Morgunblaðið - 18.09.1992, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1992
---------------------------—3—---------
Rúmlega
716 millj.
í Ráðhúsið
AÆTLAÐUR kostnaður á þessu
ári vegna allra framkvæmda við
Ráðhúsið er 716,6 milljónir. Þar
af er kostnaður á árinu við ráð-
húsbygginguna og bílakjallara
áætlaður 485,8 milljónir, kostn-
aður við húsgögn og búnað 180
milljónir, við Islandslíkan 35,8
milljónir og listskreytingu 14,7
milljónir. Þetta kemur fram í
svari Stefáns Hermannsonar að-
stoðarborgarverkfræðings við
fyrirspurn borgarfulltrúa minni-
hlutaflokkanna í borgarráði.
I bókun Sigrúnar Magnúsdóttur,
Framsóknarflokki, segir að kostn-
aður við Ráðhúsið í ár verði 500
milljónir en í áætlun hafi verið
gert ráð fyrir 300 milljónum í loka-
frágang. „Síðast fengum við tölur
í lok júlí sl., en frá þeim upplýsing-
um hefur lokafrágangur hússins
hækkað um 13 milljónir á þessum
sex vikum.“
I svari aðstoðarborgarverkfræð-
ings kemur fram að vonir hafi stað-
ið til að uppgjöri yrði lokið 1. sept-
ember en að það hafi dregist,
„... þannig að ekki hafa verið bók-
aðir lokareikningar vegna 10 verk-
samninga, en þessari vinnu, þ.e.
yfirferð á magnbreytingum, lo-
kaútreikningi á verðbótum o.s.frv.
er nú nýlokið. Tæknilegri lokaút-
tekt er þó ólokið á einum verksamn-
ingi og enn er unnið við listskreyt-
ingu og einstaka viðbót við búnað
hefur verið pöntuð.“
------» ♦ ♦-------
Lækkun slátur- og
heildsölukostnaðar
Vandi slát-
urhúsanna
tvöfaldur
HREIÐAR Karlsson, formaður
Landssamtaka sláturleyfishafa,
segir að eftir 6-7% lækkun á
slátur- og heildsölukostnaði hvíli
í raun sá tvöfaldi vandi á slátur-
húsunum að mæta auknum
sparnaði og fækkun sauðfjár.
Hann segist smeykur um að slíkt
reynist einhveijum ofraun.
„Sú staðreynd að sláturfé fækk-
ar í landinu verður náttúrulega
engan veginn til þess að kostnaður
lækki við meðhöndlunina þannig
að á afurðastöðvunum hvílir í raun
sá tvöfaldi vandi núna að mæta
sparnaðarkröfunni og hins vegar
að mæta fækkuninni. Þetta út-
heimtir þá líka að ef þjóðfélagið
gerir þá kröfu á hendur þessum
rekstri að hann nái auknum árangri
og aukinni hagræðingu er það mjög
brýnt og nauðsynlegt að þessi
starfsemi hafi að minnsta kosti við-
unandi rekstrarskilyrði. Með öðrum
orðum að hún búi við þolanlegan
orkukostnað, skattlagningu og
annað slíkt,“ sagði Hreiðar.
Hann talaði um miðlunarhlut-
verk sláturhúsanna. „Verkefni
þeirra er að koma þessari landbún-
aðarframleiðslu á framfæri við
neytendur og það er hlutverk sem
maður telur að þurfi að sinna al-
mennilega, bæði þurfa menn að
gera það af myndarskap varðandi
hreinlæti og vinnubrögð og eins
þurfa menn að skila þessu með sem
ódýrustum hætti til neytenda,
þannig að full ástæða er til að sinna
þessu af kostgæfni. Þess vegna er
maður auðvitað smeykur um að svo
hörð framleiðnikrafa geti reynst
einhverjum ofraun við þessar að-
stæður og þennan samdrátt sem
er að verða,“ sagði hann.
Iþróttadagar
í Grandaskóla
íþróttadagar voru nýlega
haldnir í Grandaskóla við
Keilugranda. Að sögn Bjarkar
Ólafsdóttur kennara var hefð-
bundið skólastarf fellt niður í
tvo daga en dagarnir nýttir til
íþrótta. Keppt var í stígvélak-
asti, brennibolta og maraþon-
hlaupi og hér er Björk með hóp
nemenda í morgunleikfimi,
sem allir nemendur skólans
ásamt kennurum tóku þátt í.
Morgunblaðið/Kristinn
30 - 40%
AFSLÁTTUR!
Gardena útsalan er í fullum gangi hjá
Heimilistœkjum hf. að Sœtúni 8. Opið
virka daga frá kl. 9 til 18. Laugardagfrá
kl. 10 til 16 og sunnudag frá kl. 13 til 17.
GARDENA
- Garðáhöld -
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8SÍMI691515