Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Hundrað tonn af rækju keypt hSíáfe-
frá Kanada til Olafsvíkur
Fiskmarkaður Breiðafjarðar og Fiskafurðir fá 600 tonn af Rússaþorski
FISKVERKUN Guðmundar Tr. Sigurðssonar í Ólafsvík hefur keypt
100 tonn af rækju frá Kanada til að tryggja Fiskverkuninni hrá-
efni. Verðið er lægra en landssambandsverð á rækju hér. Þá fá
Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf. og Fiskafurðir hf. í Reykjavík 600
tonn af heilfrystum og hausuðum þorski úr rússneskum togara um
mánaðamótin og aflanum verður trúlega iandað á Seyðisfirði. Greitt
er fyrir Kanadarækjuna og Rússaþorskinn í dollurum og þar sem
dollarinn hefur verið lágur undanfarið er verðið hagstætt.
„Þessi rækja, sem við kaupum,
er veidd við Nova Scotia í Kanada
og kemur með næsta skipi þaðan,“
segir Sæmundur Árelíusson hjá
Fiskverkun Guðmundar Tr. Sig-
urðssonar. Hann segir að Kanada-
rækjan sé svipuð og íslenska rækj-
an, eða 200 stykki í kílói. „Okkur
vantar starfsfólk," segir Sæmund-
ur. „Við vorum með allt að 50
manns í vinnu í sumar en nú starfa
hér 30 manns og ekkert hefur kom-
ið út úr því að auglýsa eftir starfs-
VEÐUR
fólki í dagblöðum, þrátt fyrir at-
vinnuleysi annars staðar. íslending-
ar virðast ekki vilja vinna í fiski
og því sé ég ekki annað en að við
þurfum að fá útlendinga í vinnu.“
Fiskmarkaður Breiðafjarðar og
Fiskafurðir fengu nokkra tugi
tonna af þorski úr rússneskum tog-
ata í síðari hluta júlímánaðar sl.
og 250 tonn úr öðrum rússneskum
togara um miðjan ágúst. „Tilgang-
urinn með þessum kaupum er að
vega upp á móti minni þorskafla
hér. Rússarnir veiða þorskinn í
Barentshafí og við getum trúlega
fengið eins mikið af honum og við
viljum. Norðmenn hafa t.d. keypt
70 þúsund tonn af Rússaþorski í
ár. Við greiðum 1.900 dollara fyrir
tonnið, eða 99 krónur kílóið, en
verðið er samningsatriði hverju
sinni,“ segir Tryggvi Ottósson
framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar
Breiðafjarðar hf.
„Við tökum mun lægri þóknun
fyrir að selja þennan þorsk en físk,
sem fer í gegnum markaðinn,“ full-
yrðir Tryggvi. Hann upplýsir að t.d.
Fiskverkun Guðmundar Tr. Sig-
urðssonar í Ólafsvík, Dvergasteinn
hf. á Seyðisfirði, Árnes hf. og Tangi
hf. á Vopnafirði kaupi að öllum lík-
indum hluta af farminum, sem
Rússar landa á Seyðisfirði um mán-
aðamótin, en Tangi hf. keypti ný-
IDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspó kl. 16.15 í gœr)
VEÐURHORFURIDAG, 11. SEPTEMBER
YRRLIT: Skammt norðaustur af landinu er kyrrstæð 990 mb lægð sem
grynnist en yfir Norður-Grænlandi er 1.020 mb hæð. Við vestanverðar
Bretlandseyjar er vaxandi lægðasvæði sem hreyfist norður. Hiti breytist
fremur lítið.
SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, víðast gola eða kaldi. Skúrir eða slyddu-
él verða norðanlands en sunnanlands verður víða léttskýjað. Svalt verður
í veðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðan- og norðvestanátt,
sums staðar nokkuð hvöss. Rigning á láglendi norðanlands en slydda
eða snjókoma til fjalla. Sunnantil verður þurrt en yfirleitt skýjað. Svalt
verður í veðri og hætt við næturfrosti.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
-D
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
r r r
r r
r r r
Rigning
* / *
* r
r * r
Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
m t *
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld .
= Þoka
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Allir aðal þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Á norðanverðum Vestfjörð-
um er hálka á heiðum. Nokkrir hálendisfjallvegir eru orðnir ófærir vegna
snjóa eins og Sprengisandsleið, Kverkfjallaleíð, Snæfellsleið og Dyngju-
fjallaleið. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-
631500 og á grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
/ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjaft Reykjavík 6 úrkomaígrennd
Bergen 14 skýjaft
Helslnki 15 . alskýjaft
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Narssarssuaq 3 hálfskýjaft
Nuuk 3 skýjað
Ósló 17 skýjaft
Stokkhólmur 16 skýjaft
Þórshöfn 9 alskýjaö
Algarve 22 heiðsklrt
Amsterdam 19 léttskýjaft
Barcelona 23 mistur
Berlín 20 léttskýjaft
Chicago 12 skýjaft
Feneyjar vantar
Frankfurt 17 skýjaö
Glasgow 15 alskýjað
Hamborg 19 léttskýjað
London 19 skýjað
Los Angeles 18 alskýjaö
Lúxemborg 19 hátfskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Malaga 26 mistur
Mallorca 28 skýjaft
Montreal 20 léttskýjað
NewYork 24 þokumóða
Orlando 24 léttskýjaft
Parfs 21 skýjað
Madeira 22 léttskýjað
Róm vantar
Vín 21 heiftskfrt
Washington 23 hálfskýjaft
Winnipeg 4 léttskýjað
lega rúm 70 tonn af Rússaþorski í
gegnum aðra aðila. „Fiskverkun
Guðmundar Tr. Sigurðssonar, Ár-
nes, Bylgja í Ólafsvík, Vogar í
Keflavík og Fiskanaust hafa fengið
Rússaþorsk í gegnum okkur og
Fiskafurðir," segir Tryggvi.
„Fyrsti farmurinn, sem fengum
af Rússaþorski í sumar, reyndist
óhentugur og hluti af honum fór
héðan til Kanada. Annar farmurinn
var hins vegar af betur útbúnu
skipi, sem var með góðan þorsk,
og við ætlum eingöngu að skipta
við slík skip. Meðalþyngd þorsksins
er 2,5 kíló en hann er frá 1,5 kíló-
um upp í 3,5 kíló og þessi stærð
er heppileg fyrir íslenska fisk-
vinnslu. Þegar rússnesk fískiskip
landa afla sínum hér skapast einnig
möguleiki fyrir íslensk fyrirtæki að
selja þeim vörur og þjónustu. Rúss-
ar hafa t.d. greitt fyrir slíkt með
físki í Noregi og Færeyjum.“
Annar rússneskur frystitogari
á leiðinni með 200 tonn af
þorski til Austfjarða
Annar rússneskur frystitogari er
nú á siglingu hingað til lands úr
Barentshafi með 200 tonn af þorski
sem seld hafa verið nokkrum aðilum
á Austfjörðum. Sem kunnugt er af
fréttum Morgunblaðsins landaði
rússneskur frystitogari 70 tonnum
á Vopnafirði í þessari viku hjá
Tanga hf. Eyþór Ölafsson sem hef-
ur haft milligöngu. um þessi við-
skipti segir að þau séu enn á til-
raunastiginu en fleiri landanir rúss-
neskra togara hérlendis eru í far-
vatninu.
Aflinn sem rússneski togarinn
landar nú er hausskorinn og sjó-
frystur þorskur og er verðið á hon-
um í kringum 100 krónur á kg.
Eyþór Ólafsson er fulltrúi fyrir
þýsk/rússneska útgerð og físk-
vinnslu sem gerir út togarann en
hann á að landa afla sínum í næstu
viku.
„Menn mega ekki vera of bjart-
synir um þessi viðskipti því Rúss-
arnir hafa ekki ýkja mikinn áhuga
á þeim enn sem komið er,“ segir
Eyþór. „Bæði er það töluvert óhag-
ræði fyrir þá að landa hér því að-
föng og olía eru dýrari en þeir geta
fengið annarsstaðar og svo er tölu-
vert löng sigling hingað frá miðun-
um í Barentshafi eða fjórir til sjö
dagar.“
lensku
blómkáli
UPPSKERUBRESTUR er nú á
íslensku blómkáli vegna lélegs
veðurfars bæði í sumar og nú í
byijun^ september. Að sögn Kol-
beins Ágústssonar hjá Sölufélagi
garðyrkjubænda er um að ræða
gífurlegt fjárhagstap fyrir bænd-
ur.
í samtali við Kolbein kom fram að
innflutningur sé að hefjast á erlendu
blómkáli vegna þessa uppskeru-
brests og má búast við að lítið verði
til af blómkáli í verslunum fram á
seinnipart þriðjudags. Kolbeinn
gerði ráð fyrir að engin blómkáls-
uppskera kæmi frá bændum næstu
tvær vikurnar og ef veðurfar færi
ekki hlýnandi myndi að öllum líkind-
um ekkert koma meira frá þeim.
Hann sagði að mikill munur væri á
blómkálsuppskerunni núna og á síð-
asta ári en þá hefði uppskerutíminn
verið frá enda júní og fram í miðjan
nóvember. Á þessu ári byijaði tíma-
bilið um miðjan júlí og er útlit fyrir
að það endi nú í byijun september.
Kolbeinn sagði að uppskerubrest-
ur í líkingu við þetta þýddi mikið
fjárhagstap fyrir bændur og að útlit
væri fyrir að fleiri grænmetistegund-
ir fylgdu í kjölfarið færi veður færi
ekki hlýnandi.
Innbrot í Sigtún 3
Stálu rúmlega
20 tékkheftum
TVEIR menn brutust inn í Sigtún
3 í fyrrinótt og spenntu upp hurð-
ir að fjórum fyrirtækjum sem þar
eru til húsa. Úr einu fyrirtækj-
anna tókst þeim að stela rúmlega
20 tékkheftum úr peningaskáp.
Rannsóknarlögreglan fékk grein-
argóða lýsingu á mönnunum og
síðdegis í gær hafði annar þeirra
verið handtekinn.
Samkvæmt upplýsirigum frá lög-
reglunni notuðu mennirnir kúbein
til að spenna upp hurðir að fyrirtækj-
unum en aðeins var stolið úr einu
þeirra, Stefni hf. Þar brutu mennirn-
ir upp peningaskáp og tóku úr hon-
um tékkheftin. Ekki var stolið úr
öðrum fyrirtækjum sem brotist var
inn í.
Vegfarandi varð var við ferðir
mannanna er þeir héldu á brott frá
innbrotsstað. Hann gat gefið grein-
argóða lýsingu á þeim og bifreið
þeirra og vann RLR að rannsókn
málsins í gærdag.
Morgunblaðið/Þorkell
Lögreglan og SVR ígrunnskólana
Lögreglan í Reykjavík og Strætisvagnar Reykjavíkur hafa ákveðið að
heimsækja alla grunnskóla Reykjavíkur og Seltjarnarness 10.-18. sept-
ember nk. Þar verður veitt fræðsla um hvað beri að varast.og hvaða
reglum skuli fylgt í umgengni við almenningsvagna. Með þessu vonast
SVR og lögreglan til þess að takast megi að draga úr líkum á slysum
á skólabörnum í umferðinni Myndin er frá Melaskóla þar sem lögreglu-
maður kennir nemendum umgengni við almenningsvagna.