Morgunblaðið - 11.09.1992, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Yerðbólgan
mælist 0,5%
VÍSITALA framfærslukostnaðar
miðað við verðlag lækkaði um
0,1% í september 1992 frá ágúst
1992. Lækkun vísitölunnar stafar
aðallega af lækkun á bensínverði,
fjármagnskostnaði og orlofsferð-
um til útlanda.
Vísitalan í september reyndist vera
161,3 stig og lækkaði um 0,1% frá
ágúst. Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar hækk-
að um 2%. Undanfama þijá mánuði
hefur vísitalan hækkað um 0,1% og
jafngildir sú hækkun um 0,5% verð-
bólgu á heilu ári.
Verðbólgan hér á landi er minni
en í nokkru Evrópubandalagsríkj-
anna. Þar var verðbólga á heilu ári
að meðaltali 4,1% í júlí sl. í Dan-
mörku mældist verðbólga á heilu ári
2,2% í júlí, 2,6% í Belgíu, 2,9% í
Frakklandi, 3,3% í Þýskalandi og
3,7% í Bretlandi. Hæst var verðbólg-
an í Grikklandi, 13,6%, og í Portúg-
al, 9,6%.
Sotheby’s í London
Islensku frí-
merkin seldust
yfir matsverði
ÍSLENSK frímerki voru seld fyrir
8 þúsund sterlingspund, eða rúm-
ar 830 þúsund ÍSK á uppboði hjá
Sotheby’s-uppboðsfyrirtækinu í
London í gær.
Um var að ræða frímerki vegna
Alþingishátíðarinnar 1930 sem seld-
ust á 5 þúsund pund, en þeim fylgdi
49 síðna bók þar sem saga útgáfu
þeirra er rakin. Einnig seldist lítið
íslenskt frímerkjasafn frá 1873-
1940, sem var metið á 1.800-2.200
pund, en seldist á 3.000 pund.
Kynferðis-
leg áreitni í
tískuverslun
Afgreiðslustúlka i tískuvöruversl-
un við Laugaveg kærði ungan
mann fyrir kynferðislega áreitni
í gær. Maðurinn mun hafa komið
inn í búðina og beðið stúlkuna um
að máta fyrir sig þröngt pils sem
hann kvaðst ætla að gefa vinkonu
sinni. Er stúlkan var komin í pils-
ið fór maðurinn að þukla á henni.
Er stúlkan kærði manninn til lög-
reglunnar kvaðst hún muna eftir
honum frá í desember eða janúar sl.
er hann kom inn í búðina með svip-
aða ósk og þá hafi hann einnig káf-
að á henni. Hann hefði þar að auki
leikið sama leikinn gagnvart systur
hennar og þær grunaði að hann hafi
staðið að „dónalegum" símtölum til
þeirra.
Lögreglan hafði uppi á manni
þessum og játaði hann athæfið.
Rækjubáturinn Sveinn Guðmundsson GK 315 fórst skammt frá Eldey
T
-'r'i
Sveinn'Guðmundsson GK 315 var 21 tonna eikarbátur, smíðaður í
Danmörku árið 1933 og gerður út frá Sandgerði en skráður í Garði.
Landhelgisgæslan stjórnaði umfangsmikilli leitað skipverjunum sem
saknað er af Sveini Guðmundssyni GK 315.
A annan tug bata, varðskip
og 4 þyrlur tóku þátt í leitiiuii
FJÖLDI báta, varðskip og fjórar þyrlur ásamt eldsneytisvél frá
Vamarliðinu tóku þátt í umfangsmikilli leit að sjómönnunum
þremur á Sveini Guðmundssyni GK-315, sem fórst norðvestur af
Eldey á milli klukkan 14 og 15 í gær. Einn skipverjanna fórst
og tveggja er saknað. Báturinn var 21 tonns eikarbátur, skráður
í Garði, en gerður út frá Sandgerði, smíðaður árið 1933.
Landhelgisgæslunni barst
leitarbeiðni frá rækjubátnum Staf-
nesi KE 130 kl. 15.10, að báturinn
hefði horfið mjög snögglega en níu
bátar voru þá á veiðum á þeim
slóðum þar sem báturinn fórst en
hann var þá á landleið og um 2 til
3 mílur frá þeim bátum sem næst-
ir voru. Leitarmönnum á bátum
tókst síðdegis í gær að staðsetja
flak bátsins með dýptarmæli á 81
faðms dýpi.
Oddur Sæmundsson, skipstjóri
á Stafnesi KE 130, sem tilkynnti
um hvarf bátsins til Landhelgis-
gæslunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að Stafnesið hefði
verið um 10 mflur frá þeim stað
þar sem báturinn fórst en sjómenn
á rækjubátum á svæðinu hefðu þá
verið famir að hafa .samband sín
á milli um að eitthvað hlyti að
hafa komið fyrir þar sem báturinn
hvarf mjög snögglega og kom ekki
fram á ratsjá en hann var á land-
leið þegar síðast sást til hans.
Reyndu nærstaddir bátar að kalla
hann upp en án árangurs.
„Þeir vissu að hann var á land-
leið og það var greinilegt að það
hafði eitthvað komið fyrir því bát-
urinn hvarf svo snögglega. Það var
gott skyggni og hafa verið svona
5 vindstig og hliðarvindur á bátinn
en það er engin skýring fundin á
hvað hafi valdið þessu,“ sagði
Oddur.
í máli hans kom fram að mikil
olíubrák hefði fljótlega fundist á
sjónum en gúmmíbjörgunarbátur
sem var um borð í Sveini Guð-
mundssyni hefði ekki flotið upp
Sveinn Guðmundsson GK 315,
21 tonna eikarbátur frá Sand-
gerði fórst um miðjan dag í
gær. Einn maður fórst og
tveggja er saknað.
' m
Eldey ***** W
..
$ s
Eídeyjardrangur
i óeirfugladrangur
j .■ N
—-10Hm
5 sjómllur
og sagðist hann vera mjög ósáttur
við það. „Þetta hefur .gerst mjög
skyndilega. Það er búið að leita á
stóru svæði og kemba þetta allt
saman en við munum leita fram í
myrkur,“ sagði Oddur.
Skipveijar á Sveini Guðmunds-
syni gerðu síðast vart við sig til
Tilkynningaskyldunnar í Reykja-
vík kl. 14.10 en engin hjálpar-
beiðni barst frá bátnum þegar
hann hvarf. Samkvæmt upplýsing-
um Landhelgisgæslunnar var þeg-
ar hafin mjög víðtæk leit á sjó og
úr lofti. Leitarsvæðið var strax
afmarkað samkvæmt upplýsingum
Landhelgisgæslunnar, sem stjóm-
aði leitinni í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
þurfti að fara til lands til elds-
neytistöku um kl. 18 en fór svo
aftur út með hitamyndavél til
áframhaldandi leitar. Um kl. 19
versnaði veður og fóru þá smærri
bátar til lands. A tíunda tímanum
í gærkvöldi var leit á sjó hætt en
þyrla Landhelgisgæslunnar hélt
áfram að fljúga yfír svæðið með
hitaleitarmyndavél. Þá var varð-
skipið Ægir á leitarsvæðinu í nótt
en fyrirhugað var að hefja leit úr
lofti um leið og birti í morgun.
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri um skuldastöðu ríkisins
Ekkert svigrúm til auk-
imiar erlendrar lántöku
JÓHANNES Nordal seðlabanka-
stjóri segir að ekki sé s.vigrúm til
aukinnar erlendrar lántöku, eins
og efnahagsmálum þjóðarinnar
sé háttað nú. „Þó að ríkishalli hjá
okkur, sé á pappírnum ekki meiri
en þetta, miðað við aðrar þjóðir,
þá er okkar heildarskuldastaða,
ef ríkið er tekið ásamt þeim stofn-
unum sem það ber ábyrgð á, ekki
síst þessu mikla sjóðakerfi, satt
að segja áhyggjuefni og þcss
vegna síður en svo svigrúm fyrir
okkur til þess að auka halla ríkis-
Kirkjudeilur i Kópavogi
Bjarni Bragi Jónsson telur nú
muni draga að leikslokum 14
Frakkar deila um Maastricht
Engin í vafa um afstöðu de
Gaulles 20
Átak í atvinnumálum
á Akureyri_____________________
Tæplega 60 manns þegar
fengið vinnu 26
Leiðari
Bankar og atvinnulífíð 22
33 mm Í|
JHkiszsr- ——
I sfi|
I Símaónæði er hægt
_ aö (yrirbyKgja með nýju taiki i ’ ■
rf ===s
Wm Kzæ= mga
------rSE-gLS - '
■
tí ft 5S Fý—3-H
K M ;; fcfSRwr
g :: “
= s ú sa&=
». 11 Sfte=
Fasteignir
► Ráðstefna um húsasótt - Char-
les Bricker og Christine
Schwartz frá bandaríska tímarit-
inu Elle Decor segja álit sitt á
ísl. byggingarlist.
Daglegt líf
► Tómstundir samlyndra hjóna
-Hvaða glas fyrir hvaða vín -
Ferðamál á föstudegi - Haust-
ferðir í Evrópuborgum - Nýjar
bílategundir í Frakklandi
sjóðs. Þvert á móti, þá þurfum
við að draga úr honum til þess
að fá vexti niður og bæta skulda-
stöðuna við útlönd,“ sagði Jó-
hannes í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Samkvæmt yfirliti sem birtist á
forsíðu viðskiptablaðs Morgunblaðs-
ins í gær um afkomuhorfur ríkis-
sjóða OECD-ríkjanna, kemur fram
að áætlaður halli af ríkissjóði íslands
á þessu ári, er með því minnsta sem
gerist hjá þessum ríkjum, eða um
2% af landsframleiðslu. Seðlabanka-
stjóri var spurður hvort þetta þýddi
hugsanlega það að hin neikvæðu
áhrif af ríkissjóðshalla væru ekki
jafn mikil og af hefði verið látið: „Ég
held að það sé óhætt að segja að
þensluáhrif ríkisins séu heldur van-
metin í okkar tölfræði, í samanburði
við tölfræði annarra, sérstaklega
vegna afskipta Hkisins af lánamark-
aðinum, til dæmis húsnæðislánum
og öllu slíku, sem verkar náttúrlega
svipað og fjárlagahalli. Við höfum
ekki ástæðu til þess að líta svo á
að við höfum svigrúm að þessu leyti
umfram aðra, því við erum náttúru-
lega með geysilega miklar erlendar
skuldir hjá opinberum aðilum, öðrum
en ríkinu, sem ríkið er í ábyrgð fyr-
ir. Ef það væri með í þessu yfirliti,
þá væri ísland mun neðar á þessum
lista.“
Stjórn Verktakasambands Islands
hefur lagt til að framkvæmdir á
vegum ríkissjóðs og sveitarfélaga
aukist um sem svarar 8 milljörðum
á næsta ári, eins og greint var frá
hér í blaðinu i gær og leggur stjórn-
in til að helmings þeirrar fjárhæðar
verði aflað með erlendum lántökum.
Seðlabankastjóri var spurður álits
á þessum tillögum og hvaða efna-
hagsleg áhrif slíkar lántökur kæmu
til með að hafa, ef í þær yrði ráð-
ist: „Ég hef nú ekki kynnt mér þess-
ar tillögur náið, en við hjá Seðla-
bankanum teljum ákaflega varhuga-
vert að auka erlendar lántökur. Við
erum þegar með mjög miklar lántök-
ur og mikinn halla á ríkissjóði. Það
er alveg ljóst að skuldastaða okkar
mun versna til muna á þessu og
næsta ári. Mér finnst því að svigrúm-
ið til þess að við förum að halda
uppi atvinnu hér á landi með erlend-
um lántökum sé ekki fyrir hendi.
Sama máli gegnir með innlenda
lánamarkaðinn, sem er spenntur til
hins ítrasta núna. Við höfum áhyggj-
ur af því að vextir eru að leita upp
á við út af því og ríkið er með miklu
meiri halla en að var stefnt,“ sagði
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri.