Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C 212. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótmæli vegnR japanskrar friðargæslu Mótmælendur í gúmbátum sjást hér sigla umhverfis birgða- og flutningaskip japanska flotans í hafnarborg- inni Kure í gær. Fólkið mótmælti þeirri ákvörðun stjórnvalda að senda nokkur þúsund manna herlið til að taka þátt í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu. Samkvæmt stjórnarskrá landsins, er samþykkt var eftir síðari heimsstyrjöld, er óheimilt að láta japanska hermenn berjast utan japansks yfirráðasvæðis og hafa verið harðar deilur mánuðum saman í landinu vegna nýrra laga sem heimiluðu friðargæsluna. Hermennirnir eru óvopnaðir en geta gripið til léttra handvopna sé lífi þeirra ógnað. Friðarfundur um Bosníu í óvissu SÞ heldur Króöt- um frá heimilum Belgrad, Lundúnum, Sar^jevo, Zagreb. The Daily Telegraph, Reuter. MANNSKÆÐIR bardagar héldu áfram í Sarajevo og víðar í Bosn- íu í gær og um kvöldið var ekki ljóst hvort fyrirhugaðar friðarvið- ræður myndu hefjast í Genf í dag. Gæslulið Sameinuðu þjóðanna mun hindra Króata í að snúa aftur til heimila sinna á svæðum sem Serbar hafa tekið herskildi. Mikið mannfall varð í liði músl- ima í Sarajevo í gær þegar þeir reyndu að bijóta sér leið út úr borginni til suðvesturs og fréttir bárust um blóðug átök víða ann- ars staðar í Bosníu-Herzegóvínu. í gærkvöldi var talið líklegt að Haris Silajdzic, utanríkisráðherra stjórnar múslima í Bosníu, vildi ekki setjast að samningum við Radovan Karadzic, leiðtoga Serba, meðan þeir létu sprengjur dynja á islömskum borgum og bæjum. Mate Boban forystumaður Króata í Bosníu er þriðji leiðtogi stríðandi afla sem kappkostað hefur verið um að fá til viðræðnanna í Genf. Sáttasemjarar SÞ hafa sagt að þar eigi ekki að byggja á kantónuhug- myndum Evrópubandalagsins að svissneskri fyrirmynd, en Serbar sögðust í vikunni vilja þrískipta Bosníu. Yfirmenn gæsluliðs SÞ hafa áhyggjur af stjórnleysi í austur- hluta Króatíu, þeir segja að vel vopnum búin en óöguð „lögregla" Serba ofsæki þar íbúa, hreki brott og drepi. Til að koma í veg fyrir blóðbað ætla gæsluliðar SÞ að hindra Króata sem flúið hafa heimili sín á Barania-svæðinu í að snúa þangað aftur. Cedric Thornberry erindreki SÞ segir að króatísk stjórnvöld sýni algert ábyrgðarleysi með því að kveikja vonir örvæntingarfulls fólks og leiða það út í stórhættu- leg átök. Honum hafði borist bréf frá króatískum embættismanni með skilaboðum um að Barania- búar vilji komast heim fyrir mán- aðamót. Króatar voru áður helm- ingur íbúa svæðisins en Serbar, sem voru 12% íbúa, hafa hrakið þá flesta í burtu. Nú eru um 400.000 króatískir flóttamenn heimilislausir í eigin landi. Þýskir stjórnmálamenn um ólguna í evrópskum gengismálum Sýnir best þörfina fyrir sameiginlegan gjaldmiðil Leitað að lífi á öðrum hnöttum Sydney. Reuter. ER LÍF á öðrum hnöttum spyr bandaríska geimferðastofn- unin, NASA, og ástralskir vís- indamenn. Fyrirhugað er að hefja um miðjan október mikla leit að vitsmunaverum úti í geimnum. Útbúin hefur verið tíu ára áætlun til að leita að lífi á öðrum plánetum og gert er ráð fyrir að fyrirtækið kosti um 100 millj- ónir dollara (5,5 milljarða ÍSK). „Þetta er umfangsmesta leit sem gerð hefur verið að geimverum," segir Kelvin Wellington, yfir- maður Astralíu-hluta rannsókn- arinnar. „Verkefnið er heillandi og ef við finnum eitthvað gæti það jafnast á við uppgötvun þess að jörðin er hnöttótt. I Ástralíu verður notaður út- varpskíkir 380 km vestur af Sydney, nógu fjarri byggðu bóli til að komist sé hjá loftmengun af völdum útvarps- og sjónvarps- sendinga. En verkefnið skiptist í tvennt; athugun á 1.000 stjöm- um af um 3.000 milljónum sem taldar eru í Vetrarbrautinni og sérstakri ljósmyndun himin- hvolfsins. Hvort tveggja miðar að því að nema útvarpsbylgjur sem líklegast þykir að komi frá vitsmunaverum; stöðugar, á þröngu sviði eða reglubundnar. Frankfurt, Lundúnum, Mílanó. Reuter. ÞÝSKI seðlabankinn ætlar ekki að lækka vextina frekar þrátt fyrir ólguna í gengismálum Evrópuríkjanna en hún hefur valdið því, að breska pundið og ítalska líran hafa verið dregin úr geng- issamflotinu. Leggja þýskir stjórnmálamenn áherslu á, að atburð- ir síðustu daga sýni best þörfina fyrir einn sameiginlegan gjaldmið- il Evrópubandalagsríkjanna. Breska stjórnin skaut á skyndifundi í gær til að ræða ástandið í gengismálum og að honum loknum sagði talsmaður hennar, að hvergi yrði hvikað í baráttunni gegn verðbólgunni og sterlingspundið yrði aftur tengt gengissamstarfi Evrópu, ERM, „strax og kringumstæður leyfðu“. Þá sagði hann, að ríkisstjórnin styddi Norman Lamont fjármálaráðherra heilshug- ar en breska stjómarandstaðan og fjölmiðlar hafa krafist afsagn- ar hans. Theo Waigel, úáfmálaráðherra Þýskalands, brást í gær hart við . ásökunum um, að Þjóðveijum væri um að kenna óreiðan í gengismálun- um og sagði, að gagnrýnendunum væri hollast að huga að tiltektinni á eigin heimili. „Ef við hefðum haft sameiginlegan gjaldmiðil hefðu spá- kaupmennirnir mátt sitja heima,“ sagði Waigel og frammámenn í öll- um flokkum í Þýskalandi tóku und- ir það með honum. Uppgjöf bresku stjórnarinnar í gengismálunum hefur orðið henni til mikils álitshnekkis en ekki virð- ast þó miklar líkur á, að Lamont fjármálaráðherra segi af sér. I gær voru vextir í Bretlandi aftur færðir niður í 10% og hækkuðu þá hluta- bréf mikið í verði. Er það rakið til vona um, að vextirnir verði lækkað- ir enn frekar nú þegar stjórnvöld þurfa ekki lengur að verja gengi pundsins með háum vöxtum. Raun- ar segja ýmsir kunnir sérfræðingar, að núverandi staða og líkleg vaxta- lækkun kunni að reynast hin mesta blessun fyrir breskt efnahagslíf. Gengi spánska pesetans var fellt um fimm prósent í gærmorgun en óttast er, að breytingin hrökkvi ekki til og likur aukast á, að gengi portúgalska escudoans verði einnig fellt. Danski seðlabankinn kom Theo Waigel, fjámiálarjiðherra Þýskalands, í baniaboði kanslarans. krónunni til hjálpar og þýski og írski seðlabankinn styrktu gengi írska pundsins með miklum kaupum. Gengi ítölsku lírunnar lækkaði verulega eftir að henni var kippt út úr gengissamstarfinu, það olli verðhækkun hlutabréfa, einkum í útflutningsfyrirtækjum. í Svíþjóð eru enn 500% vextir á millibankalánum og segja má, að sænski lánamarkaðurinn sé úr sög- unni og verði fram yfir helgi. Hafa Svíar uppskorið nokkra aðdáun fyr- ir staðfestuna en framhaldið ræðst af tvennu, úrslitum þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Frakklandi og hugs- anlegu og raunar líklegu samkomu- lagi stjórnar og stjórnarandstöðu um stefnuna í efnahagsmálum. Ársfundur NV-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar EB styður vemd fiskstofna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á ÁRSFUNDI Norðurvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NAFO) sem lýkur í Kanada í dag hyggst framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) lýsa yfir fullum stuðningi við tillögur nefnd- arinnar til verndar fiskistofnum undan austur- strönd Kanada. I yfirlýsingu frá Manuel Marin, sem fer með sjávarútvegsmál innan framkvæmda- stjórnarinnar, er lýst sérstökum áhyggjum vegna ástands þorskstofna í Norður-Atlantshafi en þeim fari öllum hrakandi nema stofninum í Barentshafi. Undanfarin ár hafa fulltrúar EB annaðhvort greitt atkvæði gegn tillögum á fundum NAFO eða setið hjá við atkvæðagreiðslur. Ráðherrar banda- lagsins hafa síðan ákveðið einhliða kvóta fyrir eigin fiskiskip sem hafa oft verið margfaldir heild- arkvótar nefndarinnar. EB hefur jafnframt hunds- að þorskveiðibann Kanada á Miklabanka undan- farin ár, þangað til í júní í sumar. Á miðvikudag birti framkvæmdastjórnin frétta- tilkynningu þar sem hún harmar þá ákvörðun Eystrasalts-fiskveiðinefndarinnar að sniðganga tillögur Alþjóðafiskveiðiráðsins um aflamagn á þorski í Eystrasalti. Á fundi nefndarinnar nýlega lagði framkvæmdastjórn EB til að heimilaðar yrðu veiðar á 17 þúsund tonnum af þorski í vestan- verðu Eystrasalti en algjört bann yrði í gildi aust- antil. Nefndin ákvað hins vegar að heimila veiðar á 40 þúsund tonnum á næsta ári. Fyrir árið 1992 var samþykkt aflamark 100 þúsund tonn og 1991 var aflamarkið 171 þúsund tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.