Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 33

Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 33
Minning Sigmar Björnsson Fæddur 26. júní 1920 Dáinn 4. september 1992 í dag er til grafar borinn ástkær faðir minn, Sigmar Björnsson. Þeg- ar ég talaði við hann tveimur dögum áður en hann lést, var hann að undirbúa sig fyrir veiðiferðina í Gljúfurá í Borgarfirði. Hann var mjög ánægður og hlakkaði til að fara í þessa ferð. Þegar Hörður bróðir minn hringdi á föstudagskvöldið og sagði mér að pabbi væri dáinn, var eins og eitthvað brysti inni í mér, ég trúði því ekki að hann væri farinn frá okkur og að ég myndi aldrei tala við hann oftar í síma eða hitta hann. Hann pabbi var ekki bara pabbi minn. Hann var líka vinur minn. Ég gat sagt honum allt ef mér leið illa og hafði áhyggjur. Hann hug- hreysti mig og ætíð leið mér betur eftir að hafa talað við hann. Þegar mamma dó átti hann erfitt og sakn- aði hennar mikið þau níu ár sem liðin eru frá andláti hennar. Nú er hann kominn til hennar og ég veit að þeim líður vel saman. í sambandi við veikindi dóttur minnar má segja að við hjónin hefð- um ekki getað komist í gegnum þennan erfiða tíma hefði pabbi ekki verið til staðar. Hann taldi í okkur kjarkinn og sá um að við borðuðum og hvíldumst þegar við vorum upp- gefin. Alltaf sagði hann að hún myndi lifa og það var líka rétt hjá honum. Á hveiju sumri kom pabbi til okkar á Húsavík. Síðast kom hann um páskana til að vera við fermingu dóttur minnar. í byijun júní hittum við pabba í síðasta sinn. Hann bauð okkur í mat eins og venjulega og áttum við góða stund með honum. Ég kveð hann með söknuði, elsku pabba minn og þakka honum fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig, Tryggva, Sigmar, Guðrúnu og Ág- ústu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Guðlaug Sigmarsdóttir. Skjótt hefur sól brugðið sumri. Fallinn er í valinn vinur minn og frændi og fyrrum samstarfsmaður Sigmar Björnsson frá Galtarstöðum ytri í Hróarstungu, lengi búsettur í Hafnarfirði, en hin síðari ár í Þor- lákshöfn. Satt best að segja brá mér í brún þegar þessi ótíðindi bárust mér því að ég hélt að hann Sigmar væri hreint ódrepandi, slík var harka og seigla þessa manns. Sigmar var þriðji í röð fimmtán barna sæmdarhjónanna Björns Björnssonar frá Rangá og Geirlaug- ar Guðjónsdóttur frá Breiðuvík í Borgarfirði eystra en þau bjuggu lengst af á Hánefsstaðaeyrum við Seyðisfjörð. Veit ég að börn þeirra hjóna þóttu sérlega glæsileg og komust þau öll til manns. Sigmar fór kornungur að vinna öll þau störf er til féllu, bæði til sjós og lands og varð fljótt eftirsóttur beitningar- og flatningsmaður. Mátti segja um hann eins og Stjána bláa forðum að „betri þóttu handtök hans heldur en nokkurs annars manns.“ Leið Sigmars lá í Eiðaskóla og veit ég að honum sóttist námið vel því að hann var bráðgreindur mað- ur. Árið 1943 gekk Sigmar að eiga Guðrúnu Vilhjálmsdóttur frá Seyð- isfirði. Var hann sannarlega ekki svikinn af þeim kvenkosti. Guðrún var dóttir hinna mætu hjóna Vil- hjálms Jónssonar og Guðlaugar Pálsdóttur sem bjuggu þar. Var Vilhjálmur þekktur athafnamaður á sinni tíð. Sigmar og Guðrún reistu sér hús í Hafnarfirði og bjuggu þar nánast allan sinn búskap. Þeim varð þriggja bama auðið og em þau: Guðlaug, hjúkrunarfræðingur, gift Tryggva Jóhannssyni og eiga þau þijú börn og búa á Húsavík; Björn, vistmaður á Kópavogshæli; Hörður, tannlæknir í Hafnarfirði, kvæntur Sigurbjörgu E. Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Auk þess ólu þau upp frá barnæsku Vilhjálm Jónsson nú útgerðarmann í Borgar- firði eystra. Hann er ókvæntur. Alla sína starfsævi vann Sigmar við sjófang. Hann var ýmist verk- stjóri eða verkandi á síldarplönum, nema hvort tveggja væri, áratugum saman. Eftir að síldarævintýrinu lauk rak hann saltfiskverkun um skeið með tengdaföður sínum og mágum. Ég kynntist Sigmari ekki fyrr en 1972 er hann gerðist yfirverk- stjóri hjá Glettingi hf. í Þorláks- höfn. Var það mikið happ fyrir fyr- irtækið að fá svo reyndan og ráða- góðan mann til starfa. Reyndist hann okkur frábærlega vel bæði sem verkstjóri og matsmaður í skreið og saltfiski og ekki síst sem vinur. Síldarverkun var þó hans uppáhald og í þeirri grein var hann hreinn snillingur. Sigmar var verkstjóri hjá Glett- ingi fram á sjötugasta aldursár en settist þá í helgan stein. Eftir að 33 hann varð ekkjumaður fyrir nokkr- um árum fluttist hann til Þorláks- hafnar og bjó þar til dauðadags. Ég átti því láni að fagna að eign- ast vináttu þessa manns. Hann miðlaði mér miklu af lífsspeki sinni og hjartahlýju. Stundum fannst mér ég nánast eins og sonur hans og dætur mínar fengu ljka sinn skammt af þessari hlýju. Ég og fjöl- skylda mín eigum honum því mikið að þakka. Mér hefur oft dottið í hug að Sigmar Björnsson sé dæmi um mann sem lifði lífinu lifandi. Vinn- an, sem hann stundaði, var oftast akkkorð, tamir nætur og daga og aldrei var meira stuð á kappanum en þegar fióði út úr öllum stígum. Á ijúpnaveiðum var dagurinn tek- inn snemma og gengið rösklega, jafnvel svo að maður varð að hlaupa við fót til að fylgja honum eftir. Og hann var afbragðs skytta. í brids var spilað hátt og slegið í borðið. Og hann spilaði manna best. Á böllum sleppti hann engum dansi. Og var frábær dansherra. Núna á seinustu árum var það laxveiðin. Fyrst gekk hún hálf treglega en svo betur og betur og loks ágætlega. Síðasta veiðiferðin hans finnst mér táknræn. Hann valdi ekki á með rennisléttum bökkum. Nei, ekki al- deilis. Hann fór í Gljúfurá í Borgar- firði. Hann var búinn að setja í hann og landa honum. Og þá og ekki fyrr hné hann niður. Honum Simma mínum var sko ekki fisjað saman. Ættingjum hans og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Gangi hann heill á guðs vegum. Ingvi Þorkelsson. Minning Halldór Ágústs- son frá Hróarsholti Fæddur 22. ágúst 1912 Dáinn 3. september 1992 Elskulegur faðir minn er látinn, og langar mig að minnast hans hér í fáum orðum. Margar ljúfar minn- ingar koma upp í hugann á kveðju- stund. Hugurinn leitar aftur til þeirra tíma er við bjuggum í sveitinni að Hróarsholti í Flóa, en þar fæddist pabbi 22. ágúst 1912, og var hann því rétt rúmlega áttræður er hann lést 3. september sl. í Landakotsspít- ala. Pabbi var elstur sex systkina og eftir að hann kvæntist 9. júní 1946, tóku þau mamma við búi að Hróars- holti og bjuggu þar fram til ársins 1970, en þá fluttu þau til Reykjavík- ur og pabbi hóf störf við byggingar- vinnu. Það voru mikil viðbrigði að flytj- ast úr sveitinni, vinna frá 8 til 5 og frí um helgar. Pabbi vissi í fyrstu ekkert hvað hann átti að gera við allt þetta frí, hann var því ekki van- ur. En þá vaknaði ferðaþráin, sem blundað hafði með honum en ekki var hægt að sinna með búskap. Innan fárra ára var pabbi farinn að taka sér fullt sumarfrí. Hann elsk- aði að ferðast þvers og kruss um landið sitt, sem hann virti og dáði. Og ekki gleymdi hann sveitinni sinni. Pabbi og mamma voru stofnendur kirkjukórs Hraungerðiskirkju, og löngu eftir að þau voru flutt burtu fór pabbi alltaf austur að Hraun- gerði um hvítasunnu og söng sína rödd með kirkjukórnum við ferming- ar. Hann var trú og tryggur sínum. Pabbi var orðinn 68 ára gamall er hann brá undir sig betri fætinum og fór í fyrsta skipti til útlanda, til Mallorka með ágætum vini sínum. Og ferðasagan dálítið sérstök. Venjulega talar fólk sem fer á þess- ar slóðir um hve sólböðin hafi verið æðisleg og bjórinn ódýr, en pabbi sagði okkur frá landi og þjóð og gaf gaum að heyskaparháttum eyjar- skeggja. Þegar flugvélin var að lenda sá hann kúahóp úti. Það hef ég engan heyrt tala um, sem farið hefur til Mallorka. Þetta var upphafið að utanlands- ferðum pabba. Næstu sjö árin fór hann til Kanaríeyja á hveijum vetri. Það var alltaf svo gaman þegar hann kom heim, sæll og glaður, kopar- brúnn með bros á vör og blik í aug- um. Pabbi var hrókur alls fagnaðar á mannamótum og naut sín vel í góðum félagsskap. Honum fannst það góð tilbreyting að kynnast nýju fólki, nýjum þjóðum. Alltaf kom pabbi úr þessum ferð- um færandi hendi og með skemmti- lega ferðasögu upp á vasann. Pabbi var sjálfmenntaður en það rak hann enginn á gat í landafræði, hann var með afbrigðum minnugur, þurfti ekki að fara ferð nema einu sinni til að geta sagt frá henni í smáatrið- um. Þegar pabbi kom heim úr einni utanlandsferðinni hafði hann komið sér upp dálitlu yfirvaraskeggi. Þetta var mjó skeggrönd. Pabbi var dálítið sposkur á svipinn er hann var inntur eftir því, hvers vegna í ósköpunum hann hefði farið að safna skeggi. „Ja, ég tók þetta svona fyrir,“ sagði pabbi og svo var ekki talað meira um það, en pabbi snyrti skeggið vel og vendilega þangað til að halla tók undan fæti fyrir u.þ.b. fjórum árum. Þá skekktist skeggröndin og mjókk- aði og hvarf loks alveg, hann hafði ekki áhuga fyrir þessu lengur. Hann var orðinn slæmur í fótum og átti erfitt með að ferðast, en hann lét sig aldrei vanta ef börnin hans eða barnabörnin áttu afmæli. Síðast kom hann hér í Bergholtið til okkar er dótturdóttirin, Ásthildur Sóllilja, hélt upp á 16 ára afmælið sitt. Þó að hann væri þjáður kvartaði hann ekki, það var þessi gamla seigla sem knúði hann áfram. Nokkrum dögum seinna var hann lagður inn á Landakotsspítala, það- an sem hann átti ekki afturkvæmt. Pabbi var heppinn að hafa mömmu sér við hlið. Hún stundaði hann af kostgæfni eftir að heilsu hans fór að hraka. Alltaf þurfti að vefja fótinn daglega og það hefði enginn getað gert betur, enda mamma á heimavelli, fyrrverandi sjúkraliði á Landakoti og ljósmóðir í tæplega 30 ár í Flóanum. Eftir innlögn á Landakotsspítala heimsótti hún hann daglega og var alltaf viðbúin heima ef eitthvað kæmi uppá. Sumarið var honum erfitt en þeg- ar dró að áttræðisafmælinu hresstist hann og beið spenntur eftir þessum stóra degi. Þennan yndislega dag, 22. ágúst sl., sat hann keikur í stól, umvafinn blómum og ástvinum og afmæliskveðjurnar ýmist í ljóð- eða skeytaformi glöddu hann ósegjan- lega. Við mamma vöktum með hon- um síðustu nóttina sem hann lifði. Það hafði verið norðangarri en nú lygndi og er ég kom út í nóttina um 4.30 var blankalogn, himinnin skart- aði sínu fegursta, stjörnurnar tindr- uðu og norðurljósin ófu slæður um himinhvolfíð. Þetta var fyrsta frost- nóttin, blómin lutu krónum sínum í virðingarskyni við aldurhniginn bónda sem kveður þennan heim, hljóður og hógvær eins og einkenndi allt hans líf, saddur lífdaga með þakklæti á vörum fyrir undangengin áttatíu ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem.) Ég minnist pabba. Hann var grannur meðalmaður á hæð með fallegt bros og móbrún athugul augu. Dökkbrúnt hárið var varla tekið að grána. Með virðingu kveð ég elsku föður minn og hafi hann þökk fyrir sam- veruna, fyrir einstakt trygglyndi og alla elskusemi mér og fjölskyldu minni til handa. Ólöf. Myndlist Halla H. sýnir í Njarðvík HALLA Haraldsdóttir listamaður í Keflavík opnar sýningu í Frí- múrarasalnum í Njarðvík á morg- un, laugardag. Halla fæddist og ólst upp á Siglu- firði. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands og seinna í Danmörku og Þýskalandi. Frá 1978 hefur Halla unnið gler- og mósaíkverk sín á hinu virta gler- verkstæði dr. H. Oidtmans í Linnich í Þýskalandi, en fyrirtækið leggur áherslu á að það starfar aðeins með og styður bestu listamenn heims. Halla hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á liðnum árum og hefur einnig haldið einkasýningar. Verk hennar prýða margar opinberar byggingar hér á landi og í Þýska- landi. „Sundmaðurinn" í sundmið- stöð Keflavíkur er nýjasta dæmið um verk eftir Höllu í opinberri bygg- ingu hér, en verkið er unnið úr 175 þúsund ítölskum mósaíksteinum. Á sýningunni í Frímúrarasalnum sýnir Halla glerverk, olíuverk og vatnslita- myndir. Kennsla að byrja í Leik- mannaskóla kirkjunnar LEIKM ANN ASKÓLI kirkjunnar hóf starfsemi sína síðastliðinn vet- ur. Skólinn býður upp á fjöl- breytta fræðslu og eru kennslu- greinar biblíufræði, þ.e. inngangs- fræði Gamla- og Nýjatestamentis- ins, helgisiðfræði og táknmál kirkjunnar, trúfræði, siðfræði, sálgæsla og þjónusta leikmanns- ins. Skólinn starfar í samvinnu við Guðfræðideild Háskóla íslands og fer kennsla fram í Háskólanum á miðvikudögum kl. 20-22. Áhugi fólks á trúmálum, andleg- um stefnum og straumum, fer greini- lega vaxandi. Svo virðist sem æ fleiri Vesturlandabúar segir skilið við ein- hlíta efnishyggju og leiti eftir svörum við áleitnum spurningum um lífið, tilgang þess og merkingu. Þetta kom meðal annars fram á norrænni ráð- stefnu trúarlífsfræðinga, sem haldin var í Skálholti í síðasta mánuði. Nýjar trúarhreyfingar koma fram á sjónarsviið og trúmál tengjast með ýmsum hætti þeim miklu þjóðfélags- breytingum sem orðið hafa í Evrópu á síðastliðnum misserum og árum. Kirkjan víða um lönd gerir sér grein fyrir þeirri hugarfarsbreytingu sem er að gerast hvað trúmálin áhrærir. Það er um leið stefnubreyt- ing sem kallar á meiri fræðslu um kristna trú. Kennsla í Leikmannaskóla kirkj- unnar í haust hefst 23. september nk. Innritun fer fram á Biskupsstofu og þar fást allar nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning) Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓRUNNARJÓNSDÓTTUR frá Einarsnesi, til heimilis íSilungakvísl 6, Reykjavík. Þórarinn Sigþórsson, Guðmundur Sigþórsson Helga Sigþórsdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Óðinn Sigþórsson, Þór Sigþórsson, Sigríður Sigþórsdóttir, barnabarnabörn og Sigríður Guðmundsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Herborg Árnadóttir, Þórður S. Gunnarsson, Hjalti Jón Sveinsson, Björg Jónsdóttir, Guðný Þorgeirsdóttir, Hailmar Sigurðsson, barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.