Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGIJR 7. ÁGÚST 1992 KNATTSPYRNA / UNDANURSLIT MJOLKURBIKARKEPPNINNAR Fylkir í Evrópu- keppni? 2. deildarlið vann bikarkeppnina síðast árið 1971 Fylkismenn eygja mögu- leika á að leika í Evrópu- keppninni á næsta ári. Ef Fylk- ir vinnur Val í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvöld gæti liðið um leið tryggt sér þátt- töku í Evrópukeppni bikarhafa á næsta ári. Til að þetta gangi eftir verður ÍA að vinna KA í bikamum og verða íslands- meistari. ÍA tæki þá þátt í Evrópukeppni meistaraliða burtséð frá því hvemig úrslita- leikur bikarkeppninnar færi, en hitt úrslitaliðið í bikamum færi í Evrópukeppni bikarhafa. ■Það hefur aðeins einu sinni gerst að 2. deildarlið hafi tryggt sér Evrópusæti í knatt- spymu. Það gerði Víkingur 1971 með því að vinna Breiða- blik í bikarúrslitum 1:0. Morgunblaðið/Þorkell Finnur Kolbeinsson, hefur skorað í öllum bikarleikjum Fylkis. Verður hann í blómahafí í kvöld? VISI i ÞESSUM LANDSLEIK TEFm ISLENDINGAR FRAM STBRKU LIÐI MEÐ ÖFLUGA ATVINNUMENN INNANBORÐS GEGN ÍSRAELSKA LANDSLIÐINU OG ÞVÍ MÁ BÚAST VIÐ HÖRKULEIK ÞAR SEM EKKERT VERÐUR GEFIÐ EFTIR. GERUM LAUGARDALSVÖLL AÐ ALVÖRU HEIMAVELLI FVRIR HEIMSMEISTARAKEPPNINA. FORSALA AÐGÖNGUMHDA ER Á BENSÍNSTÖÐVUM ESSO Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU, KEFLAVÍK, AKRANESI OG AKUREYRI OG Á LAUGARDALSVELLI FRÁ KL. 11 Á LEIKDEGI. MIÐAVERÐ: 1.000 KR. (EITT VERÐ). FRÍTT FYRIR BÖRN 12 ÁRA OG VNGRI. FÉLAGAR í KSÍ-KLÚBBNUM HITTAST Á ÍSÍ KL. 16.30. MÆTUM A VOLLINIU! BOÐSMIÐAR: STARFANDI DÓMARAR OG AÐRIR MEÐ AÐGANGSKORT FÁ AÐGÖNGUMIÐA AFHENTA Á LAUGARDALSVELU Á LEIKDEGI FRÁ KL 11-16. GARDALSVELU SAMSTARFSAÐILAR KSÍ Landsbanki A. Islands Bankl alira landtmanna Prenlsmiðjan (IJ EIMSKIP Skandia Island m ERO gk ÍRVAt-ÚTSÝN Tími til kominn að stöðva Valsmenn - segir Finnur Kolbeinsson, leikmaður Fylk- is,um leikinn gegn bikarmeisturum Vals UNDANÚRSLITALEIKIR Mjólk- urbikarkeppninnar í knatt- spyrnu verða f kvöld kl. 19:00. Á Akureyri tekur KA á móti ÍA og í Árbænum mætir Fylkir, efsta lið 2. deildar, bikarmeist- urum Vals f rá í fyrra. Leið Fylkis í undanúrslit hefur verið nokkuð greið ef undan er skilinn síðasti leikur þar sem liðið lagði KR-inga 2:1 í skemmtilegum leik þar sem heimamenn gerðu bæði mörkin á lokamínútunum. Fylkis- menn voru með í bikamum frá fyrstu umferð og hafa leikið fimm leiki. KR, eins og önnur 1. deildar lið, kom inní í 16. liða úrslitum. Tími til kominn að stöðva Valsmenn Fylkismaðurinn Finnur Kolbeins- son hefur skorað fimm mörk í bik- amum, eitt mark í hveijum leik og ætlar að halda því áfram. „Við erum allir klárir í slaginn og ég held við fömm ansi_ langt með því að gera eitt mark. Ég er búinn að skora eitt mark í öllum fimm leikjunum og sé enga ástæðu til að hætta því,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið. „Þetta verður erfiður leikur og við ætlum að halda áfram að gæða okkur á konfektmolunum. Síðast var það bara einn moli úr kassanum og því er nóg eftir. Það er kominn tími til að stöðva Valsmenn og við erum litla liðið í þessu og höfum því engu að tapa,“ sagði Finnur. Valsmenn hafa ekki tapað bikar- leik í rúmlega tvö ár. í ár léku þeir fyrst við Breiðabliksmenn og yfir- spiluðu þá framan af leik og unnu 3:0. Síðan mættu þeir FH, en liðin léku til úrslita í bikarnum í fyrra, raunar þurfti tvo leiki þá til að knýja fram úrslit, en að þessu sinni þurfti aðeins einn leik. Eigum harma að hefna á Fylkisvelll Sævar Jónsson, Valsari, er orðinn sjóaður í bikarkeppninni. Hann hefur fímm sinnum leikið til úrslita og þrisvar staðið uppi sem bikarmeist- ari. „Við förum í þennan leik eins og hvem annan, nema að þetta er bikarleikur. Þetta verður erfíður leikur því Fylkismenn hafa sýnt að þeir eiga heima í fyrstu deild. Við eigum harma að hefna frá því við lékum við þá í fyrstu deild á Fylki- svelli 1989 og töpuðum 4:1. Við erum nánast úr leik í keppninni um íslandsmeistaratitilinn og því verð- um við að vinna þennan leik. En við þurfum að koma með rétt hugarfar í leikinn," sagði Sævar. KA og ÍA eru dálítið langt frá hvort öðru í deildinni, KA í þriðja neðsta sæti með 10 stig, en ÍA í því efsta með 27 stig. Það munar 17 stigum á liðunum en það er í deild- inni, en leikurinn í kvöld er í bikarn- um og það er allt annað mál. Skagamenn léku fyrsta leikinn gegn Val á Reyðarfirði og sigruðu 7:0 en í næsta leik fengu þeir Vík- inga heim og komust í 3:0 í upphafi fyrri hálfleiks en leiknum lauk með 3:2 sigri ÍA. Förum alla leið í úrslit „Ég hef trú á því að við förum alla leið í úrslit," sagði Luka Kostic, fyrirliði ÍA. Þrír lykilmenn ÍA, Sig- urður Jónsson, Alexander Högnason og Ólafur Adólfsson taka allir út leikbann í kvöld. En veikir það ekki liðið? „Það er vissulega slæmt að missa þessa góðu leikmenn í svona mikilvægum leik. En ég er sann- færður um að þeir sem koma inn í staðinn eru hundrað prósent tilbún- ir. Við tökum aðeins eitt skref í einu og nú er það KA. Þó það sé mikill munur á liðunum í deildinni er það ekki mælikvarði á einn bikarleik. Ein mistök geta kostað sigur,“ sagði Kostic. KA lagði Þórsara 2:0 í fyrsta leiknum og í næsta leik sigraði það Fram 2:1. KA hefur fullan hug á sigri í kvöld. Liðinu hefur gengið illa í deildinni og það væri mikil lyfti- stöng fyrir leikmenn að komast í úrslitaleikinn. Skagamenn, sem komu upp úr 2. deild í fyrra, hafa leikið vel í sumar og eru efstir í deildinni og hefðu örugglega ekkert á móti því að komast líka í úrslita- leikinn. Þurfum aö lífga upp á sálartetrið „Leikurinn leggst ágætlega í okk- ur, það þýðir ekkert annað. Við ætlum okkur sigur eins og sjálfsagt öll liðin, en þetta hefur verið dapurt í deildinni hjá okkur og því þurfum við að lífga aðeins upp á sumarið og sálartetrið, bæði hjá okkur og stuðningsmönnum okkar,“ sagði Steingrímur Birgisson, fyrirliði KA um viðureignina við Skagamenn. „Ég held við höfum alla burði til að sýna okkar rétta andlit. Skaga- menn eru reyndar með besta liðið í deildinni, en þetta er bikarleikur og munurinn í töflunni hefur ekkert með bikarinn að gera,“ sagði Stein- grímur. Fá adeins 17 tíma hvíld Sjö ieikmenn úr liðunum fjórum sem leika í undanúrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í kvöld fá lítinn tíma til að hvfla sig eftir átökin. Þeir þurfa að vera tilbúnir í leik með U-21 árs landsliðinu gegn ísrael sem hefst á morgun kl. 14 á Akranesi, sautján tímum eftir að bikarleikjunum lýk- ur. Það eru þeir Finnur Kolbeinsson, Gunnar Pétursson og Þórhallur Dan Jóhannesson úr Fylki og Skagamennirnir Þórður Guðjónsson og Bjarki og Amar Gunnlaugssynir auk Valsarans Ágústs Gylfasonar. Aðeins tveir úr A-landsliðshópnum fyrir leikinn á sunnudag leika í bik- arnum í kvöld. Það eru þeir Baldur Bragason úr Val og Baldur Bjamason úr Fylki. Þeir fá 45 stunda hvfld á milli leikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.