Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
... stundum æðiþung.
TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
... en segðu mér hver er út- Hvernig við komumst? Auðvit-
koman í heimadæminu um að um gatið í ósonlaginu ...
mennina átta sem grófu 50
sentímetra?
BREF TEL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Bílstjórar
eru stund-
umhjól-
reiðamenn
Frá Óskari Dýrmundi Ólafssyni:
Reiðhjólið er fullkomnasta farar-
tæki sem fundið hefur verið upp
sagði rithöfundurinn George Orwell
eitt sinn og er eflaust hægt að leiða
gild rök að því. Það er fyrirferðarlít-
ið, mengar ekki, styrkir heilsu not-
andans og hefur verið notað af stór-
um hluta mannkyns í meira en 150
ár.
í 100 ár ...
Á íslandi hefur verið hjólað í meira
en 100 ár eða allt frá því að fyrrum
borgarstjóri, Knud Zimsen, sást hér
á götum Reykjavíkur á hjólhesti sín-
um árið 1890. Síðan þá hefur notkun-
in aukist jafnt og þétt, jafnt af böm-
um sem fullorðnum. Samkvæmt inn-
flutningstölum þá hafa hjólreiðar
aukist hlutfallslega miðað við mann-
fjölda og varð nokkurs konar spreng-
ing upp úr byrjun níunda áratugar-
ins. Innflutningur margfaldaðist og
með þessari auknu notkun er brotið
blað í sögu hjólreiða á íslandi. Yfir
120.000 reiðhjól hafa verið flutt inn
síðan 1979. Áberandi er hlutur fjalla-
hjólsins. En það hentar einkar vel
við okkar séríslensku borgaraðstæð-
ur; háar gangstéttarbrúnir, vöntun á
hjólabrautum og gangstígum. Sífelld
aukning á hjólreiðum á íslandi og
þá sérstaklega innan höfuðborgar-
innar hlýtur að vekja athygli okkar
á einu lífsnauðsynlegu máli, en það
em öryggismál hjólreiðamanna.
Hvað er gert til að vemda hjólreiða-
menn gegn hættulegri bílaumferð?
Hvemig eru bílstjórar uppfræddir um
eðli reiðhjólsins í umferðinni og síð-
ast en ekki síst, hvemig fræðslu fá
hjólreiðamenn sjálfir um það hvernig
þeir eigi að haga sér í samskiptum
við bílana? Þetta em allt spurningar
sem við verðum að velta fyrir okkur
og reyna að fá svör við. Lífið liggur
við!
Eins og gangandi vegfarendur þá
em þeir sem hjóla algjörlega ber-
skjaldaðir gegn þungum málmlíköm-
um bílanna sem ná oft margföldum
hraða hjólsins. Víðast hvar erlendis
er umferð hjólandi og akandi aðskil-
in. Ábyrgir stjórnmálamenn og
skipulagsyfirvöld í þeim löndum hafa
látið búa til á myndarlegan hátt sér-
stakt net hjólabrauta sem liggja þá
oftast nær við hlið akbrautar, að-
greint með einfaldri málaðri línu.
Hér er því ekki að heilsa þannig að
annarra úrræða verður að leita. Fáf-
amar götur og göngustígar, sem því
miður em oft gallaðir fyrir hjólreiða-
menn og svo almennar umferðaræð-
ar eru valkostimir.
Þeir sem velja akvegina era skilj-
anlega í mun meiri hættu en þeir sem
velja gangstígana, en þeir sem nota
hjólið sem reglulegt,samgöngutæki
þreytast ákaflega fljótt á háum
gangstéttarbrúnum, gangandi fólki
og mun lengri vegalengdum vegna
skipulagningar stíganna. Því verður
það oft úr að hjálmurinn er reyrður
fastar á og út í umferðina er haldið.
Þar mætir hjólreiðamanninum mikill
hraði, mikil umferð og lítil stefnu-
ljósanotkun, alltof lítil. Samkvæmt
reynslu undirritaðs þá myndu nokkur
einföld atriði létta hjólreiðamönnum
lífíð stórlega og em eftirtalin heil-
ræði ætluð bílstjórum:
— Hægið ferðina þegar þið sjáið
hjólreiðamann.
— Akið ekki nálægt honum, gefið
svigrúm.
— Gerið ráð fyrir því að hjólreiða-
maðurinn geti verið á miklum
hraða.
— Notið stefnuljósin þegarþið breyt-
ið um stefnu.
— Algengustu slys hjólandi og ak-
andi em þegar bíllinn „svínar"
fyrir.
— Munið að það er lifandi og ber-
skjaldað fólk á reiðhjólunum.
Þú sem hjólreiðamaður
Hafa ekki flestir hjólað? Mjög
margir að minnsta kosti og það eru
mjög margir sem hjóla í dag jafn-
framt því að vera stundum bílstjór-
ar. Þar sem það er verið að leggja
bílstjórum reglurnar í þessum stutta
pistli þá er ekki úr vegi að minna
hjólreiðamenn á að: nota hjálm, fara
eftir umferðarreglum, gefa stefnu-
breytingar greinilega til kynna með
höndum og svo auðvitað að sýna til-
litssemi í umferðinni.
Hvort sem þú ert bílstjóri eða hjól-
reiðamaður þá verðum við öll að sýna
hvort öðm mikla tillitssemi, okkur
liggur ekki svo mikið á. Hjólið er
komið til að vera á íslandi eins og
Knud Zimsen sannaði á sínum tíma.
Þetta sígiida farartæki er líka orðið
heilsársfarartæki eftir að fjallahjólin
komu til. Við verðum að gera ráð
fyrir hjólaumferð og við verðum að
gera hvort öðm kleyft að velja okkar
eigin farkost án þess að öryggi okk-
ar sé í stórhættu. Mundu bara að
þótt þú hjólir ekki í dag þinna leiða,
þá gerir þú það kannski á morgun.
ÓSKAR DÝRMUNDUR ÓLAFS-
SON
meðlimur í samstarfshópi um auk-
ið öryggi hjólreiðamanna
HÖGNI HREKKVÍSI
DEGI HVEBJU/M / "
Víkverji skrifar
Sá sem hér er Víkveiji dvaldi í
Englandi fyrir nokkru. Þá sótti
hann veðreiðar í Newmarket og var
það í fyrsta skipti, sem Víkveiji sótti
slíka keppni. Til þess að komast
undir skyggni til að bráðna ekki í
hitanum gerðist Víkveiji félagi í
kappreiðaklúbbi Newmarket í einn
dag. Kostaði það auðvitað aukaskild-
inginn og einnig varð Víkveiji að
kaupa bindi með merki klúbbsins,
því hann var ekki með bindi, en bind-
islaus fær enginn félagi að vera á
kappreiðunum. (Hitt er svo aftur,
að engar athugasemdir vom gerðar
við það þótt Víkveiji væri á sandöl-
um, í trimmbuxum og stutterma
bol. Var hann því, þegar bindið hafði
bætzt á hann, að vonum með virðu-
legri félögum þessa merka klúbbs
þann daginn!)
En það voru veðreiðarnar, sem
áttu hug Víkverja. Þarna var mikið
spáð og spekúlerað og var mögnuð
skemmtun að fylgjast með því öllu
saman. Og svo auðvitað veðmálun-
um. Rafmögnuð spenna lagðist yfír,
þegar hlaupin hófust og hún óx alla
leiðina í mark, þar sem hún braust
út í sigurhrósi eða féll niður í rifinni
kvittun og hvarf með glötuðu veðfé.
Víkveiji tók auðvitað þátt í þessu
öllu, en fór flatt á því að veðja frem-
ur á hrossin eftir nöfnum þeirra en
framgöngu knapa og hests. Þannig
tapaðist fé, þegar veðjað var á sigur
Irsku daggarinnar, þegar allar upp-
lýsingar bentu til þess að hryssa
þessi yrði aftarlega á merinni í
hlaupinu. Hún varð svo næstsíðust!
Ferðafélagi Víkveija tók hins vegar
mark á öðrum staðreyndum, valdi
sér sigurstranglegan knapa til að
veðja á og vann tvisvar.
XXX
En mitt í allri þessari skemmtan
varð Víkveija hugsað heim í
Víðidalinn. Kappreiðar eru á stöðugu
undanhaldi á Islandi og em nú varla
svipur hjá sjón miðað við það sem
var, þegar Víkveiji fékk áhuga á
hestamennsku fyrir ekki svo mörg-
um áram, hvað þá ef borið er saman
við fyrri tíma. Skeiðsprettirnir virð-
ast vera það eina sem enn fær fólk
til að horfa á kappreiðar, en meira
að segja skeiðmetin eru komin til
ára sinna. Og nú höfum við misst
heimsmetið í 150 metra skeiði í
hendur útlendinga.
Stundum hefur það komið upp í
máli manna, að veðmál gætu orðið
til þess að kappreiðar gengju í end-
urnýjun lífdaganna. Eftir daginn í
Newmarket er Víkveiji á því að það
myndi verða til þess að menn gæfu
kappreiðunum meiri gaum að taka
aftur upp veðmál um úrslit kappreið-
anna.
xxx
Reyndar veltir Víkveiji því fyrir
sér, hvort hægt sé að stunda
veðmál um úrslitin í fleiri greinum
hestaíþrótta, jafnvel svo að mönnum
gefist kostur á að veðja á hesta og
knapa í öllum greinum móts.
En af öllum greinum hestaíþrótt-
anna þurfa kappreiðarnar mest end-
urnýjunar við. Nú er hlé til næsta
árs. Víkveiji vonar að framtakssam-
ir hestamenn noti þetta hlé til að
þrautkanna hugmyndina og svo
verði henni hrint í framkvæmd á
næsta keppnistímabili.
Víkveiji er þess albúinn að veðja
á hestinn Rífandi gang, jafnvel þótt
knapinn sé annar en Sigurbjörn
Bárðarson.