Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 11 Doktorsritgerð um jarð- og bergfræði Dyrfjalla LÚÐVÍK Eckardt Gústafsson varði í janúar síðastliðnum dokt- orsritgerð um jarðfræði og bergfræði Dyrfjalla við Freie Universitat í Berlín. Titill ritgerðarinnar er Geology and Petrology of the Dyrfjöll Central Volcano, Eastern Iceland (Jarðfræði og bergfræði Dyrfjalla, megineldstöðvar á Austur-Islandi). Ritgerðin byggist á niðurstöðum jarðfræðirannsókna á átta ára tímabili á Borgarfirði eystra. í ritgerðinni er sögu eldstöðvar- innar skipt í fimm meginskeið, frá myndun grunns úr basaltískum hraunlögum og þar til eldstöðin hvarf undir hraunlög frá öðrum eldstöðvakerfum. Ólíkt því sem almennt gerist í íslenskum megin- eldstöðvum virðist enginn gang- sveimur fylgja þessari eldstöð. Höfundur kemst m.a. að þeirri nið- urstöðu að Dyrfjallaeldstöðin hafi á sínum tíma líklega legið mjög nálægt gliðnunarbeltinu, eða jafn- vel utan þess. Lúðvík er fæddur í Potsdam í Þýskalandi. Foreldrar hans eru dr. Theo Gustav Eckardt, fyrrum pró- fessor í grasafræði og forstöðu- Skagaströnd Sýning í Gallerí Einbúa SÝNING á vatnslíta- og blek- myndum Sigríðar Einars verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 17 á Skaga- strönd. Sýningin er í Gallerí Einbúa (gamla kaupfélaginu) og stendur til 26. september. Sigríður stundaði myndlist- arnám í Academie des Beaux- Arts et Arts Appliqués í Toulo- use í Frakklandi frá 1980 til 1982, við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1982 til 1986 og í Hochschule fúr bildende Kunst í Köln í Þýskalandi 1986- 1987. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 18-22 og um helgar kl. 14-18. maður grasafræðigarðs Berlínar, og Ilse Eckardt húsmóðir. Árið 1978 fluttist Lúðvík til íslands og varð íslenskur ríkisborgari 1987. Hann er kvæntur Regínu Eiríks- dóttur, bókasafns- og upplýsinga- fræðingi, og eiga þau tvö börn. Lúðvík hefur kennt ýmsar raun- greinar á framhaldsskólastigi og tölvufræði en frá 1989 hefur hann verið verkefnisstjóri í mengunar- varnadeild Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og m.a. annast eftirlit með loftmengunarmælingum og vatnsgæðum. AÐALSAFNAÐARFUNDUR DIGRANESSÓKNAR verður haldinn í íþróttahúsinu Digranesi, þriðjudag- inn 15. september 1992, og hefst klukkan 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kirkjubyggingarmálið. Önnur mál. Rétt til fundarsetu hefur allt safnaðarfólk, 16 ára og eldra. Hafið persónuskilríki meðferðis. Sóknarnefndin. Dr. Lúðvík Eckardt Gústafsson ■ HLJÓMSVEITIN Loðin rotta leikur í Vestmannaeyjum og Keflavík um helgina. Á föstudags- kvöld spilar Rottan á busaballi Fjölbrautaskólans í Vestmanna- eyjum en á laugardag verður hald- ið til Keflavíkur og stigið á svið veitingahússins Þotunnar. Nýr trommuleikari verður kynntur, Þor- steinn Gunnarsson. Hann lék áður með Stjórninni. (Fréttatilkynning) ■ LJÓÐSKÁLDIN Sjón og Bragi Ólafsson, djassmennirnir Hilmar Jensson rafmagnsgítar- leikari, Úlfar Haraldsson kontra- bassaleikari, Matthías Hemstock trommuleikari og Sigurður Flosa- son saxófónleikari koma saman í Djúpinu, kjallara Hornsins við Hafnarstræti, sunnudagskvöldið 13. september. Dagskráin er tví- þætt. Fyrst munu skáldin lesa upp úr verkum sínum við undirleik kvartettsins og þá ýmist úr síðustu bókum sínum eða nýrra efni. Hljóm- sveitin hefur æft upp nokkur tón- dæmi úr smiðjum manna á borð við Thelonius Monk og Charlie Ming- us og í kringum þau spinnur hún í bland við lestur Braga og Sjón- ar. Seinni helmingur dagskrárinnar er svo áframhaldandi leikur kvart- ettsins án upplestrar. Skemmtunin hefst upp úr kl. 22. SKOLANESTISDAGAR Uringur Bogason stærðfræðingur Kjarngott skólanesti - skerpir athygli DHugis.yHO Lystug skólasamloka: Heilhveitibrauð með skinku og osti. Gott fyrir alla nemendur og spaugara! matur frá morgni til kvölds

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 206. tölublað (11.09.1992)
https://timarit.is/issue/125021

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

206. tölublað (11.09.1992)

Aðgerðir: