Morgunblaðið - 11.09.1992, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1992
félk í
fréttum
VIÐURKENNIN G
Hrói eykur ferða-
mannastraum
Ferðamálanefnd ensku borgarinnar Nottingham
og næsta umhverfis fékk viðurkenningu í
sumar fyrir framúrskarandi frammistöðu í aukn-
ingu á ferðamannastraumi til svæðisins. Það var
breska Ferðamálaráðið sem veitti viðurkenninguna
og formaður Ferðamálanefndar Nottingham var
ekki í nokkrum vafa hverjum bæri að þakka hina
frábæru útkomu. Sjálfum Hróa hetti að sjálfsögðu.
Formaðurinn, hæstaréttarlögmaður að nafni
Brent Charlesworth sveipaði því um sig skikkju
fógetans í Skírisskógi og hélt vestur til Hollywood
til fundar við Hróa hött! Sem var enginn annar
en Kevin Costner sem fór með hlutverk Hróa í
stórmyndinni „Robin Hood - Prince of Thieves"
sem fór víða sigurför á síðasta ári. Charlesworth
sagði í móttöku sem þeir ensku héldu Costner í
Hollywood að engum blöðum væri um að fletta,
að kvikmynd Costners hafi gert gæfumuninn.
Costner var afhent viðurkenningarskjal vegna
þessa, einnig „lykil ad borginni" og silfurör til
merkis um frelsi Skírisskógs. Sagðist Costner vera
upp með sér og glaður.
Fógetinn og Hrói á góðri stundu.
Átt þú mynd af Halldóri
Laxness?
Bókaútgáfan Vaka-Helgafell
hefur beðið Morgunblaðið að
birta eftirfarandi:
„Meðal jólabókanna á komandi
hausti verður bók með svipmynd-
um frá æviferli Halldórs Laxness.
Hún er gefin út í tilefni þess að
nóbelskáldið átti níræðisafmæli
fyrr á þessu ári.
í bókinni, sem kemur út hjá
forlaginu Vöku-Helgafelli, verður
geysilegur fjöldi ljósmynda frá
löngum ferli Halldórs Laxness en
þær eru teknar bæði hér á landi
og á ferðum skáldsins víða um
heim. Margt af myndunum hefur
verið í fórum Halldórs og fjölskyldu
hans, í myndasöfnurh fjölmiðla og
hjá einstaklingum hér á landi og
erlendis. Við efnisöflun í bókina
hefur verið leitað fanga mjög víða
og mun þar meðal annars birtast
fjöldi ljósmynda sem ekki hefur
áður komið fyrir sjónir almennings.
Þótt víða hafi verið borið niður
og margt áhugaverðra mynda
fundist má þó enn búast við að
sjaldséðar myndir frá ferli Halldórs
Laxness geti leynst í myndasöfnum
fólks. Áður en endanlega verður
gengið frá bókinni biður því Vaka-
Helgafell þá samferðamenn Hall-
dórs, sem kynnu að eiga í fórum
sínum áhugaverðar ljósmyndir af
skáldinu frá ýmsum tímum og frá
atburðum sem tengjast rithöfund-
Hann er einbeittur þessi ungi
maður sem stillti sér upp ný-
fermdur hjá ljósmyndara í
Reykjavík árið 1915. Hann hafði
einsett sér að verða rithöfundur
og með penna í hendi ætlaði hann
að sigra heiminn! Þetta var Hall-
dór Guðjónsson frá Laxnesi í
Mosfellssveit, síðar betur kunnur
undir nafninu Halldór Laxnéss.
arferli hans, að hafa samband við
Valgerði Benediktsdóttur sem
fyrst ef þar kynni að vera um að
ræða myndir sem ættu erindi í
bókina.
Vitastíg 3 Sími 623137
Föstudagur 11. sept. Opið kl. 20-03
Fyrsta soulkvöldið haustið '92
Hinn frábæri bandaríski soulsöngvari & leikari
RICHARDTODD LICEA
Gunnar Þór Eggertsson, gítar
Stefán Henrýsson, hljómborö
Benedikt ívarsson, bassi
Birgir Þórsson, trommuleikari
Ingibjörg Erlingsdóttir, söngur
Helena Káradóttir, söngur
Þessi frábæra soulhljómsveit flytur m.a. lög eftir Percy Sledge, Wilson
Picket, Sam & Dave, Arethu Franklin, Tinu Turner o.fl. í eigin útsetningum.
Liðveislufélagar fá 50% afslátt í boði sparisjóðanna gegn framvísun
Liðveisluskírteina.
GEGGJAÐ STUÐ í KVÖLD!
- soul er „inn“.
Laugard. 12. sept. 17., 18., 19. sept.
Magnús & Jóhann Chicagoblúsdrottningin
Sniglabandið & Rut DEITRA FARR
Reginalds & VINIR DÓRA
PÚLSINN
Hljómsveit Rúnars Þórs
leikur
fyrir dansi.
Mætum
hress á
góöan
dansleik.
Hreystimannafélagið
Aldur 20 ár.