Morgunblaðið - 11.09.1992, Síða 31
JlíltíMWT'lWh .11 Syí)A(lti1V0',t (iMAJHMUiWlOtó
Ub
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
Minning
Guðjón J. Brynjólfsson
blikksmíðameistarí
Fæddur 16. desember 1916
Dáinn 4. september 1992
Fallinn er frá traustur og góður
vinur, sem við eigum eftir að sakna
mikið. Það er svo ótrúlegt að hann
skuli vera farinn, því fyrir rúmum
mánuði virtist hann vera í fullu fjöri.
Guðjón Brynjólfsson fæddist í
Stykkishólmi 16. desember 1916,
þar sem hann ólst upp til 7 ára ald-
urs, en þá hafði hann misst báða
öi foreldra sína. Eftir það fór hann til
frænda síns í Landakot á Alftanesi,
þar sem hann var til fullorðinsára.
Þann 15. apríl 1939 kvæntist
h'ann frænku minni Sigríði Steind-
órsdóttur og eignuðust þau þrjú
börn, Bryndísi Friðbjörgu, Steindór
Vilhelm og Jófríði. Þau eru öll gift
og eru afkomendur þeirra orðnir 15.
Allt sérlega mannvænlegt og gott
fólk. Guðjón var mjög myndarlegur
maður og mörgum kostum búinn,
prúður og fágaður í allri framkomu
og mikið snyrtimenni. Hann var
lærður blikksmiður og sannkallaður
meistari í sinni iðn, enda ber heimili
hans glöggt vitni hagieiksmanns
sem smíðaði marga fallega hluti til
að fegra heimilið. Þar stilltu þau
hjónin saman strengi sína, því heim-
ili þeirra lýsir vel hversu smekkleg
og listræn þau voru og samhent í
öllu, enda alltaf gott og gaman að
koma þangað.
Hér áður fyrr, þegar erfiðleikar
voru hjá mér, kom Sigga oft til mín
með hjálpandi hönd og Guðjón studdi
hana í kærleiksverkum hennar.
Þetta verður aldrei fullþakkað.
Á seinni árum höfum við hjónin
átt því láni að fagna að deila með
þeim mörgum ánægjustundum,
ýmist hjá þeim eða okkur við spii
eða spjall. Var þá oft glatt á hjalla.
Við vorum farin að hlakka til að
hjálpuðu henni að flytja og koma
sér vel og smekklega fyrir, og
fannst mér alltaf vera sunnudagur
þegar ég leit þangað inn.
Já, stofan hennar við Hrísbraut-
ina var oft rík af sól, en samt
fylgir því alltaf söknuður þegar
tíminn bytjar að standa kyrr. Á
móti kemur aftur öryggið að vera
! í vernduðu umhverfi, þegar kraft-
■" arnir taka að dvína.
Ég vil nota tækifærið og þakka
öllu starfsfólki og hjúkrunarliði
Skjólgarðs ómetanlegan stuðning
og hjálp við vinkonu mína. Slík
störf eru aldrei ofmetin, því með
þeim er viðkomandi að gefa eitt-
hvað af sjálfum sér, og sumir mjög
mikið.
Þau dapurlegu örlög heimsóttu
Margréti í sumar að detta og
mjaðmabrotna. Er ég heimsótti
hana á bæklunardeild Landspítal-
ans, sá ég að henni var mikið
brugðið, en brosið var hið sama
‘ og vel að henni hlúð.
Nú að leiðarlokum lifir minning
; tengd trúmennsku og sjálfstæðum
vilja, að mega ganga ævibrautina
sem mest einn og óstuddur og
láta gott af sér leiða og vera frem-
ur öðrum til hjálpar en hið gagn-
stæða.
Sagt er að „merkið standi þótt
maðurinn falli“. Hún þurfti enga
kvennabaráttu til að komast áfram
í lífinu og var eftirsótt til starfa
á svo mörgum sviðum, sem hún
gegndi með reisn og prýði.
Eg þakka að lokum vinkonu
minni allar samverustundirnar og
kveð hana í bæn til Guðs.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Margrétar
Bjarnadóttur.
Jónína Brunnan.
endurnýja þessar samverustundir
með haustinu.
Þegar við heimsóttum Guðjón á
sjúkrahúsið viku áður en hann and-
aðist, sýndi hann okkur mynd sem
litli dóttursonur hans hafði teiknað
og honum fannst mikið til um. Enda
myndin sérlega vel gerð og skemmti-
leg. Drengurinn hafði verið með afa
sínum og ömmu í sumarbústað fyrir
norðan og hafði hann teiknað mynd
af bústaðnum og umhverfinu, þ.á.m.
á sem rann þar um og afinn og
drengurinn höfðu veitt í. Undir
myndina skrifaði drengurinn: „Afi
og Gunnar að veiða“. Guðjóni fannst
myndin táknræn fyrir fyrstu veiði-
ferð drengsins og síðustu sína.
Elsku Sigga mín, við hjónin vott-
um þér og fjölskyldu þinni innilega
samúð og biðjum Guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Eva og Daníel.
Mig langar að fara hér nokkrum
orðum um afa minn Guðjón J. Brynj-
ólfsson er lést í Borgarspítalanum
þann 4. september síðastliðinn.
I uppvexti mínum varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að vera að miklu
leyti alinn upp hjá afa mínum og
ömmu og á ég frá þeim ógleymanleg-
ar og hlýjar minningar. Þegar horft
er um öxl er af nógu að taka. Ósjald-
an þegar ég var lítill og afi kom
heim úr vinnunni og lagði sig eftir
matinn fékk ég að liggja í hlýjum
faðmi hans. Þegar snáðinn fór að
bera út blöð hjálpaði hann um helgar
og í vondum veðrum.
Hann var leiðbeinandi og vinur og
ætíð var stutt í gamansemina, gerði
óspart grín að sjálfum sér ef svo bar
undir. Alltaf var hann til staðar og
veitti mér stuðning þegar ég þurfti
á að halda alveg til dauðadags.
Afi hafði sterka siðferðis- og rétt-
lætiskennd og lét hann skoðun sína
í ljós og gat þá hvinið í honum, en
aldrei lét hann mig gjalda gjörða
minna. Þegar hann hafði boðið eði
lofað einhvetjum aðstoð sína stóð þa)
eins og stafur á bók og lét han í hlu i
eins og flensu eða lasleika ekki aftri
sér frá því að uppfylla loforð sitt.
í ölduróti lífsins mun ég búa að
þeim kærleika og handleiðslu sem
afi gaf mér. Elsku amma, mikill
maður er frá okkur öllum genginn
og guð styrki þig í sorg þinni, hugg-
un okkar eru þær góðu minningar
sem við eigum í hjarta okkar þar sem
afi lifir áfram með okkur.
Guðjón Magnússon.
Hann tengdafaðir minn er látinn
eftir skamma sjúkdómslegu. Ég er
varla búinn að átta mig á því að
hann sé horfinn héðan. Það er svo
stutt síðan þau hjón voru í sumarbú-
stað blikksmiða norður í Eyjafirði.
Tóku þau yngsta son minn, sem er
þeirra yngsta barnabarn, með sér og
hafði hann mjög gaman af ferðinni.
Það þarf að kenna stráknum að halda
á veiðistöng, sagði Guðjón þegar
þeir fóru í sína eftirminnilegu veiði-
ferð. En afi var stundum svo þreytt-
ur, þá fór ég bara að teikna eða
spila við ömmu, sagði sá stutti þegar
hann kom heim.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns. Hann var
einn af þeim ljúfustu og þægilegustu
mönnum sem ég hef kynnst.
Ég man þá tíð þegar ég var að
sækjast eftir litlu stelpunni hans, sem
í dag er konan mín, hvað ég var
hikandi, hvernig foreldrar hennar
brygðust við þessari ásókn minni.
En um leið og ég tók í hans stóru
traustu hönd, horfði í hans blíðu
augu og sá glettnina í þeim, vissi
ég að hann skildi gang lífsins.
Guðjón var hógvær maður mjög
og alltaf var stutt í kímnina hjá hon-
um, alveg fram á síðustu stund. Aldr-
ei gerði hann stórmál úr litlu. Mér
gleymist seint hversu hjálpsamur
hann var, alltaf boðinn og búinn og
fljótur að leggja til hönd, eins hand-
laginn og vandvirkur og hann var,
þó hann léti ekki mikið yfir því.
Oft kom hann heim með fallega
hluti úr málmi, ýmist til að prýða
heimili þeirra hjóna eða að gefa þeim
sem vildu þiggja. Þegar hann var
spurður hvort hann hefði smíðað
þetta var svarið alltaf á þá leið:
„Þetta er nú ekki merkilegt, mér
datt þetta svona í hug.“
Ég er honum afar þakklátur fyrir
hversu góður hann var við drengina
mína, sem hann kallaði stúfana sína
og stubba þegar þeir voru litlir og
strauk þeim um vangann.
Fyrir rétt rúmu ári fluttu tengda-
foreldrar mínir í nýja og fallega íbúð
í Fannborg 8 í Kópavogi. Þau voru
ánægð og sátt við allt, árin framund-
an sem þau hugsuðu sér saman í
nýju íbúðinni þegar hann léti af störf-
um. Sólskálinn var hans uppáhalds-
staður og kallaði hann oft á tengda-
móður mína, til þess að njóta með
henni útsýnisins og horfa á fallegan
Snæfellsjökulinn og lygnan sjóinn,
ef honum fannst hún eyða of löngum
tíma í eldhúsinu. En ekki fer allt
eftir áætlun.
Ég minnist tengdaföður míns af
miklum hlýhug og votta tengdamóð-
ur minni, börnum hennar og nánustu
ættingjum samúð mína og bið góðan
Guð að gefa þeim styrk á þessum
erfiðu tímum.
Gunnar Randver Ingvarsson.
Með nokkrum orðum viljum við
minnast góðs vinnufélaga og mikils
vinar, Guðjóns J. Brynjólfssonar.
Guðjón var fæddur í Stykkishólmi
16. desember 1916. Hann andaðist
4. september síðastliðinn, eftir stutta
en erfiða sjúkrahúslegu.
Við kynntumst Guðjóni fyrir rúm-
um 30 árum, þegar ég hóf störf hjá
blikksmiðju J.B. Péturssonar. Guðjón
var verkstjóri í blikksmiðjunni og
leysti hann öll þau verk sem til hans
komu í smiðjuna vel af hendi. Hann
var góður blikksmiður, mjög vand-
virkur og fljótur að sjá bestu lausn-
irnar. Þegar ég lít til baka er erfitt
að tjá sínar tilfinningar, hann var
svo mikill vinur okkar og góður
drengur. Hann var alitaf tilbúinn að
hjálpa og leiðbeina öllum. Guðjón var
fljótur að vinna alla hluti, það lék
allt í höndunum á honum. Þó að
okkur vinnufélögunum fyndust ein-
hveijir hlutir erfiðir eða snúnir, var
hann ekki seinn að segja okkur til
og alltaf var þetta enginn vandi hjá
honum, því hann kunni ráð við öllu.
Dætur okkar hjóna minnast hans
með hlýhug og þakklæti og á okkar
heimili er Guðjóns sárt saknað, en
við erum þakklát fyrir að hafa feng-
ið að kynnast honum.
Sigríður mín, við sendum þér og
fjölskyldu þinni okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Með þökk fyrir allt
og allt.
Hildur og Bogi.
Guðjón Jóhann Brynjólfsson blikk-
smíðameistari lést að kvöldi fimmta
þessa mánaðar. Enda þótt hann hefði
kennt nokkurs lasleika í sumar kom
andiát hans samt á óvart, nema hans
nánustu sem vissu með nokkurra
daga fyrirvara að hveiju dró. Maður-
inn með ijáinn hafði reitt til höggs
og jgaf stuttan frest.
Eg hygg að tvö orð lýsi Guðjóni
fyrrverandi tengdaföður mínum best.
Það eru orðin öðlingur og völundur.
Hann var einstakt ljúfmenni sem
allra vanda vildi leysa, og ávallt á
þann hátt að allir væru sáttir. Hann
var um Ianga hríð í forystusveit ís-
lenskra blikksmiða og gegndi að
auki mörgum faglegum trúnaðar-
stöðum fyrir þá.
Guðjón var af snæfellsku alþýðu-
fólki kominn. Hann fæddist í Stykk-
ishólmi 16. desemberj 1916, sonur
hjónanna Friðsemdar Olafsdóttur frá
Hellissandi og Brynjólfs B. Arn-
grímssonar vélstjóra. Þegar Guðjón
var nýorðinn sex ára fórst faðir hans
og tæpu ári síðar missti hann móður
sína. Nærri má geta að honum var
foreldramissirinn sár og ekki síður
að þurfa að skiljast við Benedikt
bróður sinn, sem var ári eldri og ólst
upp hjá ömmusystur þeirra bræðra,
Jófríði Kristjánsdðttur í Stykkis-
hólmi. En mitt í þessum þrengingum
varð það honum til láns að föðurbróð-
ir hans, Sæmundur Arngrímsson
bóndi í Landakoti á Álftanesi og
kona hans, Steinhildur Sigurðardótt-
ir, tóku hann í fóstur. Á því rausnar-
heimili átti Guðjón góða æsku og
alla tíð síðan leit hann á þau sem
foreldra sína og böm þeirra sem
systkini sín.
Guðjón lauk prófi í blikksmíði árið
1947 og fékk meistarabréf í iðninni
1951. Hann starfaði fyrst í Breið-
fjörðs blikksmiðju, þar sem hann
lærði iðnina, síðan stofnaði hann eig-
in blikksmiðju ásamt félaga sínum,
vann um skeið hjá blikksmiðadeild
Sameinaðra verktaka en árið 1957
31
hóf hann störf hjá Blikksmiðju J.B.
Péturssonar og starfaði þar uns hann
veiktist í sumar.
Guðjón gegndi fjölmörgum trún-
aðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt.
Hann sat í stjórn þess í nær áratug,
var lengi fuiltrúi þess í Iðnráði
Reykjavíkur og í prófnefnd félagsins
í hartnær þijá áratugi. „Við kölluðum
hann á stundum föður allra yngri
blikksmiða", sagði einn af stéttar-
bræðrum hans er hann frétti lát
hans. Hann naut óskoraðs trausts
og virðingar stéttarbræðra sinna og
var heiðursfélagi Félags blikksmiða
og var sæmdur gullmerki þess.
Guðjón kvæntist árið 1939 eftirlif-
andi konu sinni, Sigríði Steindórs-
dóttur. Foreldrar hennar voru Vil-
helmína Vilhjálmsdóttur verkakona,
ættuð úr Svarfaðardal, og Steindór
Björnsson bóndi í Húnaþingi. Þau
eignuðust þijú börn: Bryndísi Frið-
björgu bankafulltrúa, maki hennar
er Hafsteinn Þorsteinsson skóla-
meistari, Steindór Vilhelm kennara,
maki hans er Eria María Eggerts-
dóttir yfirkennari og Jófríðij rann-
sóknarmann á Veðurstofu Islands,
maki hennar er Gunnar Randver
Ingvarsson deildarstjóri. Niðjar
þeirra Guðjóns og Sigríðar eru nú
18 talsins.
Guðjón var einstakt ljúfmenni og
lítilmagninn átti sér hauk í horni þar
sem hann var. Hann aðhylltist ungur
hugsjónir jafnaðarstefnunnar og var
þeim ávallt trúr.
Að endingu þakka ég honum fyrir
vinsemd sem aldrei þvarr og sérstak-
ar þakkir skulu honum og Sigríði
færðar fyrir alla elskusemi sem þáu
sýndu nafna hans og syni okkar
Bryndísar. Öllum ástvinum hans
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Magnús Bjarnfreðsson.
Guðjón J. Brynjólfsson blikk-
smíðameistari, lést í Borgarspítal-
anum 4. september eftir hetjulega
baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Þar
lauk góður smiður og hagleiksmaður
jarðvist sinni. í rúm 35 ár samfleytt
starfaði hann við fyrirtækið J.B.
Pétursson blikksmiðju af stakri elju
og trúmennsku og var farsæll í störf-
um. „Góð kona er gjöf frá Drottni,"
segir heilög ritning. Þessi sannindi
fékk Guðjón að reyna í ríkum mæli
í áratuga sambúð við sína ágætu
eiginkonu Sigríði G. Steindórsdóttur.
En þau áttu saman tvær dætur,
Bryndísi og Jófríði og einn son Stein-
dór, barnaböm og barnabarnabörn.
Nú kveðjum við vinir, eigendur og
samstarfsmenn J.B. Péturssonar
hann með þakklæti og virðingu. Elju-
maður hefir lokið jarðvist sinni og
heiiladijúg dagsverk að baki. Við
varðveitum minninguna um mætan
mann í hjörtum okkar. Ástvinum
hans biðjum við blessunar og far-
sældar um ókomin ár, og sendum
okkar bestu samúðarkveðjur.
Þorsteinn.
PHILIPS MYNDBANDSTÆKI
VERÐLÆKKUN
VERÐLÆKKUN
Heimilistæki hf
SÆTÚNl 8 SlMI 69 15 15 ■ KRINGLUNNI SÍMI 69 15 20
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 2®
VR 3260
Hefur alla nauðsynlega
eiginleika sem gott
myndbandstæki þarf að hafa
erki °g þjónusta sem hœgt er aö treysta