Morgunblaðið - 07.08.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ‘ 999 BARCELONA ’92 FÖSTUDAGUR '7. ÁGÚST 1992
B il
KORFUKNATTLEIKUR
„Loksins byrjað-
ur að skora
Stefán
Stefánsson
skrifar
Þróttarar áttu ekki vandræðum
með Leiftur í gærkvöldi, unnu
verðskuldað 3:0 í Sæviðarsundinu.
„Leikgleðin hefur
verið mikil síðustu
leiki og gerði nú út-
slagið. Við erum á
uppleið og óstöðv-
andi og ég er loksins byijaður að
skora", sagði langbesti maður leiks-
ins, Ingvar Ólason Þrótti en hann
skoraði tvö mörk og fiskaði víti.
Leiftursmenn pressuðu í byrjun
og gáfu heimamönnum aldrei frið,
sem létu þó ekki slá sig útaf laginu,
spiluðu lipurlega og áttu sín færi. Á
30. mínútu varði Þorvaldur Jónsson,
markvörður Leifturs, en boltinn
hrökk til Ingvars sem setti hann létti-
lega í hornið. Við markið tók Þróttur
við sér en gestunum var brugðið.
Þróttarar fengu nokkur góð færi
strax eftir hlé en gerðu ekki mark
fyrr en á 57. mínútu þegar Ingvar
komst eldsnöggur inní misheppnaða
sendingu til markvarðar en var
brugðið innan vítateigs. Úr vítinu
skoraði Magnús Pálsson örugglega
í mitt markið. Ólafsfirðingar fengu
síðan nokkra tæpa dóma á sig og
það tók úr þeim allt loft en Ingvar
tryggði sigurinn með skallamarki á
75. mínútu.
BÍ úr fallsæti
Isfirðingar komust úr fallsæti 2.
deildar með því að sigra Víði,
2:0, í miklum baráttuleik á ísafírði
í gærkvöldi. Fyrri
hálfleikur var frek-
ar daufur og fátt
um fína drætti. BÍ
skoraði þó ágætis
mark um miðjan
Rúnar Már
Jónatansson
skrifar frá
isafiröi
GOLF
Landsliðin pöruð
Landslið íslands í golfí, bæði
karla og kvenna, hefur verið
raðað niður í pör til að taka þátt í
Gucci-parakeppninni sem verður á
Grafarholtsvelli á sunnudaginn.
Landsliðspörin fara út klukkan 9
árdegis en önnur pör og hjón geta
skráð rástíma í golfversluninni í
GR fram á laugardag.
Þess má geta að í landsliðunum
eru systkin, Siguijón Amarsson úr
GR og Herborg Amarsdóttir úr GR.
Hvor þau leika sem par á sunnudag-
inn verður að koma í ljós.
Einnig er í landsliðinu eitt alvöru
par. Jón H. Karlsson úr GR og
Karen Sævarsdóttir úr GS. Líklega
leika þau sem par, hvað annað!
Ikvöld
Knattspyrna kl. 19
1. dcild kvenna:
Kópavogsvöllur: UBK - Þór
2. deild karla:
Selfossvöllur: Selfoss - UMFG
Keflavlkurvöllur: ÍBK - ÍR
3. deild:
Húsavíkurv.: Völsungur - Magni
Borgames: Skallagnmur - Grötta
Dalvíkurvöllur: Dalvík - Tindastóll
hálfleikinn og var þar að verki
Svavar Ævarsson sem skaut föstu
skoti frá vítateig neðst í markhorn-
ið.
Síðari hálfeikur var líflegri og
vom heimamenn þá mun frískari.
Á 55. mín. skoraði Kristmann
Kristmannsson annað mark BÍ
með skalla úr þvögu í vítateig Víð-
is. ísfirðingar fengu síðan nokkur
tækifæri til að bæta við og kom-
ust m.a. þrisvar einir innfyrir vöm
Víðis en allt kom fyrir ekki.
Tíu mínútum fyrir leikslok var
Sigurði Sighvatssyni vikið af leik-
velli og síðustu mínútumar léku
heimamenn aðeins níu því Elmar
Viðarsson var einnig rekinn útaf.
Víðismenn fengu dauðafæri í lok
leiksins en skutu í stöng.
Haukur Benediktsson og Elmar
vom skástir í jöfnu liði BI en það
var enginn sem stóð upp úr í frek-
ar slöku liði Víðis.
URSLIT
Knattspyrna
2. deild karla:
Bf-Víðir........................2:0
Svavar Ævarsson (22.), Kristmann Krist-
mannsson (55.).
Þróttur - Leiftur...............3:0
Ingvar Ólason (30., 75.), Magnús Pálsson
(57. - víti)
1. deild kvenna:
Valur - Stjarnan................0:1
- Anna Sigurðardóttir.
NM-mót drengja
Mótið fer fram í Noregi:
f sland - England...............0:2
Noregur - Færeyjar..............3:0
Danir - Austurríki..............4:0
■fsland leikur gegn Noregi í dag.
Reuter
Geyslleg harka var í leik Angóla og Spánar um 9. sætið í gær. Hér sést Jacques Conceicao slá Jordi Villacampa beint
fyrir framan dómarannn. Spánveijar vom þó oftast gerendur í slagsmálaleiknum.
Draumur Kró-
ata rættist
Sigruðu SSR og leika til úrslita við draumaliðið
„DRAUMUR okkar rættist!
Okkur langaði mjög mikið til
að leika til úrslita við Banda-
ríkjamenn og það tókst,“ sagði
Toni Kukoc, einn besti leik-
maður Króatíu eftir að iiðið
sigraði lið Samveldisins 75:74
í bráðskemmtilegum leik.
Króatar voru undir lengst af,
m.a. fímm stigum þegar tæp
mínúta var eftir. Kukoc gerði
þriggja stiga körfu og þegar 20
sekúndur vom eftir komust Sam-
veldismenn í sókn einu stigi yfír.
Króatar bmtu strax á Volkov, sem
hafði misnotað nokkur vítaskot og
svo fór einnig að þessu sinni.
Króatar náðu frákastinu og
Drazen Petrovic bmnaði upp og
brotið var á honum þegar níu sek-
úndur vom eftir. Hann skoraði úr
báðum vítaskotunum og tryggði
Króatíu sigur og rétt til að leika
til úrslita. Reyndar vissu leikmenn
ekki við hveija þeir ættu að leika
þar því Bandaríkin og Litháen léku
síðar um kvöldið, en þeir bjuggust
allir við að það yrðu Bandaríkja-
menn sem léku til úrslita.
„Það var ekki Volkov sem tapaði
þessum leik,“ sagði Kukoc. „Það
vomm við sem sigruðum." Petar
Skansi, þjálfari Króata hrósaði liði
Samveldisins. „Þeir léku frábær-
lega, þeir em með gott og skemmti-
legt lið. Við vomm mjög heppnir í
kvöld. Mjög heppnir," sagði hann.
Bandaríkjamenn gjörsigruðu Lit-
háa í gærkvöldi í síðari undanúr-
slitaleiknum. Lokatölur urðu
127:76 og töldu þulir hjá Eurosport
að Bandaríkjamenn hefðu slegið
met í skomn í undanúrslitum, ef
ekki í sögu körfuknattleiksins á
Ólympíuleikum.
TENNIS
Rosset tók Ivanisevic létt
|arc Rosset frá Sviss sigraði
Goran Ivanisevic frá Króatíu
ákaflega óvænt í undanúrslitum í
einliðaleik karla í tennis. Það sem
kom líklega enn meira á óvart var
að Ivanisevic náði ekki að vinna
hrinu, sem er næsta fáheyrt þegar
fjórði maður á heimslistanum spilar
á móti þeim fertugasta og þriðja á
listanum. Rosset spilar gegn Spán-
veijanum Jordi Árrese í úrslita-
leiknum á morgun, en Arrese sigr-
aði Samveldismanninn Andrei
Cherkasov 3:1.
Rosset tók fyrstu hrinuna 6-3,
þá aðra 7-5 og þá þriðju og síðustu
6-2. Hann er frá Sviss eins og áður
sagði og gæti í úrslitaleiknum á
morgun unnið til fyrstu gullverð-
launa Sviss á Ólympíuleikum síðan
1980.
Ivanisevic var hreinlega ekki með
í leiknum á móti Rosset. Hann var
ákaflega hugmyndasnauður og náði
ekki að rífa sig upp úr meðal-
mennskunni sem einkenndi allan
hans leik. En hann var stoltur af
bronsverðlaununum sem hann
tryggði sér með sætinu í undanúr-
slitunum. „Eg er stoltur af því að
hafa unnið til verðlauna fyrir land
mitt, jafnvel þó það séu aðeins
bronsverðlaun," sagði Ivanisvic.
Allir toppamlr duttu úr keppni
Það voru fáir sem bjuggust við
því að menn í 43. og 30. sæti á
heimslistanum myndu spila til úr-
slita í einliðaleik á Ólympíuleikun-
um, þar sem meirihlutinn af bestu
tennisleikurum heims tók þátt á
leikunum. Þeir duttu hins vegar út
einn af öðrum, Ivanisevic var sá
síðasti, en hann var sá eini á topp
tuttugu sem komst í undanúrslit.
Hann komst einnig í undanúrslit í
tvíliðaleik og tryggði sér þar með
tvenn bronsverðlaun á Ólympíuleik-
unum, því ekki er leikið til úrslita
um þriðja sætið í tennis. Alls lék
hann 39 hrinur á Ólympíuleikunum,
oft í rúmlega 40 stiga hita. Hann
viðurkenndi það líka fúslega eftir
leikinn í gær að hann væri gjörsam-
lega uppgefinn.
Rosset var að vonum ánægður
með árangur sinn. „Ég bjóst aldrei
við því að komast í úrslit, en eins
og ég hef spilað að undanförnu þá
er ég ekki hissa,“ sagði Rosset.
Það var töluverð sárabót fyrir
spænska tennisáhugamenn.að Árr-
ese skyldi komast í úrslitin. Eftir
að systkinin frá Barcelona, Emilio
og Arantxa Sanchez Vicario, kom-
ust ekki í úrslit í einliðaleik, var
Arrese eina von Spánveija. „Cherk-
asov var erfíður andstæðingur, en
það var mikilvægast að sigra og
ég ætla að halda sigurgöngunni
áfram," sagði Arrese hvergi bang-
inn.
Arantxa I úrslrt í tvíleiöaleikn-
um
Eftir vonbrigðin í undanúrslitun-
um í einliðaleiknum náði Arantxa
Sanchez Vicario að tiyggja sér í
gær sæti í úrslitaleiknum í tvíliða-
leik, ásamt stöllu sinni Conchitu
Martinez. Mótherjar þeirra verða
bandarísku stúlkurnar Mary Joe og
Gigi Femandez.
Barcelona ’92
I ÞAÐ er óhætt að segja að leik-
ur Angóla ogSpánar um 9. sætið
hafí verið slagsmálaleikur. Spán-
veijum tókst að hefna ófaranna frá
því í riðlakeppni er þeir töpuðu. Nú
unnu þeir 78:75, en það kostaði sitt.
■ EINN leikmanna Angólu var
sparkaður niður eftir rúmar tvær
mínútur og segir þjálfari liðsins að
hann sé öklabrotinn. Oft varð að
stöðva leikinn þar sem leikmenn
lágu í gólfínu eftir olnbogaskot frá
mótheijunum. Spánverjar þóttu
mun grófari en Angólumenn.
■ ÞJÁLFAM Angólu fékk líka
að kenna á hörkunni því þegar hann
og þjálfari Spánverja fóra einu
sinni inn á völlinn til að stilla til
friðar grýtti einn leikmanna Spánar
knettinum framan í hann.
■ „ÞETTA er ekki körfuknatt-
leikur. Spánverjar eru ekki eins
góðir og mínir leikmenn og því
ákváðu þeir að leysa leikinn upp í
vitleysu og slagsmál," sagði þjálfari
Angólu eftir leikinn. „Þetta var leik-
ur uppá líf og dauða fyrir spænskan
körfuknattleik," var það eina sem
spænski þjálfarinn vildi láta hafa
eftir sér!
I BRÆÐUR frá Sovétríkjunum
gömlu virðast hafa gott tak á banda-
rískum körfuknattleiksmönnum.
Annar þeirra, Alexander Gom-
elski, þjálfaði karlalið Sovétríkj-
anna í Seoul fyrir fjórum árum og
nú lét yngri bróðirinn til sín taka.
I EVGUENI Gomelski þjálfar
kvennalið Samveldisins og hann
gerði það sama og bróðir hans fyrir
fjórum árum, stöðvaði sigurgöngu
Bandaríkjanna, núna í kvennakörf-
unni!
■ EINN leikmanna í liði Litháen
tók mikið af myndum þegar liðið lék
við Bandaríkjamenn í gær. Hann
sat úti í horni, við hliðina á vara-
mannabekknum og tók myndir af
öllum í draumaliðinu, á meðan leik-
urinn fór fram!.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD