yfirburðum ítug-
þrautinni í gærkvöldi og náði sínum næstbesta árangri frá upp-
hafi, hlaut 8.611 stig. Zmelik var konungur gærdagsins, tók for-
ystu í fyrstu grein seinni dagsins í gær og jók hana jafnt og
þétt, sigraði með glæsibrag. Þjóðverjinn Paul Meier sem hafði
forystu eftir fyrri dag keppninnar átti lakari dag í gær og endaði
í sjötta sæti en náði engu að síður sínum besta heildarárangri.
Fimmtán keppendur náðu 8.000 stigum eða meira.
Iöðru sæti og við miklar vinsæld-
ir áhorfenda varð Spánveijinn
Antonio Penalver en hann varð í
23. sæti á leikunum í Seoul. Var
hann þriðji eftir fyrri daginn en
komst strax í gær í annað sætið
og hélt því þótt Bandaríkjamaður-
inn Dave Johnson drægi um tíma
verulega á hann.
Johnson hefur náð bestum
árangri í ár, 8.727 stigum en átti
aldrei möguleika á að ná Zmelik,
var í níunda sæti eftir fyrri dag,
alltof mörgum stigum á eftir fyrstu
mönnum.
Reyndar gekk Johnson ekki alveg
heill til skógar, leið miklar kvalir í
gær og taldi álagssprungur hafa
myndast í beinum í hægra fæti.
Sýndi hann mikla keppnishörku og
gafst aldrei upp.
Silfurhafmn frá heimsmeistara-
mótinu í fyrra, Mike Smith frá
Kanada, mætti ekki til leiks í gær,
hætti vegna hömlungsmeiðsla.
Zmelik er 23 ára frá iðnaðarborg-
inni Vítkovice í vesturhluta Tékkó-
slóvakíu. Hann varð fjórði á Evr-
ópumótinu í hitteðfyrra og sama
sæti á HM í Tókíó í fyrra, setti
persónuleg stigamet á báðum mót-
um. Þá vann hann silfurverðlaun á
heimsmeistaramóti unglinga í
Kanada 1988.
HOgrind
Tékkinn Robert Zmelik byijaði
daginn glæsilega með því að ná
langbesta tímanum í 110 metra
grindahlaupi. Hljóp á 13,95 sekúnd-
um en næstbesti tími dagsins var
rúmri hálfri sekúndu lakari. Með
þessu tók Zmelnik 83 stiga forystu
en Þjóðveijinn Paul Meier varð síð-
astur í hans riðli á 15,22 sek. Dave
Johnson hljóp í sama riðli og þeir
á 14,76, varð næstur á undan Mei-
er. Bandaríkjamaðurinn Aric Long
var dæmdur úr lauk og varð því
ekki uip áframhald á keppni að
ræða hjá honum. Spánveijinn Pena-
lver styrkti stöðu sína í toppsætun-
um, hljóp á 14,58 sek.
Kringlukast
Robert Muzzio Bandaríkjunum
og William Motti Frakklandi köst-
uðu einir yfir 50 metra, sá fyrr-
nefndi færðist upp í 11. sæti fyrir
vikið og Motti í það níunda. Pena-
lver styrkti enn stöðu sína og færð-
ist upp í annað sætið með 49,68
metra kasti. Paul Meier kastaði hins
vegar aðeins 42,14 metra sem var
18. lengsta kastið, féll úr öðru sæti
í það þriðja í stigakeppninni. Dave
Johnson var með fjórða lengsta
kast dagsins, 49,12 metra, færðist
upp um tvö sæti í það sjöunda.
Bilið milli efstu manna minnkaði
einkum þar sem Zmelik kastaði ein-
ungis 45,00 metra sem var 10. besti
árangur dagsins. Hélt hann 61 stigs
forystu en bilið milli þeirra Johnson
minnkaði um 85 stig, úr 383 í 298
stig. Keppendum fækkaði í 30 því
Brasilíumaðurinn Filho Da Silva
Ferreira gerði öll köstin ógild og
féll úr.
Stangarstökk
Ungveijinn Dezso Szabo stökk
hæst eða 5,30 og fékk fyrir það
1.004 stig. Dave Johnson stökk
5,10 en bilið milli þeirra Zmeliks
hélst óbreytt því Tékkinn stökk
sömu hæð. Frakkinn Alain Blondel,
sem varð sjötti í Seoul, stökk þá
hæð einnig og fímmti maðurinn
yfir 5,00 metra var Erki Nool frá
Eistlandi. Stjarna Pauls Meiers
hneig enn því hann stökk aðeins
4,60 sem var 15.-17. besti árangur-
inn í stönginni. Enn fækkaði kepp-
endum því Bandaríkjamaðurinn
Aric Long felldi byijunar hæð sína.
Spjótkast
David Johnson færðist upp í
þriðja sætið (7.607) með næst
lengsta kasti dagsins, 62,86 metr-
um, en munurinn hélst nær óbreytt-
ur milli Zmeliks (7.848) og Pena^
lvers (7.719) sem köstuðu 59,06
og 58,64 metra. Meier hélt áfram
för sinni niður stigatöfluna með þvi
að kasta aðeins 55,44 metra.
Frakkinn Motti kastaði langlengst
eða 67,50. Níu köstuðu lengra en
60 metra. Eistlendingurinn Erki
Nool gerði öll köstin ógild og féll úr.
1500 metramir
Langlélegasta grein tugþrautar-
manna en Zmelik lauk deginum
með glæsibrag með því að auka
forystu sína á Penalver og Johnson.
Þeir gerðu sér fulla grein fyrir því
að þeir ættu enga möguleika lengur
gegn Tékkanum og sættu sig við
silfur- og bronsverðlaun. Langbest-
um tíma náði Svisslendingurinn
Beat Gahwiler 4:12,07 mín.
Reuter
Dave Johnson keppti með sólgler-
augun, en hann sá ekki til sólar í
keppninni við Zmelik.
Hægðiásér
ogdró úr
heimsmetinu
Kevin Young hefði líklega getað
bætt heimsmetið í 400 metra
grindahlaupinu enn betur, um 2/10
úr sekúndu hefði hann hlaupið á
fúllu yfir marklínuna.
Young gerði sér hins vegar grein
fyrir því að allt stefndi í öruggan
sigur og kunni sér ekki læti af gleði;
lyfti hægri hendi upp yfir höfuð sér
af fögnuði þegar hann átti 6-7
metra eftir á mark.
Ennfremur rakst hann nokkuð
illa í 10. og síðustu grindina sem
dregið hefur líklega örlítið úr hrað-
anum. Má því ljóst vera að meira
býr í honum.
„Mig hafði lengi dreymt að geta
lyft höndum til sigurs á stórmóti.
Eg gat ekki sleppt því nú, enda
himinlifandi af gleði og vissi ekki
að heimsmetið væri að falla," sagði
Young eftir hlaupið.
Með sigrinum og metinu bætir
Young vel fyrir þau vonbrigði sín
að verða Ijórði í greininni bæði á
Ólympíuleikunum í Seoul og á HM
í fyrra. Eftir hlaupið fagnaði hann
sigrinum með því að leggjast á
hlaupabrautina vafinn bandaríska
fánanum og sprikla með fótunum.
Þessi 26 ára félagsfræðingur frá
Los Angeles bætti sinn besta árang-
ur í hlaupinu um tæpa sekúndu,
átti 47,72 sekúndur frá því 1988.
FRJALSIÞROTTIR