Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
21
SIMI 68 98 68
Hófleg bjartsýni um málefni Sýrlands og ísraels
Rabin vill láta hluta Gólan-
hæða fyrir friðarsamning
Jerúsalem, Nikósía. Reuter.
Reuter
Kúrileyjastúlka við forn trélíkneski í þorpinu Gornoje á eynni ítur-
up, einni Kúrileyjanna fjögurra sem Japanir krefjast þess að Rússar
skili en eyjarnar hernumdu hinir síðarnefndu í seinna stríðinu.
Blaðafulltrúi Jeltsíns sak-
ar Japani um óbilgirni
Moskvu, Tókíó. Reuter.
Vjatsjeslav Kostíkov blaðafulltrúi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta
skellti í gær skuldinni á Japana vegna frestunar forsetans á heim-
sókn sinni til Japans og Suður-Kóreu sem ráðgerð var í næstu
viku. Sagði hann óbilgirni Japana í Kúrileyjamálinu um að kenna.
Vonast hafði verið eftir því að
Rússar cg Japanir næðu samkomu-
lagi um framtíð Kúrileyja í Japans-
heimsókn Jeltsíns en löndin hefur
greint á um þær frá lokum seinna
stríðsins. Japanska stjórnin hefur
sett það sem skilyrði fyrir meiri-
háttar efnahagsaðstoð við Rússa
að samkomulag náist.
Kostíkov sagði í samtali við Iz-
vestíu að ósveigjanleiki leiðtoga
Frjálslynda lýðræðisflokksins, er
færi með stjórnartaumana í Tókíó,
í afstöðunni til Kúrileyja hefði gert
ferðina heldur tilgangslitla.
Japanskir og suður-kóreskir
leiðtogar sögðu í fyrradag að Rúss-
ar hefðu gefið þá skýringu á frest-
un heimsóknarinnar að Jeltsín yrði
að veija hverri stundu til úrlausnar
brýnna vandamála heima fyrir.
Michio Watanabe utanríkisráð-
herra Japans yppti öxlum í gær
er hann var inntur álits á yfirlýs-
,ingum blaðafulltrúa Jeltsíns um
að frestunin væri sök japönsku
stjórnarinnar. Kiichi Miyazawa
forsætisráðherra lét í ljós von-
brigði með frestunina sem átti sér
stað einungis fjórum dögum áður
en von var á Jeltsín til Tókíó. Miy-
azawa sagðist hafa átt símasamtal
við Rússlandsforsetann þar sem
hann sagðist verða fresta heim-
sókninni í það minnsta um nokkra
mánuði. Embættismenn í Tókíó
sögðust efins um að af heimsókn-
inni gæti orðið á þessu ári.
YITZHAK Rabin forsætisráðherra ísraels kvaðst í gær reiðubúinn að
láta af hendi land ef samið yrði um frið við Sýrlendinga. Haft var eft-
ir Hafez al-Assad forseta Sýrlands að hver einasti blettur Gólanhæða
þyrfti að fylgja friðarsamningum. Hvor aðili telur hinn hafa náigast
samkomulag og báðir lýsa hóflegri bjartsýni um friðarviðræður.
Rabin sagði í útvarpsviðtali að
Sýrlandsstjórn yrði að leggja sig
fram í friðarviðræðum áður en hann
myndi ræða miðlun landsvæða í
Gólanhæðum. Hann var hershöfð-
ingi árið 1967 þegar ísrael tók hæð-
irnar á sitt vald og hyggst ekki gefa
Sýrlendingum þær eftir að fullu. En
í viðtalinu kvaðst hann ítreka að
ísraelar vildu fylgja fram samþykkt-
um Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um eftirgjöf hernuminna
svæða í skiptum fyrir friðarsamning
um endalok stríðsins og opin landa-
mæri milli Sýrlands og Israel auk
stjórnmálasambands landanna.
Sendiherra Sýrlands í íran,
Ahmed al-Hassan, sagði í gær að
ísraelar virtust hafa viðurkennt að
Gólanhæðir tilheyrðu Sýrlandi. Af-
staða Rabins í friðarviðræðum Mið-
austurlanda væri heilbrigðari en fyr-
irrennarans Yitzhaks Shamirs.
Hassan sagði Sýrlendinga vilja
semja við ísraela ásamt öðrum Ara-
baríkjum, ekki sérstaklega, eins og
Rabin hefur lýst vilja til. Viðræður
um frið í Miðausturlöndum halda
áfram í Washington næstkomandi
mánudag.
STÍFT NÁMSKEIÐ FYRIR KARLMENN
SEM VILJA KOMAST í TOPPFORM
HEFST 12. SEPTEMBER
✓ Fitumæling og vigtun
✓ Ráðgjöf
✓ Fyririestrar um rétt mataræði
TAKMARKAÐUR FJÖLDI
✓ Hreyfing,stöðvaþjálfun og tækjaþjálfun
✓ Viðurkenningarskjöl ílok námskeiðs
með skráðum árangri
Eina varanlega leiðin
að lækkaðri
líkamsþyngd
er aukin hreyf-
ing og rétt
mataræði.
Við hjálpum þér
að brenna fitu
og kennum þér
hvemig á að halda
henni burtu fyrir
fullt og allt.
IÁTIÐ SKRÁ YKKUR
• A HOTEL ISLANDI DAGANA
• 11., 12. OG 18., 19, SEPT. 1992
• BORÐAPANTANIR I S: 687111
HÓTEL j/TOö
HUMMEL SKÓR
Verð 2.490,- Stærð 28-46
Teg. All-England
Verð 6.990,- Stærð 37-48
Teg. Professional leðurskór
»hummel^lP
SPORTBÚÐIN
Ármúia 40, sími 813555.
tonlistin úr kvikmyndinni
GH Pressan
★★★★ GÁ Vikan
nú loksins
fáanleg
afftur
FIÐRILDI OG LJÓN með
PÍS OF KEIK er í fyrsta sæti
á Vinsældalista íslands
DREIFING