Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.09.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992 27 Fyrstu umræðum um EES og sljórnarskrárbreytingu lokið FYRSTU umræðum um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, og einnig fyrstu umræðu um frumvarp stgórnarandstæðinga til stjórnskipunarlaga, varðandi breytingar á sljórnarskrá, voru til lykta leiddar í fyrrinótt. Samingurinn um EES hefur verið ræddur í rúm- lega 35 stundir. Frumvarp stjórnarandstæðinga í tæpar 12 stundir. Fyrstu umræðu um staðfest- ingarfrumvarpið um EES var fram- haldið kl. 20.30 í fyrrakvöld. Stjórn- arandstæðingar gagmýndu enn og aftur samninginn og áréttuðu að- finnslur sínar. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra hinsveg- ar áréttaði sinn málflutning um ávinning okkar af samningnum og einnig að við hefðum náð þeim meginmarkmiðum sem að hefði ver- ið stefnt í upphafi viðræðna. Utanríkisráðherra taldi það íhug- unarefni að í þessari löngu og kannski ítarlegu umræðu, hefði nánast ekkert komið fram sem menn hefðu ekki rætt eða vitað um árabil. Hann leyfði sér að efast um að þessi „síbilja" hefði skilað miklu. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) gerði í nokkru máii grein fyrir þeim erfiðleikum sem hann sæi á því að tryggja forræði íslendinga á eigin landi með einhverjum breyt- ingum á jarðalögum. Steingrímur Hermannsson (F-Ne) endurtók þær efasemdir eða aðfinnslur sem fram- sóknarmenn hafa sett fram, s.s. sjávarútvegssamningurinn ekki kominn fram, ekki ljóst hvernig for- ræði okkar á landi og orkulindum yrði tryggt, o.s.frv. Ræðumaður harmaði sinnuleysi ríkisstjórnarinn- ar um að leita eftir því að breyta þessum samningi í tvíhliða samning þegar önnur EFTA-ríki gengu í EB. Steingrímur Hermannsson lagði áherslu á að framsóknarmenn vildu stuðja að alþjóðlegu samstarfi en við íslendingar yrðum að fara afar varlega í samskiptum við stórar valdablokkir. Steingrímur var ein- dregið þeirrar skoðunar að EES- samningurinn stæðist ekki gagnvart stjórnarskrá. Steingrímur sagði framsóknarmenn vera tilbúna til viðræðna um breytingar og nauð- synlegar umbætur en eins og staðan væri núna, væri afar vonlítið að Framsóknarflokkurinn gæti stutt þetta mál. Það þyrfti mikið að breyt- ast. Ekkert erindi í EB Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist skilja ræðu Steingríms þannig að ef meirihluti Alþingis teldi ekki vera ástæðu til að breyta stjórnarskránni vegna EES-samn- ingsins, þá myndi Framsóknarflokk- urinn leggjast gegn samningnum. Forsætiráðherra áréttaði þá skoð- un sína að ef við gerðumst ekki aðilar að EES þá myndi þrýstingur vaxa á það við sæktum um aðild að Evrópubandalaginu, EB. For- sætisráðherra sagði að hann fyrir sitt leyti teldi að, að samningnum um EES gerðum, ættum við ekkert erindi inn í EB. Hann teldi engan þann ávinning vera af aðild sem réttlæti þá inngöngu í bandalagið. Ahrif okkar í EB yrðú afskaplega lítil og ekki þess virði að kaupa þau. Forsætisráðherra taldi ljóst að ef og þegar önnur EFTA-ríki gengju í EB þá myndi eðli EES-samnings- ins breytast í tvíhliða samning. Þá yrðu auðvitað að koma til breyting- ar á stofnanaþættinum til einföldun- ar. Steingrímur Hermannsson staðfesti að skilningur forsætisráð- herra væri réttur að því leyti að hann gæti ekki mælt með því EES- samningurinn yrði samþykktur ef hann stæðist ekki gagnvart stjórn- arskrá. En það væri að sjálfsögðu miðstjórnin sem ákvæði lokaaf- stöðu. Kl. 1.45 var þessari umræðu lok- ið en atkvæðagreiðslu var frestað. Hófst þá umræða um frumvarp stjórnarandstæðinga til stjórnskip- unarlaga varðandi breytingar á 21. grein stjórnarskrárinnar. Þannig að til afsals á hvers konar fullveldis- rétti þyrfti samþykki 3/4 hluta al- þingismanna. „Vandræða- og gallagripur“ Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkismálaráðherra dró enga dul á þá skoðun að þetta frumvarp væri ekki nauðsynlegt vegna samþykktar samningsins um EES. En vanþókn- un ráðherrans var víðtækari; „Mesti vandræða- og gallagripur sem kom- ið hefur fram.“ Ráðherra vakti at- hygli á því að stjórnarandstaðan hefði einnig lagt fram annað frum- varp um breytingar á stjórnarskrá þess efnis að bæta nýju ákvæði í stjórnarskrána þess efnis að þriðj- ungur þingmanna gæti krafist þess að samþykktir samningar yrðu bornir undir þjóðaratkvæði og yrði niðurstaðan bindandi. Einnig gæti þriðjungur þingmanna krafist þess að lagafrumvörp og þingsályktanir yrðu borin undir þjóðaratkvæði og yrði niðurstaðan ráðgefandi. Öll þessi stjórnlagagerð stjórnarand- stæðinga væri mikil missmíði. Þessi frumvörp næðu ekki tilgangi sínum, þ.e.a.s. ef hann væri einhver annar en pólitískt upphlaup. Utanríksráðherra taldi að tillögur stjórnarandstæðinga væru þannig úr garði gerðar að tiigangurinn fklMACI Fj órtán framsög'iiraM)- ur viðskiptaráðherra Fylgifrumvörp EES-samningsins JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir 14 frumvörpum sem tengjast aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði, EES. Stjórnarandstæðingar sögðu margt vera þarflegt í þess- ari lagasetningu en áskildu sér allan rétt til að gera athugasemdir við misfellur, sérstaklega þótti þeim reglugerðarvald ráðherra óhóf- legt. Á dagsskrá 18. fundar Alþingis síðdegis í gær voru 16 mál. I upp- hafi þingfundar voru greidd at- kvæði um tvö mál, frumvarpið um staðfestingu á samningnum um EES og frumvarp stjórnarandstöðu um breytingu,á 21. grein stjórnar- skrárinnar. Að svo búnu hófst af- greiðsla annarra þingmála. Alls 14 frumvarpa sem tengjast aðild Is- lands að EES. Öll þessi frumvörp varða málefni viðskiptaráðuneytis- ins: Frumvarp um vernd svæðislýs- inga smárása í hálfleiðurum, frum- varp um einkaleyfi og vörumerki, frumvarp um staðla, frumvarp um gjaldeyrismál, frumvarp um inn- flutning, frumvarp um vog, mál og faggildingu, frumvarp um öryggi framleiðsluvöru, frumvarp um hús- göngu og fjarsölu, frumvarp um verðbréfaviðskipti, frumvarp um verðbréfasjóði, frumvarp um verð- bréfaþing íslands, frumvarp um neytendalán, frumvarp um lagaákvæði varðandi íslenskt ríkisfang, frum- varp um sam- keppnislög. Það kom fram í ræðum ráð- herra og þing- manna að þótt Jón Sigurðsson margar laga- greinanna væru settar vegna aðildar að EES, þá væru ýmis ákvæði sem nauðsynlegt eða þarft væri að lögfesta, óháð þátttöku íslands í EES. Þingmenn fögnuðu ýmsu í frumvörpum við- skiptaráðherra, s.s. aukinni neyt- endavernd og skýrari skilgreining- um og ákvæðum um ýmis við- skipti. En þeir áskildu sér að sjálf- sögðu allan rétt til að gera athug- semdir við síðari umræður og í nefndum. Einna helst var að því fundið að frumvörp þessi ætluðu ráðherra helst til mikið fijálsræði til að kveða nánar á um framkvæmd laga með reglugerð. Þingmenn báru fram nokkar at- hugasemdir og ábendingar, t.d. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) sem vildi hafa það vel tryggt að upplýs- ingar og aðvaranir um vöru væru notendum eða neytendum skiljan- legar. Og að sjálfsögðu á íslensku á Islandi. Guðrún innti einnig eftir eftir samræmdum bókhaldsreglum fyrirtækja. Það lægi í augum uppi að ef fyrirtæki flyttust milli landa og/eða störfuðu í fleiri en einu landi yrði bókhaldið að taka mið af því. Fyrstu umræðu um 13 mál varð lokið. Einu máli var vísað til nefnd- ar; frumvarpinu um vernd svæðis- lýsinga smárása í hálfleiðurum var vísað til iðnaðarnefndar. Umræðu varð lokið um 12 mál en atkvæða- greiðslu frestað. Viðskiptaráðherra mælti einnig fyrir frumvarpi til samkeppnislaga en að lokinni fram- söguræðu ráðherra var umræðu frestað og fundi slitið. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur fimm verk eftir unga norræna höfunda og eitt verk eftir Gérard Grisey á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld. Tónlistarhátíð norrænna ungmenna Verk ungra tónskálda flutt SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- Tempes et l’écume eftir franska kvöld. lands leikur fimm tónverk eftir tónskáhlið Gérard Grisey á tón- Gérard Grisey kynnir hlustend- ung tónskáld auk verksins Le leikum í Langholtskirkju I um tónlist sína í dag milli kl. 14 og 16 í Stekk, húsnæði Tónlistar- skólans í Reykjavík, Laugavegi 178, og er það þriðji og síðasti fyrirlestur hans á hátíðinni. Að- gangur er ókeypis og/illum heim- ill. í kvöld verða tónleikar í Lang- holtskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Þar leikur Sinfóníuhljóm- sveit íslands fimm ný hljómsveit- arverk eftir ung tónskáld frá Norð- urlöndunum auk verksins Le tem- pes et l’écume (tíminn og froðan) eftir Gérard Grisey, sem er heið- ursgestur hátíðarinnar þetta árið. Le tempes et l’écume er samið fyrir stóra hljómsveit, geysimörg slagverkshljóðfæri og tvo hljóð- gerfla. Eitt íslenskt verk verður leikið, Dawn eftir Guðrúnu Ingi- mundardóttur. Önnur verk á efnis- skránni eru Ekstasis för straak- orkester eftir Svíann Johan Je- verud, Dandchoral eftir Danann Martin Palsmar, Pinta ja sae eftir Finnann Juhani Nourvala og Ac- hestra eftir Norðmanninn Helge Havsgard Sunde. væri ekki ljós, þar á ofan væru í þeim mótsagnir og niðurstaðan gengi ekki upp. Ráðherra benti á að 2. grein stjórnarskrárinnar skil- greindi hina þrjá þætti valdsins. 21. grein stjórnarskrárinnar væri und- antekningarregla og í henni fælust tvær heimildir, um afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi, og um að gera samninga sem fælu í sér breyt- ingar á stjórnhögum ríkisins. - Ágreiningslaust væri meðal fræði- manna að 21. grein dygði ekki til að breyta 2. grein. Þetta ættu laga- smiðir stjórnarandstöðunnar að at- huga ef þeir virkilega vildu auðvelda fullveldisafsal. I hvorugu frumvarpi stjórnarandstæðinga væri að finna jákvæða heimild til að víkja frá meginreglu 2. greinar og afsala fullveldisrétti. Utanríkisráðherra bað áheyrend- ur einnig um að hugleiða afleiðing- arnar ef þessi frumvörp yrðu sam- þykkt. Það virtist vera stefnt að gríðarlega róttækum breytingum á íslenskri stjómskipan. „Sjálfvirku þjóðaratkvæðagreiðslukerfi"; minnihlutinn gæti vísað nánast hvað gjörningi Alþingis til þjóðaratkvæð- is eftir pólitískum hentugleikum. Stjórnarandstæðingum þótti ekki mikið til um ræðu og rök ráðherra. Vilji og ætlan utanríkisráðherra væri að einfaldur meirihluti gæti afsalað fullveldi með því að sam- þykkja viðlíka gjörning og EES- samninginn. Stjórnarandstæðingar sögðu að á síðustu árum og áratug- um hefðu aðstæður í alþjóðasam- skiptum og samvinnu breyst veru- lega sem gætu kallað á ákveðið valdaframsal og þjóðaratkvæði um slíkt væri ekki óeðlilegt. Umræðu lauk kl. 04 í fyrrinótt en atkvæðagreiðslu var frestað. í upphafi 18. þingfundar í gær var frumvarpinu um staðfestingu EES- samningsins vísað til utanríkismála- nefndar. En frumvarpinu um breyt- ingar á 21. grein stjórnarskrárinnar var vísað til sérnefndar eins og 42. grein laga um_ þingsköp Alþingis gerir ráð fyrir. í nefndina voru kos- in: Björn Bjarnason (S-Rv), Geir H. Haarde (S-Rv), Sólveig Péturs- dóttir (S-Rv), Vilhjálmur Egilsson (S-Nv), Karl Steinar Guðnason (A-Rn), Steingrímur Hermannsson (F-Rn), Páll Pétursson (F-Nv), Ragnar Arnalds (Ab-Nv) og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv). Fjallskila- stjóri saknar hundsins síns Um þessar mundir eru göngur að hefjast í Eyjafjarðarsveit en fjallskilastjórinn, Atli Guðlaugs- son, saknar vinar í stað, hundsins Pílu, sem týndist suður í Garðabæ fyrir hálfum mánuði. Sést hefur til Pílu, sem er 6 ára gömul, blönduð íslensk tík, nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu, í Mosfellssveit, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfírði, en hún er mannelsk og svarar vel nafni sinu. Er líklegt, að hún sé orðin heldur illa haldin sé hún enn á flakki og segist Atli munu verða þeim ævinlega þakklát- ur, sem getur handsamað hana og skotið yfir hana skjólshúsi. Segir hann, að best sé að láta þá vita af henni á hundahótelinu í Leirum eða á Dýraspítalanum. Kynning á kripalujóga KYNNING á kripalujóga verður í jógastöðinni Heims- ljósi, Skeifunni 19, 2. hæð, laugardaginn 12. september kl. 14. Kynntar verða jógateygjur, öndun og slökun. Allir geta stundáð kripalujóga, óháð kyni, aldri, þyngd og stærð. Kynningin er öllum opin, að- gangseyrir er enginn og æski- legt er að þátttakendur mæti í þægilegum fötum. (Fréttatilkynning) (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.