Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Minning
*
Arni Böðvars-
son cand.mag.
Fæddur 15. maí 1924
Dáinn 1. september 1992
Árni Böðvarsson er allur. Eftir-
minnilegur förunautur er fallinn í
valinn, eljusamur, hógvær og hug-
þekkur.
Góðir menn munu rekja æviþráð
j Árna Böðvarssonar, þeir er þekktu
hann bezt. Ég nem staðar við tvær
I hraðfleygar _stundir einungis, er
leiðir okkar Árna lágu saman. Þær
stundir þakka ég.
Árin 1959 til 1961 bjó ég á stúd-
entagarðinum nýja eða „Nýja-
garði“, eins og hann varþá nefndur
og e.t.v. enn. Þar var Ámi Böðvars-
: son umsýslumaður húss og heima-
fólks og nefndur „garðprófastur"
að gömlum sið. Þetta var erilsamt
hlutskipti og reyndi á marga eðlis-
kosti, allt frá handlagni við lagfær-
ingar á híbýlum stúdenta tii nær-
færni, þegar ungum mönnum varð
hált á brautum hamingjuleitarinn-
ar. Árni sinnti hér öllu í senn af
samúð, tillitssemi og þolinmæði.
Hef ég oftsinnis hugsað til þessara
ára og undrazt, hve fimlega honum
í fórst jafnan. Hlýr var Árni í við-
! móti og hafði löngum uppi gaman-
yrði, lék ýmsum strengjum íslenzkr-
< ar tungu af íþrótt, sem af bar.
Gott var að una tvö æskuár undir
| handleiðslu þessa vingjamlega
• drengskaparmanns. Sá tími
i gleymdist ekki heldur óx að gildi
I er frá leið. Árni Böðvarsson var
reyndar aldrei fjarri þótt fjöll eða
* höf bæri á milli. Jafnan var hann
hveijum manni nær í fræðum sín-
um, bækur hans, greinar og ritgerð-
ir innan seilingar, rödd hans í Ríkis-
! útvarpinu, ávirk og uppörvandi,
i mannfagnaður ævinlega að því að
i hitta Árna á förnum vegi.
Fyrir tæpu ári settumst við Arni
f að nýju við sama borð. Hann hafði
:. þá verið málfarsráðunautur Ríkis-
j útvarpsins um sjö ára bil. Ekki kom
í það á óvart, sem brátt varð ljóst,
> að á þeim bæ hafði Árni unnið hug
| allra starfsmanna og glætt lifandi
! áhuga á íslenzku máli í hveijum
t kima.
Ríkisútvarpið hefur um áratugi
t verið gangráður talaðra orða á Is-
; landi. Þar studdi hver öndvegismað-
s urinn annan í baráttunni fyrir varð-
j veizlu og endurnýjun íslenzkrar
; tungu. Ef spurt er um hlutverk
j Ríkisútvarpsins, gæti þetta verkefni
orðið framarlega í svari: Ríkisút-
varpið iðkar málvöndun og heldur
henni að hlustendum sínum hvar-
I vetna um landið.
Öllum getur yfirsézt. En yfirsjón-
ir eru ekki ásetningsbrot. Ásetning-
ur Ríkisútvarpsins er að gæta tung-
unnar. Áhuginn á þessu efni er
heill hvarvetna innan stofnunarinn-
ar. Þann áhuga eiga núverandi út-
j varpsmenn Árna Böðvarssyni öðr-
um fremur að þakka. Návist hans
t á fréttastofum Útvarpsins og Sjón-
varpsins, árverkni og ötul fram-
ganga ollu því, að allir hugðu að
eigin orðum eftir föngum. Aðrir
' samverkamenn í Efstaleiti og við
j Laugaveg nutu ekki síður góðs af
leiðsögn Árna. Einkar gagnlegar
handbækur og blöðunga, sem hann
sendi frá sér, gat hver og einn hag-
nýtt í sínu erfiði. Árni var og ævin-
lega til taks, ef álitamál komu upp.
Það kann að hafa valdið undrun,
er kyrrlátur fræðimaður Árni Böðv-
arsson gaf sig til fullnustu að elju-
verkum á öldum Ijósvakans, þar
sem allt er á hraðbergi. Þess er til
að geta, að eftir margra ára starf
við þáttinn Daglegt mál og aðra
alþýðufræðslu hafi Árni talið Rfkis-
útvarpið líkt og skólana vera vett-
vang mikilvægra átaka um viðgang
f íslenzkrar menningar. Með því einu
að takast þennan starfa á hendur
sýndi Árni Böðvarsson Ríkisútvarp-
inu virðingu sem menntastofnun
svo mjög að hann gat ekki betur
gert. _
Við Árni áttum dálitla gleði sam-
an þá stuttu stund sem báðum varð
auðið að una í Útvarpshúsinu.
Ætlunin var að bæta aðstöðu mál-
farsráðunautar til muna. Árni hugði
gott til þessarar nýlundu, og fijór
hugur hans var fullur af áformum.
Nú kemur það í annarra hlut að
taka upp merkið eftir mætan mann.
Betur er ekki unnt að heiðra minn-
ingu Árna Böðvarssonar en með
því að halda fram verkunum, sem
hann unni.
Enginn má sköpum renna. Árni
Böðvarsson var kallaður af þessum
heimi á bezta aldri að því er telja
verður nú á dögum ef heilsu nýtur.
Fyrir sjálfs míns hönd, konu minnar
og Ríkisútvarpsins, kveð ég Árna
Böðvarsson og bið Guð að gæta
hans og ástvinanna, sem eftir lifa.
Heimir Steinsson.
Leiðir okkar Árna Böðvarssonar
lágu saman á síðasta ári þegar
ákveðið var að Almenna bókafélag-
ið hf. gæfí út bók hans, íslenskt
málfar. Bókin var svo gefin út í
janúar síðastliðnum og er ein ljölda
bóka sem liggja eftir Árna.
Það var sérstaklega ánægjulegt
fyrir okkur hjá Almenna bókafélag-
inu að fá að gefa bók Árna út,
fyrstu og einu bók sinnar tegund-
ar. Áður en samstarf okkar Árna
hófst þekkti ég hann eingöngu af
afspurn sem traustan og góðan
fræðimann. í ljós kom að þar var
hvorki oflofað né ofsagt. Þó var
Árni gæddur þeirri gáfu, sem svo
marga fræðimenn vantar, að geta
komið fræðiverki til skila þannig
að allir, lærðir og leikir, gætu haft
gaman af. Hann gat gert viðfangs-
efnið skemmtilegt án þess að hvika
í nokkru frá fræðilegum kröfum.
Það lýsir Árna kannski einna
best hve miklar áhyggjur hann
hafði af bók sinni og viðbrögðum
við henni. Það brást ekki að í hvert
sinn sem við áttum tal saman eftir
að bókin hafði litið dagsins ljós lýsti
hann áhyggjum sínum að enginn
hefði fundið neitt að bókinni: „Mér
hefur ekki einu sinni verið bent á
stafsetningarvillu," sagði Árni eitt
sinn. Það er mikill heiður fyrir bóka-
forlag að gefa út verk eftir slíkan
mann.
Það er sárt fyrir okkur íslend-
inga, sem byggjum sjálfstæði okkar
á tungu og menningu, að missa
fyrir aldur fram okkar fremsta og
besta varðmann íslensks máls. Árni
var hugsjónamaður um varðveislu
og þó ekki síst um þróun íslenskrar
tungu. Hann var einn af þeim fáu
málverndarmönnum sem náðu
árangri án þess að hengja sig í
gamlan tíma. Hann gerði sér grein
fyrir nauðsyn þess að málið fengi
að þróast í takt við tímann.
Eg vil fyrir hönd Almenna bóka-
félagsins votta Ágústu Árnadóttur,
eftirlifandi eiginkonu Árna, og
börnum þeirra dýpstu samúð um
leið og Árna er minnst í hljóðri
þökk og með virðingu.
Almenna bókafélagið hf.,
Óli Björn Kárason.
Ó, minning, minnig.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan Qarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr)
Hann afi er dáinn.
Það er undarlegt og erfitt til
þess að hugsa að hann sé horfinn
okkur og komi ekki aftur. Hann á
aldrei aftur eftir að koma gangandi
í Kópavoginn eða Vesturbæinn á
sunnudagsmorgni, hjálpa okkur
með ritgerðir, skutla okkur á milli
bæja, keyra okkur út á flugvöll,
leggja okkur lífsreglurnar og brýna
fyrir okkur virðingu fyrir þeim verð-
mætum sem mölur og ryð fær ekki
grandað. Það verður erfitt að fylla
þetta tómarúm.
Afi var okkur barnabörnunum
ákaflega hlýr og skilningsríkur.
Umburðarlyndi hans gagnvart okk-
ur var ótakmarkað. Hann hafði allt-
af tíma til að hlusta á okkur og i
tala við okkur og hann talaði við
okkur eins og jafningja sína. Það
var alltaf hægt að leita til hans
þegar eitthvað bjátaði á, það gerði
fordómaleysi hans gagnvart börn-
um og unglingum. Hann hlustaði á
skoðanir okkar og bar virðingu fyr-
ir þeim þó svo að hann væri þeim
ekki alltaf sammála. Og dinti okkar
umbar hann jafnvel þegar við viss-
um að við hlytum að hafa gengið
fram af honum. Hann hafði trú á
okkur og því sem við tókum okkur
fyrir hendur, trúði því að við mynd-
um standa okkur og var alltaf tilbú-
inn að styðja við bakið á okkur.
Afí var mikill bókamaður og
kenndi okkur að lesa og meta bæk-
ur og bera virðingu fyrir þeim.
Hann var óþijótandi að lesa fyrir
okkur þegar við vorum yngri, lána
okkur bækur þegar við urðum eldri
og ótal bækur gaf hann okkur.
Bókasafn hans gátum við gengið í
að vild og sótt þangað fróðleik og
visku sem og til hans sjálfs.
Afi veiktist í febrúar á þessu
ári. Vorum við þá báðar í Frakk-
landi við nám og reyndum að
styrkja hvor aðra í sorginni. Okkur
þótti þá sérstaklega vænt um bréfa-
sendingar afa svo og símtöl hans,
sem stöppuðu í okkur stálinu, því
að þrátt fyrir allt var alltaf stutt í
gamanið. Dauðastríðið var erfitt -
en hann barðist hetjulega. Hann tók
veikindum sínum af æðruleysi og
aldrei, jafnvel ekki undir lokin,
missti hann húmorinn. Síðustu dag-
ana átti afi orðið erfitt með að tjá
sig, en alltaf fagnaði hann okkur
þegar við komum og væntumþykjan
sem streymdi frá honum fór ekki
fram hjá neinum. Orð eru lítils
megnug en við erum þakklátar fyr-
ir að hafa fengið að vera hjá honum
síðustu stundirnar.
Inn í frið hans og draum
er forinni heitið.
(Snorri Hjartarson)
Elsku amma, Kolla, pabbi og
mamma. Megi góður Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Arndís og Tobba.
Þegar Árni Böðvarsson stóð á
flugvellinum í Arlanda fyrir utan
Stokkhólm á leið frá þingi norrænna
málvísindamanna á Álandseyjum,
fór þar ungur maður í anda og að
líkamsburðum.
Það er einkenni hinna bestu
manna að viða stöðugt að sér nýrri
þekkingu og nýrri lífsreynslu og
miðia henni samferðamönnum af
gleði og rausnarskap. Þannig
kynntumst við Árna Böðvarssyni í
starfi málfarsráðunautar Ríkisút-
varpsins. Ávallt var hann boðinn
og búinn að leiðbeina um hvaðeina
af sínum þekkingarbrunni, um
notkun málsins, bókmenntir, sögu
og um lönd og þjóðir.
Árni bjó í tvígang hjá okkur í
Stokkhólmi og urðu þær samvistir
okkur öllum til gleði, ekki síst ung-
um sonum okkar sem urðu strax
sérstakir vinir Árna. Maður hefði
getað ætlað að maður sem hefði
jafn giftudijúgan fræðimannsferil
að baki væri farinn að rifa seglin
og léti sér nægja að líta með vel-
þóknun yfir farinn veg. Svo var
ekki með Árna. Hann varðveitti
þann hæfileika vísindamannsins og
barnsins að gleðjast yfir hverri nýrri
uppgötvun og reynslu. Við gengum
saman um skógana og um Sigtún,
hið forna konungssetur Svía. Þar
bjó Freyr, guð árgæsku og gróð-
urs, eitt sinn ög þar hafði Ólafur
Skautkonungur sinn konungsgarð.
Innan um rúnasteina og klaustur-
rústir ferðuðumst við í andanum
um aldir og það var eins og að vera
í fylgd heimamanns að njóta sam-
fylgdar Árna á þessum fornhelgu
stöðum. En það þurfti ekki bústaði
goðanna til þess að vekja athygli
Árna. Hann gladdist yfir smádýrum
á skógarstígum, og sefið á vatns-
bakkanum og fallnir tijástofnar
urðu honum að myndefni.
Við skoðuðum höll eina mikla og
átti Árni ekki í neinum vandræðum
með að hjálpa til við loftkastala-
byggingu okkar um væntanleg hall-
arkaup.
Það má segja að Árni þafi lifað
með okkur í öllu okkar daglega
amstri Stokkhólmsveturinn fyrir
ári. Öllu milli himins og jarðar var
komið fyrir inni hjá Árna Bö, þar
sem gestaherbergið fékk þetta
virðulega heiti, og þegar aðrir gest-
ir komu var talað um að þessi eða
hinn fengi að gista hjá Árna Bö.
Það var ævintýralegur spenning-
ur í anda „dularfullubókanna" þeg-
ar við, hinn síungi fræðimaður og
krakkarnir, laumuðumst í rökkrinu
að svignandi eplatijám við eyðibýlin
og hlupum svo í skjól með ránsfeng-
inn. Éplakakan bragðaðist aldrei
betur en þá. Við óskum Árna Böðv-
arssyni fararheilla í þeirri ferð sem
nú er hafin.
Elísabet Brekkan,
Þorvaldur Friðriksson.
Okkur langar að minnast Árna
afabróður, sem okkur þótti svo
vænt um. Það var grunnt á síðustu
kveðjum, því hann ætlaði sér ekk-
ert að fara, leit á þessi veikindi sín
sem dálítinn útúrdúr í lífi sínu sem
hann geymdi á ljósmyndum. Það
er því erfitt að fylgja honum til
grafar og óskiljanlegt fyrir börnin
í fjölskyldunni sem aldrei fóru svo
til Árna og Gústu að þau kæmu
ekki kiyfjuð þaðan með bráðnauð-
synlegan pappír í poka sem Árna
og börnunum fannst synd að henda
og oftast fylgdi eitthvað sætt í
munninn í leiðinni. Hann hafði ótrú-
legt lag á sjaldséðu gestunum í
næstu götu sem nú sakna hans
sárt því hann var bæði gjöfull og
glettinn.
Elsku Gústa, við biðjum Guð að
styrkja þig og fjölskylduna á þess-
um erfiðu tímum.
Fjölskyldan á BoIIagötu 12.
í dag er borinn til grafar tengda-
faðir minn Árni Böðvarsson og mig
langar til þess að minnast hans
með nokkrum orðum. Þakka sam-
veruna og alla hjálpina á liðnum
árum því bónbetri maður en Árni
er vandfundinn. Gilti það einu hvað
um var að ræða; hjálp við texta,
barnagæsla eða snúningar hvers
kyns. Starfsævi Árna ætla ég ekki
að lýsa, en hins vegar koma mann-
kostir Árna vel fram í margvísleg-
um áhugamálum hans; íslandi og
íslenskri tungu, esperanto, land-
græðslu, sígildri tónlist. Barna-
menning var honum hugleikin, sem
sést á starfi hans fyrir bókaútgáf-
una Bjölluna. Alls þessa nutu
barnabörnin, enda var hann Afi -
afi með stórum staf. Störf Árna og
áhugamál stuðluðu að betra mann-
lífi.
Veganesti hans verður okkur
forði um ókomin ár.
Helga Erlendsdóttir.
Daginn sem skólinn var settur,
1. september, bárust þau tíðindi að
Árni Böðvarsson hefði látist þá um
morguninn. Þessi óþreytandi elju-
maður kvaddi einmitt þann mánað-
ardag sem við megum minnast hans
í okkar hópi margt haustið. Það var
gott að heija kennsluna við hlið
Árna en hann var hjálpsamur svo
af bar, glaðsinna og léttur í máli
við hvern mann. Hann var eins og
alþjóð veit mikill lærdómsmaður í
sínum fræðigreinum og sóttum við
margoft ráð til hans.
Árni Böðvarsson var einn af
frumheijunum í nýjum skóla en
hann réðist að Menntaskólanum við
Hamrahlíð á öðru starfsári hans
1967. Hann skipulagði málfræði-
kennslu skólans og kenndi einkum
þá grein. Fljótlega tók bókasafn
skólans dijúgan hluta starfskrafta
Árna en það kom í hans hlut að
skipuleggja safnið í upphafi og veita
því síðan forstöðu. Hann var af-
kastamikill höfundur kennsluefnis
og fræðirita. Hæst ber Orðabók
Menningarsjóðs sem Árni ritstýrði
en óhætt er að telja hana einn
burðarás íslenskrar menningar.
Við minnumst með trega góðs
félaga og samkennara. Við sendum
fjölskyldu Árna samúðarkveðjur.
Islenskudeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð.
Haustið 1945 var undirritaður
við nám í íslenskri hljóðfræði við
Háskóla íslands undir handleiðslu
Björns Guðfinnssonar málfræðings.
Ég hafði stundað þetta nám í tvo
vetur og tekið próf hjá Birni og
þóttist töluvert lærður. En þegar
kennarinn leggur fyrir stúdentana
spurningar heldur í þyngra lagi,
bregður svo við að fyrir svörum
verður ungur piltur mér ókunnur,
nýkominn í skólann. Ég man að
mér þótti heldur lítið leggjast fyrir
mig líkt og Gretti þegar Hallmund-
ur strauk beislistaumana úr hönd-
um hans. Þarna kom fram sá ein-
stæði hæfileiki Árna að bijótast til
þekkingar af eigin rammleik á
mörgum sviðum. Við vorum jafn-
aldrar, en hann kom síðar til leiks
í Háskólanum af því að hann stund-
aði nám sitt utan skóla heima í
sveitinni sinni. En þá var hann eins
og heyra mátti þegar orðinn allvel
lærður málfræðingur, þótt hann síð-
an, að hætti sannra vísindamanna,
héldi áfram að safna í sarpinn til
æviloka. Löngu síðar spurði ég hann
eitt sinn hvernig hann hefði orðið
svo góður í þýsku sem raun bar
vitni, en þá tungu talaði hann ágæta
vel og var iðulega leiðsögumaður
Þjóðveija sem ferðuðust um ísland
eða stýrði íslenskum ferðaflokkum
meðal þýskumælandi þjóða. „Séra
Ragnar á Fellsmúla kenndi mér
þýsku málfræðina svo vel að ég
þurfti þar engu við að bæta,“ svar-
aði Árni. En margur hefur nú haft
góðan þýskukennara og þó aldrei
orðið fær í máíinu. Sívökul þekking-
arleit Árna kom fram í því að hálf-
sextugur tók hann að stunda nám
í búlgörsku við háskólann í Uppsöl-
um og lauk prófi í þeirri grein vor-
ið 1980. En af öllum þeim erlendu
tungum sem hann stundaði hygg
ég að honum hafi þótt vænst um
esperanto. Kom þar fram ekki að-
eins málfræðilegur áhugi hans held-
ur og mannást hans og löngun til
að stuðla að einingu mannkyns og
friði meðal mannanna. Hann átti
með Baldvini B. Skaftfell þátt í að
gefa úr íslenska esperanto-orðabók
(1965), og var einn aðalmanna við
að undirbúa og stýra alþjóðaþingi
esperantista sem haldið var hér á
landi 1977 — samdi meira að segja
íslenska májfræði og orðasafn til
nota á þessu þingi.
Aðrir munu gera ítarlegri grein
fyrir þeim margvíslegu störfum sem
Árni innti af höndum og þeim
mörgu ritverkum sem eftir hann
liggja. Hann var löngum kennari
við ýmsa skóla, einkum Háskóla
íslands og Menntaskólann við
Hamrahlíð. Árið 1984 var hann
fyrstur manna ráðinn í fullt starf
sem málfarsráðunautur Ríkisút-
varpsins, og gegndi hann því starfi
uns sjúkdómur bugaði hann á liðnu
vori. Hann birti fjölda greina og
ritgerða í blöðum og tímaritum og
annaðist útgáfu ýmissa merkra rita.