Morgunblaðið - 11.09.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Herdís Þ. Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 2. desember 1917
Dáin 3. september 1992
Elskuleg tengdamamma er dáin.
Hún gerði öllum tengdamömm-
um sögunnar skömm til.
Ég var ekki há í hattinn þegar
ég fór í fyrsta sinn með Sævari,
yngsta syninum, heim til hennar.
Herdís hafði orðið ekkja nokkrum
mánuðum fyrr og nú hafði ég fullan
hug á að „ræna frá henni“ hreiður-
böggiinum.
Það hlaut að vera erfitt á við-
kvæmum tíma í lífi hennar. En hún
heilsaði með blíðu brosi og glettni
í brúnum augunum sínum. Þakkaði
svo Sævari fyrir að láta það eftir
sér að fá að heilsa upp á mig.
Lítil kona, glettin og glaðvær.
Þannig fannst mér hún þá og þann-
ig man ég hana oftast. Þó æðrulaus
kona sem tók því sem að höndum
bar í sínu eigin lífi og þá ekki síður
lífi bama sinna og barnabama.
Tengdamamma var aldrei mikið
fyrir ræður og formlegheit, hún tók
sjálfa sig aldrei of hátíðlega. Mig
langar aðeins að draga fram þann
eiginleika í fari hennar sem mér
fannst einkenna hana einna mest
og um leið kenna okkur best. Því
er ágætlega lýst í orðum Spámanns-
ins:
„Að gefa af eigum sínum er lítil
gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af
sjájfum sér.“
í Mattheusarguðspjalli Biblíunn-
ar, 16. kafla, 26. versi, stendur:
„Hvað stoðar það manninn að eign-
ast allan heiminn og fyrirgjöra sálu
sinni?“ Þetta lýsir að mínu mati svo
vel hennar verðmætamati. Það
reyndist okkur ómetanlegt að eiga
Herdísi að vini og félaga. Gott að
gráta með henni, gott að hlæja með
henni. Fyrir það viljum við þakka
af einlægni.
Þegar drengirnir okkar „húkk-
uðu“ far frá Hveragerði til Reykja-
víkur þótti þeim líka gott að geta
komið við hjá ömmu. Þar var alltaf
opið hús, líka fyrir félagana. Eftir
að þeir fluttust til Noregs þótti
þeim líka gott og sjálfsagt að eiga
ömmu að þegar þeir fóru heim til
íslands til sumarvinnu eða lengri
dvalar. Það sama gildir um ömmu-
stelpurnar hennar sem búa hér í
Noregi og syrgja hana nú sárt eins
og við hér sem eldri erum.
Og þó að nú sé skarð fyrir skildi
þökkum við góðum Guði fyrir allt
sem hún hefur verið okkur alla tíð.
Klara Björnsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
í dag er borin til grafar amma
okkar Herdís Sigurðardóttir. En
hún lést þann 3. september eftir
erfiða sjúkdómslegu. Hún hefur nú
haldið á vit feðranna og mun þar
hitta eiginmann sinn eftir margra
ára aðskilnað. í hjörtum okkar
munum við minnast hversu ljúft
hana var heim að sækja, setjast á
eldhúsbekkinn hennar góða, við eld-
húsborðið og fá fréttir af fjölskyld-
unni á meðan hlaðið var í mann
kræsingum.
Bestu og ljúfustu minningarnar
um hana ömmu verða sjaldnast
festar á blað með fáum orðum enda
eru þær sjálfsagt best geymdar í
hugum þeirra er þær eiga. En þó
geta allir er hana þekktu minnst
hennar fyrir hlýleika hennar og
þess að aldrei mismunaði hún nokk-
urri sál. Velferð hennar nánustu var
ömmu alltaf mjög hugleikin og
munum við bræður minnast þeirrar
gæfu og þess velfarnaðar sem hún
ætíð óskaði okkur og okkar nán-
ustu.
Með þessum fáu orðum viljum
við kveðja elsku ömmu og vonumst
til að Guð geymi hana í hjarta sínu
líkt og við geymum minninguna um
hana í hjörtum okkar.
Rafn Magnús Jónsson, Guð-
bergur Konráð Jónsson, Svan-
ur Rúnar Jónsson og Svein-
björn Bjarki Jónsson.
Hún Herdís okkar er dáin. Og
það svo allt of snemma. En þar sem
líkaminn var orðinn lúinn og margs
konar sjúkdómar og þrautir gerðu
vart við sig var hvíldin eflaust besta
lausnin. En sárt var að missa hana.
Tengdamóðir mín var afar sér-
stök kona. Hún lifði og hrærðist
fyrir aðra, hafði svo mikið að gefa.
Hún talaði fátt um sjálfa sig. Þess
í stað beindi hún umhyggju sinni,
athygli og hugsun að börnunum í
fjölskyldunni, barnabörnum sínum
og bamabarnabörnum. Enda þótt
hópurinn væri orðinn stór fylgdist
hún gerla með hveijum og einum,
bæði þeim sem voru í nágrenninu
og hinum sem búsett era fjær. A
heimili hennar bar hæst innramm-
aðar ljósmyndir af afkomendunum
skipað_ niður og haganlega komið
fyrir. Á þann hátt hafði hún þá hjá
sér og gat enn betur munað eftir
þeirn öllum, enda voru þeir fjársjóð-
ur hennar, Ekki skyldu vera jól
öðruvísi en að böggull væri til handa
hverjum og einum. Og hver bögg-
ull varð að innihalda marga hluti.
Þessar hlutlægu gjafir eru þó lítii-
vægar á við það sem hún gaf þegar
hún hýsti fólkið sitt á ýmsum tímum
um lengri eða skemmri tíma. Mér
mun aldrei gleymast þegar hún
sagði upp vinnu sinni fyrir margt
löngu til að gæta frumburðar míns
vetrarlangt meðan við foreldramir
voram við vinnu. Og þau eru ófá
skiptin sem hún tók fleiri eða færri
fjölskyldumeðlimi inn á heimili sitt.
Hún taldi ekki eftir sér að stússa
við hópinn sinn seint og snemma
og jós þá úr djúpum brunni hjart-
ans.
Frá Herdísi stafaði hlýju sem
ekki er unnt að lýsa með orðum.
Og þessi ylur var auðfundinn, hún
miðlaði honum hvernig sem á stóð.
Hún var hvorki hávær né marg-
mál, en manngæska hennar um-
vafði okkur öll. Hógværð og hjarta-
hlýja eru orð sem koma mér í hug
þegar ég minnist hennar. Guð blessi
minningu hennar.
Rúna Gísladóttir.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega.
Þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Tengdamóðir mín, frú Herdís
Þóra Sigurðardóttir, andaðist á
Landakotsspítala að morgni 3. sept-
ember, eftir mjög erfið veikindi.
Minning
Margrét Bjarnadótt-
ir frá Hraunkoti
Fædd 18. mars 1904
Dáin 6. september 1992
Aðfaranótt 6. september andað-
ist á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði á Höfn, Margrét
Bjarnadóttir. Hún var fædd að
Hraunkoti í Lóni. Foreldrar hennar
voru Ragnhildur Sigurðardóttir og
Bjami Þorsteinsson. Ragnhildur
átti ættir að rekja í Lóni, systir
Sveinbjargar í Bæ, sem var nafn-
þekkt kona á sinni tíð, móðir Mið-
húsasystkinanna í Bæ. Sigurðar
Ólafssonar frá fyrra hjónabandi
og Þorleifsbama af hinu síðara.
Allt mesta atorkufólk og bræðurn-
ir allir orðlagðir athafnamenn á
sinni tíð og var Rafnkell Þorleifs-
son þeirra síðastur sem kvaddi
þennan heim. Bjarni átti ættir að
rekja í Suðursveit og Öræfi, og
eru Kvískeijabræður nafnþekkt-
astir núlifandi ættingja. Böm
Hraunkotshjónanna voru sex, fjór-
ar dætur og tveir synir.
í Hraunkoti liðu bemsku- og
æskuár þessara systkina við leik
og störf og þjóðleg vinnubrögð að
þeirra tíma hætti. Ragnhildur var
myndarleg húsmóðir og vel að sér
til handanna, og var það góður
skóli fyrir dætumar. Barnaskóla-
nám var sótt í sveitarskóla að
Stafafelli og Bæ.
Bjarni var talinn mikill rösk-
leika maður og fóru af frækni
hans margar sögur. Ein var sú er
hann var vinnumaður í Víðidal í
Stafafellsfjöllum, en þar bjuggu
þá í 14 ár Sigfús Jónsson bóndi
og Helga systir Bjarna. Eitt sinn
bar svo við að vetrarlagi í snjó og
þungri færð, að húsbóndi hans
veiktist hastarlega af lungnabólgu
að talið var. Bregður Bjarni þá á
það ráð að skreppa út að Borgum
í Nesjum og hitta Þorgrím Þórðar-
son lækni að máli, og ekki var
staðar numið fyrr en á bæjarhlað-
inu í Víðidal, með meðulin í ann-
arri hendi og brotið annað skíðið
í hinni. Sögumaður þótti Bjami
einnig góður.
Um hann segir Sigríður Bene-
diktsdóttir, nágrannakona hans í
Byggðarholti: „Mér er enn í barns-
minni hvað Bjami Þorsteinsson í
Hraunkoti var gæddur góðri frá-
sagnargáfu og hve hann var
skemmtilegur gestur. Þá var út-
varpið ekki komið til sögunnar, til
að stytta fólki kvöldvökur. Þá var
góður sögumaður vel þeginn á
heimilinu."
Nöfn Hraunkotssystkinanna
voru sem hér segir: Sigríður, Guð-
laug Margrét, Þórlaug og Helga.
Bræðurnir hétu Ingimundur og
Sigurður. Þær Hraunkotssystur
þóttu mikið meyjaval á sínum upp-
vaxtarárum og settu mikinn svip
á samtíð sína. Þær voru snemma
eftirsóttar í vistir og vinnu-
mennsku, allar svo bráðmyndar-
legar og duglegar. Aldrei fóru þær
þó allar að heiman samtímis.
Um tvítugt fór Margrét í vetrar-
langa vist til Sandholtsfjölskyld-
unnar í Reykjavík. Á sama tíma
var Sigga systir hennar hjá ann-
arri fjölskyldu í Reykjavík. Á sín-
um frídögum höfðu þær systur
tækifæri að skemmta sér og skoða
höfuðborgina saman, en hún heill-
aði ekki þessar skaftfellsku dætur
meira en svo að um vorið kom
Margrét aftur heim og var upp frá
því stoð og stytta móður sinnar
við heimilisstörfin í Hraunkoti,
enda móðir hennar fremur heilsu-
veil.
Árið 1930 fluttist Hraunkots-
fjölskyldan á Höfn og byggði sér
þar húsið Hól, (einnig nefnt Holt)
sem stóð innarlega í kauptúninu,
og bjó þar í nokkur ár, en tvær
systranna voru þá að mestu leyti
fluttar að heiman.
Eins og flestir Hafnarbúar áttu
þau kú og nokkrar kindur og rækt-
uðu kartöflur, en sú ræktun var
þá mikið að fara í gang á Höfn.
Ingimundur var talinn fyrir búinu,
auk þess sem hann stundaði
verkamannavinnu samtímis á
staðnum. Þetta var afar hlýlegt
og notalegt heimili og fjölskyldan
samrýnd.
Á Hólsárunum skiptust þær
Margrét og Helga á um að annast
heimilishaldið meðan önnur vann
úti. Verkaskiptingin var oftast sú
að Margrét var matráðskona hjá
sjómönnum á Höfn á vetrarvertíð-
um árum saman. Að lokinni vertíð
tók saltfiskverkun við, og höfðu
margir á orði að Margrét væri
karlmannsígildi við þvottakarið,
slík voru afköstin.
Um sláttinn réði Helga sig aftur
á móti í kaupavinnu í sveitina og
af hennar röskleika fara engar
sögur hér aðrar en þær að þá átti
hún eftir að byggja upp öndvegis
höfuðbólið Hjarðames í Nesjum
ásamt eiginmanni sínum Eymundi
Bjömssyni frá Dilksnesi, og síðar
meir þeirra fjögur börn öll, sín
framtíðarheimili á föðurleifðinni.
Slíkt er heil landnámssaga í hveiju
héraði.
Margrét var sú eina af systrun-
um sem aldrei giftist og ekki átti
böm. En mér er kunnugt um að
systrabörnin bára mikla virðingu
fyrir „Möggu frænku", eins og þau
kölluðu hana. Það mátti svo sann-
arlega bera virðingu fyrir þeirri
konu. Hún var að eðlisfari gædd
ríkum mannkostum, sjálfstæð,
traust og heiðarleg og afar orð-
heldin. Hún var í eðli sínu gædd
hjúkrunarhæfíleikum og mjög
mikill dýravinur og lagði sig fram
að hjálpa dýrum sem eitthvað var
að, og kom það sér oft vel um
sauðburðinn í sveitinni.
Hennar mesta gæfa að hún
sagði mér, var að fá tækifæri að
hjúkra foreldrum sínum uns yfir
lauk og þurfti móðir hennar svo
mjög á því að halda.
Hún lagði gjörva hönd á margt.
Saumaskapur og hannyrðir léku í
höndum hennar. Sjálf var hún
smekkkona í klæðaburði, enda vel
vaxin og fönguleg á fæti. Falleg
kona fram á hinsta dag. Árið 1934
andaðist Ragnhildur og Bjarni
1937. 21. febrúar 1934 lést Sig-
urður, yngri bróðirinn, er m/b
Sæbjörg fórst í fiskiróðri með allri
áhöfn, þá aðeins 23 ára gamall,
hinn mesti efnispiltur. Ingimundur
lést 1962 á heimli systur sinnar
að Hjarðarnesi.
Við fráfall hennar koma upp í hug-
ann ljúfar minningar frá þeim áram
þegar allt lék í lyndi og hún naut
sín best á gleðistundum meðal ást-
vina sinna. Hún vildi hafa hópinn
sinn í kringum sig.
Herdís fæddist í Hnífsdal 2. des-
ember 1916 og ólst þar upp. For-
eldrar hennar vora sæmdarhjónin
Elísabet Jónsdóttir og Sigurður G.
Guðmundsson, en þau bjuggu í
Ystahúsinu í Hnífsdal. Herdís var
sjöunda í röðinni af ellefu börnum
þeirra hjóna. í Ystahúsinu áttu því
nokkur börn bernsku- og æsku-
heimili. Umhverfið var hið ákjósan-
legasta til leikja. Ung að árum flutt-
ist Herdís svo til Reykjavíkur, og
þar hitti hún mannsefni sitt, Guð-
berg J. Konráðsson, ættaðan af
Snæfellsnesi. Foreldar hans vora
Elísabet Stefánsdóttir Hjaltalín og
Konráð Jónsson, bóndi á Hallbjarn-
areyri í Eyrarsveit. Þau Herdís og
Guðberg gengu í hjónaband árið
1937. Börn þeirra urðu fjögur. Þau
era Guðlaug Elísabet, Þórir Sigurð-
ur, Jón Konráð og Sævar Berg.
Barnabörnin era 19 og barnabarna-
börnin 14.
Þau hjónin bjuggu lengst af við
Ásgarð í Reykjavík. Herdís missti
mann sinn í nóvember 1968, lést
hann langt fyrir aldur fram aðeins
52 ára. Varð það Herdísi þung raun
enda var samband þeirra afar kært.
Seinna keypti hún íbúð við Gnoðar-
vog, litla íbúð sem hún hafði svo
fallega og þar leið henni vel.
Herdís var falleg kona, með blik
í augum og hlýtt viðmót. Hún var
yfirlætislaus og hógvær fyrir eigin
hönd. Aðrir í fjölskyldunni höfðu
ávallt forgang. Herdís var góð og
kærleiksrík amma og ástrík móðir,
einnig var hún okkur tengdabörn-
unum sem besta móðir. Ég veit að
hennar er nú sárt saknað af öllum
ástvinum stórum sem smáum.
Síðustu vikurnar var Herdís mjög
veik, ástvinir hennar hafa reynt að
létta henni róðurinn með návist
sinni eftir bestu getu. Ég votta
börnum hennar og öðram ástvinum
innilega samúð.
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir.
Árið 1940 lá leið Margrétar til
Norðfjarðar. Tilgangur ferðarinn-
ar var að heimsækja Sigríði systur
sína og aðstoða hana í sængur-
legu, en Sigríður var þá gift og
búsett í Neskaupstað. Þetta varð
ekki bara heimsókn því Norðfjarð-
arár Margrétar urðu átján. Þar
lagði hún görva hönd á margt.
Var um tíma ráðskona á sjúkra-
húsinu í Neskaupstað. Tvær vetr-
arvertíðir var hún ráðskona í
Sandgerði við báta frá Eskifírði
og eitt sumar vann hún í mötu-
neyti hjá síldarverksmiðju við
Eyjaijörð. Aftur var haldið á Norð-
fjörð, þar sem hún svo opnaði og
rak sjálfstæða matsölu síðustu tíu
árin sín þar. Þegar hér var komið
sögu átti hún eignina skuldlausa,
seldi og flutti aftur til Homafjarð-
ar.
Við komuna til Hafnar kaupir
hún neðri hæðina í Garði, gamla
kaupmanns- og læknishúsinu, sem
er á besta stað í bænum. Þar kem-
ur hún sér upp notalegu heimili.
Mátti þar sjá fallega handavinnu
hennar eigin handa prýða tvær
samliggjandi stofur, þar sem áður
var fyrsta landsímastöðin á Höfn.
Má vel vera að þar hafí einnig
sveimað um loftin huglægur and-
blær hinna þriggja kaupmannsd-
ætra sem þar réðu tökkum og tól-
um um langan aldur og þekktar
voru fyrir söng sinn og gleði.
Enn tekur Margrét við mat-
reiðslustörfum við endurkomuna á
Höfn og nú í mötuneyti KASK þar
sem hún starfaði um alllangt
skeið. Síðan var frystihúsið á Höfn
hennar starfsvettvangur meðan
heilsan entist, en það kom að því
að kraftar tóku að bila 'og þar við
bættist sjúkdómur sem kom í veg
fyrir að hún gæti verið lengur ein
í húsi og voru það krampaköst.
Árið 1981 flytur hún á Skjól-
garð, heimili aldraðra á Höfn, þar
sem hún fékk þægilega litla íbúð
og lét hún sína íbúð ganga upp í
þá vistarveru. Góðir vinir hennar