Morgunblaðið - 11.09.1992, Síða 17
MOHQUN»liAi)U) FÖS'CUiPAQUR l^ ^PTfíMBBR'1,9^2
a?
Stórvirki er útgáfa þjóðsagna og
ævintýra Jóns Arnasonar í sex bind-
um sem hann bjó til prentunar
ásamt Bjarna Vilhjálmssyni. Þegar
hann fann að bækur skorti til þeirr-
ar kennslu sem hann átti að ann-
ast, brá hann skjótt við og bætti
úr skortinum. Þannig samdi hann,
til að mynda, kennslubækur í merk-
ingarfræði og hljóðfræði og gaf út
sýnisbók til að kenna lestur hand-
rita. En mesta afrek hans, og það
verk sem lengst mun halda nafni
hans á lofti, er íslensk orðabók
handa skólum og ahnenningi. sem
út kom 1976. Önnur útgáfa, „aukin
og bætt“, kom síðan 1983. Þetta
er algert brautryðjandaverk, fyrsta
stóra orðabók tungu vorrar með
íslenskum þýðingum, ómetanleg
handbók öllum þeim sem lesa og
skrifa íslenskt mál. Árna hefur tek-
ist merkilega vel að skýrgreina
hvert orð í stuttu máli, og það er
vissulega mikilvægt að svo vel
skyldi til takast, því að skýrgrein-
ingar þessarar bókar munu í ríkum
mæli móta aðrar íslensk-íslenskar
orðabækur um langa framtíð. Það
sýnir hina miklu hógværð Árna
Böðvarssonar að á titilblaði er hann
aðeins kallaður „ritstjóri" bókarinn-
ar, þó að nafn hans hefði með réttu
mátt letrast sem bókarhöfundar
með stórum störfum efst á blaðinu.
Að sjálfsögðu hefur hann notið að-
stoðar ýmissa góðra manna svo sem
samviskusamlega er rakið í formál-
um beggja útgáfnanna, en engu að
síður er þessi bók hans verk og
engra annarra. Vegna þessa lítil-
lætis höfundar hefur bókin venju-
lega verið kennd við útgefandann
og kölluð „Orðabók Menningar-
sjóðs“. En nú hafa íslensk stjórn-
völd drýgt þá dáð að tortíma hinni
gömlu og þjóðnýtu Bókaútgáfu
Menningarsjóðs, og kemur þá af
sjálfu sér að næsta útgáfa verður
réttilega nefnd Orðabók Árna Böð-
varssonar.
Kynni okkar Árna urðu ekki náin
á skólaárum okkar, enda staðfesti
hann ráð sitt ungur og tók að lifa
fyrir fjölskyldu sína og sín marg-
háttuð störf. Eftirlifandi kona hans
er Ágústa Árnadóttir frá Látalæti
á Landi, og eignuðust þau tvö börn,
Ernu námsstjóra í menntamála-
ráðuneytinu og Sigurð lækni. Áður
átti Ágústa eina dóttur, Kolbrúnu
Haraldsdóttur, sem nú er fulltrúi
hjá Hollustuvernd ríkisins, en henni
var Árni sem faðir. Síðar á ævinni
efldust kynni okkar Árna með
venslum, og þá hittumst við oft á
góðum stundum og ég lærði til hlít-
ar að meta hina miklu kosti hans,
mannúð hans, geðprýði og umburð-
arlyndi. Við fráfall hans er sár
harmur kveðinn að konu hans,
börnum og barnabörnum, og þjóðin
öll syrgir góðan dreng sem enn
hefði átt eftir að vinna henni margt
til nytsemdar ef honum hefði gefist
lengri aldur. „En lærdómsverk hans
lengur/ hjá lýðum vara/ en graflet-
ur á gijóti." Og það var svo sem
staðfesting á þjóðhollustu hans og
lífshamingju, að rétt um þær mund-
ir er hann tók banamein sitt á liðnu
vori birtist síðasta rit hans, íslenskt
málfar, einkar aðgengileg handbók
um meðferð íslenskrar tungu sem
vissulega á eftir að verða mörgum
til leiðbeiningar.
Jónas Kristjánsson.
Minningarorð geta ekki tjáð
söknuð okkar þegar góður vinur er
látinn. Samt sem áður finn ég hjá
mér sterka þörf til að senda hinstu
kveðju og þökk til Árna Böðvars-
sonar nú þegar harmafregnin um
dauða hans hefur borist mér. Fyrir
mér var hann fulltrúi þess besta
sem býr í íslenskri þjóð. Hann var
málfræðingur að mennt, einn af
mestu málamönnum íslands, hann
var lifandi merkisberi sögu landsins
og hefða og hann bjó yfír ítarlegri
þekkingu og djúpum skilningi á
náttúru þess. En framar öllu var
hann hinn sanni vinur, greiðvikinn
og örlátur.
Ég kynntist Árna og frú Ágústu
1981. Þau voru vinir Þorgerðar eig-
inkonu minnar. Árni og Þorgerður
höfðu verið samkennarar við
Menntaskólann við Hamrahlíð í
mörg ár og Árni verið fararstjóri í
ótal ferðum Hamrahlíðarkórsins.
Um þetta leyti vann ég að þýðingu
minni á Geisla Einars Skúlasonar
og hafði ætlað mér það nær óvinn-
andi verk að snúa þessu tyrfna
skáldverki yfír á norsku auk þess
sem ég skrifaði um skáldið og til-
urð Ijóðsins. Það var fyrst og fremst
Árna að þakka að mér tókst þetta.
Ég sat heima hjá þeim hjónum kvöld
eftir kvöld og við fórum yfír verkið
í smáatriðum, ræddum orðaval, og
ég naut þekkingar hans á íslensku
máli og bókmenntum.
Síðar hjálpaði hann mér oft og
við margvísleg verkefni. Nú síðast
með íslandsbókina mína sem er
nýkomin út í Ósló. Árni fór yfír
allt handritið í vor. Hann vildi ekki
hætta við það sem hann hafði lofað
mér þrátt fyrir að veikindin gerðu
honum mjög erfitt fyrir að lesa og
skrifa. Hann skrifaði athugasemdir
sínar og leiðréttingar þar til kraftar
hans þrutu.
Ég fékk einnig að ferðast með
Árna bæði um ísland og önnur lönd.
Það var á kórferðunum sem við
ferðuðumst saman í útlöndum. Þar
var hann hin styrka stoð Þorgerðar
og kórfélaganna og leysti margan
vandann sem upp rís þegar 60-70
ungmenni eru á tónleikaferð um
ókunn lönd. Hann var sá besti
ferðafélagi sem hægt er að hugsa
sér, lifandi og áhugasamur um lönd-
in sem við heimsóttum. Tungumál-
ið, sagan, landafræði, jarðfræði,
atvinnulíf, listir — hann hafði áhuga
á öllu. í bókahillu minni er ensk-jap-
önsk orðabók, minning um göngu-
ferð okkar um götur Tókýó.
En það eru ferðirnar um ísland
sem ég man best. Það var ógleym-
anlegt að fara með honum um
Njáluslóðir vorið 1986. Við fórum
þessa ferð með norskum vini, dr.
philos. Per Amdam, sem var gestur
minn þá í Norræna húsinu og kom
hingað til að halda fyrirlestur um
Björnstjerne Björnson. Dr. Amdam
hafði undirbúið sig vel fyrir ferðina
til íslands og það voru mikil forrétt-
indi að fá að hlusta á þessa tvo
lærðu menn sem endursögðu Njáls-
sögu og lýstu atburðum hennar á
svo lifandi hátt að við sáum þá fyr-
ir okkur í landslaginu. Þeir Árni
og Amdam bjuggu báðir yfir hæfi-
leikanum að hrífast, hæfíleika sem
því miður er alltof sjaldfundinn en
einkennir þá fáu menntamenn sem
hafa varðveitt með sér barnslega
undrun yfir sköpunarverkinu og
gleðina yfir að geta orðað hugsun
sína og þekkingu. Nú eru þeir báð-
ir horfnir, söknuðurinn er sár.
Hann var svo fróður hann Árni,
en hann miklaðist aldrei af þekk-
ingu sinni og kunnáttu. Honum var
það sönn gleði að fræðast og miðla
fróðleik sínum. Hann var óvenju-
lega hlédrægur maður, lítillæti hans
var slíkt að hann fékk aldrei þá
viðurkenningu sem hann verðskuld-
aði. Nú, þegar hann er allur, áttum
við okkur á hve mikill missirinn er.
Hann var sveitastrákurinn sem
varð háskólamaður, orðabókarrit-
stjórinn sem kenndi okkur málið
sem honum þótti svo vænt um,
málfarsráðunauturinn sem gætti
tungunnar, alþjóðavinurinn sem tók
þátt í esperanto-hreyfingunni en
varðveitti í sálu og sinni það besta
úr íslenskri sveitamenningu: Vin-
semdina, umhyggjuna fyrir öðrum
og tengslin við náttúruna. Ég minn-
ist með gleði ferðar um Suðurland
sem við fórum saman fyrir fáum
árum til að heimsækja staði sem
tengjast ætt Ágústu og Þorgerðar.
Þarna var Árni í essinu sínu, hann
var eins og lifandi alfræðiorðabók
sem gat frætt okkur um alla hluti
allt frá bergtegundum og jöklum
til persóna og atburða í íslendinga-
sögunum þar sem greint er frá þeim
stöðum sem við ferðuðumst um.
1. ágúst heimsótti hann okkur í
síðasta sinn með Ágústu sinni.
Hann var mjög veikur en jafn örlát-
ur í vináttu sinni og ávallt. Síðasta
frásögn hans var um fyöllin heima
á bernskuslóðum hans. Hann lýsti
hvernig sólin brá birtu sinni yfir
þau á daginn og hvernig þau virt-
ust fjarlægjast og berast til stjarn-
anna á nóttunni.
Þetta var undarleg lýsing og
okkur fannst sem hann heyrði radd-
irnar sem kölluðu hann aftur þang-
að sem hann kom — til jarðarinnar
undir Qöllunum, til himinsins lýs-
andi með stjörnum eilífðarinnar.
Það var eins og hann væri að
kveðja.
Við Þorgerður færum fólkinu
hans, Ágústu og bömunum, okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
þökkum þá náð að hafa átt Árna
að vini.
Knut Odegárd.
Kveðja frá íslenskri
málnefnd
Árni Böðvarsson, málfarsráðu-
nautur Ríkisútvarpsins, fæddist í
sveit, stundaði menntaskólanám
utan skóla og lauk prófí í íslenskum
fræðum. Ferill hans er líkur ferli
margra af hans kynslóð, sem eiga
rætur í sveit og hafa brotist til
mennta. Þessir menn hafa sett svip
á íslenskt þjóðlíf á þessari öld, og
Árni var þar enginn eftirbátur jafn-
aldra sinna. Hann er meðal þeirra
sem mótað hafa málræktarstarf á
síðari hluta aldarinnar. Alþekktir
eru þættir hans um daglegt mál í
Ríkisútvarpinu, og ófáir eru þeir
sem nutu kennslu hans á ýmsum
skólastigum. Árni ritaði margar
bækur og greinar um málfræði, og
ekki síst um málvöndun og mál-
rækt. Hann var aðalhöfundur ís-
lensk-íslenskrar orðabókar sem
kennd er við Menningarsjóð, og
skömmu áður en hann lést kom út
bók sem ber heitið íslenskt málfar.
Áhrif hans á þróun íslenskrar mál-
notkunar á þessari öld eru því
ómæld. Hann átti sæti í íslenskri
málnefnd frá 1990 til dauðadags.
Fyrir hönd málnefndarinnar vil ég
þakka honum allt starf hans að
málefnum íslenskrar tungu. Það var
unnið af einlægum áhuga og elju-
semi.
Kristján Árnason, formaður
Islenskrar málnefndar.
Árni Böðvarsson, cand. mag.,
málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins,
lést 1. september sl. Árni fæddist
15. maí 1924 að Giljum í Hvol-
hreppi í Rangárvallasýslu og voru
foreldrar hans Böðvar Böðvarsson
Jónssonar, bóndi þar, og kona hans,
Gróa Bjarnadóttir Bjarnasonar.
Lengst bjuggu þau hjón að Bolholti
á Rangárvöllum, árin 1931—1950,
og voru þau síðustu ábúendur á
þeim bæ. Orð fór af gáfum Gróu
og Böðvar yngri er í Rangvellinga-
bók sagður skrafhreifinn og fróð-
leiksfús, bókhneigður og fróður um
margt.
Árni Böðvarsson var afkastamik-
ill fræðimaður, rithöfundur og
kennari og munu væntanlega þeir
sem vit hafa á minnast starfa hans
á þeim vettvangi. En allir harma
hve brátt hann hvarf af sjónarsviði.
Menningarleg áhugamál Árna
voru mörg og nutu ýmis félög ráða
hans og atorku. Þakklátum huga
minnist ég nú, og aðrir samheijar,
samstarfs okkar í Oddafélaginu hin
síðustu ár, sem því miður reynast
verða hans síðustu æviár. Árni
Böðvarsson var einn frumkvöðla og
stofnenda Oddafélagsins sem stofn-
að var í Odda á Rangárvöllum full-
veldisdaginn 1. desember 1990 eft-
ir undirbúning um nokkurt skeið.
En Héraðsnefnd Rangárvalla-
sýslu hafði ályktað um haustið og
ákveðið „að stefna að því af alefli
að hefja hið forna fræðasetur, Odda
á Rangárvöllum, til vegs og virðing-
ar á ný með því að efla þar smám
saman miðstöð fræða og fræðslu á
sviði náttúruvísinda og sögu“. Árni
var frá upphafí í stjóm félagsins,
máttarstólpi, boðinn og búinn að
skrifa og tala málefninu til fram-
dráttar og einn aðalhöfunda að
stefnuskrá félagsins. í „Goða-
steini“, héraðsriti Rangæinga 1991,
er greinin „Oddafélagið" eftir Árna
Böðvarsson og lýsir hann þar hug-
mynd um samstarf fræðigreina —
samstarf sem tengdist hinum sögu-
SJÁ BLS 29
Bílamarkaóurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut,
Kópavogi, sími
671800
OPIÐ SUNNUDAGA
KL. 2 - 6
Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90,
grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu
o.fl. Glæsilegur bíll. V. 1490 þús. stgr.,
sk. á ód.
MMC Galant GLSí '89, blásans, 5 g., ek.
49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 950 þús. stgr.,
sk. á ód.
Volvo 440 GLT ’89, rauður, 5 g., ek. 38
þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 930
þús., sk. á ód.
Chevrolet Suburban '85, 6.2 diesel,
brúnn (tvílitur), sjálfsk., ek. 94 þ., 3V?
tonna spil o.fl. Gott eintak. V. 1980 þús.,
sk. á ód.
»H1
Honda Civic GL ’91, blasans, sjálfsk., ek.
22 þ., sóllúga, rafm. rúður o.fl. V. 920 þús.
MMC Pajero V-6 '90, svartur, 5 g., ek. 7
þ., 31“ dekk, rafm. rúður o.fl. V. 1800
þús. stgr.
MMC Colt GTi 16v '90, steingrár, 5 g.,
ek. 43 þ., vökvast., álfelgur o.fl. V. 1050
þús., sk. á ód.
ÚRVAL GÓÐRA BIFREWA Á
MJÖG GÓÐUM STGR.AFSLÆTTI
M. Benz 190E ’89, blásans, sjálfsk., ek.
63 þ., ABS, læst drif, rafm. i rúðum o.fl.
V. 2.3 millj., sk. á ód.
MMC Lancer 4x4 Hlaðb. '91, rauður, 5
g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1080
þús. stgr.
Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, blásans,
5 g., ek. 11 þ., vökvast., central o.fl. Sem
nýr. V. 920 þús. stgr.
Chevrolet Blazer Tahoe '84, sjálfsk., gott
ástand. V. 950 þús., sk. á ód.
Honda Civic CRX '88, 5 g., ek. 72 þ.,
sóllúga o.fl. Fallegur bíll. V. 840 þús. stgr.
Subaru 1800 GL station ’88, 5 g., ek. 82
þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 790
þús. stgr.
Toyota 4runner '91, 6 cyl., sjálfsk., ek.
25 þ., ýmsir aukahl. V. 2.350 þús., sk. á ód.
Vantar á skrá og á
staðinn árg. ’SS-’SZ.
Á morguriy laugardagy verbur opnaður einn glæsilegasti módel- og tískuskóli landsins
SUÐURLANDSBRAUT 50
SÍMAR 677799 & 677070
MODEL MYND
Það þarf ekki mörg orð um Model-mynd!
Kennarar eru nýkomnir frá John Robert Power
tísku- og módelskóla í San Francisco.
f fyrsta sinn á íslandi!
Haldin verður fyrirsætukeppni í öllum aldurshópum
herra og dömu: 4-6 ára, 7-9 ára, 10-1 2 ára, unglinga og 16-25 ára.
Eldri nemendur athugið!
Innritun hafin á „Kondor", sem einungis þeir,
sem búnir eru meö 3. stig, komast á.
Innritun stendur yfir frá kl. 10-12 og 13-18.
Módel mynd er félagi í M.A.A.I. VeríÖ Velkomin!
SUÐURLANDSBRAUT 50
SÍMAR 677799 & 677070