Morgunblaðið - 11.09.1992, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Erfitt að fá
fagfólk til
Grænlands
GRÆNLENSKU landstjórninni
veitist nú erfitt að fá faglært
fólk frá Danmörku til starfa í
Grænlandi. Þar vantar bæði
lækna og hjúkrunarfólk, svo og
vélstjóra. Landstjórnin vill ekki,
að Danirnir fái nema eina orlofs-
ferð til Danmerkur annað hvert
ár sér að kostnaðarlausu, en
áður fyrr fengu þeir fría ferð
þangað á hveiju ári. Þetta er
talin ein af ástæðunum fyrir
tregðunni. Á landspítalnum í
Nuuk hefur reynst ókleift að
ráða í 20 af 80 hjúkrunarstöð-
um. Hjá rafstöðvum og verk-
smiðjum er óráðið í 15 af 80
stöðum vélstjóra. Ruth Lange,
talsmaður samtaka hjúkrunar-
fólks, sagði í viðtali við Græn-
lenska útvarpið, að nauðsynlegt
væri að bæta bæði launakjör og
vinnuaðstæður heilbrigðisstétta
verulega, ef takast ætti að halda
uppi svipuðu hjúkrunarstigi í
Grænlandi og nú væri gert.
Akall frá
Filippseyjum
MILLJÓN manna á Filippseyj-
um hefur orðið fyrir fióðum og
aurskriðum úr eldfjallinu
Pinatubo en stjómvöld hafa ekki
bolmagn til að hjálpa fórn-
arlömbunum. Fidel Ramos hefur
beðið um hjálp einkaaðila og
erlendra vina og Bandaríkja-
menn hvetja til alþjóða aðstoð-
ar. Ramos hvatti þjóð sína í gær
til að leggja pólitísk deiluefni á
hilluna og sameinast um að tak-
ast á við harmleikinn. Hann
segir 200.000 fjölskyldur í nauð-
um staddar eftir aurskriður og
líf margra þeirra verði tæpast
eðlilegt næstu þijú tii fímm ár
þar sem ógn af náttúruhamför-
um vofí áfram yfir. Fjármála-
ráðherra hans segir ríkisstjóm-
ina vanta að minnsta kosti 20
milljónir dollara til að gera við
vegi, brýr og byggingar sem
skemmst hafa í flóðum að und-
anförnu.
Flugfélög
sameinast
KANADÍSKA flugfélagið Cana-
dian Airlines samþykkti á mið-
vikudag tilboð Air Canada um
sameiningu fyrirtækjanna. Nýja
fyrirtækið, sem stofnað verður,
verður í hópi sjö stærstu flugfé-
laga í Norður-Ameríku. Tilboð
Air Canada var tekið fram yfir
tilboð starfsmanna eignarhaids-
félags Canadian Airlines, PWA,
en samþykkt þess hefði getað
leitt til sammna við bandaríska
flugfélagið American Airlines.
Sameining kanadísku félaganna
mun leiða til þess að sex þúsund
manns missa atvinnu sína.
Gott verð á
bræðslufiski
VEIÐAR á bræðslufíski við
vesturströnd Jótlands hafa
gengið vel á þessu ári og verð
verið tiltölulega hátt. Brúttó-
tekjur af þessum veiðum jukust
um 50%, eða 190 milljónir dan-
skra króna (1,8 milljarða ísl.
kr.) á tímabilinu janúar til júlí
miðað við sama tímabil í fyrra,
en þá gengu veiðarnar óvenju-
lega illa. Veiðst hefur ríflega
fjórðungi meira af sandsíli og
spærlingi jafnframt því sem
verð hefur hækkað um 10%,
samkvæmt upplýsingum frá
sjávarútvegsráðuneytinu. Þegar
á heildina er litið hefur saman-
lagður afli samt dregist saman
um 4% frá janúar til júlí, eða
sem svarar 100 milljónum d.
kr., miðað við sama tímabil í
fyrra. Samdrátturinn stafar af
sáratregri þorskveiði.
Reuter
Fjöldi aldraðra kommúnista
við útför Jaroszevicz
RÍKISSTJÓRN og her í Póllandi sendu ekki fulltrúa til útfarar Piotr Ja-
roszewicz fyrrum forsætisráðherra og eiginkonu hans sem myrt voru á heim-
ili sínu í Varsjá. Fjölmenni var þó við athöfnina í gær, um 5.000 aldraðir
kommúnistar og nokkrir fyrrverandi leiðtogar landsins, kvöddu Jaroszewicz.
Þeirra á meðal voru Wojciech Jaruzelski fyrrum forseti og Mieczyslaw
Rakovski fyrrverandi forsætisráðherra. Menn sóttust hart eftir að taka í
hönd Edwards Giereks sem var leiðtogi kommúnista sömu ár og Ja-
roszewicz sat í embætti, 1970-1980. Á myndinni sést hann kasta rekum á
kistu samstarfsmanns síns.
Þing kirknasambands Evrópu
Kirkjur í fyrrum
Júgóslavíu for-
dæmi ofbeldið
Á ÞINGI kirknasambands Evr-
ópu sem haldið er í Prag var í
gær samþykkt einróma ályktun
sem send verður kirkjunum í
fyrrum Júgóslavíu. Að sögn séra
Þorbjörns Hlyns Árnasonar bisk-
upsritara sem situr ráðstefnuna
er í ályktuninni skorað á kirkj-
urnar að lýsa því yfir skýrt og
skorinort að þær fordæmi
hryðjuverk og stuðli að samtaki
og sáttum milli stríðandi aðila.
í ályktuninni segir að kirkjunum
beri að leggja sitt af mörkum í
baráttu gegn þeirri tegund af þjóð-
emishyggju sem stuðlar að mann-
réttindabrotum og ofbeldisverkum.
Þá eru kirkjurnar hvattar til að
leggja niður þann sið að blessa
vopn.
Biskup Irenej frá Serbíu viður-
kenndi á þinginu að serbneskir
prestar orþódoxu kirkjunnar hefðu
sumir hveijir blessað vopn. Það
væri gamall siður í landi þeirra en
engu að síður ókristilegt athæfi sem
ætti að leggjast af.
í meginályktun þingsins, sem
lýkur í dag, föstudag, er víða fjallað
um þjóðernishyggju og varað við
þeirri þróun sem er víða merkjanleg
í löndum Austur-Evrópu þar sem
minnihlutahópar eru ofsóttir og
jafnvel strádrepnir. Að sögn bisk-
upsritara hefur ekkert fyrirbæri
verið jafnharðlega gagnrýnt á þessu
þingi eins og þjóðernishyggja og
kirkjurnar eru í ályktuninni áminnt-
ar um að leggja yfirgangsöflunum
ekki lið, heldur þvert á móti stríða
gegn þeim og stuðla að sáttum og
friði milli þjóða og þjóðarbrota.
------» ---------
Skipasmíðar innan EB
135 milljardar
í ríkisstyrki
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁRLEGIR styrkir til skipasmíða
innan Evrópubandalagsins (EB)
eru rúmlega 135 milljarðar ís-
lenskra króna eða nálægt jafn-
virði 135 nýrra frystitogara.
Hæst er hlutfall styrkjanna í Dan-
mörku en þar fara 32% allra ríkis-
styrkja til skipasmíða. Næst kemur
Portúgal en skipasmíðar þar fá 27%
allra ríkisstyrkja í sinn hlut. Á Spáni
er þetta hlutfall 10% en mun lægra
í öðrum aðildarríkjum bandalagsins.
Styrkir til skipasmíða innan EB
eru fyrst og fremst í formi beinna
styrkja og niðurgreiddra lána auk
skattaívilnana. Danir styrkja skipa-
smíðaiðnað sinn árlega með framlagi
sem svarar til rúmlega átta milljarða
ÍSK, mest í formi niðurgreiddra lána.
Önnur aðildarríki beita frekar bein-
um framlögum á fjárlögum. Að jafn-
aði eru styrkir til skipasmíðastöðva
innan EB 34,3% af virðisauka í
greininni.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um Maastricht í Frakklandi
Enginn í vafa um afstöðu
de Gaulles hershöfðingja
París. Reuter.
RÚMRI viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Maastricht-sam-
komulagið í Frakklandi benda skoðanakannanir enn til að hníf-
jafnt sé á mununum milli stuðningsmanna og andstæðinga sam-
komulagsins. Kosningabaráttan fer því harðnandi með hveijum
deginum og eru ólíklegustu aðilar dregnir fram í sviðsljósið til
að lýsa yfir stuðningi eða andstöðu við Maastricht. Meðal þeirra
er Antoine Pinay, sem þekktur er fyrir að hafa sem fjármálaráð-
herra komið efnahagslífi Frakklands á réttan kjöl á ný í stjórnart-
íð Charles de Gaulles hershöfðingja. Pinay, sem nú er hundrað
ára gamall, sagði við Frakka: „Ef þið treystið mér, þá skulið þið
styðja samninginn".
Jafnt stuðningsmenn sem and-
stæðingar Maastricht halda því
raunar fram að de Gaulle hefði
stutt málstað þeirra, væri hann
enn á lífi. Andstæðingar sam-
komulagsins benda á að í þeirra
röðum sé að finna tvo fyrrum for-
sætisráðherra de Gaulles, son
hans og marga helstu aðstoðar-
menn. Jacques Chirac, leiðtogi
RPR, flokks ný-gaullista, bendir
hins vegar á að hershöfðinginn
studdi Rómarsáttmálann, þegar
hann var gerður árið 1957, þrátt
fyrir að margir helstu stuðnings-
manna hans hefðu verið á móti
honum.
Pierre Beregovoy forsætisráð-
herra byrjaði nú í vikunni að koma
fram opinberlega til stuðnings
Maastricht. Líkt og margir aðrir
fylgismanna samkomulagsins er
rauði þráðurinn í málflutningi
hans að Maastricht skipti sköpum
fyrir franskt efnahagslíf. Verði
samkomulagið samþykkt muni
það skapa hinn sálfræðilega
grundvöll fyrir efnahagslegri við-
reisn en efnahagslífið steypast í
glötun verði því hafnað. Margir
helstu frammámanna í frönsku
viðskiptalífi hafa tekið í sama
streng en þó ekki allir. Þannig
heldur- Jacques Calvet, forstjóri
Peugot, því fram, að Maastricht
þýði að yfir Frakkland muni skella
holskefla japanskra bifreiða og að
völdin muni lenda í höndum skrif-
finna í Brussel er hafi meiri
áhyggjur af verðstöðugleika en
hagvexti.
Eiturlyfjasalar og
alnæmissjúklingar
Charles Pasqua, einn helsti bar-
áttumaðurinn gegn Maastricht,
telur einnig að samþykkt sam-
komulagsins muni hægja á hag-
vexti og fækka atvinnutækifærum
í Frakklandi. Því til viðbótar muni
landið einungis verða að héraði
innan Evrópu galopið fyrir innrás
eiturlyfjasala og alnæmissjúkl-
inga. „Höfnum Maastricht svo að
Frakkland megi lifa,“ segir
Pasqua. Á vinstri vængnum er það
Jean Pierre Chevenement, fyrrum
varnarmálaráðherra, sem reynir
að sannfæra sósíalista um réttast
sé að hafna samkomulaginu og
Charles de Gaulle hershöfðingi.
Hvar hefði atkvæði hans lent?
hefur hann fengið Danan Holger
Nilssen, sem leiddi baráttuna gegn
Maastricht í Danmörku, til að
vera sér innan handar í þeim efn-
um. Um fimmtungur kjósenda
Sósíalistaflokksins er andvígur
Maastricht samkvæmt skoðana-
könnunum og reynir Beregovoy
nú að fá þá inná flokkslínun á ný.
„Sósíalísk menning hefur ávallt
verið alþjóðasinnuð. Ég skil ekki
hvernig sósíalistar geti verið
andsnúnir evrópskri sameiningu,"
segir forsætisráðherrann.
Bændur harðastir í
andstöðunni
Sú stétt sem hörðust er í and-
stöðu sinni eru franskir bændur.
Um 70% þeirra ætla að greiða
atkvæði gegn Maastricht-sam-
komulaginu, þó að í þessu sam-
komulagi um efnahagslegan og
pólitískan samruna Evrópubanda-
lagsríkjanna, sé ekki að finna eitt
einasta orð um landbúnað og að
Evrópubandalagið sé í raun efna-
hagsleg lífæð þeirra. Jean-Marc
Boussard hjá rannsóknarstofnun
franska landbúnaðarins skýrir
þetta á eftirfarandi hátt: „Þeim
gæti ekki staðið meira á sama um
Maastricht-samkomulagið sjálft.
Það sem bændur eru að segja er:
„Brussel hefur ekki verndað okk-
ur. Við ætlum að greiða atkvæði
gegn Brussel“.“ Franskir bændur,
sem ekki eru þekktir fyrir hófsemi
og umburðarlyndi, eru heldur ekk-
ert að fela það að þeir setja sama-
semmerki milli Maastricht og
CAP, hinnar sameiginlegu land-
búnaðarstefnu EB. „Ef samkomu-
lagið fellur þá setur það frönsku
ríkisstjórnina og framkvæmda-
stjórn EB úr jafnvægi. Þá verður
auðveldara að koma á endurbótum
á landbúnaðarstefnunni," segir
Claude Carre, leiðtogi róttæku
bændasamtakanna Coordination
Rurale. Skilboð hans til bænda á
áróðursfundum eru eftirfarandi:
„Bandarískur matur, japanskir
bílar, kínversk föt og franskir at-
vinnuleysingjar. Það er Maas-
tricht."
Stjórnmálamenn hafa hins veg-
ar ekki margir tekið undir þessa
röksemdarfærslu. Þegar grátandi
bóndi kom fram í sjónvarpi í síð-
ustu viku og kvartaði yfir því að
ríkið væri að fremja „þjóðarmorð"
[svo!] á bændum var svar Franco-
is Mitterrands forseta þurrt og
einfalt: „Bændur væru útdauðir
nú þegar ef reglur EB hefðu ekki
komið til“.